Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 25
Laugardagur 19. janúar 1980. 25 Leikfélag Akureyrar frumsýnir ,,Puntilaog Matta’’ á föstudagskvöldið , ,Gamanleik- ur en ekki tragedía” — segir Hallmar Sigurðsson, sem leik- stýrir sýningunni, en hann er nýkominn heim eftir 6 ára nám og starf i Sviþjóð //Þegar ég var smápatti heima á Húsavik var ég tíöur, en eðiilega heldur illa þeginn gestur á öllum þeim æfingum hjá Leikfélagi Húsavikur, sem ég mögulega fékk aö sitja. Þar af leiðandi á ég eflaust því fólki sem þar starfaði að þakka leikiistaráhug- ann", sagði Hallmar Sigurðsson, leikstjóri, í viðtali við Vísi. Hallmar er þessa dagana að leggja siðustu hönd á uppfærslu á „Puntila og Matta" eftir Bertolt Brecht norður á Akureyri með leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar. Verður frumsýningin á föstudaginn. Er þetta fyrsta uppfærsla Hallmars hérlendis eftir sex ára nám og starf í Sviþjóð. Hallmar er Húsvikingur og á ekki langt að sækja leiklistar áhugann, hefur eflaust fengiö sinn skammt i vöggugjöf. For- eldrar hans hafa nefnilega komiö mikiö viö sögu leiklistar- innar á Húsavik, þau Herdis Birgisdóttir og Sigurður Hall- marsson. Siöast lék Siguröur Tevje mjólkurpóst i „Fiölaran um”, sem Leikfélag Húsavikur sýndi i fyrravetur og aftur i vetur við frábærar viötökur og aösókn. Enhvenær fór Hallmar fyrst aö hafa opinber afskipti af leik- listinni? „Þetta byr jaði meö bernsku- brekum viö leiksýningar á meðan á skólagöngu stóö, allt frá barnaskólaárunum”, svar- aöi Hallmar, og ekki laust við aö hann glotti ismeygilega um leið. „Siðan fór ég i Mennta- skólann á Akureyri og starfaöi meö leikfélagi skólans og þá kviknaði leiklistaráhuginn fyrst fyrir alvöru. Eftir stú- dentspróf tók ég þátt i upp- færslu Leikfélags Akureyrar á „Klukkustrengjum” eftir Jökul Jakobsson. Eftir þaö varö ekki aftur snúiö: ég ákvaö að fara út i leiklistarnám. A þessum árum var rikjandi upplausnarástand I skólamál- um leiklistarfólks hérlendis, þannig aö ég setti stefnuna á Sviþjóö. Þar dvaldi ég siöan i 6 ár. Fyrst i 3 ár viö nám i leik- húsfræöum og heimspeki viö háskólann i Stokkhólmi. Siðan i tvö ár við nám i leikstjórn viö Dramatiska institutet i Stokkhólmi og siöasta áriö starfaði ég viö leikstjórn og leiklistarkennslu i Stokkhólmi og viðar. Ég kom siöan heim i haust og er þetta verkefni mitt meö Leikfélagi Akureyrar fyrsta uppfærslan hérlendis”. Hvernig leikverk er „Puntila og Matti”? „Brecht kallar þaö „alþýðu gamanleik” og segir þaö sina sögu”, svaraöi Hallmar. „Brecht skrifaði „Puntila og Matta” á þeim árum, sem hann var landflótta frá Þýskalandi. Þá bjó hann m.a. i Finnlandi og samdi verkiö upp úr sögum og hálfgeröum leikþáttum eftir Helle Wuolijoki. Einnig hefur Brecht stuöst viö héraössögur i Finnlandi, en viö leggjum þó ekki áherslu á aö gera verkiö aö finnsku ævintýri, þaö gæti undantekningarlitiö skeö á tslandi. Brecht fjallar um þann stéttarmun, sem var i þá tiö sem verkið er skrifað og er I eðli sinu óbreyttur. Þaö segir sina sögu, aö verkiö heitir fullu nafni Puntila bóndi og Matti vinnumaður. Hins vegar er Brecht bjartsýnn á aö þessu takist aö breyta og viö reynum aö undirstrika þessa bjartsýni hans, enda er verkið gaman- leikur en ekki tragedia. Þótt al- varan sé fyrir hendi i verkinu er tilgangurinn fremur aö skemmta fólki en predika yfir þvi einhverja ákveöna pólitik. Slikar predikanir eru alltaf heldur leiðinlegar i leikhúsi að minu mati”. Gengur leikstjóri meö ákveönar og fastmótaðar hug- myndir aö þvi aö setja upp leik- rit? „Já og nei, þaö er beggja bland”, svaraöi Hallmar. „Leikstjórinn hefur eölilega á- kveönar hugmyndir þegar hann gengur, til verks, en hug- myndir verða aö fá aö fæðast á æfingum og ef til vill aö verða aö veruleika, enda getur leik- stjórinn aldrei gert sér i hugarlund i upphafi ýmsar þær aðstæður sem upp kunna aö koma. Sá sem á aö túlka text- ann þarf aö skapa sina persónu af s jálfum sér og hafa skoðun á þvi hvernig þaö er gert. Heildarmyndin skapast þvi meira og minna á meöan á æf- ingum stendur i samvinnu leikstjóra og leikara. Hver ein- asti sem vinnur aö sýningunni hefur áhrif á heildarmyndina, hvort sem hlutverk hans er stórt eöa smátt”. Hvernig hefur þér likaö aö starfa meö leikhópnum hjá Leikfélagi Akureyrar? „Mér hefur likaö þaö vel, en þetta hefur veriö erfitt fyrir okkur öll”, svaraöi Hallmar. Þaö er gaman aö þvi, að svona litiö leikhús skuli hafa þann metnaö að ráöast i jafn viöa- mikiö stykki eins og „Puntila og Matta”. En þaö kostar sina erfiöleika. T.d. nægir ekki sá leikhópur, sem félagiö hefur fastráöinn, þannig aö leita veröur til áhugafólks. Þetta fólk verður aö semja sig aö Eva dóttir Puntila — Svanhiidur Jóhannesdóttir — gerir tilraun til aö stoppa I sokka Matta bilstjóra. Halimar Sigurösson, leikstjóri vinnutima leikaranna og það getur valdiö erfiöleikum. Þaö er lika mikiö á eina manneskju lagt i 1/2 starfi að sjá um alla búninga I allar uppfærslur félagsins. En þetta ber allt aö sama brunni: fjárhagserfiö- leika félagsins og leikfélaga yfirleitt”. Nú gerir þú Hka leikmynd- ina, er þaö ávinningur fyrir leikstjóra? „Nei, það tel ég ekki, þó þetta fyrirkomulag hafi verið haft núna. Ég tel aö tveir sam- hentir menn frjóvgi hvor ann- an og slik samvinna gæti oröiö til dvinnings fyrir sýninguna i heild”. Nú liöur aö frumsýningu, ertu farinn aö fá fiöring I mag- ann? „Þvi er ekki aö neita, aö alltaf verður maöi.” svolitiö nervus fyrir frui.isýningar. Manni finnst frumsýningin ógnvekjandi skammt undan, vill hafa lengri tíma til að gera hlutina enn betur. En þaö væri sjálfsagt hægt aö halda enda- laust áfram til að geta finpúss- aö hvert einasta atriði svo hvergi finnist þar agnúi á”, sagöi Hallmar i lok viðtalsins. Jóhannes Puntila, gósseig- anda, leikur Theodór Július- son, en Matta Altonen, vinnu- mann og bilstjóra hjá Puntila, leikur Þráinn Karlsson. Svan- hildur Jóhannesdóttir leikur Evu dóctur gósseigandans. Þetta eru viöamestu hlutverk- in, en aðrir sem koma fram i sýningunni eru Gestur Jónas- son, Sigurveig Jónsdóttir, Sunna Borg, Viöar Eggertsson, Bjarni Steingrimsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Jón Bentínýs- son, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Arn- heiöur Ingimundardóttir og Ragnar Einarsson. Freygerö- ur Magnúsdóttir sér um búningana og Hallmundur Kristinsson hefur smiöað leik- myndina. „Skrifaöu iyfseöiiinn helvltiö þitt..” Puntila ræöir viö kúadoktor- inn til aö fá lyfseöil upp á „löglegt” brennivln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.