Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 20
20 Umsjón: Katrin Páls- dóttir VÍSIR Fimmtudagur 22. nóvember 1979 „Eg álli mér ósk sem helur rast" - segin Katla María, 10 ára sðngkona, um fyrstu plðtuna sína ,,Ég átti mér ósk, sem nú hefur ræst. Nú á ég aðra ósk, en ég vil ekki segja hver hún er, þvi þá rætist hún ekki”. Það er hún Katla Maria, tiu ára stelpa úr Mela- skóla sem hefur fengið ósk sina uppfyllta, en hún var sú að fá einhvern tima að syngja inn á plötu. Á plötunni syngur Katla Maria tiu spönsk barnalög. Islenska texta hefur afi hennar Guðmundur Guömundarson gert, við öll lögin nema eitt, en það syngur Katla Maria á spönsku. Það er Svavar Gests sem gefur út plötuna, en Olafur Gaukur hefur annast útsetningu og hljómsveitarstjórn. Sjónvarpsáhorfendur kannast eflaust við Kötlu Mariu og félaga hennar úr Melaskóla- kórnum. Þau hafa tvivegis sungið i sjónvarp og söngur þeirra þar á sinn þátt i þvi aö óskin hennar Kötlu rættist. Jafnvig á spönsku og islensku. Katla Maria tala spönsku og islensku jöfnum höndum. A sumrin dvelur hún hjá föður sinum á Tossa del Mar á Costa Brava. ,,Pabbi hefur mjög gaman af þvi að spila á gitar og syngja og við syngjum oft saman á kvöldin, þegar við höfum ekkert sérstakt að gera. Þaö var Visismynd BG Katla María syngur bæði á spönsku og Islensku á nýju plötunni sinni ákveðið aö taka upp plötuna i vor og við æföum okkur dálitið i sumar”, segir Katla Maria. Myndirnar á plötuumslaginu voru einmitt teknar s.l. sumar á Spáni af föðurbróður ungu söng- konunnar, en hún er að læra á pianó og flautu. Leikfimi og kóræfingar skemmtilegustu timarnir. Skemmtilegustu timarnir i skólanum segir Katla Maria að séu leikfimi og kóræfingar. Hún hefur verið i Melaskólakórnum undir leiðsögn Magnúsar Ingimarssonar siðan hún var átta ára. „Einu sinni dreymdi mig að krakkarnir ráku mig af kór- æfingu. Þau sögðu að ég mætti ekki vera með. Ég var óskap- lega leið þegar ég vakanði, en rétt eftir hádegið þá var hringt heim og sagt að við ættum að syngja i sjónvarpið”, segir Katla Maria. „Sum lögin var erfitt að syngja, segir hún þegar við snúum okkur aftur að plötunni. Það getur verið erfitt að anda á réttum stöðum og stundum var ég næstum að kafna, en ólafur Gaukur leysti vandamálin og kenndi mér”. Ragnhildur og Rut i uppáhaldi. „Ég á svo mörg uppáhalds- lög, en nú langar mig mest I diskóplötuna hans Gunna Þórðar. Vonandi fæ ég hana I jólagjöf”, segir Katla Maria. En hún á tvær uppáhalds söng- konur, þær Ragnhildi Gisla- dóttur og Rut Reginalds. „Ég ætla alla vega ekki að reyna að verða ópersöngkona”, segir hún, þegar við spyrjum frekar um sönginn. „Það er örugglega miklu skemmtilegra að syngja létt lög með hljóm- sveitum”. Hinn hrelnl tónn Tónabió: New York, New York. Leikstjóri: Martin Scorsese. Myntataka: Laszlo Kovacs. Tónlist eftir John Kander og Fred Ebb. Aðalhlutverk: Liza Minelli og Robert De Niro. Bandarisk, árgerð 1977. kvikmyndii Góöar tónlistarmyndir eru ekki á hverju strái, en „New York, New York” ætti a.m.k. að valda kæti meöal djassáhugamanna. Tón- listin er burðarás kvikmyndar- innar og söguþráðurinn er þvi harla litilf jörlegur. Ungur saxó- fónleikari kynnist ungri söng- konu, þau ákveða að rugla saman reitunum en hjónabandið endar að lokum meö skilnaði. Flest atriði myndarinnar gerast i djassklúbbum, á hljómsveitar- æfingum og i dansstöðum. „New York,NewYork” erekki fyrsta bandariska kvikmyndin sem fjallar um ungt fólk á upp- leið, en hún er talsvert betri en flestar þeirra. Myndin sekkur ekki niður i tárvota væmni þegar illa gengur hjá aöalpersónunum heldur eru þær látnar bregðast viö eins og venjulegt fólk bæði ill- vig og aum I senn. Liza Minnelli er ágæt söngkona og leikkona en Robert De Niro sýnir yfirburði sina sem leikari i „New York, New York”. Minnelli viröistoft ekki annaö en stór augu og sakleysissvipur við hliöina á honum. De Niro meðhöndlar saxófóninn kunnáttusamlega, en þó hann hafi aö sögn æft sig mánuðum saman á hljóðfærið er ótrúlegt annað en að einhver annar sjái I raun um tónlistar- flutninginn. Svona smáatriöi skipta aö sjálfsögöu engu máli, djassinn stendur fyrir sinu. Það er engin tilviljun að Martin Scorsese sýnir okkur i myndinni svolitin bUt Ur frábærri eftir- likingu af tónlistarmynd „a la Hollywood” frá fimmta ára- tugnum. Kvikmyndatakan I þessum bUti er hlægileg, tónlistin leiöinleg og dansatriðin eins og ofskreytt striðsterta. Þetta atriöi minnir óneitanlega á hversu breitt bilið er milli „New York, New York” og gömlu dans- og söngvamyndanna. Engar aukvisar eru að verki þegar Martin Scorsese og Robert De Niro eru annars vegar, enda lætur árangurinn ekki á sér standa. Laszlo Kovacs er hug- kvæmur I kvikmyndatöku, hann notar t.d. svipaöa tækni viö aö kvikmynda manngrúa og eina eöa fáar persónur,og sýnir okkur niöur á sviðiö. „New York, New York” er án efa einhver besta tónlistarmynd sem framleidd hefur veriö og auðvitaö á tónlist þeirra John Kander og Fred Ebb ekki minnstan þátt i þvi. „New York.New York” er ekki fram- leidd til að sinna sérþörfum djassunnenda, allir sem gaman hafa af góöri tónlist ættu að geta skemmt sér I Tónabió þessa dag- ana. — SKJ Francine Evans (Liza Minnelli) og Jimmy Doyie (Robert De Niro) eru ekki ævinlega sammála og hér deila þau um það hvort þeirra eigi að stjórna hljómsveitinni. FYRSTIIEINLEIKSTÖNLEIK- AR Á TÚRU HÉRLEHDIS Sinfóniuhljómsveit Islands heldur sina fimmtu áskriftartón- leika i kvöld klukkan 20.30 i Háskólabiói. A efnisskránni eru Sinfónia nr. 82 eftir Haydn, Konsert f. túbu eftir Vaughan Williams og Sin- fónia nr. 8 eftir Dvorak. Hljómsveitarstjóri er Gilbert Levine. Hann er fæddur i New York árið 1948. Levine stundaði m.a. námi við Julliard-skólann i Néw York, Princeton-háskólann hjá Jacques Monod, hjá Nadiu Boulnager i Paris og viö Yalehá- skólann i Connecticut hjá Gustav Meyer. Arið 1973 var Levine sérlegur aðstoðarmaður George Solti i London og Paris. Levine varð framkvæmdar- stjóri Norwalk Symphony Orchestra árið 1974 og hefur siöan stjórnað ýmsum hljómsveitum I Frakklandi, Þýskalandi og Skandinaviu. Hann komst I úrslit i hinni þekktu Karajan-keppni i Berlin árið 1975 og er eini Amerikumaðurinn sem það hefur tekist. Einleikari með Sinfóniuhljóm- sveitinni að þessu sinni er Roger Bobo. Hann er Bandarikjamaður fæddur árið 1938. Hann stundaöi nám við Eastman-Tónlistarhá- skólann og útskrifaðist þaðan með meistarapróf. Bobo starfaði sem túbuleikari i sex ár með Filharmóniusveitinni i Los Angeles. Þá hefur hann komiö viða fram sem einleikari, bæði i Ameriku og Evrópu. Þetta er I fyrsta sinn sem ein- leikstónleikar á túbu eru haldnir hér á landi. — KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.