Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 49 Sími 568 6655 Nýjar vörur FLESTIR muna eflaust eftirkvikmynd þeirra Coen-bræðra O Brother, Where artThou, sem sýnd var hér á landi á síðasta ári. Margir þekkja líka tónlistina úr þeirri mynd, ef ekki eftir að hafa séð myndina sjálfa þá eftir að hafa heyrt samnefndan geisladisk sem selst hefur bráðvel hér á landi sem og víða annars stað- ar. Á diskinum er sambland af ým- iskonar gamaldags tónlist banda- rískri, enda gerist myndin á fjórða áratug síðustu aldar og það í Miss- issippi þar sem liggja rætur blús- og trúartónlistar og alls þess grúa af tónlistastefnum sem af þeim eru leiddar. Vinsældir disksins komu út- gáfunni víst nokkuð á óvart, en hefðu þó ekki átt að gera það, því varla dylst nokkrum manni síaukinn áhugi tónlistarmanna og -unnenda vestan hafs og austan á tónlist sem laus er við markaðsprjál og tilgerð, kannsi vegna þess að við aldamót líta menn um öxl, eða þá að tónlistar- kaupendur eru loks að fá leið á fjöldaframleiddri froðu. No Depression Aukinn áhuga manna á upp- runalegri tónlist vestan hafs má rekja að nokkru aftur til þess er ungir rokklistamenn fóru að spila sína gerð af sveitatónlist sem sumir kölluðu No Depression eftir fyrstu skífu Uncle Tupelo, en í seinni tíð hafa margir hneigst til þess að kalla hana alt.country eftir samnefndum umræðulista á Netinu. Sveitir sem þannig tónlist leika eru legíó í dag, en þær eru ekki einar um hituna því langt er síðan eldri tónlistarmenn og ráðsettari tóku upp sama sið; sjá til að mynda frábærar plötur Johns Cash síðustu ár og einnig hvað gamli refurinn Bob Dylan er að gera þar sem hann leitar aftur til fjórða og fimmta áratugarins í leit að inn- blæstri og stemmningu, til að mynda á nýjustu plötu sinni, Love and Theft. Það kemur einnig í ljós er rýnt er í plötuumslög að margir þeir sem um stjórnvölinn halda hafa í raun sífellt verið á álíka slóðum, sjá þannig O Brother, Where art Thou þar sem T-Bone Burnett heldur um stýrið, en Burnett er svo gamall í hettunni að hann vann á sínum tíma með Delaney and Bonnie, spilaði með Bob Dylan í Rolling Thunder túr hans 1975 og sá um upptökur á bestu skífu Elvis Costello, King of America. Unnið með ungum tónlistarmönnum Síðustu ár hefur Burnett unnið talsvert með ungum tónlist- armönnum vestan hafs og heyra má dæmi um það á O Brother, Where art Thou. Þar koma við meðal ann- ars sögu gamlar hetjur eins og Fair- field Four, Ralph Stanley og The Whites, en einnig láta í sér heyra Al- ison Krauss, Emmylou Harris og Gillian Welch. Þær Kraus og Harris eru heimsþekktar, en Gillian Welch þekkja aftur á móti færri, ekki síst hér á landi þar sem ógerningur hef- ur verið að fá plötur hennar, en þær eru orðnar þrjár. Vestan hafs er Welch einna þekktust fyrir túlkun sína á svonefndri Appalachian- tónlist, en frá þeim fjallgarði, að- allega þar sem hann liggur um Pennsylvaniu, Vestur-Virginiu, Norður-Carolina, Kentucky og Tennessee, er ættuð bluegrass- tónlist og fleiri stefnur og drjúg áhrif þaðan á sveitatónlistina vestan hafs. Af listamönnum sem teljast til Appalachian-tónlistarmanna eru Carter-fjölskyldan, Bill Monroe, Doc Watson og Ralph Stanley. Á fyrstu plötu Welch, Revival, sem kom út 1996, vísar hún þannig mjög í Appalachian-tónlistarhefðina, en á næstu skífu, Among the Year- lings, sem kom tveimur árum síðar, eru persónueinkenni hennar orðin sterkari, þótt enn byggi hún á sam- eiginlegum þjóðsöngvaarfi, ef svo má segja. Fyrir stuttu kom svo út platan Time (The Revelator) sem menn keppast um að lofa vestan hafs og austan og víst er hún framúrskar- andi; með bestu skífum sem út hafa komið á þessu ári. Á plötunni kveður við nýjan tón, útsetningar eru mun einfaldari og naumhyggjulegri en nokkru sinni, hljóðfæraskipan alla jafna bara tveir kassagítarar, yrk- isefnið öllu nútímalegra en forðum og víða tilvitnanir í nútímamenningu í textum og stefj- um. Gillian Welch er fædd í Kaliforníu 1968 og af tónlist- arfólki komin, því foreldrar hennar sjá um tónlistina í sjónvarpsþætti Carol Burnett. Welch fékk snemma áhuga á bluegrass-tónlist og þaðan rataði hún í upprunalega sveita- og þjóð- lagatónlist banda- ríska. Hún nam tónlist í Berklee- skólanum í Boston og hóf um líkt leyti að flytja eigin tón- list og annarra op- inberlega með samstarfsmanni sínum David Rawlings sem hef- ur unnið með henni upp frá því. Það varð þeim til happs að komast í kynni við T-Bone Burnett sem út- vegaði Welch plötusamning og stýrði upptökum á Revival og síðan Hell Among the Yearlings. Sam- starfið við Burnett skilaði sér líka í því að Welch var með á O Brother, Where Art Thou eins og áður er get- ið, en hún kemur einnig við sögu á svo ólíkum skífum sem safnskífu til heiðurs Dwight Yoakam og Gram Parsons, fyrstu sólóskífu Ryan Adams og Sailing to Philadelphia með gamla rörinu Mark Knopfler. Gamlar hugmyndir og nýjar Getið er þriðju sólóskífu Gilliam Welch, Time (The Revelator), en á henni bræðir hún saman gamlar hugmyndir og nýjar á einkar smekk- legan hátt. Í einu lagi er þjóðsagan af John Henry, sem flestir þekkja vestan hafs, orðin saga Elvis Pres- ley, í My First Lover kemur Steve Miller við sögu í banjóstefi, upphafs- og titillag plötunnar sækir inn- blástur til John the Revelator eftir slidegítarsnillinginn Blind Willie Johnson og í lokalagi plötunnar, sem er fjórtán mínútur, er víða komið við í bandarískri þjóðlagahefð og þjóð- menningu. Eins og getið er hafa plötur Gill- ian Welch ekki fengist hér á landi, en fyrri skífurnar tvær gaf Almo útgáf- an út, fyrirtæki þeirra Herb Alpert og Jerry Moss, sem þeir komu á laggirnar eftir að hafa selt A&M út- gáfuna sem þeir stofnuðu saman. Almo fór á hausinn fyrir stuttu og ekki varð það til að auðvelda að ná í plötur Welch, en hægt er að kaupa þær á Netinu enn sem komið er að minnsta kosti. Þau Welch og David Rawlings stofnuðu síðan eigin út- gáfu frekar en að ganga til liðs við eitthvert stórfyrirtækið. Sú útgáfa heitir Acony og dregur nafn sitt af lagi á fyrstu skífu hennar. Á vefsetri útgáfunnar og Gillian Welch, acon- yrecords.com, er hægt að hlusta á sýnishorn af eldri skífunum og kaupa nýju plötuna og þær eldri. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Bandarísk endurreisn Á safnskífunni O Brother, Where Art Thou kennir margra grasa. Árni Matthíasson segir frá söngkon- unni Gillian Welch sem þar er að finna og aukn- um áhuga á tónlistararfinum vestan hafs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.