Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 22.11.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 22. nóvember 1979 Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davifi Gufimundsson Rítstjórar: úlafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. ,Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaöaprení h/f Tillðgur með kosningalykt Skattalækkunar- og niðurskur&artillögur Sighvats Björgvinssonar, fjármálaráfiherra, gætu oröiö spor Irétta átt, ef jólaþingiö I desember samþykkir þær. Alþýðuf lokksráðherrarnir, sem nú sitja í minnihlutastjórn að minnsta kosti hálfan mánuð í viðbót, hafa notað starfstíma sinn til þess að sprikla svolítið í ráðherrastólunum og auglýsa sig og ýmis mál, sem þeir hafa talið höfða til kjósenda. Yfirleitt hefur þetta brölt þeirra mistekist og loftbölurnar, sem þeir hafa blásið upp, sprungið framan í þá sjálfa. En þótt kosningalykt sé af til- lögum Sighvats Björgvinssonar, f jármálaráðherra kratastjórnar- innar, um lækkun tekjuskatts og niðurskurð útgjalda ríkisins, sem kynntar eru í blöðunum í dag, á hann skilið að fá sæmilega einkunn fyrir þær, því að þessar tillögur horfa í rétta átt, þótt ekki sé nógu langt gengið varðandi niðurskurð tekjuskattsins í til- lögum hans. Sighvatur leggur til að skatta- lækkunin nemi 7,2 milljörðum af tekjusköttum einstaklinga, sem mun vera sem næst fimmtungur af þeirri tekjuskattsupphæð, sem Tómas Árnason, gerði ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 1980. I því voru tekjuskattar áætlaðir tæpir 56 milljarðar í heild, en þar af tekjuskattar einstaklinga rúmir 37 milljarðar. En til þess að menn átti sig á því hve lítill hluti þetta er aftur á móti af heildarskattheimtu ríkis- ins má benda á, að samkvæmt f járlagaf rumvarpi Tómasar voru heildarskatttekjur ríkisins árið 1980 áætlaðar 324 milljarðar króna. Hvorki meira né minna en fjórir fimmtu þessara tekna eru fengnir í formi óbeinna skatta á landsmenn, eða samtals 261 milljarður króna. Nú er allsendis óvist hvort til- lögur Sighvats og flokksbræðra hans frá hljómgrunn á því Al- þingi, sem kemur saman 10. des- ember, þar sem framsóknar- menn og alþýðubandalagsmenn hafa verið andvígir niðurskurði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað vera mun róttækari í niðurskurði sínum en Alþýðu- f lokkurinn. Vísir hefur lýst þeirri skoðun, að gera þurfi grundvallabreyt- ingar á skattakerfinu og að niðurfelling tekjuskatts í áföngum sé meðal þess, sem nýtt Alþingi þurfi að einbeita sér að jafnframt því að svonefndar tímabundnar álögur verði aðeins látnar gilda ákveðinn tíma en ekki til eilífðar, eins og virðist hafa verið lenska hjá bæði hægri og vinstri stjórnum. Alþýðuflokkurinn flutti fjölda lagafrumvarpa og ályktunartil- lagna er Alþingi sat síðast allan þingtímann, en fæstaf þeim fékk hljómgrunn, og náði fram að ganga, þótt flokkurinn væri þá í rikisstjórn. Þær tillögur, sem nú eru kynntar í miðri kosninga- baráttunni gætu einnig átt eftir að fara sömu leið. En ef meirihluti fæst fyrir því á næsta Alþingi að skera ríkisút- gjöldin niður til móts við sjö milljarða lækkun tekjuskattsins yrði það vissulega spor í rétta átt. Magnús Ouömundsson Patreksfirði skrifar: VINSTRI 0FLIH0HÆF TIL FORYSTU^H Magnús Gu&mundsson, Patreksfiröi, skrifar m.a.: „Þótt rikisútgjöld séu skorii niöur um nokkra tugi milljaröa leysir þaö ekki allan vandann. Hins vegar tel ég innflutn- ingsbrjálæöiö hjá þjóöinni vera mesta meiniö” Nú standa yfir al- mennir stjórnmála- fundir um allt land, enda stutt þar til geng- ið verður að kjörborð- inu. Hvað tekur nú við spyrja menn? eftir að hin alræmda vinstri stjórn gaf upp andann með skömm, enda getur ekki öðruvisi far- ið þegar menn komast til valda með lygum og svikum og hefur það núna bezt sannast:. ,,Þetta eru eins og fifl” Hér á Patreksfiröi var mikill og fjölmennur stjórnmálafund- ur á dögunum, og þar mættu allir hinir sálugu alþingismenn vinstristjórnarinnar eins og afturgengnir, en Vestfiröingar eru nú frægir fyrir aö kveöa niöur afturgöngur. Kratar og kommar settu svip sinn á fund- inn meö fávisku og persónuleg- um sviviröingum hver á annan og var þaö kjarninn i þeirra málflutningi, og heyröi ég fundarmenn segja „þetta eru eins og fífl” Sem betur fer er þjóöin þaö vel í stakk búin aö eiga viröu- legri og hæfari menn til stjórn- unnar en þessa Kratakomma. Efnahagsmál þjóöarinnar voru i brennidepli og fjölluöu sjálfstæöismenn aöallega um þau og kváöust meö alvöru ráö- st gegn óöaveröbólgunni, sem gieisar i landinu og munu þeir ætla sér aö skera niöur útgjöld rikisins um 35 miljaröa hiö bráöasta i þeirri viöleitni, en á hvern hátt? Hvað veldur? Af þessu tilefni vil ég benda á þá staöreynd, aö enda þótt þjóö- in sé svo lánsöm aö afla meira og meira i þjóöarbúiö, og bendi ég þá á loön una sem hljóp allt i einu á snæriö hjá okkur, aö þá viröist þaö engu máli skipta. Þótt viö öfluöum 10 sinnum meira og gætum selt allt okkar kjöt úr landi helmingi dýrara en viö fáum fyrir þaö I dag, aö þá stæöum viö i sama efnahags- vandanum, hvers vegna? hvaö veldur þessu? svona viröist þetta vera og hefur veriö. Ég vil aö þjóöin fái skýr svör viö þess- ari öfugþróun, hér er meir en litiö aö. Innflutningsbrjálæðið Þótt rikisútgjöld séu skorin niöur um nokkra tugi miljaröa leysir þaö ekki allan vandann. Hinsvegar tel ég innflutnings- brjálæöiö hjá þjóöinni vera mesta meiniö og skapa mestan efnahagsvandann, sem ég færi hér rök fyrir. Segjum svo aö tekjuafgangur rikissjóös væri tvö þúsund miljaröar, væri skynsamlegt aö verja þeim peningum i fánýtan innflutning og innflutning á vörum sem ; framleiddar eru i landinu? Ég segi nei. Ef vara er flutt til landsins, sem er einnig fram- leidd I landinu á hún aö vera fjórfalt dýrari. Svo er þvf háttaö i öörum löndum. Aö lokum. Sighvatur Björgvinsson mun hafa komiö meö þá hugmynd aö flytja inn nýsjálenskt kjöt. Allt slíkt skapar efnahagslegan vanda. Menn hljóta aö muna þaö i kjörklefanum. Og aö vinstri öflineru óhæftil forystu. þau hafa sannaö þaö sjálf. Myndin er frá framboösfundi nú á dögunum á Patreksfiröi. Vfsismynd: Agúst Björnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.