Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 20
VtSIR Mibvikudagur 12. desember 1979. Umsjón: Katrin Páls- dóttir Jyggð á sannsögu- legum atburðum að nokkru leytl” - segir Jón Birglr Pétursson um sakamáiasögu sina „Mauni liður eins og sakfelldum manni sem bíbur slns dóms. Það verður léttir að sjá dóminn, á hvorn veginn sem hann verður”, sagöi Jón Birgir Pétursson blaðamaður I spjalli við Vísi, þegar við spurðum hann hvernig væri að biða eftir dómi gagnrýnenda á skáld- sögu hans, sem nýlega er komin út hjá Erniog örlygi. Bókina nefnir Jón Birgir „Vitnið sem hvarf”. Þetta er sakamálasaga, en islenskir rithöfundar hafa lítið fengist við þetta efni. Nú bregður svo við aö tvær sakamálasögur eru hér á markaði, bók Jóns Birgis og önnur eftir Gunnar Gunnarsson. Þeir eiga það báðir sammerkt að hafa verið blaðamenn á Visi hér áður fyrr. „Ég held að flesta blaðamenn langi til að koma einhverju öðru frá sér en fréttum, það var a.m.k. þannig með mig. En blaðamenn hafa aldrei neinn tima til að skrifa bækur. Tæki- færiðkom isumar, þegar ég átti fri og ég skrifaði bókina á einum mánuði. Þegar ég settist niður var bókin næstum fullmótuð, þvi ég var búinn að ganga með þessa hugmynd i nokkur ár. Eftir að textinn var kominn á blað, tók það um tvo mánuöi að breyta og lagfæra og ég hefði getað haldið þvi verki áfram miklu lengur, þvi maður er aldrei -ánægður”, sagði Jón Birgir, þegar hann var spurður um tilurð fyrstu skáldsögu hans. Þrátt fyrir aö Jón Birgir hafi starfað sem fréttastjóri i um þrettán ár, bæði á Visi og Dagblaðinu, þá reyndist honum erfitt að finna nafn á bókina. Starf fréttastjóra er m.a. fóigiö i þvi að finna góðar fyrirsagnir á fréttir, en nafnið á bókina varð erfið fæðing, þrátt fyrir það. „Ég var búinn að gera tugi til- lagna um nafn, en forleggjaran- um minum fannstekkert þeirra nógu gott. Það fór þvi svo að hann fann nafniö”, sagði Jón Birgir. „Mál voru oft þöguð i hel”. A löngum starfsferli sinum sem blaðamaður þá hefur Jón Birgir kynnst þeirri hlið mannlifsins, sem almenningur á ekki tök á að fá vitneskju um. Þessa reynslu notfærir hann sér i bók sinni „I sögunni er fléttað saman ýmsum atburðum, og það má segja að hún sé að nokkru leyti byggð á sannsögulegum at- burðum. Ef maður leggur sig fram þá má þekkja sumar persónurnar”, sagði Jón Birgir. Þúsundir greina og frétta er að finna i dagblöðum merktar Jóni Birgi, eða JBP. Hann hefur skrifað i öll blöðin nema Timann. „Ég byrjaði sem iþrótta- fréttamaður á Þjóðviljanum með Frlmanni Helgasyni, 19 ára gamall”, sagði hann. Siðan lá leiðin á Visi, og þar var hann til ársins 1975, flest árin sem fréttastjóri. Þá á Dagblaðinu þar til i vor. „Langskemmtilegasti timinn var á Visi. Þetta var dálitið basl til að byrja með. Upp úr 1968 var farið að lita á okkur sem fólk. Aður var litiö á blaðamenn sem störfuðu hér við blöðin, sem - einhverjar óæðri verur sem var hægt að skrúfa fyrir hvenær sem var. Mörg mál voru þöguð i hel og það kom ekki ósjaldan fyrir að skellt væri á okkur sim- anum. Ég kem m.a. inn á þetta atriði I bókinni. Hægt og sigandi hefur þetta svo breyst og nú er hægt að skrifa um hvað sem er. Visir og Dagblaðið hafa breytt þessu. Aðalatriðið nú er að mis- nota þetta ekki og flytja góðar og öruggar fréttir. En til að gera þessu nægilega góð skil vantar enn peninga og mannafla”, sagði Jón Birgir. Jón Birgir Pétursson nefnir bók sína „Vitnið sem hvarf”. Þetta er sakamálasaga, byggð á sannsögulegum atburðum. VIsismyndBG ,,Með skrifstofuna í svefnherberginu.” Jón Birgir hefur nú snúið sér að „freelance” blaðamennsku. Hann skrifar nú efni fyrir ýmsa aðila og hefur aðsetur sitt við Skúlatún. „Ég ætla að sjá til hvernig þetta gengur. Það hafa nokkrir reynt þetta, en haft aðstöðu sina á heimilinu, skrifstofan hefur kannski verið I svefn- herberginu. Hingað mæti ég klukkan niu og vinn til fimm. Það er mikið að gera núna, og ég má ekki missa dag úr, þá er ég kominn á eftir áætlun”, sagði Jón Birgir. „Ég á til fleiri hugmyndir I pokahorninu og kannski vinn ég úr þeim einhverntima. Það sem tekur við næstu mánuðina er brauðstritið”, sagði Jón Birgir þegar við spurðum um hvort við mættum vænta fleiri bóka frá honum. „Það tekur minnst þrjá mánuði að vinna bók og það getur maður ekki gert ásamt öðrum störfum.” —-KP VALDI SKAFARI OG FJÖL- SKYLDA - á nýppl SpllverkSDlöfu Ný plata Spilverks þjóðanna er komin út, nefnist Bráða- birgðabúgi, og fjallar um hjón að vestan, Valda og Linu, og son þeirra Einbjörn á gelgjuskeiði. Þetta er sjötta plata Spilverksins en sú fyrsta sem Hljómplötuútgáfan gefur út. 011 lögin um fjölskyldu Þorvalds skafara eru eftir Valgeir Guðjónsson og Sigurð Bjólu, en auk þeirra er Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir i Spil- verkinu. 1 flestum lögunum tólf nutu Spilverksmenn aöstoðar Haraldar Þorsteinssonar, Þorsteins Magnússonar og Davids Logemans. Auk þeirra komu við sögu Magnús Kjartans- son, Halldór Pálsson og Karl Sighvatsson. Valdi og Lina höfðu þaö gott fyrir vestan, áttu fyrir skuldum og voru sátt viö allt og alla. En einn dag datt I þau að fara „burt af mölinni” og „beint á bikið”. — Gsal kvikmyndir BSi BSS HHP Nýja biö: Nosferatu Höfundur handrits og leikstjóri: VVerner Herzog Aðal leikarar : Klaus Kinski, Isabelle Adjani og Bruno Ganz Tónlist: Florian Fricke, Richard Wagner og Charles Gounod. Þýsk, árgerð 1978. Mynd Werner Herzogs „Nosferatu” fylgiriöllum meg- in atriðum, hvað efnisþráð varðar, fyrirmynd sinni, kvik- myndinni „Nosferatu” eftir Nosferatu (Klaus Kinski) heimsækir Lucy (Isabelle Adjani) I svefnherbergi hennar, og Lucy gefur sig á vald hinum óttalega greifa. MYNDIR IIR MYRKRINU þýska expressionistann F.W.Murnau sem gerð var árið 1922. Herzog hefur sjálfur sagt að hann dái Murnau og dýrki, enda má ætla að hann hafi gert mynd sina að nokkru leyti til að heiðra minningu Murnaus. Myndin fjallar um hið gamla vampiruþema, Drakúla greifi ráfar um I myrkrinu , nærist á blóöi hinna ungu, flytur hvar- vetna með sér pestir og plágur, en getur ekki dáið. Einungis hjartahrein kona getur leyst Nosferatu frá kvölum hins út- skúfaða og veitt honum frið i dauöanum. , Herzog er i myndum sinum einlægt að kanna það ljós og myrkur sem býr innra með mönnum, allt hið dulræna. Atburðir kvikmyndarinnar „Nosferatu” koma utan úr sortanum, nðttin er timi blóð- sugunnar og ekkert sem knýr atburðarásina gerist að degi til. Atburðirnir spretta úr myrkri næturinnar og myrkri manns- hugans. Notkun Herzogs á landslagi i kvikmyndinni er mjög sér- kennileg, , draumkennd og hrifandi. Herzog sýnir nýjar landslagsmyndir, ekkert út- þvælt, og áhrif landslagsmynd- anna i verkinu eru margvisleg. Hann endurgerir oft ná- kvæmlega sviðsmyndir sem Murnau notaöi i snilldarverki sinu, og þær halda óskertum krafti i mynd Herzogs þó heildaráhrif hinnar nýju „Nosferatu” séu nokkuð önnur en þeirrar eldri. Dýr eru oft notuð til að kalla fram hughrif i myndum Herzogs. Mynd fljúgandi leður- blöku er hvað eftir annað klippt inn i atriði „Nosferatu”. Aferð myndarinnar af leöurblökunni er áþekk þeim myndum sem teknar eru neðansjávar. Leður- blakan flýgur hægt gegnum vatnsgræna slikju likt og hún syndi fremur en fljúgi. Hvað sem Herzog hefur haft i huga með leðurblökunni er vist að hún er annað og meira en vanaleg leðurblaka, fylgifiskur blóðsugu, og áhrif atriðisins eru mjög sérstæð. önnur dýr eru einnig áberandi I myndinni þó rott- urnar gegni stærstu hlutverki. Dauði hesta fylgir plágunni sem Nosferatu ber með sér, og kind- ur ráfa um strætin þegar fólkinu fækkar sakir plágunnar. Likingu manna við dýr bregöur einnig fyrir. Sá sem hefur séð dauðateygjur músar eða rottu minnist þeirra þegar Nosferatu deyr. Það þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu leikstjóra, leikara og myndatökumans, hún er i myndinni hvarvetna næsta fullkomin. Viðfangsefni Herzogs, ótta mannsins við myrkur hugans eru gerð áhrifarik skil I „Nosferatu”, þarsemóttinn fær á sig mynd blóðsugunnar og magnaðrar hjátrúar. Herzog blandar fegurðinni á undarleg- an hátt saman við dauða og við- bjóð af ýmsu tagi. i Ahrif kvikmyndar verða aldrei að fullu skýrð með orðum, en Nýja bió býður nú tvimælalaust upp á listaverk. — SKJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.