Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Mánudagur 21. janúar 1980. 3 Við seljum teppabúta af öllum stærðum og gerðum með miklum afslætti. Einnig nokkrar gerðir af teppum á góöum afsláttarkjör- Viö fluttum upp á 5. hæðina fjölda stakra og/eða lítið gallaðra hluta, sem við seljum á ótrúlega góðu verði. Einnig seljum við á 5. hæð- um inni sófasett á gömlu og góðu verði. Gríptu tækifærið og gerðu virkilega góð kaup tii mánaðamóta Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600 Maðurinn. sem heimurlnn hataði 1969: Stríðsheijan calley Húsgagna- Teppadeild deild Reyndu aö spyrja lögreglu- mann um Calley og þú veröur látinn dúsa i svartholinu um nóttina og morguninn eftir veröur þér ekið að bæjarmörkunum. Bæjarsamfélagið verndar nefnilega Calley. Ef þú spyrð bæjarbúa um álit hans á Calley, svarar hann að Calley hafi aöeins afllfað nokkra „gooks”. Og „gooks” eru virtir jafnmikils og - „niggers” á þrælatimanum i Kól- umbiu. Calley var látinn taka á sig sök- ina, segja þeir, og ef þú spyrð, hvort bæjarbúar skammist sin fyrir Calley, er svarað: Hvernig dirfist þér? Hann var i Vletnam til að berjast, ekki satt? Og hvers vegna var yfirmönnum hans ekki refsað? Herra Calley er góöur Banda- rikjamaöur, sannur Bandarikja- maður, og hann drap 'uara nokkra „gooks”. Litla, gula.... Þegar Calley kom til Kólumbiu, var honum tekið sem striðshetju. Þar var safnað saman peningum til að kosta málsvörn Calleys. Calley býr I snotru litlu húsi, eða litlu á bandariska visu. Hann kvæntist skömmu eftir að honum var sleppt, eftir að hafa afplánað þrjú ár af tiu ára dómi — þá var hann náðaður vegna góörar hegðunar. Hann er nú oröinn 35 ára gam- all og rekur skartgripaverslunina „VICK JEWELLERS”, en Vick er eftirnafn eiginkonu hans.' Tengdafaðir hans er einn rikasti maður bæjarins, og peningar skapa áhrif, ekki siður i Kólumbiu en annars staðar. Það William Calley —slátrarinn frá My Lai — er orðinn virtur borgari. abbast þvi enginn upp á Calley. I viötali, sem ABC sjónvarps- stöðin bandariska átti við Calley, sagði hann: „Ég gerði það sem mér var fyrirskipað —og það geröi mig aö góðum foringja I bandariska hernum. En nú vil ég gleyma þessu öllu. Ég varð fórnarlamb Vietnam-striðsins, eins og svo margir aðrir”. En þetta fórnarlamb Vietnam-- striðsins viröist hafa sloppiö ögn beturfrá hörmungum striösins en fórnarlömbin, sem fóru út á akrana snemma morguns viö My Lai 16. mars 1969... ATA IRISH COFFEE Árið 1969 gaf William Calley, liðsforingi, fyrir- skipun um að eyða heilp þorpi i Vietnam og drepa alla þorpsbúana. Hann fór fyrir heifrétt i Bandarikjunum og hlaut tiu ára fangelsisdóm. Réttarhöldin gerðu hann að striðshetju. Honum var sleppf þremur árum síðar. Bæjarbúar dái þennan mann, virða hann og vernda — hann er þeirra mjaður — stríðshetjan frá Vietnam. SérstakSega falleg Irish coffee kristalglös og Irish coffee gullskeiðar — skeiðarnar virka einnig sem sogrör. TÉKK^ KRISTALI Laugaveg 15 simi 14320 My Lai Tvö orð, sem hafa brennt sig inn i samvisku heimsins. Rétt eins og önnur tvö orö: William Calley. 16. mars 1969 mættust þessi tvö hugtök — litla vietnamska þorpið og ungi bandariski liðsforinginn. Þetta var ofurvenjulegur dagur I þorpinu. Konur, börn og gamal- menni eigruðu syfjulega um, lifið var rólegt i litla þorpinu. Þá kom bandarískur herflokkur inn i þorpið undir stjórn Calleys. Syfjuleg þögnin i þorpinu var rofin af ópum kvenna, gráti barna og þyngslalegum stunum gaml- ingjanna... Það tók ekki langan tima og aftur færðist þögn yfir þorpið — þögn dauðans. Þorpið var algerlega afmáð af landakortinu... karlar, konur börn... pyntuð og lifið murkað úr þeim. Þaö voru æstir menn, fantar, menn undir áhrifum eiturlyfja, hefnigjarnir menn... hræddir menn... vitstola af hatri og ótta, sem eyddu þorpinu. En það voru menn, sem höfðu dauöann sin megin... Far vel My Lai. Samkvæmt bandariskum upplýsingum voru 175 drepnir þennan dag I My Lai, Vietnamar sögðu hina látnu vera 400. Af tilviljun fréttist um My Lai, tilviljun sem sýnir, að My Lai- þorpin hafa verið fíeiri. William Calley, iiðsforingi að fara inn i réttarsalinn i fylgd háttsetts herlögregiumanns, þann 11. september 1974. Kólumbia, Georgiu Þreytulegur, reykfallinn litill bær. Fjöldamargir lögreglu- þjónar á götunum og þeir likjast helst „vestra-lögreglustjórum” 1 yfirvigt. Þetta er dæmigert sveitaþorp i suðurrikjunum. Ibúarnir eru ekkert yfir sig hrifnir af ókunnugum, vilja helst vera án þeirra, og lögreglan grunar ókunnuga um græsku af ,,prinsipp”ástæðum. Kólumbia i Georgiu er þekkt fyrir tvennt: Þar býr Calley: og hnetubúgarður Carters er þar rétt hjá. Um það siðarnefnda er oft rætt — en ekki það fyrrnefnda. Kynnið ykkur okkar fallega úrval af glösum, könnum og karöf lum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.