Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 6
vtsm I Miövikudagur 12. desember 1979. ,,Þaö er óhætt aö segja, aö þessi ferö hafi veriö eitt sam- fellt ævintýri frá upphafi til enda, og sennilega læröi ég meira í henni en á öllum minum ferli i körfuknattleiknum”, sagöi Einar Bollason, iandsliös- þjálfari, er Visir ræddi viö hann i gær. Einar er nýkominn frá Bandarikjunum, þar sem hann kynnti sér þjálfun i Seattle, en þangaö fór hann i boöi Marv Harsman, þjálfara Péturs Guö- mundssonar hjá University of Washington. ,,Ég var meö Marv Harsman frá morgni til kvölds flesta þá daga, sem ég dvaidi i Seattle”, sagði Einar. „Þar fékk ég aö kynnast hvernig þjálfun hjá einu af stærstu háskólaliöum Bandarikjanna fer fram, og var stórkostlegt aö fylgjast meö þessu öilu saman. Sem dæmi um umsvifin hjá körfuknatt- leiksiiöi University of Washing- ton má nefna, aö 12 manns eru á fullum launum viö rekstur liös- ins. Harsmaner þar aöalmaöur, en hefur meö sér þrjá aöstoöar- þjálfara, sem skipta meö sér verkum, einn sér eingöngu um varnarleik og svo framvegis. Hver einasta miniita æfinganna er skipulögö tlt i æsar og enginn timi fer til spillis. En þaö sem vakti mesta athygli mina, er hversu hátt Harsman er skrif- aður sem þjálfari i Bandarikj- unum. Hann og John Wood, sem þjálfaöi liö UCLA hér áöur fyrr, er liöiö var ósigrandi, eru taldir vera tveir fremstu þjálfarar i Bandarikjunum frá upphafi”. Pétur enn I framför „Pétur Guömundsson var mjög sterkur i haust,en veiktist siöan og missti tvær vikur tlr æf- ingum. Hann er þó kominn á fulia ferö aftur og er greiniiega enn i mikilli framför og mun sterkari leikmaður en I fyrra. Pétur kemur heim i vor og er ákafur i aö taka þátt i undirbún- ingi fyrir Noröuriandamótiö, sem fram fer i Noregi I vor. Keppnin.sem liö Péturs tekur þátt i er geysisterk , og má nefna sem dæmi, aö landsliö Júgóslavíu var á feröalagi i Bandarikjunum i vor. Þá kepptu Júgóslavarnir viö liö Oregon, sem er eitt af iiöunum I sama riöli og liö Péturs, og sigr- aöi Oregon i þeim leik meö 22 stiga mun. Og þess má geta aö Júgóslavía er núverandi heims- meistari landsliöa! MikiÖ er rætt um Pétur i fjöl- miðlum i Bandarikjunum, enda Einar Bollason, landsliösþjáif- ari i körfuknattleik. var hann sá leikmaður, sem kom mest allra á óvart i há- skólakeppninni i fyrra. Blöö og aörir fjölmiölar gefa i skyn aö liö University of Washington veröi þaö liö, sem muni koma mest allra liöa á óvart i vetur, en segja aö þaö veröi þó mikiö undir þvi komið, hvernig Pétur muni standa sig”. Bætti við sig 15 kg Einar sá einnig einn leik meö liöi Olymjfiia High School, en meö þvi liöi leikur Flosi Sig- urðsson, leikmaöur úr Fram. Flosi hefur tekiö gifurlegum framförum. Hann hefur bætt viö sig 15 kg og er orðinn allur ann- ar og betri leikmaöur en áöur. Ég sá hann i leik, og þar stóö hann sig mjög vel. Hann átti, eins og Pétur, viö mikil veikindi að striöa i haust, en er óöum á batavegi. Hann lék ekki mikið meö I fyrri hálfleik, en var þeim mun betri i siöari hálfleiknum. Hann skoraöi 14 stig, hirti 12 fráköst og „blokkeraöi” 10 skot, og er oröinn geysisterkur varn- armaður. Ég mun leggja þaö til viö landsliösnefnd KKl.aö Flosi veröi kallaöur heim fyrir Norðuriandamótiö i vor. enda mun hann styrkja landsliðiö”. Vakti athygli Koma Einars til University of Washington vakti mikla athygli i Seattle, og voru höfö viötöi viö hann i tveimur útvarpsstöðvum þar, auk þess sem blaðaviðtöl voru tekin. En það sem vakti mesta athygli var, aö Einari var boðið aö veröa einn af þjáifur- um á „Marv Harsman basket- ball Camp", sem fram fer næsta sumar. „Þetta er gifurlegur heiöur fyrir mig, enda hefur ekki nema einn maöur utan Bandarikjanna áður fengiö tækifæri sem þetta. A þessu námskeiði veröa 12 þjálfarar meö 84 nemendur á aldrinum 17-18 ára og er langur biölisti yfir þjálfara, sem vilja komast að á þessu námskeiöi sem leiöbeinendur. Þaö vakti þvi mikla athygli, aö mér skyldi vera boöiö þetta. Þá má geta þess, aö mér var boðið aö taka með mér tvo efnilega körfuknattleiksmenn héöan á námskeiðiö”. gk—. Eg mun gera eln- hverlar breylingar - seglr Jóhann ingl Gunnarsson einvaldur og landsliðshlálfari I handknaltlelk. sem tilkynnlr nýjan landsllðshóp á morgun „Ég mun gera einhverjar breytingar á landsliðshópnum, en ég er ekki tilbúinn segja til um, hvort einhverjir nýliðar veröa i hópnum sem keppir í Baltic-keppninni” sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsein- valdur i handknattleik, er Visir ræddi viö hann i gær, en nú liður senn aö þvi aö undirbúningur fyrir Baltic-keppnina hefjist. „Landsliöshópurinn verður tilkynntur á fimmtudag og æfingar hefjast siðan á mið- vikudag i væstu viku. Ég mun velja 16 leikmenn og sennilega taka allir þeirra þátt i Baltic- keppninni” sagöi Jóhann Ingi. „Viö veröum með þrjár æf- ingar fyrir jól, en á milli jóla og nýárs koma Bandarikjamenn hingaö og leika þrjá leiki. Sá fyrsti veröur 28. desember i Laugardalshöll gegn a-landslið- inu, sföan leika þeir gegn unglingalandsliöinu daginn eftir og 30. desember gegn landsliö- inu, sennilega i iþróttahúsinu á Akranesi. Þá stendur til aö leika á gamlársdag, og yröi þaö leik- ur á milli heimamanna og is- lensku leikmannanna, sem leika erlendis, en mér skilst að þeir séu að storma til landsins þessa dagana. Eftir áramótin byrjum við af fullum krafti strax 2. janúar og daginn eftir leikum viö lands- leik við Pólland i Laugardals- höll. Viö leikum siðan gegn þeim aftur 5. og 6. janúar, og daginn eftir halda bæði liöin ut- an til V-Þýskalands þar sem Baltickeppnin fer fram að þessu sinni. _ gk Ólafur Jónsson, sem sést hér skora i landsleik gegn Spáni, hefur veriö fyrirliöi tslands I siöustu iands- leikjum og ætti aö vera sjálfsagöur maður i landsliöiö nú eftir góöa frammistööu meö Þrótti aö undan- förnu. Aura fyrir allt Sænska tennisstjarnan Björn Borg bætti nokkrum milljónum við bankareikn- ing sinn i síöustu viku, þegar hann undirritaöi samning viö belgískt fyrirtæki um, aö hann myndi i framtiðinni ekki nota aöra tennisspaða en frá þvi. Er þarna um aö ræöa spaöana Irma Donnay, sem taldir eru mjög góöir, en hafa ekki náð mikilli út- breiðslu, þar sem fyrirtækiö hefur verið of fjárvana til aö borga tennisstjörnunum fé fyrir aö nota þá. í þetta sinn var fengin aöstoö frá belgisku rikis- stjórninni sem lagöi fram fé til aö fá Björn Borg á samn- ing hjá fyrirtækinu. Voru mörg tennisspaðafyrirtæki á eftir honum, en hann valdi þaö belgiska — enda bauö þaö best. Upphæðin hefur ekki verið gefin upp, en belgfsk blöö fullyrða aö Borg muni fá mörg þúsund bandarikja- dollara á ári „fyrir greiöann”.. _ klp — „LÆRÐI MEIRA EN A OLLUM MÍNUM FERU” - sealr Elnar Bollason landsllðsDláilarl sem kynntl snr Dlðllun h|á stnrlltum I Dandarlskum körluknattleik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.