Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Mánudagur 7. janúar 1980 Jólalesningin heftir eflaust verið margvisleg. Bókaúrvalið er jafnan fjölbreytt, og ætti hver og einn að geta valið sér lesefni við hæfi. Sumir sækja i þjóðleg fræði, eða neftóbaksfræði eins og nú er farið að kalla þau, aðrir leita sér lesefnis i bókum, sem freista þess að leiða fólk i allan sann- leika um vont lif undir kapitalisma, og þykja þær einna gáfulegastar um þessar mundir. Og þá hefur aukizt mjög sú tegund bókmennta, sem fjallar um barneignir og erfiðleika þeim sam- fara. Neftóbaksfræðin eru kannski heilladrýgst á jólum, enda minna um uppákomur í slikum bók- um en þeim sem nýtizkulegri eru kallaðar. Að vísu er þá fjallað um þjóðfélagsástand, sem er liðið og kemur ekki aftur, en lesendur losna aftur á móti við að taka mið af hinum margvislegu getnaðarvörnum, sem springa svo ákaflega út i frammúrstefnu þjóðfélagslegra vandamála. Eins og aðrir las undirritaður nokkuð af bókum um jólin. Þar var fyrst fyrir að taka tvær bækur úr átthögunum eftir þá Friðrik Hallgrimsson og Jónas frá Hofdölum, báðar gefnar út hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri. Ekki var mér nú sögusviðið beint kunnugt, enda báðir handanvatnamenn, eða úr Blönduhlíð, og gott ef þeir voru ekki smalar á sömu slóðum um tima. Báðar eru þessar bækur fullar af fróðleik, og það man ég úr annarri eða báðum, að menn fengu skyr og rjóma i Bakkaseli. Annars er sögusvið beggja bóka undarlega þröngt og smágert, eins og höf- undar hafi fyrir kurteisissakir ekki talið gerlegt að tala riflega hvað sé svona sérstaklega sögu- legt við Skagafjörð. Komin er út saga af Skagfirðingum, sem nær langt aftur i fortiöina. Minna má á Árbækur Espólins, sem bjó i Viðvik og á Frosta- stöðum og minntist auðvitað á mál úr héraði. Siðan koma Skagfirzk fræði, sem er eins- konar manntal með myndum. Skagfirðingabók kemur út ár- lega, stórt rit og vandað og jafn- vel Kaupfélagið er nógu myndarlegt til að gefa út ritiö Glóðafeyki með mannfræði. Og nú kynni einhver að halda, að þarna fyrir norðan væri lifað merkilegra lifi en annars staðar á landinu. En auðvitað er þvi ekki þannig varið. Það er bara verið að segja frá venjulegu „Sumir sækja i þjóöleg fræöi, eöa nefntóbaksfræöi eins og nú er fariö aö kalla þau, aörir leita sér lesefn- is í bókum, sem freista þess aö leiöa fólk í allan sannleika um vont lif undir kapítalisma og þykja þær einna gáfulegastar um þessar mundir”. LIFTAUGIN OG NEFTÖBAKSFRÆÐIN út fyrir bæjarhlöðin. Engu aö siður þakkar gamall Skagfirð- ingur fyrir. Maður fann ilminn af ný-slegnu grasi úr þeim báð- um. ísastör Báðir þessir menn, sem verð- ur ekki á að minnast hvor á ann- an, tala um isastör og mig minnir að annar þeirra hafi slegið isastör i siðasta sinn i sinni sveit og þá ungur maður. Það hefur þvi verið hætt að nytja hana upp úr aldamótun- um. Þetta var stör á votlendi, sem ekki varð sótt með ljá eða hrlfu vegna bleytu fyrr en frosið hafði að henni. Nú er isastör að- eins til i skáldskap og þykir litt skiljanlegt orð. Auk þess er talað svolitið um hesta, án þess þó maður hafi á tilfinningunni að þeir höfundar hafi verið hestamenn. Að öðru leyti eru þeir ólikir i bókum sinum. Ann- ar alveg ótrúlega seigur og nat- inn bóndi, en hinn skáldbóndi, eins og þeir gerðust margir i Skagafirði og gerast kannski enn. Saga af venjulegu fólki Bækur beggja þessara manna eru mikil og gói) viðbót við þau fræði, sem komið hafa á bókum úr þessum landshluta á siðustu áratugum. Þar eiga margir menn hlut að, en á siðari tima hefur þó enginn unnið meira verk f þágu fræða héraðsins en Kristmundur Bjarnason, rit- höfundur á Svjávarborg. Hann er lika annar af umsjármönnum bókar Hofdala-Jónasar, Hinn er Hannes Pétursson. Og maður veltir þvi stundum fyrir sér, fólki. Og veri þeir blessaðir fyrir það. Líftaugin Einhverntima seinna verður allt þetta safn notað sem eins- konar drög að Islendingasögu, kannski á 21. öld, sögu sem ger- ist á slóðum Kolbeins og Ás- birninga, nema mikið siðar i timanum. I staðinn fyrir munn- mæli standa þessar rituðu heimildir handa hverjum góð- um rithöfundi til að byggja á samfellt verk um örlög og at- burði. Þannig getur bauk fræði- manna, og þeirra sem virða minningar sinar nóg til að setja þær á bækur, orðið til þess að halda við sögnum um aldir. Þess vegna er þetta starf meira en virðingarvert. Það er sjálf liftaugin i okkur, sem ekki verð- ur slitin með uppákomu stund- arinnar og gráti út af getnaðar- vörnum samtimans. Og sem betur fer kemur alltaf töluvert út af fræðiritum og minningum, sem auka og efla þessa liftaug I flestum héruðum landsins. Það er t.d. ekki litið sem Guðni Jóns- son bjargaði af fróðleik héðan af Suðurlandi. Og enn er þó mikið ósagt. I gær heyrði ég á tal manna um Eyrarbakka. Þeim kom saman um, að þar hefði verið verzlunarhöfn frá þvi biskupsstóll reis i Skálholti og allt fram á vora daga. Og annar þeirra mundi þegar hann reri ungur sveinn með Jóni föður Ragnars i Smára út i skip á höfninni. Svona er saga þessa staðar nálæg okkur. En gömul hús voru rifin og flúruðum fjór- hjóla listivagni faktorsins hent. En sagan lifir auðvitað áfram neöanmáls Indriði G. Þorsteinsson spjall- ar hér um bóklestur lands- manna um jólin og þær bækur, sem hann las sjálfur um hátið- irnar. i þvi sambandi ber á góma þjóðieg fræðirit og varð- veislu sagna og segir Indriði að þetta starf sé meira en virð- ingarvert. „Það er sjálf líftaug- in i okkur, sem ekki verður slitin með uppákomum stundarinnar og gráti út af getnaðarvörnum samtimans.” um skip sem komu að landi, og biður þess sem hirðir eitthvað um liftaugina. Vont að vera íslending- ul! Það hefur verið nokkur lenzka um skeið að minnast lið- inna mannna I frásagnarlitlum steinsúlum eða minnismerkj- um, sem vekja ókunnugum for- vitni. Hið ritaða mál er auðvitað bæði merkilegra og aðgengi- legra. En samtiminn á sinar hetjur, sem þurfa að komast i bronz. A meðan geymir bókin það, sem þolað hefurhafrót ald- anna. Og þeir sem kunna á bæk- ur segja sem svoaðóþarfisé að reisa varða yfir gamla atburði. Þeir eruaftur á mótialvegsam- þykkir bronzi samtfðarinnar, áður en timinn hefur greint á miili blöðrusels og mannvits- brekku. Við gætum þó okkur að skaðlausu stutt bókina með ein- stöku steini, blágrýtis- eða stuðlabergssúlu með áritun. Mér kemur i hug Islendingabók Sturlu Þórðarsonar. Hann þáði lif að Miklabæ af þvl hann skrif- aði. Engan mundi saka þótt reist væri minnismerki um lok þjóðveldistimans að örlygs- stöðum handa þeim sem bók- lausir ganga en þurfa lika sina liftaug. En þar brestur á um framkvæmdasemi þeirra Skag- firðinganna, sem þyrftu raunar engan aö spyrja, vildu þeir efna i súlu. Og enn má spyrja um Eyrarbakka eða af hverju er ekki grafið i rústirnar að Gásum við Hörgárós. Þetta sinnuleysi stafar kannski af þvi að fólk er upptekið við getnaðarvarnir samtimans eða við að flytja úr landiafþvinúerallti einu orðið vont að vera íslendingur! Ensk neftóbaksfræði Já, og eina bók enn las undir- ritaður um hátiðirnar. Hún heyrir frekar til enskum neftó- baksfræðum. Það var íslands- leiðangur Stanleys 1789. Þetta er hugnanleg bók, prýðilega frágengin af Steindóri frá Hlöð- um. Og þar kemur maður alveg i nýjan kýrhaus þeirrar skriti- legu speglunar, sem nefnd er islenzk fortið. Otlendingur sæk- ir okkur heim að móðuharðind- um loknum, og það er erfitt um hesta. Samt kemst hann nú leiðar sinnar um landið með liði sinu og segir okkur margt frá hverum og eldfjöllum. En inn á milli glóir á það mannlif, sem okkur kemur svo ákaflega við. Einhverjir leiðangursmanna telja sig verða vara við litla gestrisni, en Stanley skýrir þetta með þvi, að islenzkir bændur vilji láta umgangast sig sem jafninga. A hnjánum undan hungurtima skal sem sagt eng- inn enskur dáindismaður leyfa sér að tala niður með nefninu á sér við hinn islenzka mann. Þetta er lika hluti af islenzkri liftaug. Og svo er þeim boðið til „ veizlu að Nesi við Seltjörn, þar sem landlæknirinn býr. Og þeir fá harðfisk og hákarl og annað lostæti i munni forfeðra okkar. Menn sem nörtuðu i sætar kökur með vinum þótti veizlan ekkert afbragð, þótt þeir virtu góðan hug. Þó var eitt á borðum, sem var alveg yfirgengilegur við- bjóður. Það var súra smérið, gjaldmiðillinn góði, þetta gullsi- gildi i harðindum sem á öðrum timum. Hefur ágætur nútima- maður islenzkur gert sér grein fyrir þvi, að hann er kominn af fólki, sem át alveg yfirgengileg- an viðbjóð að mati enskra dá- indismanna, og notaði hann auk þess fyrir gjaldmiðil. Ég efast um það. Nú þarf fyrst og fremst að kenna fólki að lesa á kröfu- spjöldin. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.