Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r
á h e i m s m æ l i k v a r ð a
Borgar túni 37
Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S
v i ð s j á u m u m f j á r m á l i n
www.bi.is
DANSKIR ráðgjafar sem unnið hafa
að úttekt á húsnæðisþörf Landspítala
– háskólasjúkrahúss mæla með að
meginstarfsemi spítalans verði í
Fossvogi. Þar þurfi vissulega að
byggja meira en við Hringbraut, en á
móti komi að byggingaframkvæmdir
raski ekki starfsemi spítalans.
Nefnd undir forsæti Ingibjargar
Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra, skilar um mánaðamótin
nóvember/desember tillögum til heil-
brigðisráðherra um framtíðarupp-
byggingu Landspítala Nefndin lítur
m.a. til álits dönsku ráðgjafarstofunn-
ar Ementor sem skilaði lokaskýrslu
sinni í liðinni viku.
Ementor kannaði kosti þess og
galla að hafa aðalsjúkrahús landsins á
lóðinni í Fossvogi, við Hringbraut eða
á Vífilsstöðum. Á Vífilsstöðum þyrfti
að byggja frá grunni og það yrði því
langdýrasti kosturinn þótt augljósir
kostir fylgi því að geta hannað og
byggt yfir starfsemina frá grunni.
Nægt landrými í Fossvogi
Við Hringbraut er nú samtals 60
þúsund fermetra húsnæði og í Foss-
vogi 30 þúsund fermetrar en Ement-
or mælir samt með uppbyggingu í
Fossvogi. Þar sé landrými nóg og fyr-
ir sé ágæt og heildstæð bygging. Ekki
þurfi að rífa gamlar byggingar til að
koma nýjum fyrir, en uppbygging þar
tryggi nánast nýjan spítala. Við
Hringbrautina séu hins vegar margar
og misgóðar byggingar. Sumar þyrfti
að rífa og byggja aðrar í þeirra stað
en erfitt yrði að byggja á lóðinni án
þess að valda truflunum á núverandi
starfsemi þar.
Kostirnir við uppbyggingu á
Hringbraut, að mati dönsku ráðgjaf-
anna, eru þeir að þar er að rísa nýr
barnaspítali og ágætlega er búið að
krabbameinsdeild, geislalækningum
og blóðmeinadeild, auk geðdeildar.
Þá er Háskóli Íslands á næstu grös-
um og fyrirhugaður flutningur
Hringbrautarinnar til suðurs stækk-
ar lóð spítalans verulega.
Úttekt á húsnæðisþörf Landspítala – háskólasjúkrahúss
Mælt með uppbygg-
ingu LSH í Fossvogi
Meginstarfsemi/10
BIRKIÐ skartaði hinum fegurstu
haustlitum á helgistað þjóðarinnar,
Þingvöllum, þegar Darri og hund-
urinn hans, Símon, fengu sér
göngutúr í blíðunni. Grænn mosinn
lætur hins vegar haustkomuna ekk-
ert á sig fá enn sem komið er.
Morgunblaðið/RAX
Tvísöngur
litanna
Á FYRSTU átta mánuðum þessa árs
hafa greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa
aukist um 74%. Sjóðurinn greiðir laun
og lífeyrissjóðsgjöld til launþega sem
ekki hafa fengið greidd laun frá fyr-
irtækjum sem orðið hafa gjaldþrota.
Á fyrstu átta mánuðum ársins námu
greiðslur úr sjóðnum 186 milljónum
en sömu mánuði í fyrra námu greiðsl-
urnar 107 milljónum. Allt árið í fyrra
námu útgjöld sjóðsins 170 milljónum.
Þessar upplýsingar komu fram á árs-
fundi Vinnumálastofnunar.
Hrólfur Ölvisson, stjórnarformað-
ur Vinnumálastofnunar, sagði að at-
vinnuástandið hefði verið gott undan-
farin ár en blikur væru á lofti. „Ýmis
teikn eru um minnkandi umsvif efna-
hagslífsins og koma þau einna sterk-
ast fram í verslun og þjónustustarf-
semi af ýmsu tagi. Velta heild-
verslunar hefur dregist verulega
saman það sem af er þessu ári frá
árinu 2000, samdráttur í sölu bifreiða
er vel þekkt dæmi, erfiðleikar hjá fyr-
irtækjum í upplýsinga- og tæknigeir-
anum hafa færst í vöxt,“ sagði Hrólf-
ur.
Á síðasta ári greiddi Atvinnuleys-
issjóður 1.304 milljónir í atvinnuleys-
isbætur, en árið 1999 námu greiðsl-
urnar 1.706 milljónum. Atvinnuleysi í
fyrra var 1,3% sem er minnsta at-
vinnuleysi síðan 1990. Þróun atvinnu-
leysis það sem af er árinu bendir til að
meðalatvinnuleysi verði svipað og í
fyrra eða um 1,3 til 1,4%.
Greiðsl-
ur aukast
um 74%
Aukin útgjöld hjá
Ábyrgðarsjóði launa
HÖNNUN
Steinunnar
Sigurð-
ardóttur
tískuhönnuðar
er meðal þess
sem sjá má á
tískuvikunni í
Mílanó sem nú
stendur sem
hæst. Stein-
unn er yf-
irhönnuður
ítalska tísku-
hússins La
Perla sem
hingað til hefur verið þekkt fyrir
nærfatnað fremur en hátískufatnað
en nýja línan er fyrsta verkefni
Steinunnar fyrir fyrirtækið. Vísun í
upprunann og hefðir í nærfata-
hönnun leyna sér ekki í fötunum
þar sem kvenleikinn er allsráðandi.
Kvenleikinn
allsráðandi
Íslenskur yfirhönnuður/6
BANDARÍSKI
kvikmyndaleikar-
inn Keith Carrad-
ine hefur tekið að
sér annað aðal-
hlutverkið í næstu
mynd Friðriks
Þórs Friðriksson-
ar, Fálkum. Carr-
adine hefur leikið í
alls um 60 bíó- og
sjónvarpsmyndum fyrir leikstjóra á
borð við Robert Altman, Louis
Malle, Walter Hill, Ridley Scott og
Alan Rudolph. Hann er einnig tón-
listarmaður og hlaut Óskarsverð-
launin fyrir besta lagið árið 1975.
„Ég hef fylgst með Keith Carrad-
ine á tjaldinu gegnum tíðina,“ segir
Friðrik Þór. „Hann er látlaus og
traustur leikari og hentar vel í hlut-
verkið, aðkomumanninn Símon, sem
er dulur og dularfullur.“
Carradine leik-
ur hjá Friðriki
Carradine
Svalur/B20
HÓPUR líffræðinga, sem stundað
hefur rannsóknir á blesgæsum, er
nú staddur á Hvanneyri. Tólf
manna hópur líffræðinga frá Kan-
ada, Danmörku, Englandi, Írlandi
og Skotlandi vinnur við þessar
rannsóknir sem hófust árið 1979 á
Grænlandi. Rannsóknirnar eru at-
ferlis- og vistfræðilegar, en fuglinn
hefur viðdvöl á Íslandi að vori á leið
sinni yfir hafið til vesturstrandar
Grænlands og einnig á bakaleiðinni
að hausti. Hópurinn starfar meiri-
hluta ársins á áningarstöðum gæs-
arinnar, Grænlandi, Íslandi, Írlandi
og NV-Skotlandi, þar sem gæsirnar
eiga sér veturstað.
Tony Fox, enskur fuglafræðing-
ur, búsettur í Danmörku, hóf at-
hugun á blesgæsum og stjórnar
rannsóknunum. Tony segir að
rannsóknir hér beinist að því að
skoða hvernig fuglinn byggi sig upp
af orku fyrir farflugið og hvaða
jurtir hann nýti til beitar.
Vísindamennirnir hafa dvalið á
Hvanneyri þrisvar að vori, en þetta
er í fyrsta sinn sem þeim gefst
tækifæri til að fylgjast með komu
fuglanna frá Grænlandi að hausti.
Kannaður er fjöldi gæsa, hvenær
þær koma og fara og hvar einstakar
fjölskyldur halda sig á túnunum.
Rannsóknirnar eru einnig beitar-
fræðilegs eðlis, en munur er á
fæðuvali milli vors og hausts. Tony
segir að fuglinn fái t.d. mikla nær-
ingu úr sóleyjum en þær séu fullar
af fitu og orku.
Blesgæsin hefur viðdvöl í Árnes-
og Rangárvallasýslu frá A-Land-
eyjum út að Selfossi og einnig á
svæðinu frá Hvanneyri og vestur
með suðurströnd Snæfellsness.
Árin 1997–99 voru settir gervi-
hnattasendar á allt að 20 fugla, sem
gerði vísindamönnunum kleift að
fylgjast nákvæmlega með öllum
ferðum þeirra. Tony segir að stofn-
inn sé að minnka. Hann segir
ástæður fyrir þessu ekki ljósar, en
nefnir að á Grænlandi mæti þær
sterkum Kanadastofni þessarar
tegundar, sem virðist hafa yfirráð
þar. Mjög sterk fjölskyldubönd ein-
kenna blesgæsina. Gæsirnar eru
gjarnan nokkrar saman í hópi, en
ólíkt öðrum gæsategundum má oft
sjá einhleypa afkomendur fylgja
foreldrum sínum og yngri systkin-
um árum saman.
Á Íslandi eru veiddar um 3.000
blesgæsir árlega, en skotbann er á
Hvanneyri, sem gerir mögulegt að
vinna þessar rannsóknir þar. Bann-
að er veiða fuglinn á Englandi.
Alþjóðlegar rannsóknir á blesgæs á Hvanneyri
Fjölskyldutengsl afar sterk
♦ ♦ ♦