Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 8
VlStH Miövikudagur 12. desember 1979. 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfó Gufimundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaéfsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Sifiumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. ;Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuöi innanlands. Verö í lausasölu 200. kr. eintakiö. Prentun Blafiaprent h/f I0KUM MYNDMLEOA A Stöldrum viö i lifsgæöakapphlaupinu og réttum hjálparhönd þeim milljónum manna, sem nú horfast I augu viö hungurvofuna í Kampútseu. I miðju kapphlaupinu við und- irbúning jólanna, — miðri jóla- kauptiðinni, er athygli okkar beint að því, að milljónir manna í fjarlægum löndum eiga nú yfir höfði sér að svelta í hel. Alþjóðastofnanir telja að á ári, sem nú er að renna sitt skeið, muni milli 40 og 50 milljónir manna deyja af völdum hörgul- sjúkdóma og hungurs í heimin- um. Hvergi er þó ástandið hrika- legra þessa stundina en i Kampútseu, þar sem hungur- dauði vofir yfir hálfri þriðju milljón manna á þessari jóla- föstu. Áhrifamikil upplýsingamynd í sjónvarpi og fréttir í öðrum f jöl- miðlum um þá vá, sem er fyrir dyrum þessa fólks, hafa orðið til þess að við stöldrum við í lífs- gæðakapphlaupinu og hugsum til þessara meðbræðra okkar. En hlýjar hugsanir einar sér megna ekki að metta þetta fólk. Forseti (slands, dr. Kristján Eldjárn, flutti ávarp til þjóðar- innar í sjónvarpi á sunnudags- kvöldið i tilefni af landssöfnun Hjálpar.stof nunar kirkjunnar ,,Brauð handa hungruðum heimi", sem i ár er tileinkuð Kampútseu. Þar minnti hann á þá stað- reynd, að þvi fjær okkur, sem hörmungarnar dynja yfir þeim mun minna finnum við til fyrir annarra hönd og því minna höf- umst við að til hjálpar. í þessu sambandi sagði forsetinn: „Vel megum vér íslendingar vera minnugir þess sem skammt er að minnast, að fyrir fáeinum árum lét fólk í fjarlægum lönd- um stórfé af hendi rakna til þess að gera bærilegar raunir fólks í einu byggðarlagi lands vors. Vér eigum skuld að gjalda. Minnumst þess nú, þegar íslenskar líknar- stof nanir skera upp herör til þess að lina óumræðilegar þjáningar fólks í fjarlægu landi, í Kam- pútseu, — þjáningar sem eru svo ofboðslegar að einn mesti og besti samtímamaður vor, Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt, að sjaldan eða aldrei hafi veröldin orðið vitni að þvílíkum hörmungum. Ég hef fyrir satt að hér sé ekki ofmælt, enda er kunnugt, að samviska margra velmegunar- þjóða hefur tekið við sér svo um munar. Ekki væru það meðmæli með íslenskri þjóðmenningu að vér yrðum eftirbátar nágranna vorra í þessu efni, því að vér er- um í hópi velmegunarþjóða, þrátt fyrir allan barlóm vorn og sjálfsvorkunn. Ég á líka miklu f remur von á að vér munum síð- ur en svo skerast úr leik, heldur þvert á móti taka eins myndar- lega á og þeir, sem best gera." Þetta voru orð forseta íslands. Ekki er annað að sjá en íslend- ingar ætli að sýna í verki hug sinn til þeirra milljóna manna i Kampútseu, sem þessa dagana horfast í augu við hungurvof una. Slík eru viðbrögð fólks um allt land við óskum þeirra aðila, sem standa að söfnun til hjálpar Kampútseumönnum. ( Vísi í gær var til dæmis skýrt frá því, að kennarar í einum af framhaldsskólum Reykjavíkur hafa gef ið til söf nunarinnar allar greiðslur, sem þeir hafa fengið fyrir að fara yfir stíla nemenda sinna. Þarna var um að ræða talsvert á þriðju milljón króna. Slíkar fréttir berast víða að. Þá hefur Rauði krossinn nú i fyrsta sinn sent lækna og hjúkr- unarfólk utan til þess að hlúa að flóttamönnum frá Kampútseu, er nú dveljast í lélegum búðum í Tailandi. Allt bendir þetta til þess, að við islendingar teljum ekki eftir okkar að rétta hjálparhönd til þeirra sem verst eru settir í ver- öldinni þessa stundina, og höfum ekki látið samkeppni velmegunar- þjóðfélagsins byrgja okkur sýn yfir í garð náungans. ENGA SUPU. TAKK! Nokkur orð (tílefni greinar Jóhanns G. Jóhannssonar „Fólk biöur þigum gagnrýni, en þaö vill aöeins lof”. W. Somerset Maugham Ef enginn er til þess að hæla manni, veröur maður aö gera það sjálfur. — Þessa neyðar- brauðs hefur Jóhann G. Jóhannsson nú neytt og þar með orðið aðhláturefni fólks i borg og bæ. Þó má vera að það sé iII- skárri kostur en að sitja einn í súpunni! Þeir sem fjalla um popp og þar með poppplötur í dagblöð- unum, undirritaður þar meötal- inn, voru aldrei þessu vant ákaflega samhljóða I umsögn- um sinum um plötuna „Kysstu mig” með Islenskri kjötsúpu, sem kom á markað sfðla sumars. Lög og textar voru eftir Jóhann G. og flestir okkar töldu plötuna I heild býsna laka. En það sem meira var, hinn al- menni plötukaupandi fUlsaöi einnig við henni, þrátt fyrir að lög plötunnar væru geysioft leikin á öldum ljósvakans. I um- sögn minni hældi ég hljóöfæra- leik, taldi góöa hugmynd illa nýtta, texta m iöur góða og lögin flatneskjuleg. Ef til vill ekki nákvæmlega meö þessum orð- um, en eitthvaö I þessa veru. Geri ekki þá kröfu að mér sé trúað. Ég settist ekki i dómarasæti nU fremur en endranær, eins og Jóhann G. vill halda fram. Ég einfaldlega skrifaði skoðun mina tæpitungulaust, eins og ég hef raunar gert mörg undanfar- in ár, án þess að reyna að troða henni upp á einn né neinn eða telja hana algilda. Ég geri hreinlega ekki þá kröfu tii les- enda minna aðþeirtrúi mér. En ég vil þeir trúi þvi að ég segi skoðun mina umbúðalaust án tillits til þess hver eigi i hlut. Allur þorri almennings gerir sér aö minu áliti fulla grein fyrir þessum skrifum, þar með að dómarar séu þeim óviðkom- andi, og þviheimskan helber að telja þessar umsagnir einhvern stórasannleik. Poppskrif i höndum sérfræðinga. Popptónlistin, eða alþýðutón- listin eins og Jóhann G. og fleiri kjósa aðnefna hana, er til allrar hamingju almenningseign. Það væri þvi blátt áfram hróplegt ósamræmi ef sérfræðingar á tón fræöisviðinu ættu einir að skrifa um popptónlist. Yrði þettaofan ámyndu poppskrif að minu mati einangrast og les- endahópurinn stórminnka. Þó nær allir skynji tónlist geta mun færri lesið sér til gagns visanir fram og aftur innan i völunar- húsi tónfræöinnar. Skrif úr þeim þekkingarbrunni kæmu ein- vörðungu læröum tónlistar- mönnum til góða, fyrir alla hina færu þau fyrir ofan garð og neðan. Feilnótur á færibandi. Poppinu hafa verið gerð griðarlega itarleg skil i fjöl- miðlum siðustu árin. Svo itar- leg, að sumum þykir nóg um. Popptónlistarmenn ættu að virða þetta einhvers,en ekki ata þá menn auri sem aukið hafa veg og virðingu poppsins með sinni þátttöku hvað þetta áhrærir. Eða hve ofthöfum við poppskrifarar ekki tekið upp hanskann fyrir popptónlistar- menn, þegar á þá hefur verið ómaklega ráðist? Jóhann talar um „aðför” að KjötsUpuplötunni og ýjar að þvi að poppskrifarar hafi bundist samtökum. Þarna slær Jóhann feilnótu og það er hvorki sú fyrsta né eina i grein hans. Þar erukynstrin öll af órökstuddum fullyröingum, rangfærslum, rógi og dy lgjum, — og s vo dirfist hann að impra á atvinnurógi’. Popptónlistarmenn hafa á hinn bóginn bundist samtökum og lagt allan innbyrðis rig til hliðar. Hann haföi enda staðið þeim of lengi fyrir þrifum. En þetta samstarf notfærir Jóhann sér lymskulega og fær kolleg- ana til aö fara lofsamlegum orðum um súputetrið. Eru um- sagnir þessara manna liklegri til að vera hlutlausari en popp- skrifara dagblaðanna? Svari hver fyrir sig. Tveir menn. Það hlýtur að vera oröið illt i efni, þegar höfundar sjá sig knúna til að spigspora á ritvell- inum til að lofa eigin verk. Og ekki bætir úr skák þegar til- burðirnir eru jafn broslegir og raun ber vitni. Raunar hafa aðeins tveir menn af eigin frum- kvæði hrósað þessari plötu á prenti, Jóhann G. sjálfur og Steingrimur Sigurðsson frá Roðgúl, sem er nánast innan fjölskyldu höfundarins. Teljast þeir e.t.v. hlutlausir? Svik við málstaðinn. Ég hitti nokkra tónlistarmenn um daginn. Við ræddum nokkuð grein Atla Heimis Sveinssonar um poppara og samtökin SATT. Okkur kom öllum saman um að það væru óverðskulduð ummæli að kalla popptónlist „staðlaðan iðnað” — eða yfir höfði orða skapandi tónlist við iðnaðar- mennsku. Þarna virtust með- limir SATT satt best að segja hafa fengið kærkomið vopn upp i hendurnar, en þá kemur Jóhann G. blaöskellandi og slær vopnið Ur höndum sinna manna. Hann segir í þessari dæmalausu grein sinni: „Hafið þið, lesendur góöir, ekki tekið eftir þvi hvað sum Ut- gáfufyrirtæki fá alltaf vinsam- leg skrif — alveg sama hvers- lags iðnað (leturbreyting min —Gsal) þau bjóða upp á?” Ég veit það kemur fleirum en mér á óvart aö Jóhann G. skuli vera jábróðir Atla Heimis i þessu efni, — en lengi má mann- inn reyna. neðanmals Gunnar Salvarsson, kennari, og poppskrifari Visis, svarar hér grein Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistarmanns< um móttök- urnar, sem plata „Islenskrar kjötsúpu” hlaut hjá gagnrýn- endum dagblaðanna. Dæmir hver fyrir sig. Aö lokum þetta: Þekking á. innviðum tónfræðinnar er ekki forsenda þess að fólk geti greint á milli þess sem þvi þykir vel eða illa gert. Eyrað og heila- stöðvarnar eru ótrúlega vel hannaðar segja mér hinir mæt- ustu menn. Það dæmir þvl hver fyrir sig. Sjálfur tel ég smekk minn á tónlist ekki afbrigðilegri en almennt tiðkast og meðan mælistika listarinnar hefur ekki komiö i leitirnar er minn smekkur jafn góður og hver annar. Aö öðru leyti hef ég ekki nennu til að svara Jóhanni G. og fUkyrðum hans. Það hvarflaði hins vegar að mér að fara að dæmi Jóhanns og fá vini og kunningja til að lýsa skoðunum sinum á Kjötsúpuplötunni. Eftir á að hyggja þótti mér það þó of litilmótlegt. Gunnar Salvarsson kennari

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.