Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 7
vísnt Fimmtudagur 22. nóvember 1979 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson RAC-rallið Flnnar voru í sér- flokkí Bretinn Russell Broks kom i veg fyrir aB Finnar ættu fimm fyrstu menn i RAC-rallkeppni sem lauk á Bretlandi i gærkvöldi. Rallkeppni þessi, sem „The Royal automobils Club” stendur fyrir, er ein þekktasta og vinsæl- asta rallkeppni i heimi. Hannu Mikkola sigraöi nú léttilega, var meir en 10 minútum á undan Russell, en þriðji varð Timo Salonen. Ari Vatanen varö i 4. sæti, en hann átti 2. sætið öruggt, þar til hann kom tiu minútum of fljótt á áfangastað I morgun. Ford tók liðsverölaunin i keppninni — átti 4 Ford Escort i 6 fyrstu sætunum. Þetta var siðasta rallið sem Ford sendir bila i, en fyrirtækið ætlar nú að taka sér fri frá alþjóða-rallmótum i a.m.k. tvö ár, að sögn talsmanns þess.... -klp- Arni Hermannsson Haukum, gerði margt laglegt f leiknum gegn tR. En það fór lfka ýmislegt lir skorö- um hjá honum eins og mörgum öðrum illði Hauka. Vfsismynd Frlðþjófur. IR hafðl engar kiær tll að sýna Haukuml „Það er ekki þess virði að borga á annað þúsund krónur fyrir að horfa á leik eins og þenn- an” sagði einn sársvekktur áhorf- enda um leið og hann gekk út úr Bjarni Bessason — hann var allt I öllu hjá 1R og skoraði 7 mörk i 14 tilraunum... iþróttahúsinu i Hafnarfiröi i gær- kvö’di. Hann hafði þar orðið vitni að leik 1. deildarliðanna Hauka og 1R í handknattleik karla og þar var æriðfáttsem gladdi augaö — 1 það minnsta fyrir þá sem gaman hafa af aö horfa á vel leikinn handknattleik. Ahorfendur fengu aftur á mdti að njóta smáspennu fyrir þessa aura sina, þvi aö leikurinn var lengst af jafn. IR-ingar komu nefnilega m jög á óvart, þvi aö al- mennt hafði verið búist við að Haukarnir myndu „flengja” þá á heimavelli sinum. Haukarnir komust I 6:3 i i^pp- hafi en IR jafnaði og komst yfir STAÐAN Staðan I 1. deild karla á islandsmótinu I handknattleik eftir leikinn I gærkvöldi: Haukar-IR 23:20 Vikingur.........2 2 0 0 39:39 4 FH...............2 2 0 0 44:34 4 Haukar...........3 1 1 1 59:64 3 Valur............2 1 0 1 36:37 2 KR .............2 1 0 1 41:43 1 ÍR...............3 1 0 2 54:57 '. Fram...........2 6 1 1 35:38 1 HK .............2 0 0 2 31:38 0 Næstu leikir: I Laugardalshöllinni I kvöid kl. 18.50 Vikingur-Fram. A sunnu- daginn lýkur svo þriðju umferö með leikjum Hk-Vals og KR-FH... 7:6. I hálfleik var staöan 11:9 Haukum i vil og I siðari hálfleik voru þeir alltaf yfir I markaskor- un. IR-ingar komust þö oft hættu- lega nálægt þeim — eða niður I eitt til tvö mörk — en aldrei náöu þeir aö jafna. Meö þvi aö „beita klónum” og leika af skynsemi átti þaöaövera auðvelthjá þeim. En þaö vantaöi bæði klærnar og skynsemina, þegar með þurfti og þar með sluppu Haukar við að fá eftir- minnilega áminningu fyrir slakan leik sinn. Þeir gerðu mörg mjög slæm mis tök — bæði I vörn og sókn — en i lokin héldu þeir haus eins og það heitir á handknattleiksmáB, og komust þvi I gegn sem sigurveg- arar 23:20. „Viö uröum aö sigra i þessum leik til að eiga möguleika i ts- landsmdtinu”, sagði Viðar Slmonarson þjálfari sigurvegar- anna, eftir leikinn. „Það vissu minir menn og þvi var þetta ekki betra hjá okkur”. Spennan var of mikil fyrir þá en þetta verður allt betra hjá okkur I næ'stu leikjum”. Enginn bar af öðrum I liði Hauka iþettasinn.Helst voru það Arnarnir — Sverrisson og Her- mannsson og Ingimar Haraldsson á linunni. Höröur Haröarson er ennekkisvipurhjásjónmiöað við I fyrra og svo var um ýmsa aöra i liöinu. Hjá IR bar mest á Bjarna Bessasyni, enda hann allt i öllu þar. Ekki var það nú samt allt hundrað prósent sem hann gerði — I vörninni missti hann menn i gegn og I sókn enduöu flest upp- hlaupin á honum. 1 allt afgreiddi hann 14 upphlaup og skoraöi 7 mörk. Með góðri hjálp mætti fá enn meir út úr Bjarna en I þessum leik var hún ekki fyrir hendi, þvi aö aörir leikmenn voru ekki i neinu stuði. Helst var það Sigurður Svavarsson undir lok leiksins og svo markvöröurinn Þórir Flosason. En hann er veik- ur fyrir vinstra megin enda komu flest mörkin á hann þar. Dómarar leiksins voru þeir Rögnvaldur Erlingsson og Björn Kristjánsson. Þeir gerðu mistök, en þau voru minni og færri en flestir leikmennirnir geröu, enda voru þeir með bestu mönnum á vellinum I þessari viöureign... —klp— Sá svarti tii Bayern Marus Tresor, hinn þeldökki fyrirliði franska landsliðsins i knattspyrnu, hefur samþykkt aö verða seldur til v-þýska félagsins Bayern Munchen, en Tresor sem er talinn vera einn af betri mið- vörðum I knattspyrnuheiminum i dag, var einmitt I Munchen um helgina og ræddi þá við Uli Höness. framkvæmdastjóra Bayern Munchen. Tresor sagði i gær, aö i samn- ingi hans væri gert ráö fyrir , að hann gæti leikið alla leiki meö franska landsliðinu, en með Bayern Munchen má hann byrja að leika 8. desember. Einn; borinn: af ; velli: Mikil harka var i leik H Tyrklands og Wales I™ Evrópukeppni landsliöa, sem ■ fram fór i Tyrklandi i í gærkvöldi, og hafði dómarijj leiksins nóg að gera. Er _ greinilegt að engir kærleikar eru með leikmönnum _ þessara liða, en þau eiga | einnig að leika i sama riðli I _ forkeppni HM ásamt Islandi, ® Sovétrikjunum og Tékkósló-B vakiu. Tyrkir sigruðu i leiknum i ■ gærkvöldi meö eina markinu ? sem skoraö var, og var það ■ Erhan Onal, sem skoraöi það á 79. minútu, en Onal þessi f leikur með Asgeir Sigurvins- _ syni hjá Standard Liege. Walesmaðurinn Byrom _ Stevensen var rekinn út af §jj eftiraB hafa ráöist á tyrk- _ 'neskan leikmann þegar | boltinn var viösfjarri, og sá _ tyrkneski var borinn af leik-1 velli, meiddur. Hvorugt þessara liða á ■ möguleika á sigri i riölinum, ■ þvi aö V-Þjóðverjar eru nær I öruggir með sigurinn I ■ honum. gk-. ■ Slgrar is aftur Einn leikur veröur háöur i úrvalsdeildinni i körfuknatt- leik I kvöld og leika þá IS og KR I íþróttahúsi Kennara- háskólans ki. 20.20. Þetta er annar leikur liö- anna i mótinu, en I fyrri leiknum náði IS sigri og hlaut þá einu stigin, sem liö- ið hefur hlotið I úrvalsdeild- inni. Þótt KR hafi undanfar- in ár haft mun betra liði á að skipa en IS hefur KR-ingum ávallt gengiö mjög erfiðlega með liö IS, þaö er eins og stúdentarnir nái ávallt sinu besta þegar mótherjinn heit- ir KR. Veröur fróðlegt að sjá, hvort þeir leggja tslandsmeistarana aftur að velii I kvöld. Fram gegn Víkingl Tekst hinum ungu piltum I Fram að veita Vikingi ein- hverja keppni i 1. deild Islandsmótsins i handknatt- leik? Svariö við þessari spurn- ingu fæst væntanlega i kvöld, er liöin mætast i Islandsmót- inu i Laugardalshöll og hefst viöureign þeirra þar kl. 18.50. Þetta er þriðji leikur liðanna i mótinu. Vikingur vann sigur i báðum fyrri leikjum sinum, og leiki liöið eins i kvöld og þaö gerði gegn IR á dögunum, eiga Fram- arar varla möguleika. En Framarar hafa sýnt, aö þeir geta leikið mjög vel, og reyndar voru þeir lengst af betri aðilinn gegn Val um siöustu helgi, þótt þeir yrðu aö sætta sig við ósigur. Tak- ist þeim vel upp i kvöld, ættu þeir að geta komið Vlkingun- P um 1 opna skjöldu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.