Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 7
Mánudagur 21. janúar 1980. 7 - Frumathuganlr hatnar á hvt. hvort hagkvæmt sé aö hæta elnum otnl vlð há tvo, sem upphafleg áætlun geröl ráö lyrir Frá þvl Járnblendiverksmiðj- an áGrundartangatok til starfa hefur verksmiðjan framleitt rúmlega 16.600 tonn af kisil- járni, en ráðgert hafði veriö að framleiða 17 þúsund tonn. Þetta eru mjög góð afköst, miðað við það, að framleiösla hófst mán- uði seinna en ráð hafði verið fyrir gert og bræösluofninn var ekki rekinn með fullri fram- leiðslugetu vegna orkuskömmt- unar.Frá þvif september hefur ofninn fengið 24 megavött i stað 30, sem hann er skráður fyrir. Af þessum 16.600 tonnum var búið að selja 12.500 tonn um áramótin, og var klsiljárniö flutt út til Bretlands, Vestur-Þýskalands, Póllands og Noregs. Útflutningsverðmæti þessamagns var um 3 milljarð- ar króna, eða nálægt 0,8% af út- flutningsverömæti landsmanna á árinu. Svo sem fyrr hefur veriö frá greint varð mikill rekstarar- halli á árinu, eða um 1250 milljónir króna. Þá eru 725 Unnið við ofn tvö. Maðurinn á myndinni stendur á undirstöðunni, en ofninn sjálfur kemur ofan á. Vfsismyndir:ATA. JámMendlverRsmlölan stækkuö um helmlng?^^H^^H Nokkrir forráöamenn islenska járnblendifélagsins við tölvuna, sem sér um bókhald fyrirtækisins. Jón Sigurðsson er annar frá vinstri. Visismynd: ATA milljónir færðar til afskrifta og lager af kísiljárni færður til tekna á farmleiðslukostnaöar- verði, en mismunur þess og lik- legs söluverða á þessum lager er um 600 milljónir króna. Nú eru hafnar framkvæmdir viðbræðsluofnnúmer tvö og eru likur til þess að þeim verði tokið um mánaðamótin ágúst-sept- ember. Framkvæmdaáætlun fyrir ofn tvö gerir ráð fyrir 11,3 milljaröa króna kostnaði á nú- verandi gengi. Járnblendiverksmiðja með einum ofni er óhagkvæm og miðast áætlanir um Járnblendi- félagið við tvo ofha. Styrkur og samkeppnishæfni fyrirtækisins yrði, að áliti forráðamanna fyrirtækisins, meiri, ef ofnarnir væru þrir eða fjórir og því eru nú þegar hafnar frumathuganir á þvl, hvort hagkvæmt sé fyrir Járnblendifélagið og Lands- virkjun að stækka verksmiöj- una um einn ofn i beinu fram- haldi af hinum fyrstu tveimur. Ennþá er þó of snemmt að segja nokkuð um, hvort sllkir mögu- leikar séu raunhæfir, miðaö við tilkostnað, rekstraröryggi, markaðsaðstæður og sennilegan ávinning. Likur benda til þess, að rekstrarhalli verði á þessu ári, eins og þvi siðasta, og að hann nemi 2-3 milljörðum króna. Hins vegar er gert ráð fyrir, aö rekstrarafgangur verði á árinu 1981, en þó getur markaður, markaðsverð, aðgangur að raf- orkuog gangsetning ofns 2 ráöið þar ýmsu. Jón Sigurðsson, forstjóri, sagði aö söluhorfur væru nokk- uðgóðar.Þóværi nokkur óvissa á stálmarkaðnum. Söluaukn- ingin á slðasta ári var aðeins 2% og gæti orðið enn minni I ár, en sala á kisiljárni helst I hendur viösölu ástáli.Hins vegar hefur raforkuverðið í helstu sam- keppnislöndunum hækkað mjög mikið, og það er okkur I hag, gerði islenska járnblendifélagiö samkeppnishæfara. Nú vinna 130-140 manns hjá fyrirtækinu, en gert er ráð fyrir að 180 manns muni vinna þar eftir að báöir ofnarnir verða komnir I gang. —ATA Æ HONDA >ÍCCORD Helstu kostir 1980 Hljóðlátur — lipur — öruggur Jafnvel aðdáendur BMW og Mercedes Benz reka upp stór augu þegar þeir f inna hve Honda Accord er hljóð- látur, lipur, þýður og öruggur í akstri. Ströngustu gæðakröfur hvers ökumanns eru uppfylltar. Honda býður einnig upp á sérhannaða sjálfskiptingu (Hondamatic) með overdrive sem jafnast fyllilega á við 5 gíra beinskiptan kassa. Bifreiðin er með öllum fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ er á. Sérhönnuð framsæti. — Sætaáklæði og klæðning í stíl. ENN ER HONDA FETI FRAMAR Áætlað verð 3. janúar 1980: 3ja dyra um kr. 5,2 millj. 4ra dyra um kr. 5.4 millj. Þeir sem eiga pantaða bfla, vinsamlegast hafið sam- band við umboðið sem fyrst. Æcord HONDA HON DA MOTOR OQ. LTD. TOKYQ JA PA N HONDA — umboðið á ís/andi Suður/andsbraut 20 sími 38772

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.