Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 5
VlSIR Mánudagur 7. janúar 1980 GuOmundur Pétursson skrifar Störsigur Indíru Spáð 2/3 melrihluta I plnglnu Starfsmenn kjörstjórnarinnar f Nýju-Delhi sjást hér hvolfa at- kvæðaseðlum úr einum kjörkassanum, þegar talning var þar að hefjast I gær. Indira Gandhi sýnist örugg um að komast aftur i stjórn á Indlandimeð stórsigrii þingkosn- ingunum, sem lauk i gærkvöldi eftir tveggja daga atkvæða- greiöslu. Kongressflokkur hennar hafði unnið 71 af 95 kjördæmum, þar sem talningu var lokið, og hafði forystu i flestum öðrum, þar sem talning var byrjuð. Svo mjög hefur fylgiö sndist Indirui vil, að ekki þykir óliklegt, að flokkur hennar vinni tvo þriðju meirihluta i Lok Sabha (neðri málstofu) þingsins, þar sem 544 fulltrúar eiga sæti. — Er það alger kúvending frá fylgishruninu i kosningunum 1977, þegar flokk- ur Indirutapaði 200 þingsætum og hún sjálf náði ekki kjöri. Er þessi fylgisaukning ekki síst athyglisverð fyrir þá sök, að þau þrjú ár, sem Indira hefur setið i stjórnarandstöðu, hefur hún legið stöðugt undir ámæli fyrir ávirð- ingar á neyðarástandsstjórnar- tima slnum og sætt ákærum. I kosningabaráttu sinni hamr- aði Indira m jög á lögleysum, sem Afganlstan tll um- ræðu I öryggisráðinu Búist er við þvi, að Sovétrikin muni beita neitunarvaldi sinu i öryggisráðinu til þess að hindra að kröfur um, að þau kalli heim herlið sitt frá Afghanistan, nái fram að ganga. — Það yrði þá i 113. skipti sem Sovétríkin beita neitunarvaldi sinu á þeim vett- vangi. Sömuleiðis var búist við so- Tóku sendlráð Afg- anlstans l Teheran 65 útlagar frá Afghanistan tóku meðáhlaupi sendiráð lands sins i Teheran. Náðu þeir á sitt vald þráttán gislum, öllum starfs- mönnum sendiráðsins. Helmingur útlaganna voru mú- hameöskir klerkar en hinir voru verkamenn og námsmenn. Héldu þeir gislum sinum i nokkrar klukkustundir, en yfir- völd náðu samkomulagi við út- lagana, sem létu sér slöan duga aö lesa upp langa yfirlýsingu, þar sem fordæmd var innrás Sovét- rikjanna i Afghanistan. Sögðust þeir vera af trúflokki shiita og á- hangendur Khomeinys, en þeir hengdu upp mynd af honum á veggi i sendiráðinu. vésku „njet” við afgreiðslu á til- lögum um refsiaðgerðir gegn Iran, sem hefur ekki látið lausa bandarisku gislana isendiráðinu i Teheran. Fulltrúar bæði Sovétrikjanna og Afghanistan hafa haldiö þvi fram á fundi öryggisráðsins, að sovéska herliðið hafi verið sent til Afghanistans að beiðni lands- manna þar og samkvæmt gild- andi samningum landanna, sem væru i samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. En i ályktunartillögunni, sem borin var fram af Bangladesh, Niger, Filipseyjum og Zambiu, voru herflutningarnir kallaðir „hernaðarleg Ihlutun” og sagöir striða gegn sáttmálanum. Ef neitunarvaldi verður beitt til þess að hindra samþykkt tillög- unnar, er búist við þvi aö Filips- eyingar muni fara fram á auka- fund I allsherjarþinginu til þess að fjalla um málið. Gaddafi nættir stuðn- Ingi vlð skæruliöa plo A1 Fatah-skæruliðasamtökin, aðalbakhjarl Yassers Arafats, missa nú stóran spón úr aski sin- um, eftirað Libýa ákvað aðhætta efnahagsaðstoð sinni við samtök- in, en hún nam áöur 28 milljón dollurum. Þessi ákvörðun Libýu er nýj- asta framvinda deilumáls Gadd-' afi offursta, leiötoga Libýu, og PLO. Gaddafi hefur verið alger- lega andsnúinn þeirri stefnu Ara- fats að stýra PLO inn á dipló- matlskar brautir. Gaddafi hefur látið loka skrifstofum PLO I Libýu og visað aöalfulltrúa hreyf- ingarinnar i' Tripoli úr landi. Morð á Siklley Bófar skutu til bana I gær forseta héraösráðs Síkileyj- ar. Hafa hryöjuverkamenn á Italiu ekki náÖ jafn-háttsett- um embættismanni, siðan Aldo Moro fyrrum forsæt- isfáðherra var myrtur 1978. viðgengust i tið Janatstjórnarinn- ar, úrræðaleysi stjórnarinnar i efnahagsmálum, sundrungu stjórnarliðsins og hækkandi verö- lagi. Siöustu fjóra mánuðina hef- ur Indira verið á nær þindarlausu kosningaferöalagi að heita má, þar sem hún hefur i ræöum sinum ekki hlift bráðabirgöastjórn Charan Singh og Lok Dal-flokki hans, sem tók viö af stjórn Janata-flokksins. Atal Bihari Vajpayee, fyrrum utanrikisraðherra og einn af fáum frambjóðendum Janata, sem náðhafakjöri, sagði, aöfylg- istap Janata ætti rætur að rekja tilinnbyrðis klofnings i flokknum. í einu fjölmennasta fylki Indlands, Uttar Pradesh, hefst talning i dag, en þar er kjördæmi Indlru, Rae Bareli, og einnig Amethi, sem er kjördæmi sonar hennar, Sanjay. Indira bauð sig einnig fram I Andhra Pardesh i S-Indlandi. Kjörsókn var aðeins um 50%, en var um 60% árið 1977. Sállaumleiianlr IN-íriandl Viðræður hefjast i Belfast i dag milli kaþólskra og mótmælenda á Norður-trlandi. Er þetta fyrsta meiriháttar tilraunin i sex ár til þess aö koma á friði i landinu. En þrir breskir hermenn voru drepnir I sprengingu i gærkvöldi um 40 km suður af Belfast, og er þá tala þeirra, sem falliö hafa á N-lrlandi ásiðustutiu árum kom- in upp yfir 2.000. — 20.000 hafa slasast. Bretar eiga frumkvæðið að þessum viðræðum i dag, en til- gangur þeirra er að reyna að ná samkomulagi um nýja heimastjórn á N-trlandi, sem notið gæti stuðnings bæði mótmælenda og kaþólskra. — En menn gera sér ekki miklar vonir um árangurinn. Talsmenn róttækra kaþólikka hafa lýst þvi yfir, að viðræöurnar séu til einskis, nema Bretar kalli her sinn burt frá N-trlandi. — Fulltrúar stærsta flokks mótmæl- enda neituðu að taka þátt i viö- ræðunum, og sögðu að tilgangur breskra yfirvalda væri að flýta fyrir sameiningu N-lrlands og trska lýðveldisins, Gullið hækkar Nýtt heimsmet i veröi á gulli var sett á gullmarkaön- um i Hong Kong i morgun, þegar gullið komst upp i 675 dollara únsan. Fyrra met var sett á fimmtudaginn, þegar gull- únsan komst upp i 658 doll- ara, sem stóö þó ekki lengi. Var þaö fallið niður i 630 doll- ara á laugardag. Margir skæruiiðar I felum I Ródeslu 18.500 skæruliðar hafa gefið sig fram i Ródesiu i tilefni vopna- hlésins, en leiðtogar þjóöernis- sinna hafa sagt sig eiga 31 þúsund skæruliöa undir vopnum I frum- skógarkjarrinu. Enginn veit með vissu, hve margir skæruliðar leynast enn úti i dreifbýlinu, en sagt er að þeir hafi komið sér upp miklum birgð- um vopna I leynibækistöövum sinum til vonar og vara, ef vopna- hlé færi út um þúfur. Soames lávarður og landsstjóri I Ródesiu hefur lýst yfir áfam- haldandi griðum fyrir skæruliö- ana, þótt fresturinn sé nú runninn út, sem þeim var settur i vopna- hléssamkomulaginu til þess að gefa sig fram. — Um tiu þúsund skæruliðar hafa komiö fram á siðustu tveim eöa þrem dögum. UTSALAN t/ í fullum gangi ÓTRÚLEG VERDLÆKKUN ©nja Vallartorgi, A« iti 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.