Vísir - 15.10.1979, Qupperneq 8
VÍSIR
Mánudagur 15. október 1979
8
Útgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. E;ias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndí'- Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar '■-austi Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Slðumúla 8. Slmar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Slðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuöi
innanlands. Verö i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
VANDINN BIÐUR NÆSTU STJORNAR
Ef kjósendur vilja láta næstu rikisstjórn ráöa niöurlögum veröbólgunnar, veröa þeir
nú aö velja til setu á Alþingi stjórnmálamenn, sem viöurkenna hreinskiinislega, aö
aöhalds sé þörf f málefnum þjóöarinnar um sinn, en ekki þá, sem lofa gulli og grænum
skógum.
Myndun minnihlutastjórnar
Alþýðuf lokksins, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn ver vantrausti
um stundarsakir, er eðlileg
niðurstaða þeirrar stjórnar-
kreppu, sem upp kom eftir að
Alþýðuf lokkurinn sagði sig úr
lögum við hina vinstri stjórnar-
f lokkana.
Það liggur Ijóst fyrir, að ríkis-
stjórn, sem nýtur beins stuðnings
meirihluta á Alþingi, er ekki
hægt að mynda við núverandi að-
stæður. Kosningar verða því að
fara fram. I vinstri stjórninni
náðist ekki samstaða um að ef na
til kosninga. Ný stjórn varð þvi til
að koma, sem f ramkvæmdi þann
vilja meirihluta Alþingis að efna
til kosninga hið bráðasta.
Til þess að ná þessu markmiði
var þriggja kosta völ:
minnihlutastjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, minnihlutastjórnar
Alþýðuflokksins og utanþings-
stjórnar. Efnislega hefði ekki átt
að skipta máli, hver kosturinn
valinn var. Hlutverk hinnar við-
takandi stjórnar, hver sem hún
var, átti fyrst og fremst að vera
að rjúfa þing og boða til kosn-
inga.
En sá kostur, sem valinn var,
verður þó að teljast eðlilegastur:
Utanþingsstjórn á að vera algert
neyðarúrræði í stjórnskipun okk-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn átti
sem stjórnarandstöðuflokkur
ekkert erindi inn í stjórnarráðið,
nema þá til þess að stjórna, en til
þess er ekki ætlast af ríkisstjórn,
sem nú tekur við, og til þess þarf
lika öf lugri stjórn en minnihluta-
stjórn. Og úr því að einn þeirra
flokka, er stóðu að síðustu ríkis-
stjórn, var reiðubúinn til að
mynda stjórn til þess að standa
fyrir kosningum, var slík ríkis-
stjórn rökrétt niðurstaða, enda
hafði þessi flokkur rofið
stjórnarsamstarfið og krafist
kosninga.
Þegar hafður er í huga
aðdragandinn að myndun
þessarar minnihlutastjórnar
Alþýðuflokksins, er Ijóst, að til
hennar verða nánast engar kröf-
ur gerðar. Það er ekki til þess
ætlast, að hún hafi uppi nokkur
bjapgráð í þeim vandamálum,
sem við er að glíma í þjóðfélag-
inu. Viðureignin við þessi
vandamál bíður nýrrar ríkis-
stjórnar, sem mynduð verður að
ioknum kosningum.
Það er áríðandi, að bæði
stjórnmálamenn og kjósendur
geri sér nú Ijóst, hversu mikils-
vert það er, að næstu ríkisstjórn
takist betur en síðustu ríkis-
stjórnum að ráða við okkar
stærsta vandamál, hina miklu
verðbólgu, sem hér geisar. Nái
ekki næsta ríkisstjórn árangri í
þessu, sem um munar, er alvar-
leg kreppa með fyrirtækjadauða
og atvinnuleysi óhjákvæmilega
framundan.
Það eru aðgerðir ríkisvaldsins,
sem skapa verðbólguna: seðla-
prentun umfram aukningu
þjóðartekna, óhófleg skatt-
heimta, óstjórn í rikisf jármálum
og hvers konar óeðlileg afskipti
ríkisins af efnahagslíf inu. Það er
því aðeins ríkisvaldið, sem getur
ráðið niðurlögum verðbólgunnar.
Onnur þjóðfélagsöf I geta að vísu
gert ríkisvaldinu erf ittfyrir, en á
endanum er það ríkisstjórnin á
hverjum tíma, sem ákveður það,
hvort verðbólga á að vera í land-
inu eða ekki. Kjósendur ættu því
nú að vara sig á þeim stjórn-
málamönnum, sem lofa gulli og
grænum skógum, en halla sér
frekar að þeim, sem segja
kjósendum einsog er, að nú þurfi
aðhalds við í málefnum þjóðar-
innar. Verði farið að því ráði um
nokkurt skeið og jafnframt byrj-
að að huga að nýrri atvinnuupp-
byggingu með hagnýtingu óvirkj-
aðra náttúruauðlinda okkar, mun
þess ekki langt að bíða, að á
nýjan leik verði unnt að bæta kjör
þjóðarinnar.
Fólksbifreiðar á Is-
landi voru um síðustu
áramót tvöfalt fleiri en
þær voru árið 1970. Þá
voru 37.859 bifreiðar á
landinu, en voru orðnar
76.760 um siðustu ára-
mót.
Þetta kemur fram i
fróðlegri skýrslu i
septemberhefti Hagtið-
inda og er þar greint
frá árlegri fjölgun bila
allt frá 1970. Það kem-
ur i ljós, að þessi ár er
fjölgunin nokkuð jöfn
nema þá helst árið
1974, en þá f jölgar bil-
um úr rúmlega 57 þiis-
undum i tæplega 65
þúsund, eða um nálægt
8 þúsund.
A þessu árabili fjölgar vöru-
bifreiöum einnig, en þó hlut-
fallslega mun hægar enfólksbil-
um. 1970 eru þær 5.717 en um
áramótin 1979 eru þær 7.381.
Samtals fjölgar bifreiöum á
þessum árum úr 43.576 i 84.141.
SU bifreiöategund, sem var
algengust um slöustu áramót,
var Ford, en af henni voru þá á
landinu 9.885 bifreiöar. Næst
kom Volkswagen meö 7.217 bif-
reiöar, Fiat meö 4.772, Volvo
meö 4.094 og Skoda meö 3.285
bifreiöar.
Vlsir spuröi Tómas Sveinsson
hjá Framkvæmdastofnun rikis-
ins álits á þessari f jölgun, en sú
stofnun lét einmitt gera spá um
bilafjölda áriö 1970 Sagöi hann
aö sú spá heföi staöist þokka-
lega I raunverulegum tölum um
bllafjölda, en þó mun betur,
þegarmiöaö væri viö bilafjölda
áhverja þúsund Ibúa. Tök hann
sem dæmi aö 1973 heföu veriö
spáö aö fólksbilafjöldinn yröi
53.000, en hann hafi oröiö 53.383.
1978 heföi spáin hljóðaö upp á
74.382 en raunverulegur blla-
fjöldi heföi orðið 72.872. Þessi
mismunur fælist aö nokkru leyti
i þvi, aö ibilafjölgun heföi ekki
oröið eins ör og menn ætluöu á
þessutlmabili. Hins vegar stæð-
ist spáin mun betur, þegar mið-
aö væri við bíla á hverja þúsund
IbUa, en 1973 heföi sU spá veriö
250 bilar á hvert þUsund, en
raunverulegur fjöldi heföi oröiö
252, og 1978 hefði spáin hljóöaö
upp á 322, en raunverulegur
fjöldi veriö 326.
Taldi Tómas aö lokum, aö
menn gætu vel viö unaö, hvaö
snerti Utkomuna Ur þessari spá.
Flestar eru bifreiöarnar aö voru um síöustu áramót sam- bllnúmer þar væru helmingi
sjálfsögöu I Reykjavík, en þar tals 32.345 bifreiöar, enda þótt fleiri.
Blfreiöafjöldinn hefur aukist gifurlega I landinu á sföustu niu árum og nú er svo komiö aö I Reykjavfk
. einni eru nú tæplega 33 þúsund blfreiöar.
BILAFJOLDIHN HEFIIR
TVÖFALDAST FRÁ1970