Vísir - 16.10.1979, Síða 8

Vísir - 16.10.1979, Síða 8
VÍSIR I Þri&judagur 16. október 1979 Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slfiumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu- 200. kr. eintakifi. Prentun Blafiaprent h/f 324 miinarðar - allt of mikið Fjárlagafrumvarp vinstri stjórnarinnar gerir ráb fyrir rúmlega 324 milljarða króna skattheimtu á árinu 1980. Þab hlýtur ab verba eitt af höfubvibfangsefnum þeirrar rfkis- stjórnar, sem tekur vib eftir kosningarnar f desember, ab draga verulega úr þessari fyrirhugubu skattheimtu. En hvernig? Og hvers vegna? Samkvæmt f járlagafrumvarp- inu, sem f jármálaráðherra lagði fram á dögunum, er gert ráð fyrir, að skattheimta íslenska rikisins nemi á næsta ári meira en 324 milljörðum króna. Þar af eru beinir skattar rúmlega 63 milljarðar og óbeinu skattarnir losa 261 milljarð króna. Engum blöðum er um það að f letta, að það verður að vera eitt af höfuðviðfangsefnum þeirrar ríkisstjórnar, sem tekur við eftir kosningarnar í desembermánuði nk., að draga verulega úr þessari fyrirhuguðu skattheimtu vinstri stjórnarinnar. Það þarf ekki að- einsaðfella niður þá nýju skatta, sem vinstri stjórnin kom á, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið, heldur mætti einnig gjarna fylgja með í niðurskurð- inum eitthvað af þeim skatta- hækkunum, sem næsta stjórn þar á undan beitti sér fyrir. Skattaáþjánin, sem íslenska þjóðin hef ur orðið að þola undan- farin ár, hefur lamað framtak borgaranna og ýtt undir spill- ingu. Þetta á fyrst og fremst við um tekjuskattinn, sem stefna verður að, að verði alveg afnum- inn. Það verður auðvitað ekki gert í einu vetfangi, en mætti gera í áföngum, t.d. á einu kjör- tímabili. Allir óbeinu skattarnir eru orðnir svo háir hér á landi, að þeir eru tvímælalaust ein megin- orsök verðbólgunnar. Þar er hvert gjaldið lagt ofan á annað, þannig að t.d. innfluttar vörur margfaldast yfirleitt í verði á hinni stuttu leið frá skipshlið i land, sem liggur í gegnum ís- lenska skattakerfið. Islenskir stjórnmálamenn hafa verið meistarar í að finna upp nýja skatta, sem skattborgurun- um hef ur í upphaf i verið talin trú um, að væru aðeins tímabundnar álögur, en hefur síðan ekki verið hreyft við — nema til hækkunar. Hér höfum við vel þekkt dæmi frá síðustu árum: viðlagasjóðs- gjaldið, sem upphaflega var lagt á vegna tjónsins af Vestmanna- eyjagosinu, og „sérstakt tíma- bundið vörugjald", sem, eins og nafnið segir til um, átti upphaf- lega aðeinsað leggja á einu sinni, en hefur síðan hækkað, en ekki fallið niður. Ef einhver von á að vera til þess að lækka skattbyrðina hér á landi, verður að gjörbreyta vinnubrögðum við ákvörðun um tekjur og gjöld. Nú er það aðal- reglan, að gjöldin eru ákveðin fyrst samkvæmt óskalistum ráð- herra og þingmanna, og skattar síðan ákveðnir nægilega háir til þess að mæta gjaldakröfunum. Hér verður að hafa endaskipti á hlutunum. Það verður að byrja á því að ákveða, hvað óhætt sé að leggja háa skatta á skattborgar- ana og síðan að ráðstafa fjár- magninu til einstakra verkefna. Það verður svo sjálfsagt sífellt deiluefni, hversu háar skatta- álögur megi vera: Vinstri menn og þeir, sem smitast hafa af ríkisumsvifaþrá þeirra, hljóta að öllum jafnaði að verða skatta- glaðari heldur en andstæðingar þeirra. íslenska þjóðin hefur orðið bitra reynslu af skattpíningar- pólitíkinni. Ef frá henni á að hverfa, verðum við að gerast raunsærri en við höfum mörg hver verið í kröfum á hendur ríkisvaldinu. Velmegun verður ekki haldið uppi í landinu með skattlagningu. Lífskjörin verða því aðeins bætt, að þjóðfélags- borgararnir haldi nægilega miklu eftir af f jármunum sínum til þess að geta byggt upp heii- brigt atvinnulíf. Þess vegna verður að stilla skattheimtunni í hóf. SNOBBKLÚBBUR ÞJOBANNA Þab er ekki langt siban ab hverri þjób, sem vildi komast á- fram, þótti naubsyn á ab setja á laggirnar eigin stálibju. Nú orb- ib þykir þab vera skilyrbi fyrir þvi ab teljast til „stóru strák- anna” ab menn smibi sina eigin kjarnorkusprengju. Ein stærstu tibindi sumarsins voru orbskvittirnir um, ab Pakistanar hefbu smíbab sér kjarnorkusprengju og hygbu senn á tilraunir meb hana. Þab er kaldhæbnislegt, en maburinn sem á sinum tima ákvab, ab Pakistan skyldi verba kjarn- orkuveldi, var hengdur fyrr á þessu ári. — Þegar Indland hóf ab fikta meb kjarnorkusprengj- ur 1974, sagbi Bhúttó heitinn: ,,Ef Indland smibar sprengjuna, mun ég éta gras eba jafnvel svelta, þar til vib höfum lika eignast okkar sprengju. Þab er engin önnur leib’’. Skiptar skoðanir Þab var aubvitab ekki vegna þessara ummæla, sem Bhúttó var tekinn af Ufi af núverandi heryfirvöldum Pakistans. Þvert ámóti. Hvaö varöar kjarnorku- sprengjuna, voru þeir alveg d hans bandi. Þeir taka heilshug- ar undir meö honum i hinstu kveöju hans i bréfi, sem Bhúttó lét eftir sig, en þar slær hann fremur á trúarlega strengi en þjóöernislega, jafnvel þegar hann vikur aö kjarnorku- sprengjunni: „Viö vitum, aö lsrael og S-Afrika eru fullfær um aö smiöa kjarnorku- sprengju. Kristnir menn, gyö- ingar og hindúar, ráöa yfir kjarnorkutækninni. Sama gildir um kommúnistalöndin. Mú- hameöstrúarmenn eru þeir einu, sem ekki ráöa yfir þessari tækni. A þvi veröur aö ráöa bót”. Þau fimm riki, sem fasta setu hafa f öryggisráöi Sameinuöu þjóöanna, eiga öll kjarnorku- sprengjur, Bandarikin, Sovét- rikin, Frakkland, Kína og Stóra-Bretland. Guð og atómið? Indland hefur gert tilraunir meö kjarnorkuvopn. Allir eru á einu málium, aö ísrael og S-Af- rika geta hvenærsem þau vilja, sett saman kjarnorkusprengju. Bretar og Frakkar komu sér upp eigin kjarnorkuvopna- birgðum til þess aö Bandaríkja- menn tækju þá alvarlega og tókst þaö. Það er þvi ekki ein- kennilegt, þótt fleiri riki á „upp- leið” gæli einnig viö kjarnorku- áætlanir til þess aö veröa hlut- geng viö skákborð heimsmál- anna. Indland hefur ekki einungis kjarnorkusprengju, heldur einnig her, sem er sá fjóröi stærsti I heimi. Indland taldi nauösynlegt aö koma sér upp eigin kjarnorku- sprengju, þarsem Kina réöi yfir henni. En slík rök geta kallaö á viöbrögö annarra, sem telja sig þá knúna til þess sama. Eins og Pakistan. Afkomendur Hvaö Israel og S-Afrilcu viö- kemur, telja íbúarnir sig af- komendur sérstakrar æöri menningar, sem sækir sitt drottnunarumboö I gamla testamentiö. Þar blandast sam- an trúarofstæki, kynþáttafor- dómar og hófmóður. Þaö gildir jafnt um gyöinga Israelsríkis og „Afrikana” Suöur-Afriku, aö þeir telja tilveru sinni ógnaö af barbörum, sem sæki að þeim á öllum vígstöövum. Þeir eru reiðubúnir aö gripa til örþrifa- ráða til þess aö lifa þær árásir af. Eðlilega gera þeir sér ljóst mikilvægi kjarnorkusprengj- unnar I sllkri baráttu. Hættulegur kvartett önnur framsækin riki, sem búayfir nægilegri tækni til þess að framleiða kjarnorku- sfrengju, eruS-Kórea, Brasili'a, Mexlkó og Egyptaland. Flestar fréttir ber að þeim brunni, aö Pakistan sé I þessum hópi lika. Og sama mátti segja um Iran fram að byltingunni, sem batt enda á þá þróun. Nigeria og Indónesia eiga senni- lega tiu ár eftir, áöur en þau geta státaö af kjarnorku- sprengju, en Tyrkir Ilklega ekki nema fimm ár. —GP.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.