Morgunblaðið - 30.09.2001, Page 45

Morgunblaðið - 30.09.2001, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 45 DAGBÓK Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“ NÁMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í  grunnskóla  háskóla  framhaldsskóla  flestar námsgreinar Innritun í s íma 557 9233 frá kl . 17-19 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN College of Cranio Sacral Therapy London. 3ja ára heildarnám. A. hluti 1. stig 10.-15. nóv. Námið veitir full réttindi innan bresku og evrópsku samtakanna. cranio.simnet.is - cranio@simnet.is Gunnar 699 8064 - Margeir 897 7469 Sími 893 9957 Jón. Til sölu vinnuskúrar með rafmagni, hita og snyrtingu                                             !   "    # $# #  #              %"  &   '  %  ()   " (*   +  $$!   ,    --./*-*  -0.1-'' SKOTINN Albert Benja- min (f. 1909) var þekktur spilari og mikilvirkur bridsblaðamaður um 40 ára skeið. Hann skrifaði dagdálk í skosk blöð og greinar í breska tímaritið Bridge Magazine. Við hann er kennd sú sagn- aðferð að nota bæði tvö lauf og tvo tígla sem sterk- ar kröfusagnir, en mis- sterkar þó. Opnun á tveim- ur tíglum er krafa í geim, en tvö lauf jafngildir Acol- tveimur í lit og er krafa um hring. Tilgangur Benjamins með þessari „tvöföldu alkröfu“ var sá einn að gera Acol-spilurum kleift að opna á veikum tveimur í hjarta og spaða. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ – ♥ G9 ♦ KDG10 ♣ ÁKD8432 Vestur Austur ♠ K2 ♠ DG3 ♥ Á ♥ D10875 ♦ 876543 ♦ Á92 ♣ 10976 ♣ G5 Suður ♠ Á10987654 ♥ K6432 ♦ – ♣– Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Sagnvenja Benjamins kemur hér ekkert við sögu, en spilið er hins veg- ar „samið“ af Benjamin sem dæmi um „afblokker- ingar“ í hæsta gæðaflokki. Suður spilar fjóra spaða og fær út tígul. Hann trompar ás austurs og leggur niður spaðaás. Og nú hefjast miklar stífluhreinsanir. Vestur lætur kónginn undir ásinn og austur drottninguna. Suður spilar aftur spaða, austur drepur á gosann og spilar sér út á trompþristi, en þá notar vestur tæki- færið og hendir hjartaás! Vörnin hefur nú gefið sagnhafa tvo slagi, en þeir koma til baka og sá þriðji í kaupbæti, því sagnhafi kemst aldrei inn í borð og verður að gefa þrjá slagi á hjarta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert frækinn og forvitinn og þessir eiginleikar eru þér dýrmætt veganesti í erli dagsins. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur lært ýmislegt af öðr- um, einkum vinum þínum. Láttu þá samt ekki blinda þig, því þú ert þinnar gæfu smiður. Vertu umfram allt þolinmóð- ur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Komdu betra skipulagi á hlut- ina í kring um þig. Það myndi létta þér lífið og hjálpa þér til þess að skila þínu hlutverki miklu betur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að finna sköpunarþrá þinni farveg. Það skiptir engu hvort þú færð borgað fyrir verk þína eða ekki, sköpunar- gleðin tekur öllu fram. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sinntu þínum nánustu sér- staklega, því þú hefur satt að segja látið þá sitja á hakanum að undanförnu. Láttu þá ekki þurfa að koma til þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur ekki komist undan erfiðri dagskrá þinni. Það er ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar og ganga í verkin af fullum krafti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur rætt áætlanir þínar við þá sem þú treystir. Það væri óvitlaust að sjá viðbrögð þeirra og taka þau með í reikninginn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er þinn dagur; láttu aðra mæta afgangi að þessu sinni. Þegar þú hefur hlaðið batteríin að nýju snýrð þú tvíefldur aftur öllum til góðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Með sama áfram- haldi getur þú átt ýmislegt á hættu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er eðlilegt að gera áætl- anir fram í tímann, þótt eng- inn geti séð framtíðina ná- kvæmlega fyrir. En fyrirhyggja er vænlegri en að láta vaða á súðum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að gera skurk í því að halda sambandi við vini og vandamenn. Það yrði sjálfum þér fyrir verstu að láta sam- böndin koðna niður og deyja út. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að brjóta upp daginn með einhverju óvæntu. Slíkt myndi hafa hressandi áhrif og hjálpa þér til þess að ná tak- marki þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu þér hægt í öllum fjár- málaumsvifum og láttu ekki aðra tala þig inn á hluti, sem þú ert innst inni andvígur. Ræddu málin við trúnaðar- menn þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 2. októ- ber, verður sextugur Georg Friðrik Kemp Hall- dórsson, Steinholtsvegi 11, Eskifirði. Eiginkona hans er Bára Pétursdóttir. Þau hjón taka á móti ætt- ingjum og vinum í Safn- aðarheimili Eskifjarðar- kirkju á afmælisdaginn frá kr. 20.30. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 30. september, er sjötugur José Antonio Fernández Romero, háskólakennari og þýðandi, Via Norte 20, 36204 Vigo Spáni. Fern- ández Romero dvaldist lengi á Íslandi á yngri árum við nám og kennslu. Hann hefur þýtt fjölda íslenskra bóka, m.a. Íslendingasögur og þjóðsögur og verk eftir íslenska samtímahöfunda, skáldsögur og ljóð. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu dósum og flöskum á Ak- ureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.312 krónur. Þær heita Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, Marta Aníta Arnarsdóttir og Íris Harpa Hilmarsdóttir. Morgunblaðið/Kristján 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 30. september, er fimmtugur Benoný Ásgrímsson flug- maður. Eiginkona hans er Kristín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Félagsheimili Seltjarnar- ness milli kl. 17 og 20. LJÓÐABROT VETUR OG VOR Á fjallatindum fríðum fönnin hvíta skín, gróður í grænum hlíðum, glitrar snjór þar dvín; þar hjá lindum lifna blóm og í runnum fugla fjöld fögrum kveður hljóm. Vetur efra eg eigi, en hið neðra eg sé mey sem höfuð hneigi hýr í föður kné, hallast vorið vetri nær, karls við freðið klakaskegg kærust dóttir hlær. Steingrímur Thorsteinsson Árnað heilla Söfnun STAÐAN kom upp á at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Krít. Zahari Zahariev (2401) hafði hvítt gegn Yaacov Stisis (2389). 46. e7! Hc8 46...Hxe7 gekk ekki upp sökum 47. Rc6+ og hvít- ur vinnur. 47. Rc6+ Kxf5 48. Rd8 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Lokaumferð Evrópumóts taflfélaga er í dag, 30. sept- ember. Hægt er að fylgjast með umferðinni á Netinu og geta áhugasamir nálgast nánari upplýsingar á skak.- is. 3. umferð Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst kl. 14.00 í dag, 30. september. Áhorfendur eru velkomnir en mótið fer fram í Faxafeni 12. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.