Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 23
VtSIR Mánudagur 21. ianúar 1980. Umsjón Sigurveig Jónsdótt- ir Sjónvarp kl. 21.40: HRESS HAG- FRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM Hagfræöingurinn umdeildi, Milton Friedman sem hlaut Nóbelsverölaun I hagfræöi 1976, setur fram skoöanir sinar í sjón- varpinu I kvöld. Þegar Friedman ætlaöi aö halda heföbundna ræöu verö- launahafa i Stokkhólmi eftir verölaunaafhendinguna var efnt til mótmælaaögeröa þar. Þótti ýmsum hugmyndir hans komnar af hinu illa og aö hann hossaöi röngum aöilum Friedman er eftir sem dður ófeiminn viö aö taka stórt upp i sig og þykir hann skemmtilegur kappræðumaður. Fréttamaöur frá sænska sjón- varpinu ræöir viö verölaunahaf- ann og er i viðtalinu komiö inn á ýmis viökvæm mál. —SJ Þessi mynd var tekin af banda- riska hagfræðingnum Milton Friedman þegar honum haföi verið tflkynnt um Nóbelsverð- launin. Hann sagðist þá vera ánægöur meö það en liti ekki á verðlaunin sem hápunkt ferils sfns. Útvaru kl. 22.35: „ALUR EIGA FULI- KOMNASTA HLJðDFÆRD” „Ég held þvi fram, að manns- röddin sé fullkomnasta hljóöfæri sem til er og þetta hljóöfæri eiga allir”, sagöi Pdll H. Jónsson rit- höfundur og fyrrum söngkennari aðLaugum, en hann flytur erindi um söngkennslu og tónmenningu I útvarpinu i kvöld. Páll hyggst færa rök fyrir þvi að söngkennsla i barnaskólum sé grundvallaratriöi I allri tónmennt þjóöarinnar. öll börn, sem geti lært aö tala, geti lært aö syngja. ,,Þaö er visindalega sannaö er- lendis aö ef börn læra söng nógu ung, gengur þeim betur að læra allt annaö. Þaö hefur þroskandi áhrif á hæfileika þeirra á öörum sviðum líka”, sagði Páll. Hann teluraö sifellt breikki hér álandibilið milli þeirra, sem ekki læri neitt og þeirra, sem leggja verulega stund á tónmennt. „Tónmenning verður þannig skrautfjöður i hatti þjóðarinnar, en nær ekki niður til hennar. En án lággróöurs þrifst enginn há- gróður, það er lögmál náttúrunn- ar. Hver einasti maöur er I snert- ingu viö einhvers konar söng allt sitt lif. Þaö er sungið viö vöggu barnsins og þaö er sungiö yfir gröfum allra og þess á milli kemst fólk i' snertingu viö alls konar söng. Þegar tekiö er tillit til þess þroskandi möguleika sem söngurinn gefur ætti ekki aö láta þetta hljóöfæri liggja ónotaö”. Páll sagöi að yfirleitt vantaöi mikiö á að grundvallarkennslu i tónmennt sé gerð nægilega góö skil, og sérstaklega mætti auka tilsögn 6-7 ára nemenda grunn- skólanna. —SJ útvarp Mánudagur 21. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa Leikin létt- klassisklög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan: „Gat- an" eftir Ivar l.o-Johansson Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (19). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 TiUcynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Sin- fónluhljómsveit Islands leikur undir stjórn Pdls P. Pálssonar „Sólnætti” for- leik eftir Skúla Halldórsson / Anabel Brieff, Josef Marx, Lorin Bernsohn og Robert Conant leika .Sónötu fyrir flautu, óbó, selló og sembal eftir ElliotCarter / Mstislav Rostropovitsj og Parisar- hljómsveitin leika Sellókon- sert eftir Henri Dutilleux: Serge Baudo stj. 17.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Heyrirðu þaö, Palli?" eftir Kaare Zakariassen Aöur útv. I april 1977. Þýöandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Helga Bachmann. Leikend- ur: Stefán Jónsson, Jó- hanna Noröfjörö, Randver Þorláksson, Karl Guö- mundsson, Jóhanna Kristin Jónsdóttir, Arni Benedikts- son, Skúli Helgason og Ey- þór Arnalds. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk Stjórnendur: Jórunn Siguröardóttir og Arni Guö- mundsson. 20.40 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon tslandus" eftir Daviö Stefánsson frá Fagraskógi 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Söngkennsla og tón- menning Pdll H. Jónsson rithöfundur flytur erindi. 23.00 „Verkin sýna merkin" Þáttur um klassiska tónlist I umsjá Ketils Ingólfssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 21. janúar 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Múmin-álfarnir Sjötti þáttur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiöur Steindórsdóttir. 20.40 íþróttirUmsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.15 Bærinn okkar. Fyrsta myndin i flokki sex sjálf- stæðra, breskra sjónvarps- leikrita, sem byggö eru á smásögum eftir Charles Lee. Maöur kemur til bæjarinstil aö lagfærahöfn- ina. 21. 40 Milton Friedman situr fyrir svörum. Milton Friedman hlaut Nóbels- verölaun i hagfræöi áriö 1976. Hann þykir bæöi orö- heppinn og fyndinn í kapp- ræöum, en ekki eru allir á eitt sáttir um kenningar hans. 1 þessum sænska viö- talsþætti ber meöal annars á góma afskipti hans af Chiie, framtiö Evrópu og vaxandi þrótt Asiuþjóða. Þýöendur Bogi Arnar Finn- bogason og Bolli Bollason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö) 22.20 Dagskrárlok Þegap Svíar skemmta slálfum sér Hin ágæta afmælisdagskrá sænska sjónvarpSins kom mjög þægilega á óvart. Að visu hefur aðeins fyrri hluti hennar verið sýndur, þegar þetta er skrifað. Engu að siður sést á honum, að Sviar búa aö óvenjulegum styrk i menningarlegum efnum og hafa mannafla til að viöhalda honum. Það er einungis, að fólk kann að hafa á tilf inningunni, að þessi hlið menningarmála þeirra sé ekki ætluð til útflutn- ings. Hér i þessum þáttum hefur stundum verið fjallað um þá einhæfni f samskiptum, sem okkur virðistáskapaðaðbúa við I kynnum okkar af Svfum. Fara þar saman nokkur meinhægnis- viöhorf gagnvart skuldbinding- um okkar i samfélagi Vestur- landa, og mjög einhliða inn- flutningur á því sem almennt er kallaö menningarefni, hvaö sem það nú þýðir. Þegar svo kemur á daginn, að jafnvel ein sjón- varpsdagskrá vegna afmælis hefur engan keim af þvi tvennu, sem við höfum aðallega kynnst frá sænskrihendi.ogþar erekki spurt svo mikiö sem einnar þjóöfélagsspurningar, hljóta menn að taka ofan hattinn og hneigja sig fyrir þeirri Svfþjóð sem kemur i ljós, en við höfum ekki þekkt nema að sáralitlu leyti. Vitað er að skáld á borð við Strindberg, Moberg, og Martin- son, svo einhver séu nefnd, að ó- gleymdum Fröding og þeirri vfsnagerð og visnasöng, sem hefur þróast og ræktast upp i þjóðarlist siðan á dögum Bell- mans, hafa haft mikil áhrif hér á landi. Einkum var þetta áber- andi á fyrstu þremur tugum aldarinnar, þegar menn vildu gjarnan falla i það far að yrkja líkt og Dan Anderson væri þar á ferð. Vindurinn söng í skógar- ásnum, sem hér heima varð að sögn i mýri og^mó. En á sfðari áratugum virðist þessi inngróna hefð, sem kom svo greinilega I Ijós í afmælisdagskránni, alls ekki ætluö til útflutnings nema fyrir slys. Við eigum sjálf eflaust nokkra sök á þessu. Hún felst þá einna helst i þvi, aö það fólk héðan, sem leitast við að miðla okkur af sænskri menningu, hefur kos- iö sér að andlegum félögum einhverja þá, sem a.m.k. áttu ekki fulltrúa i téöri afmælisdag- skrá og er þaö bæði viliandi fyrir almenning og slæmt tilaf- spurnar. Téö dagskrá viröist ennfremur benda á annað, sem viröist vera sameiginlegt með öðrum, og það er, aö þjóöir virð- ast ciga sér eins konar innri menningarverðmæti og menn- ingarvenjur, sem lftið ber á ut- an landssteina. Að hinu leytinu eru þær svo til meö aö taka þátt f eins konar alþjóölegri menn- ingarhyggju, þar sem flest er rótlaust og án hefðar og telst helst tU brautarstöðvalistar. Þar sveima m.a. flestir þeir listamenn, sem ná IltUli eða engri fótfestu I heimalöndum sinum. Fyrir utan þessa al- þjóðahyggju geta svo skyldir þjóðahópar ástundaö eins konar hópsamneyti á listasviðum. Manni detta I hug nöfn eins og Biskops Arno ogHasselby, þ.e. norræn list sérstaklega. Hin stórbrotna sænska afmælisdag- skrá var ekki norræn list sprott- in upp af málfundum, heldur sænsk menning. Þetta er hollt fyrir okkur ts- lendinga aö hafa I huga, nú þeg- ar sænskur menningarandi hefur svifið um hlustir okkar. Hin alþjóölega menningar- stefna cr kaldur bústaður list- um, en um leið og minnst er á Dan Anderson, þá vitum viö hvaðan hann er kominn. Okkur þykir vænt um hann og um leið þaö fólk, sem ól hann af sér. Mann á brautarstöð vitum viö hins vegar ekkert um nema hann sýni vegabréfiö. Og þar skilur einmitt á milli. Annars vegarer pólitikin um alþjóölega list og hins vegar menningar- arfleifð, sem samfélögin, stór og smá, rækta með sér og sigta til heimanota. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.