Vísir - 15.10.1979, Page 27

Vísir - 15.10.1979, Page 27
vtsm Mánudagur 15. október 1979 ........31 Umsjón: Halldór \ iReynisson ..Þriðji maöupinn” í Morgunpóstinum: „Dálílið kulfla- legl að vera I belnnl útsendlngu” ,,Mér fannst það dálitið kulda- leg tflhugsun til að byrja með að vera I beinni útsendingu, en þetta venst með timanum”, sagði Sigurður Einarsson, tannsmiður, en hann er þriðji maðurinn eða félaginn f M orgunpóstinum ásamt þeim Páli Heiðari og Sig- mari. „Ég kynnist þeim félögum, þegar ég sótti dagskrárgerðar námskeið á vegum útvarpsins i fyrrahaust, en Páll var um- sjónarmaður þess og Sigmar var einn af kennurunum. Siðan þá hef ég einnig gertýmsa þætti fyrir Ut- varpið, viðtalsþætti, ferðaþætti o.s.frv. en ég geri ráð fyrir, að þeir hafi valið mig eftir kynnin á námskeiðinu.” Sigurður sagðist hafa mjög gaman að vinna við Morgunpóst- inn, þrátt fyrir það að hann væri býsna ólikur þeim þáttum, sem hann hefði unnið að áöur. Vinnan byrjaði kl. 6 á morgnana, en þá strax hæfist undirbúningur að út- sendingunni. Hann ynni svo til kl. 10 á morgnana, en tíminn eftir að útsendingu lyki, færi i að undir- búa endurflutninginn siðdegis. Sigurður sagðist að lokum hafa mjög mikinn áhuga á að vinna við útvarp og bjóst hann við að halda Sigurður „þriðji maöur” við dag- iega iöju sina, en hann er tann- smiður. Visismynd J.A. dagskrárgerð áfram eftir að sinn timi væri Utrunninn i Morgun- póstinum. — HR Slónvarp kl. 2150: Verður landsleikurinn sýndur í sjónvarplnu? Winston Churchill fyilu- svo til Ut i sjónvarpsdagskrána á mánu- dag, en auk þess þáttar er aðeins einn annar liður á dagskrá, en það eru iþróttir. Ef að likum lætur verður eitt- hvað fjallað um iþróttir helgar- innarí þættinum, en ekki er held- ur ósennilegt að sýndir verði a.m.k. kaflar Ur landsleik Islend- inga og Tékka f handknattleik, sem fram fer þetta sama kvöld. Ekki tókstað hafa upp á Bjarna Felixsyni til að fá þetta staðfest, en Utsendingartimi iþróttaþáttar- ins virðist þó staðfesta þetta, en hann hefst kl. 21.50. Ef að likum lætur má því búast við, að Iþróttaunnendur fái vænan spón i askinn sinn, þar sem er fyrsti handknattleikslandsleikur- inn, sem fer fram hérlendis á þessum vetri. —HR Ólafur H. Jónsson veröur fyrirliði landsliðsins I leiknum á móti Tékk- um á mánudag. Liklega fáum viö, sem heima sitjum yfir sjónvarps- tækjunum, aðsjá eitthvað tii hans i Iþróttaþættinum ef aðlikum lætur. Mánudagur 15.október 11.15 Morguntónleikar. Brigitte Fassbander, Renate Holm, kór Vinar- óperunnar, Sinfóniuhljóm- sveit Vinarborgar o.fl. flytja tónlist eftir Strauss 12.00 Dágskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Miðdegissagan: „Fiski- menn” eftir Martin Joensen Hjálmar Arnason les þýð- ingu sinar (6). 15.00 Miðdegistónleikar: tslensk tónlista. Fjögur isl. þjóðlög fyrir f.lautu og pianó eftir Arna Björnsson. Averil Williams og GIsli Magnús- son leika. b. Divertimento fyrir sembal og strengjatrió eftir Hafliða Hallgrimsson. Helga Ingólfsdóttir, Guöný Guðmundsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika.c. „Of Love and Death” (Um ástina og dauðann), söngvar fyrir baritonrödd og hljómsveit eftir Jón Þórarinsson. Kristinn Hallsson syngur. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur-. Stjórnandi: Páll P. Pálsson d. Rapsódia fyrir hljómsveit op. 47 eftir Hallgrim Helgason. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 17.05 Atriði úr morgunpósti endurtekin . 17.20 Sagan: „Grösin i giugg- húsinu’’ eftir Hreiðar Stefánsson. Höfundurinn heldur áfram lestri sögu sinnar (2). 18.00 Viðsjá-Endurtekinn þátt- ur frá morgninum 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál , Arni Böðvarsson flytur þáttinn 19.40 Um daginn og veginn Jón Haraldsson arkitekt talar. 20.00 Sinfónia nr. 38 i C-dUr, „Linzar-hljómkviðan” (K425) eftir Mozart.Fil- harmoniusveitin i Vinar- borg leikur, Leonard Bern- stein stj. 20.30 Ctvarpssagan : Ævi Elenóru Marx 1855—98 eftir Chushichi Tsuzuki. Sveinn Asgeirsson hagfræðingur byrjar lestur þýðingar sinn- ar á völdum köflum bókar- innar. 21.00 Lög unga fólksins. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir kynnir. 22.10 Þáttur 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Kvöldtónleikar . Svja- tolsav Rikhter leikur á pianó Prelúdiur og fúgur nr. 1-8 Ur „Das wohltemperi- erte Klavier”, fyrstu bók eftir Johann Sebastian Bach. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok . Mánudagur 15. október 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Undir örlagastjörnu Breskt sjónvarpsleikrit um Winston Churchill og hina válegu þróun mála i Evrópu á árunum 1936-1940. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.50 tþrdttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 22.55 Dagskrárlok VILMUNDUR KOMINN í MðPPURNAR Flest virðist nú til fjörugra kosninga benda, og flokksvélar allar komnar af stað. Mestum tiðindum sætir þó að Vilmundur er nú orðinn ráðherra og sonur Hermanns glfmukóngs fær það hlutverk að afhenda honum lyklana að dómsmálaráðuneyt- inu og með þeim alræðisvald yfir öllum helstu möppudýrum landsins án þéss að nokkur nöfn séu nefnd I þvi sambandi, enda óviðeigandi að draga Hæstarétt um of inn I þjóðmálaþrætuna. Vilmundur hefur sótt mjög fast á um að hljóta ráðherra- dóm I þeirri platríkisstjórn sem sjálfstæðismenn hafa eftir mikla ihugun og nokkur matar- hlé fallist á að leyfa krötum að mynda. Vilmundur bjó til úr engu þá hreyfingu, sem skilaöi fjórtán krötum inn á þing I sið- ustu kosningum m.a. mönnum eins og Braga Nfelssyni lækni, er tók sæti á listanum á Vestur- landi i allt öðrum tilgangi en þeim að detta inn á Alþingi, af þvi að það er eins konar nátt- úrulögmál að læknar virka eins og segull á atkvæðin. Vilmundur kom harðinda-Arna inn á þing fyrir norðan og gerði Alþýðu- flokknum kleift að skipta einu uppbótarþingsæti milli forseta Alþýðusambandsins og mesta stóratvinnurekenda landsins. Æ sér gjöf til gjalda. Þessir þingmenn ásamt með þeim Gunnlaugssonum úr Hafnarfiröi vita allir, að þeir öðluðust þing- lif sitt út á Vilmund, en þeim er um leiö ljóst, að dómsmálaráð- herratign Vklmundar f plat- rikisstjórn virkar eins og góð- látlegt grfn eins og málum er komið. Málið er svo einfalt, að maffumál og ráðherrabflar verðá ekki kosningamál að þessu sinni. Við gamlir og grónir stuðn- ingsmenn Vilmundar hefðum fremur kosið að hann héldi sér i stól gagnrýnandans fram að kosningum. Og svo var einnig farið hugsunum margra krata á þingflokks- og framkvæmda- stjórnarfundum Alþýðuflokks- ins I gær. Það sem úrslitum réöi að Vilmundur fékk sitt fram var samkomulag þeirra Benedikts. Vilmundurhefurlátiðþað liggja i loftinu upp á siökastið, að hann myndi fara i harða baráttu gegn form anninum I fyrsta sæti fra mboðslistans I Reykjavlk. Kemur þar bæði til fullvissa um dgin foringjahæfileika og svo- lltill föðurhefndarhugur. 1 gær hét Vilmundur flokks- formanninum þvi aö hann myndiláta kyrrt Bggja framboð i fyrsta sæti og út á það fékkst ráðherradómurinn. Nýi dóms- málaráðherrann mun nú hefja yfirferð yfir allar möppur ráöu- neytisins I grimmilegri leit að skandalmálum. Þingmenn Vil- mundar óttast á hinn bóginn að slikar reykbombur hafi svipuð áhrif og flugeldar um hábjartan dag. En héðan af verður ekki til baka snúið. Benedikt er öruggur með fyrsta sætið og Vilmundur er kominn I möppurnar. Og vel má vera að hann komi þjóðinni enn á ný á óvart, ef Baldur Möller hleypir honum þá á ann- að borð I möppurnar. Hvað sem öllum hrakspám liöur, munu áhugamenn um Vil- mund treysta þvi að hann finni alvöru möppuskandal, sem hresst gæti upp á kosningabar- áttuna og eytt tortryggni og öf- und þingmannanna, er hann skautúr vonlausum sætum inn á Alþingi. Þá gætu sjálfstæðis- menn farið að sjá eftir öllusam- an. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.