Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 18
vísm Laugardagur 19. janúar 1980 Alltaf um helgar SUNNUDAGS BLADID uoaauiNM Meðal efnis: GULLÆDI: Sunnudagsblaðið rœðir við Davíð Ólafsson og leitar útskýringa á hækkandi gullverði á alþjóðamarkaði. NIÐUR MEÐ RÉTTTR ÚNAÐ! Um eftirbyltingarþjóðfélög og afstöðu þeirra. Dyraverðirnir á Hótel Borg svara fyrir sig. NÝSÍÐA: Af görðum og gróðri. Allt um garðyrkju, blóm og gróður jarðar. Gunnlaugur Arason skrifar bréf til Fríðu. Unglingasíðan. Helgi Ólafsson skrifar um skák. Starf og kjör. Kvikmyndir Fjalakattarins. WOÐVIUINN blaðió sem menn lesa 18 Vísir lýsir eftir manninum I hringnum, en hann var aö fara yfir gatnamót viO StjórnarráOiO kl. 15.30 s.l. miOvikudag. Ert þú í hringnum? ef svo er ertu 10.000 kr. rikari Að þessu sinni lýsum við eftir ungum manni sem var að fara yfir götu á mótum Banka- strætis og Lækjargötu kl. 15.30 á miðvikudag- inn. Hann er beðinn um að gefa sig fram á rit- stjórn Visis Siðumúla 14 áður en vika er liðin frá þvi er myndin af honum birtist i blaðinu, en þar biða hans tiu þúsund krónur. Þeir sem kunna að bera kennsl á manninn eru beðnir um að láta hann vita til þess að tryggt sé að hann verði ekki af þessum tiu þús- undum. „Skrýt- ið að koma í blöðin” ,,Það er voða skrýtið að koma i blöðin" sagði Hanna Guðrún Styrmis- dóttir.en hún var í hringn- um s.l. laugardag. Hanna Guðrún sagði að hún hefði vitað það strax á laugardaginn að hún væri í hringnum en þá hefðu þrír hringt í sig og sagt sér að hún væri í hringnum. Sagði hún að myndin hefði verið tekin á þrettándaskemmtun sem Leikfélag Kópavogs hefði staðið f yrir og hefði hún leikið álf. Hanna Guðrún var loks spurð hvað hún ætlaði að gera við peningana og sagðist hún ekki vita það, en líklega færu þeir þó í vasapeninga. —HR Hanna GuOrún Styrmisdóttir meO tiu þúsund krónurnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.