Vísir - 16.10.1979, Blaðsíða 16
vtsm
Þriöjudagur 16. október 1979
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir
LITLI LEIKKLÚBBURINN:
Litli leikklúbburinn frá ísafirði sýnir Fjalla-Ey-
vind eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Jón Júliusson
Leikmynd: Birgir Engilberts
Lýsing: Kristinn Danielsson
Hér voru allir þessir land-
flótta Isfiröingar mættir til þess
aö njóta isfirzkrar leiklistar i
reykvisku umhverfi. Og þeir
fögnuöu löndum sinum. Enda er
óhætt að fullyrða, að þessi sýn-
ing á Fjalla-Eyvindi var Litla
leikklúbbnum til sóma. Hópur-
inn hefur sjaldan eða aldrei gert
betur, og með þessari sýningu
hefur hann stigið skref fram á
við, sem er góðs viti. 1 áhuga-
mannaliði, þar sem hver syngur
með sinu nefi og tilviljunum
háð, hver árangur næst, skiptir
það höfuðmáli að hafa listrænan
og menntaðan leikstjóra. Ann-
ars situr allt i sama farinu, og
framfarir verða engar. Jón
Júliusson hefur svo sannarlega
kennt þessu liði eitt af hverju,
sýningin var hnökralaus og
áferðarfalleg og hún náði meira
1 siöustu viku lagði Litli leik-
klúbburinn á Isafirði land undir
fót og sýndi leikrit Jóhanns
Sigurjónssonar, Fjalla EyvindJ
höfuðborginni. Sýningar voru
ekki nema tvær, en báðar fyrir
fullu húsi, og má klúbburinn vel
við una. Undirrituð fór á seinni
sýninguna. Þegar ég leit yfir
salinn, hélt ég eitt augnablik, að
ég væri komin aftur vestur. Gat
það veriö, að allt þetta fólk, sem
ég mundi eftir af götum Isa-
fjaröar, væri nú búsett á möl-
inni hér syðra? Ég haföi ekki
áttað mig á þvi fyrr, hve brott-
flutningur af Vestfjörðum er
geigvænlega ör. Ég bjó aöeins I
átta ár fyrir vestan, og átta ár
eru ekki langur timi. Samt var
allt þetta fólk komiö suður á
þessum stutta tima. Hvers eiga
Vestfirðir að gjalda?
Atriöi ur Fjalla-Eyvindi. Leikendur f.v. Snorri Grfmsson, Margrét óskarsdóttir, Kristjana Bjarnþórs-
dóttir og Aðalsteinn Eyþórsson.
að segja tökum á manni, sem
hlýtur að segja eitthvað um
gæðin.
Minnistæðust er mér Margrét
óskarsdóttir i hlutverki Höllu.
Hallaer einhver stórbrotnasta
kvenpersóna islenzkra leikbók-
mennta, og ekki heiglum hent
að koma henni til skila á trú-
veröugan hátt. En Margrét
leiklist
stóðst þá raun fyllilega, hún
fann réttan tón, og þegár hún I
lokin æðir út i kófið, trúir maöur
á hana, hún gat ekki brugðizt
við á annan hátt. Ég minnist
þess ekki að hafa séð Möggu
gera betur. Hins vegar var
röddin gersamlega brostin,sem
hlýtur að stafa af rangri beit-
ingu, jafnvel i áhugamannahópi
er óþarfi að láta slik tæknileg
vandamál koma upp.
Aöalsteinn Eyþórsson og
Snorri Grimsson I hlutverkum
Kára og Arnesar voru ekki jafn-
okar Margrétar, enda báðir ný-
liðar á leiksviði, og hlutverkin
fremur ófullkomin miðað við
Höllu. Samt voru þeir félagar
hvergi slæmir og áttu góða
spretti. Þeir töluöu skýrt og fóru
vel með tekstann. Sömuleiðis
Guömundur Heiðarsson sem
Björn hreppstjóri. Sigrún Vern-
harðsdóttir lék Guðfinnu á hóg-
væran og hlýjan máta. Aðrir
komu minna við sögu, en geröu
þó sitt til þess að gera söguna
um Höllu og Eyvind trúverðuga.
Það er oft eins og okkar gömlu
verk fari betur i munni áhuga-
leikara en atvinnumanna. Þaö
er eins og textinn standi þeim
nær. Það sem verður væmið og
tilgerðarlegt hjá atvinnumanni,
er fullkomlega eðlilegt I munni
áhugaleikarans. Hann trúir á
textann og fylgir honum eftir I
einlægni, á meðan atvinnu-
leikarinn er vaxinn frá honum,
finnst hann kannski barnalegur.
En hver sem skýringin kann aö
vera, þá fannst mér ég aldrei
hafa notið hins undurfagra texta
Fjalla Eyvinds eins vel og þessa
kvöldstund með Litla leik-
klúbbnum.
Bryndis Schram
David Pizarro við sfingu I Landakotskirkju. Vlsismynd BG.
Bandarískur organlsti
lelkur í Landakoti
,,Mér fannst upplagt að koma við hér á landi á leið
minni frá Evrópu og hlakka til að leika fyrir Islend-
inga”, sagði bandariski organleikarinn David Pi-
zarro, en hann heldur tónleika i kvöld i Landakots-
kirkju klukkan 20.30,
Pizarro hefur feröast viða um
Evrópu og haldiö tónleika m.a. i
Parls, Berlln, Prag og á Noröur-
löndum, en alls hefur hann farið
sextán sinnum I tónleikaferðir til
Evrópu. Hann hefur alls staöar
fengið mjög lofsamlega dóma
fyrir leik sinn.
David Pizarro lauk meistara-
gráðu I tónlist frá Yale-háskóla og
hlaut þaöan fyrstu verðlaun i
samkeppni organleikara. Meðal
kennara hans I Evrópu má nefna
Dr. Michael Schneider. M. Dupré,
Fortner og Kurt Thomas.
A efnisskránni á tónleikunum I
kvöld eru verk eftir Bach, en
einnig leikur hann I eigin útsetn-
• ingu verk eftir Johann Ludvig
Krebs, ásamt verkum eftir
franska, tékkneska og banda-
riska höfunda.
Tónleikarnir eru á vegum Nýja
tónlistarskólans og aðgöngumiö-
ar verða seldir viö innganginn.
— KP.
Fyrsta sýning-
In á Loftinu
Magnús H. Kristinsson hefur opnað sýningu á Loftinu við Skóla-
vörðustig. Þar sýnir hann 17 vatnslitamyndir og eina blýantsteikningu.
Magnús stundaði nám i Myndlistar- og handiðaskólanum I þrjú ár og
hefur veriö við nám hjá Hring Jóhannessyni I eitt ár. Nú nemur hann
við Myndlistarskólann I Reykjavlk.
Þetta er fyrsta sýning Magnúsar, en myndirnar eru allar frá þessu
ári. — KP.
Flestar myndir Magnúsar á sýningunni eru andlitsmyndir.
Vlsismynd BG
Söng- og gamanskemmtun
í Háskólablói
„Hvað er svo glatt” heitir söng-
og „gamanskemmtun" sem Söng-
skólinn i Reykjavlk efnir til i Há-
skólabiói annað kvöld klukkan 19.
A skemmtuninni veröur flutt
tónlist úr ýmsum kunnum söng-
leikjum, óperum og einnig veröa
flutt sjálfstæö lög úr ýmsum átt-
um. Margir einsöngvarar, kór og
annað kvöld
hljómsveit koma fram og brugöið
verður á leik.
Markmiðið meö tónleikunum er
að afla fjár til hússjóös Söngskól-
ans.
Undirleikarar eru Hrefna Egg-
ertsdóttir, Lára Rafnsdóttir,
Krystyna Cortes, Kolbrún Sæ-
mundsdóttir og Carl Billich.
— KP.