Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 27

Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 27
vísm Miövikudagur 12. desember 1979. Umsjón: Halídór Reynisson Barbapabba-fjölskyldan vinsæla Barnaefnl sfónvarpslns kl. 18-19: Alls konar dýr f gamnl og alvöru AB venju er miövikudagurinn „barnadagur” sjónvarpsins og þá eru sýndar þrjár myndir sem ætlaöar eru börnum sérstaklega. Sú fyrsta þeirra er stutt teikni- mynd af hinni vinsælu Barbapabba-fjölskyldu og eru þær myndir endurteknar frá þvl i Stundinni okkar á sunnudögum. Næst er svo önnur teiknimynd, Höfuöpaurinn, en þessi flokkur sem sýndur var i sjónvarpinu fyrir nokkrum árum fjallar um kattahöföingja i stórborg og félaga hans. Segir þar frá ýmsum ævintýrum sem þessi köttur lendir I. Aö siðustu er svo japönsk mynd er segir frá refafjölskyldu nokk- urri I Japan. Þetta er náttúrullfs- mynd og er hún að miklu leyti tekin að næturlagi, en meö ööru móti var erfitt að mynda þessa refafjölskyldu. — HR Miðvikudagur 12. desember 14.30 Miödegi ssagan : „Gatan” eftir Ivar Lo-Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (5). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 16.20 Litli barnatiminn: Jólin i gamla daga Fariö i barna- heimiliö Skógarborg og talað við börnin þar um Grýlu, Leppalúöa og jóla- sveinana. Stjórnandi: Sigrún Björg Sigþórsdóttir. 16.40 Utvarpssaga barnanna: „Elidor" eftir Allan Carner Margrét örnólfsdóttir les þýðingu sina (6). 17.00 Siödegistónleikar Hljóm- sveit Rikisútvarpsins leikur 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilky nningar. 19.35 Aö yrkja og fræöa. Dr. Jónas Kristjánsson for- stööumaður Stofnunar Arna Magnússonar talar um dr. Einar ölaf Sveinsson pró- fessor á áttræðisafmæli Miðvikudagur 12. des 18.00 Barbapapa. Endursýnd- ur þáttur úr Stundinni okkar frá síöastliðnum sunnudegi. 18.05 Höfuðpaurinn. Teikni- mynd. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Refurinn og ég. Japönsk mynd um lif refaf jölskyldu nokkurrar. Þýöandi og þul- ur Guöni Kolbeinsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.25 Ævi Ligabues. Leikinn, italskur myndaflokkur i þremur þáttum um list- málarann Antonio Ligabue. hans. Andrés Björnsson út- varpsstjóri les stuttan bókarkafla eftir Einar Ólaf, sem að lokum flytur nokkur ljóöa sinna. Hjörtur Pálsson kynnir atriöin. 20.05 Úr skólalifinu Kristján E. Guömundsson stjórnar þættinum sem fjallar um nám i lyfjafræöi. 20.50 Dómsmál Björn Helga- son hæstaréttarritari segir frá dómsmáli, þar sem deilt var um hvort kaup á sildar- nót heföu komist á eöa ekki. 21.10 Frá tónleikum I Norræna húsinu i september i haust Rudolf Piernay bassa- söngvari syngur „Vetrar- feröina”, lagaflokk eftir Franz Schubert. 21.45 Útvarpssagan: „For- boönir ávextir” eftir Leif Panduro 22.35 Barnalæknirinn talar Sævar Halldórsson læknir talar um þroskaheft börn. 23.00 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Annar þáttur. Þýðandi Þuriöur Magnúsdóttir. 22.35 Maöur er nefndur. Brynjólfur Bjarnason, fyrr- unt ráöherra. I stuttum inn- gangi eru æviatriöi Brynjólfs rakin, en siöan ræöir sr. EmilBjörnsson viö hann um kommúnisma og trúarbrögð, þátttöku hans i verkalýöshreyfingunni og heimspekirit hans. Sr. Gunnar Benediktsson, Stefán Jóhann Stefánsson ogPáll Skúlasonheimspeki- prófessor leggja einnig nokkur orð i belg. Allmarg- ar gamlarljósmyndir veröa sýndar. Umsjónarmaöur örn Harðarson. Aöur á dag skrá 13. desember 1976. 23.35 Dagskrárlok. Björn Helgason hæstaréttarritari „Þessi þáttur er búinn aö vera nokkuö lengi á dagskrá útvarps- ins, eöa frá þvi aö ég man eftir mér” sagöi Björn Helgason hæstaréttarritari I spjalli við VIsi en hann sér um þáttinn Dómsmál sem er á dagskrá i kvöld. Björn sagðist hugsa sér þennan þátt sem kynningu fyrir almenn- ing á einstökum málum sem kveðinn hefur verið upp dómur i Hæstarétti nýveriö. Aö þessu sinni væri deilt um hvort kaup hafi komist á, i sambandi við sildarnót eða ekki. Kaupendur vildu draga sig til baka vegna þess að þeir fengu ekki lánafyrir- greiöslu, en seljendur voru haröir á þvi aö gengiö heföi veriö frá kaupunum og þeim væri ekki hægt aö rifta. Björn kvaö mál af þessu tagi ekki algeng, en þau gætu veriö dálitiö snúin vegna þess aö mörk- in gætu veriö dálitiö óljós um þaö hvenær kaup heföu fariö fram. — HR ðtvarp 20.40: Hvenær hefur verlð keyptog hvenær ekkl? JÚLAGJOF LANDBÚNAÐARINS I AÐSIGI Þá stendur fyrir dyrum enn ein hækkun á landbúnaöarvör- um. Hér er um sjálfvirka hækk- un aö ræöa vegna hækkunar al- mennra launa nýveriö. út- reikningarnir eru klárir og óvé- fengjanlegir og plöggin hafa borist á borö rikisstjórnarinnar, sem gerir svo vel og samþykkir. Þannig hefur hækkun frá 1. desember fariö hluta af hring sinum. Nú á hún eftir aö koma fram i fiskverðinu. Þá hefur hringnum verið lokaö. tslensk stjórnvöld og hliðarstofnanir margskonar dunda sér sem sagt viö þaö þessar vikurnar aö hækka allt verölag i landinu, og er þá fyrst og fremst átt viö landbúnaöarverö og fiskverö, um þaö sem hækkunin nam 1. desember. t fyllingu timans munu svo þessar veröhækkanir valda nýrri launahækkun. Og þá hefst hringferöin aö nýju meö hækkuðum landbúnaöarvörum og hækkuöu fiskveröi. Þetta er sú lifsins rúta, sem viö búum viö, og siöustu kosningar sýndu aö kjósendur — hluti þeirra — vilja ekki aö rútan veröi bensin- laus. Þegar rætt er um einstaka þætti þessara mála er þvl aöeins svaraö til aö veriö sé aö sýna landbúnaði eöa fiskveiöum sér- stakan fjandskap. Menn þreyt- ast þvf eölilega á þvi aö ræöa hin einstöku dæmi, enda mundi lausn á vandamálum sem þau skapa ein og sér varla veröa til úrbóta. Þannig þagna bráöum allar raddir, sem vilja hægja á þeim óskapnaöi i verðlags og launamálum, sem nú veltist stjórnlaust fram eins og vötnin á söndum Skaftafellssýslna. Kjósendur hafa raunar ákveöiö, aö svona skuli þessum málum hagað, og þeir eru æösta vald I þessum efnum. Hvaö landbúnaöinn snertir, þá hefur margt skynsamlegt veriö sagt um hann á undan- förnum árum. Hann hefur lika sjálfur vélvæöst af nokkurri skynsemi og aukist svo aö af- köstum, aö fyrir utan mikiö verðlagsskriö innanlands, er út- flutningur hans alveg sérstakur baggi á þjóöinni. Menn hafa ekki svo sem mikið viö þessu aö segja. Og nýliöin haröindi hafa aö auki lagst þungt á sveifina meö landbúnaöinum. En þjóö sem sökum einhæfni i fram- leiösluháttum er heimsmethafi i kindakjötsáti situr föst i sinum landbúnaöi, og þaö er alveg óþarfi aö vera aö ergja bændur meö þvi aö segja aö þeir séu baggi á þjóðinni. Þaö eru þeir auövitaö ekki. En þeir eru vél- væddir og helviti duglegir, og svo hafa þeir reiknimeistara fyrir sig, sem halda aö alfa og omega landbúnaöar sé aö halda vlsitölubúinu I 440 ærgildum, sem stendur varla undir rekstri á einum traktor nema kjötiö og mjólkin sé seld á heims- markaðsveröi á gulli. Þaö mundi strax auövelda allt umtal um landbúnaö ef reikni- meistarar hans fengjust til aö viöurkenna, aö sex hundruö ær- gilda visitölubú væri mikiö nær sanni, og ætti betur viö þær aö- stæöur, sem hér rlkja eftir mikla og vel heppnaöa vélvæö- ingu. En viö þaö er ekki kom- ándi. 440 ærgilda bú skal nú hafa fimmtán milljónir brúttó I árs- tekjur, og þessar tekjur eru tryggöar meö sölukerfi sem var sanngjarnt og réttlátt á sínum tima, en er nú oröiö eins úrelt og orfiö og ljárinn. Sú jólagjöf landbúnaöar, sem nú er I aösigi, skiptir auövitaö ekki meiri tlöindum en fyrri jólagjafir úr þeirri átt. Hún er lögum samkvæmt og eflaust réttlát fyrir þá bændur, sem búa á smæstu búunum og hafa litinn vélakost. Jólagjöfin er lika gjald fyrir stjórnmálastefnu, sem vill ekkinö jaröir fari i eyöi hvað sem þær eru ómerkilegar miöaö viö nútima búskapar- hætti. Láglaunafólkið i þéttbýl- inu — þessar heimsmetsætur á kindakjöt, mun freista þess enn einu sinni aö hafa hangikjöt til jólanna. Og viö skulum vona aö ekki veröi vlsitölubragö aö þvl — svo mjög sem hún annars kemur viö sögu okkar allra um þessar mundir. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.