Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 21. janúar 1980. A * '* «'*V. t *S|1 V' Þá er Hótel Borg orðin fimmtug og á samkvæmt almanakinu að vera komin á slæma aldurinn. Þetta frægasta kátinuhús Reykjavikur heldur enn öllum sinum virðuleik frá tímum Jóhannesar Jósefssonar og hátiðarhalda vegna þúsund ára afmælis Alþingis, þess húss, sem fyrir utan Dómkirkjuna stendur i nábýli við hótelið og ekki til ósættis. Þannig takast himnariki, löggjafinn og gleðskapurinn i hendur um Austurvöll, og hafa gert i fimmtiu ár og engum til vansæmdar, og munu gera það enn um langa framtið. Og fari einhvern tima svo, að ekki þyki ástæða til að stunda hótelrekstur á Borginni á einfaldlega að fara að dæmi Frakka, sem vilja helzt sinna stjórnarstörfum i hótelum, og gera Borgina að ráðhúsi eða ráðuneytisbyggingu. Annað eins hefur nú skeð i heiminum. neöanmals Hver kynslöö Reykjavlkur á slnar minningar frá kvöldum á Borginni. Þar hafa tízkustefnur i tónlist fariö um hlaö, ein á eftir annarri. Þar hefur veriö dansaöur charleston, þegar konum var áskipaö aö klæöa af sér br jóstin, vera drengjalegar niöur um sig og ganga meö langar og sverar perhifestar, helzt þaö sterkar aö þær gætu snaraösvo sem eins og einn gir- affa. Og þar hefur veriö dansaö refabrokk af hjartans lyst, þ.e. foxtrott, tangóar svo brakaöi I lærliöunum og valsar, allt I gyllta salnum, sem Siguröur Gislason, núverandi hótelstjóri, hefur látiö endurbæta af mikilli sæmd. Nú dansar ungt fólk þar diskó, og leitar kynna alveg eins og afarnir og ömmurnar geröu og siöan feöur og mæöur undir öörum stjörnumerkjum. Tignargestir Þannig hefur lif hússins aldrei slokknaö allt frá vetrardögun- um 1930, þegar mikill undirbún- ingur var hafinn fyrir aö taka á móti erlendum tignargestum. Þeir hafa oröið margir um dag- ana. Fyrir utan dyr þessa húss var tekin ein siðasta myndin af Einari Benediktssyni áöur en hann flutti til Herdisarvikur. Og italski flugkappinn Balbó gisti á hótelinu nokkrar nætur fyrir striö, sem af varö fræg saga út af hótelsveini. Balbó var meö hökuskegg og hinn hermannleg- asti,oghaföi áorðiaðþaö þyrfti að koma ljóöum Einars Bene- diktssonar á itölsku. Stúlkurnar fengu fiöring um sig við aö sjá hann og fannst að þarna væri kominn elskhuginn sjálfur, en Italir voru litnir hýru auga I þeim efnum, þangað til einhver höfuöbeinagrúskarinn fann út að þeir væru lélegir til ásta. Greifi eða barón Og ekki vantaöi aö Eggert Stefánsson, söngvari, kæmi til að fá sér kaffi, stundum I fylgd meö Jóhannesi Kjarval, stund- um meö einhverjum öörum söngvavinum. Þaö var tekiö hofmannlega á móti slikum mönnum. Eggert hafði þannig vaxtarlag og persónu. Erlendis bar stundum viö, þegar hann birtist á dýrum vertshúsum, aö ekkert dugöi nema yfirþjónninn til aö sinna slikum höföings- manni. Hann gat nefnilega ver- iöútlendurgreifieöa barón. Um það vissi enginn. Otlitið benti hins vegar ótvirætt til aðals- ætta. Og svo, þegar búiö var aö beygja sig i keng og slá borö- þurrkunni fast á handlegginn, og greifinn var seztur, baö hann kannski aðeins um molakaffi.. En þaö geröu lika greifar oft á tiöum. Þegar Eggert var hér á landi var hann aðeins úr Suöur- götunni í augum fjöldans, maöur sem fór um útlönd eins og akur sinn og talaöi og söng til vegsemdar Islandi. En hann sat vertshús höföinglegar en aörir menn, lika Borgina. Og þegar hann átti blaöaviötöl viö DaviöStefánsson: „Ein saga er til af ljóöi þjóðskáldsins sem týndist á Borginni”. Tyrone Power: „Stúlkurnar stóöu I biöröö til aö sjá þetta fræga kvennagull”. „Ekki vantaöi aö Eggert Stefánsson söngvari, kæmi tii aö fá sér kaffi, stundum i fylgd meö Jóhannesi Kjarval”. Hún sópaði þeim saman til aö hafa nógu þrifalegt hjá þjóö- skáldinu og lét þau ganga sina leiö út I öskutunnu. Nú saknaöi skáldiö sinna pappira og var mikiö leitaö jafnvel Uti á ösku- haugum. Þeir fundust ekki, en seinna birtist ljóðiö um hina einu hvitu hind, sem ritstjórar þriggja blaöa mátu svo mikils, aö þegar þjóöskáldiö andaöist, birtu þeir án sammæla þetta ljóð I viröingarskyni viö hinn snjalla mann. Þetta ljóö er frá- ( bært aö allri gerö. „Langt inn I 1 skóginn leitar hindin særö byrjar þaö” en endar svona: En þú, sem veizt og þekkir allramein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnaö laufiö falla af hverri grein og fela þennan hvita skógar- draum. Er fuglar hef ja flug og morgun- söng og fagna þvl, aö ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu -dýr aö uppsprettunnar silfurtæru lind — öll, nema þessi, eina hvita hind. „Fari einhverntima s vo, aö ekki þyki ástæöa til aö stunda hótel- rekstur á Borginni á einfaldlega aö dæmi Frakka, sem vilja helst sinna stjórnarstörfum I hótel- um, gera Borgina aö ráöhúsi eöa ráöuneytisbyggingu”, segir Indriöi G. Þorsteinsson, rithöf- undur i neöanmálsgrein sinni. Og þaö er eins og maöur heyri rödd þjóöskáldsins. Hætt að éta túlipana Til alveg sérstakra gléö- skaparmála má telja þegar menn á borð viö Tyrone Power gistu borgina. Þá var jitter- bug-timi og stúlkurvanar þvi aö tuskast á dansgólfinu. Þær stóöu I biöröö til aö sjá þetta fræga kvennagull i ljósa ryk- frakkanum meö beltiö hnýtt koma eöafara frá Borginni. Svo haföi hann flogið Dakota-vélinni sinni sjálfur hingaö. En þá voru flugkapteinar teknir viö af rútu- bflstjórum um atlæti. Og þaö var einhverntima skömmu eftir komu Ty’s, aö einn föngulegasti bissnissmaður landsins sat á Borginni og át túlipana. Þegar hann fór aö hneggja, sótti Jó- hannes Borgarbóndi beizli og lagði á heröar hans og teymdi hann út. Enn sitja bissniss-menn á Borginni. En þeir eru hættir aö éta túlipana enda hefur bisniss-llfiö fölnaö. Þeir koma þar aöeins ádaginn.Unga fólkiö á sem fyrr Borgina þegar fer aö kvölda. Stundum rekast verka- lýösforingjar niður i anddyriö meö axlaböndin lafandi milli þess sem þeir eru aö mynda rikisstjórnir. En lifiö heldur áfram þrátt fyrir nokkrar uppá- komur bæöi utan og innan veggja Borgarinnar. Komi fimmtíu ár, komi hundraö ár, þá stendur þetta hús. Og_ á næsta stórafmæli hennar veröur unga fólkiö kannski hætt diskó og fariö aö dansa saman aö nýju. Fylgi þaö hinsvegar Wegener-kenningunni veröur herrann á Borginni en daman á Sögu. En það breytir engu. Borgin veröur um sinn i dansin- um, eins oghún hefur veriö frá upphafi tíka I kaffinu og smuröa brauöinu og hinum keimmiklu súpum. IGÞ Corriera della Sera, stóö nafn hans aldrei svo á slöum blaös- ins, aö ekki væri minnzt á Gari- baldi i sömu andránni. Sli"ka virðingu báru Italir fyrir þess- um höföingsmanni. Eggert hvil- ir nú I Schio. Kritlk á afburðamennN Eftir langa og mikla bindindiskvöl og stútadrykkju fréttist einndag,aöbúiö væri aö opna bar á Borginni. Það var á þeim árum, þegar viö vorum ung og boröuöum, sum okkar, á Vega á Skólavöröustig. Þegar menn höföu matast áttu þeir auöveldan gang niöur Bakara- brekkuna og i gegnum sundiö hjá BSR. Barinn var aðeins lítíl kompa I horni inn af gyllta saln um. Kannski var hann haföur svona litill til að bindindisfólkiö færi ekki aö halda aö viö ætluöum okkur aö stunda stór- drykkjur. Seinna var barinn stækkaöur. Og kæmi upp brennivinsrosti hastaöi árvakur barþjónninn á viöstadda. Leifur Haraldsson var oft meö I hópn- um frá Vega. Hann var allra manna kátastur á þeim stund- um ogfórgjarnan ifararbroddi. Viö matarfélagar Leifs vildum aö honum liöi vel I þessum Borgarferöum. Oöru hverju varö hann kritlskur, ýmist við skáld og afburöamenn, eða þá aðhann varö ókritiskur viö kon- ur. Hvorttveggja bar likan árangur. En hann orti betur en flestir aörir og geta engir bögu- bósar bætt þar um. Seinna frétt- um viö af honum, aö hann heföi vakiö einn flokksformann upp um miöja nótt og tilkynnt hon- um aö hann gæti ekki sofiö I tveimur flokkum. Þannig var Leifur. Hin hvita lind Meöan þessu fór fram i sölum Borgar sat k^nnski þjóðskáldiö að noröan uppi á herbergi viö aö vinna úr uppköstum aö nýjum ljóöum. Og ein saga er til af ljóði þjóöskáldsins sem týndist á Borginni. Seinna varö þessi týnsla eflaust aö einhverju fallegastaljóði.sem þaöorti, og er þó erfitt aö ákveöa stíkt, svo mörg voru þau frábær. Davíö Stefánsson haföi sem sagt veriö aö yrkja langan ljóöabálk um dýrin f skóginum. Þaö kom ljón og það kom fill og þaö kom tigrfsdýr. Allt var þetta 1 upp- kasti einn morgun, þegar hon- um var gengiö út sér til hressingar. Þá kom þjónustu- stúlkan til aö taka til. Og þegar hún sá rissið á boröinu hélt hún aö um ónýt blöö væri aö ræöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.