Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 2
VISIR Mánudagur 21. janúar 1980. r- WMmwm Spurning: Ef þú ættir þrjár óskir, hvers mundir þú þá óska þér? j Ingibjörg Ingólfsdóttir, nemi: I fyrsta lagi að friftur haldist i heiminum, svo aö efnahagslegur jöfnuöur náist og þá þriöju og sföustu mundi ég gefa fátækum börnum. Kristján Einarsson, nemi: . Númer eitt aö ég ætti 45 milljón- ir, síöan aö ég væri aleinn i heiminum og aö lokum allra flott- ustu bílana. Steinmar Gunnarsson, nemi: Vélsleöa, af dýrustu gerö, mótórhjól og einbýlishús. Kristin Björk Gunnarsdóttir, nemi: Eg mundi óska mér aö ég ætti lest, svo aö ég ætti apa og svo aö ig mundi vinna i sjoppu. Ragnheiöur Krlstln óladóttir, nemi: Ég mundi vilja úlpu og kannski. hest og siöan vera i sjoppu eöa búö. SONNUNIN STEND- 99 UR A BRAUBFOTUM - sagði Páll Amor Pálsson verjandi Kristjáns Viðars fyrir Hæstaráttl 99 ,,Gera veröur strangar kröfur um sönnun, þegar um svo alvar- legt mál sem manndráp er aö ræöa. Það er ekki nægileg sönn- un aö játaö sé og enn lakari er sönnunin þegar játning er dreg- in til baka”. A þessa leið sagöist Páli Arnóri Pálssyni hdl-meöal ann- ars I varnarræöu sinni fyrir Kristján Viöar f Hæstarétti. Þetta er fyrsta prófmál Páls fyrir Hæstarétti og eins og venja er i slikum tilvikum byrjaöi hann á að kynna sig fyrir dómurum og segja nokkur deili á sér. Páll kvaö skjólstæðing sinn halda staöfastlega fram sak- leysi sinu af ákærum um aöild að manndrápum og kraföist sýknu. Fjallaöi Páll siöan fýrst um ákæruna um aö Kristján hafi átt þátt I dauða Guömund- ar. Engar óyggjandi sannanir væru fyrir þvi aö sá atburöur heföi átt sér staö, sem talinn væri hafa valdið dauöa Guö- mundar. Engin sýnileg sönn- unargögn væru fyrir hendi og engin óyggjandi játning Kristjáns lægi fyrir. Amælisverð rannsókn Páll Arnór gagnrýndi þá rannsókn sem fram fór á hvarfi Guömundar ogleidditil ákæruá hendur Kristjáni Viöariog fleir- um. Nefndi hann ýmis dæmi máli sinu til stuðnings. Frásagnir sakborninga heföu veriö ruglingslegar og sundur- lausar framan af og rannsókn þessa máls oröiö útundan um skeiö er Geirfinnsmáliö kom upp. Þann 12. mai 1976 heföi Kristján reynt aö koma þvi á framfæri, aö hann vissi ekkert um máliö en ekki veriö á hann hlustaö. Kristján sagöi aö ákæröu heföu veriö yfirheyröir saman og látnir hjálpast aö við aö rifja upp atburöi sem ekki heföu átt sér staö. Þásagöi Pállaöathugun heföi fariö fram á þvi hvort rann- sóknarlögreglumenn heföu bor- iö á milli sakborninga. Kom I ljós að ákæröu höföu veriö leiddir saman án þess aö form- leg samprófun færi fram og fjöldinn allur af viötölum rann- sóknarmanna viö þá heföi ekki veriö skráöur. Einnig fjallaöi Páll nokkuö um, aö Kristján Viöar heföi vart veriö meö sjálfum sér viö yfir- heyrslur og fengið margskonar ' geölyf í gæsluvaröhaldinu sem rugluðu dómgreindina. Páll Arnór Pálsson minntist á vitni sem höföu séð Guömund á gangi nóttina sem hann hvarf meö ókunnum manni. Þremur árum siöar heföi sakbending fariö fram og Kristján látinn standa i hópi lögreglumanna. Vitnin bentu á Kristján sem þennan ókunna mannen þá hafi oftveriöbúiö að birta myndir af honum i' blööum. Þá benti Páll á aö ýmsar Utgáfur væru á fram- buröum ákæröu um meint átök viö Guömund. „Allur vafi um ásetning á aö koma sakborningi til hags- bóta”, sagöi Páll og minnti á aö forseti Hæstaréttar heföi óskaö eftir þvi aö máliö yröi lika reif- aö meö tilliti til 218. og 215 gr. hegningarlaga, þaö er um manndráp af gáleysi og aö koma nauöstöddum ekki til hjálpar. Saksóknari heföi helst ekki viljaö minnast á þessar greinar en bent á 220. gr. og 124. gr. ef 211. greinin, um mann- dráp yröi ekki tekin gild i' þessu tilviki. Sagöi Páll ekki hægt aö dæma fyrir 124. grein þar sem hún væri ekki greind I ákæru- skjali. Páll sagöist ekki telja lögfulla sönnun komna fram I þessu máli og minnti á aö Kristján heföi dregið játningu sina til baka. Leirfinnur ófundinn Um Geirfinnsmálið sagöi Páll meöal annars, aö ekki hefði tek- ist aö færa fram nægilegar sannanir fyrir þvi aö ákæröu heföu oröiö Geirfinni aö bana. Þaö væriósannaö aö Geirfinnur væri látinn eöa heföi látist af mannavöldum. Akæra væri byggöá framburöum ákæröu og vitna. Siöan leiddi Páll rök fyrir þvi aö Kristján Viöar heföi ekki hringt I Geirfinn úr Hafnarbúö- Jðn Oddsson veriandl Sævars desielskls: Spánarvllniö fékk leiðandi uppiýsingar Til er skýrsla ffkniefnadeildar lögreglunnar frá 7. febrúar 1974, þar sem Erla Bolladóttir segist ekki hafa séö Sævar I langan tima fyrr en sunnudaginn 27. jandar. Þegar þessi skýrsla var tekin var ekkert vitaö um afdrif Guömundar Einarssonar, sem hvarf aöfaranótt 27. jandar. Erla sagöi svo nær tveimur ár- um seinna, aö hdn heföi séö Sævar og fleiri buröast meö eitt- hvaö, sem hún áleit vera llk þessa nótt aö Hamarsbraut 11. Þessar upplýsingar komu meöal annars fram i ræöu Jóns Oddssonar hrl. verjanda Sævar Ciesielskis fyrir Hæstarétti á fóstudaginn. Jón lauk ekki viö fyrri ákæruna, þaö er Guö- mundarmáliö, og hélt áfram málflutningi sinum fyrir Hæsta- rétti I morgun. Jón Oddsson vitnaöi I þessa skýrslu flkninefndar til rök- stuönings þvi, aö Sævar heföi ekki veriö aö Hamarsbraut 11 aöfaranótt 27. nóvember, þegar átökin viö Guömund eiga aö hafa átt sér staö. Skýrslan var tekin, þar sem fíkniefnadeildin fylgdist meö feröum Sævars á þessum tima. Erla sagöi þá, aö hún heföi ekki hugmynd um hvort Sævar heföi veriö erlendis undanfariö, hún heföi ekki séö hann um langan tima fyrr en þennan sunnudag. Þá skýröi Jón frá skýrslu, sem Erla heföi gefiö hjá Gisla Guömundssyni rannsóknarlög- Jón Oddsson hrl. I réttarsal Hæstaréttar. t reglumanni 14. april 1977 um aö hún heföi hitt Sævar umrætt sunnudagskvöld oghann þá gert tilraun til aö ljdga þvi aö sér, aö hann væri aö koma beint aö ut- an. Erlaheföi þóvitaöbetur, þvi aö hún heföi frétt aö hann heföi sést I miöbænum áöur. Gisli skýröi dómurum i' mál- inu frá þessum framburöi Erlu en þeir töldu ekki þörf á aö gera neitt frekar i' þessu sambandi. Jón Oddsson benti á fjölmarg- ar veilur I rannsókn Guömund- armálsinsogbar þar einna hæst hvemig staöiö var aö yfir- heyrslum yfir Gunnari Jóns- syni, sem sóttur var til Spánar sem vitni. Þaö var ekki fyrr en eftir aö ákært haföi veriö í Guömundar- málinu, aö upp kom aö Gunnar Jónsson haföi veriö viöstaddur meint átök viö Guömund og var það Sævar, sem benti á hann. Taldi hann Gunnar geta stutt neitun sina um aö hafa veriö aö Hamarsbraut 11 umrædda nótt. Tveir rannsóknarlögreglu- menn fóru til Spánar þar sem Gunnar dvaldi. Þeir afhentu Gunnari bréf frá sakadómi þar sem hann var beöinn aö koma heim og bera vitni um átök sem uröu aö Hamarsbraut 11 meö þeim afleiöingum, að Guö- mundur Einarsson beiö bana. Jón sagöi hér um aö ræða full- yröingar og leiöandi upplýsing- ar. Daginn eftir aö Gunnar kom hingaö heim, laugardag, meö rannsóknarlögreglumönnunum, var fariö meö hann á staöinn og honum sýnd húsaskipan. Verj- endur fengu ekki aö vita um þetta né heldur, þegar hann mætti i sakadómi næsta mánu- dag. Þar var hins vegar við full- trúi rikissaksóknara og sagöi Jón þetta vera vltaveröa máls- meöferö. Samkvæmt bókun sakadóms var máliö ráfaö fyrir Gunnari og rætt viö hann um ýmsa þætti þess. Taldi Jón Gunnar mark- laust vitni eftir aö honum heföi fyrst veriö skýrt þannig frá málavöxtum áöur en hann var látinnsegja frá. Auk þess heföi hann neitaö aö vinna eiö aö framburöi sinum fyrr en sak- sóknari heföi gefiö yfirlýsingu um, aö hann yröi ekki ákværöur i málinu. -SG Páll A. Pálsson fiytur ræöu sina i Hæstarétti inni eins og haldiö heföi veriö fram. „Lýsingin á ókunna mannin- um sem fékk aö hringja I Hafnarbúðinni á alls ekki viö Kristján, heldur allt annan mannsem aldreihefurfundist”, sagöi Páll Arnór. Afgreiöslu- stúlkan i Hafnarbúöinni gaf lýsingu á ljósskolhærðum manni, sem haföi fengið aö hringja. Hún taldi sig örugglega þekkjamanninnaftur ef hún sæi hann. Stúlkan mætti i sakbendingu hjá lögreglunni þar sem Kristján var. Stúlkan kvaöst ekki hafa séð neinn i þeim hópi sem liktist manninum, er fékk aö hringja. A sönu leið fór meö annaö vitni Ur Hafnarbúöinni, er taldi sig geta þekkt aftur ókunna manninn. Hún sagöi viö sak- bendingu aö þar væri enginn sem llktist þessum manni en Kristján var I sakbendingunni. Schutz bar á milli Þótt ákæröu hafi margsinnis og i'trekaö veriö spurö um ein- stök atriöi át^kanna i Dráttar- brautinni náöist aldrei sam- ræmi, jafnvel þótt Schutz gengi ámilli ogsegöihvaö hinir heföu sagt”, sagði Páll ArnórPálsson i ræöu sinni. Hann sagöi aö réttargæslu- mönnum ákærðu heföi lengi vel veriö haldiö frá. málinu og verið Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar meinaö aö vera við yfirheyrsl- ur. Fangavörður heföi boriö aö Sævari hafi verið sýnt óþarflega mikiö haröræöi og hann hafi veriö „svinbeygður” viö eina yfirheyrsluna. Rannsókn heföi leitt i ljós aö fangaveröir heföu gengiö erinda rannsóknarlög- reglumanna. Páll sagöi aö fangaverðir heföu stundum yfirheyrt ákæröu f klefum þeirra og þaö væri gróft brot á lögum um meöferö opinberra mála. Þegar málið var svo taliö upplýst var haldinn blaöamannafundur, þar sem gæslufangarnir voru opin- berlega sakfelldir og dóms- málaráöherra sagöi aö martröö væri létt af þjóöinni. „Máliö er i heild mjög ótrú- legt og tel égaösönnunin i þessu máli standi á brauöfótum”, sagöi Páll Arnór Pálsson Ef Kristján yröi fundinn sek- ur, kvaöst Páll vilja visa til ný- genginna dóma, þar sem tillit væri tekiö til ungs aldurs. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.