Vísir - 16.10.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1979, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 16. október 1979 9 Þaö var gefiö i botn og fylgst meö hraöamæli ratsjárinnar. AP|A| ■ HIIU GEISLANUm Of hraður akstur virðist vera dálitið algengur kvilli meðal öku- manna og lögreglan gerir auðvitað það sem í hennar valdi stendur til að lækna fólk af þessum kvilla. Hún hefur löngu tekið tæknina i þjónustu sina og notar nú sérstakar hafi rétt fyrir sér, telja sig hafa verið á mun minni hraða en hún segir til um. Margir þessara ökumanna hafa borið fram kvartanir við Félag islenskra bifreiðaeigenda. FiB hafði þvi samband við lögregluna og spurði hvort hægt væri að fá að kynnast þessum ógnvaidi dálitið og prófa hvort hann virkar rétt. Hraðamælir Frá lögreglunni komu þeir Hilmar Þorbjörnsson, varö- stjóri, Sigurjón Pálsson, lög- regluþjónn, og svo ratsjáin ill- ræmda. Frá FtB kom Sveinn Odd- geirsson, framkvæmdastjóri, frá Bindindisfélagi ökumanna Reynir Sveinsson og þeim til trausts og halda var Kjartan Sigurjónsson, sem lagöi bil sinn i mælingarnar. I stuttu máli má um ratsjána segja að hún dregur um þúsund metra, en lögreglan notar hana yfirleitt ekki á meira en 400-500 metra færi. Hún sendir frá sér geisla sem endurvarpast af þvi farartæki sem hún beinist aö og lítil tölva reiknar út hraðann á sekúndubroti. Þá kvikna ljósa- tölustafir i „mælaborði” tölv- unnar sem sýna hve hratt viö- komandi farartæki fer og letur- boröiö sýnir jafnóðum ef hrað- inn er aukinn eða minnkaður. Þessar ratsjár eru hárná- kvæmar, að sögn lögreglunnar, og sýna hraða bifreiða mun ná- kvæmar en hraðamælar þeirra gera. Það er mjög algengt að hraðamælum bifreiða skeiki um nokkra kilómetra til eða frá. Stilliprófuð En ratsjáin þarf auðvitað að vera rétt stillt, enda er hún próf- uð bæði fyrir og eftir mælingar. Tilprófananna eru notaðar tvær sérstakar tónkvislar. Onnur er kölluð fimmtiu kilómetra tón- kvisl og hin áttatiu kilómetra. Þessum kvislum er slegið létt utan I einhvern harðan hlut og siðan bornar að „ratsjárdiskn- um.” Ef ratsjáin er I lagi kvikn- ar „50” eða „80” á hraðamæli hennar. Ef ekkert gerist eða aðrar tölur birtast, er ratsjáin biluð og ekki notuð I það skiptið. Ratsjáin getur mælt bila hvort sem þeir eru að koma eða fara og hún getur hæglega mælt þrjá i einu, eins og kom fram I prófun FIB. Þá vixlast tölurnar á hraðamæli hennar eftir þvi hvaða bil hún er að sýna. „Fleiribllamælingar” eru þó aldrei gerðar nema lögreglu- mennirnir séu I sjónmáli viö þá blla sem verið er að mæla. Ótruflandi „Hvað um aðvörunartæki vegna ratsjánna”, spurði Sveinn. „Þau gagna ekkert”, svaraði Hilmar. „Það hafa gengið alls- konar tröllasögur um að með þvi aö hafa útvarp I gangi, j arð- samband á bflnum, eða vera að senda með talstöð, sé hægt að trufla ratsjána, en það er mesti misskilningur. Hinsvegar hafa verið fram- leidd tæki sem sýna þegar verið er að ratsjármæla, og ég hef satt að segja ekkert á móti þeim. Ég hef heldur ekkert á móti þvl þegar leigubllstjórar, til dæmis, eru aö senda að- varanir um talstöðvarnar: „Hálka á Reykjanesbraut” og svo framvegis. Þá hægja menn á sér, og ég er ekki á móti neinu sem getur fengið þá til að aka með lögleg- um hraða. Við erum ekki á nein- um „mannaveiðum” I von um að ná I sem flesta. Þvl færri sem við þurfum að stöðva, þvl betra er ástandið”. Hlutlaus og nákvæm Það voru nú gerðar ýmsar til- raunir með ratsjána, með ein- um bíl, tveimur, þremur og meö þvi að láta kyrrstæða bíla skyggja á ratsjána. En það tókst ekki að villa um fyrir henni. Og það munaði aldrei nema nokkrum kilómetrum á þvl sem hraðamælar bllanna sýndu og þvi sem ratsjáin sýndi og sá munur var bæði uppávið og niðurávið. Ratsjánni var einnig beint að nærliggjandi húsum til að kanna þær sögusagnir að þau gætu ruglað hana, en allar byggingar i nágrenni flugvallarins voru á núll kilómetra hraða. Prófendur lýstu sig að lokum ánægða með að ratsjáin væri bæði hlutlaus og nákvæm. Það er þvi til lltils fyrir ökumenn að mögla næst þegar þeir stiga of fast á bensinið — og geislinn leikur um þá. — ÓT. Menn urðu sammála um að llklega væri ratsjáin nokkuð pottþétt. Frá v. Hilmar Þorbjörnsson, Sveinn Oddgeirsson, Kjartan Sigur- jónsson og Reynir Sveinsson. Vísismynd — EJ. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.