Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 8
8 vísnt Mánudagur 21. janúar 1980. Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina AAichaelsdóttir, Katrín Pálsdóftir, Páll AAagnússon, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersscn. Utlil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. II innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglýsmgar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtí 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Skapa varnirnar árásarhættu? Um nokkurt skeið hefur það verið uppáhaldskenning svokall- aðra herstöðvaandstæðinga gegn dvöl bandaríska varnarliðsins hér á landi, að af dvöl þess hér leiði meiri hættu á sovéskri árás á landið en ef hér væri ekkert varnarlið. Talsmenn kenningarinnar hafa að vísu ekki rökstutt hana neitt nánar, og má því kannski segja, að svo lengi sem þeir gera það ekki þurfi aðrir ekki mikið um hana að rökræða. En þar sem henni er nú haldið svo mjög á lofti í baráttunni fyrir brott- rekstri varnarliðsins úr landinu — og hún virðist fullnægja rök- færsluþörf þeirra u.þ.b. 20% þjóðarinnar, sem vilja, að landið sé varnarlaust— er ekki úr vegi að skoða hana nokkru nánar. Er það rétt, að meiri líkur séu á sovéskri árás á (sland, ef hér er bandarískt varnarlið heldur en væru, ef hér væri ekkert varnar- lið? Er ekki eðlilegt að spyrja í framhaldi af þessari spurningu: Hvort hafa Sovétríkin til þessa fremur beitt hervaldi sínu gegn þjóðum, sem notið hafa her- verndar Bandaríkjanna, eða gegn þjóðum, sem ekki hafa verið í varnarsambandi við Bandaríkin? Nú er það uppáhaldskenning herstöðvaandstæðinga hér á landi I baráttu þeirra gegn dvöl bandariska varnarliðsins, að af henni leiöi meiri hættu á sovéskri árás á landið en ef hér væri ekkert varnarlið. Stenst þessi kenning? Hvað kallaði t.d. árás Sovétrikjanna yfir Afganistan? Skoðum söguna. Ekki voru Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, með bandariskt varnarlið til að ögra Sovétmönnum, þegar þeir lögðu þau undir sig og innlimuðu þau í Sovétrikin. Þetta voru hlut- laus smáríki, svo til varnarlaus. Ekki var bandarískur her innan landamæra Austur- Evrópulandanna, Ungverja- lands, Póllands, Búlgaríu, Austur-Þýskalands og Tékkó- slóvakíu, þegar Sovétmenn her- tóku þau eftir síðari heimsstyrj- öldina og komu þar á fót lepp- stjórnum sínum. Og ekki voru bandarískir hermenn i Ungverja- landi 1956 eða í Tékkóslóvakíu 1968, þegar Rauði herinn sovéski réðst inn í þessi lönd til þess að bæla þar niður tilraunir lands- manna til að brjóta af sér ein- ræðisf jötrana. Ekki hefur verið bandarískur her í þeim Afríkuríkjum, þar sem Sovétmenn hafa seilst til valda á undanförnum árum, ýmist milliðalaust eða fyrir milligöngu annarra, t.d. Kúbu- manna. Þessi fórnarlömb Sovét- kommúnismans í Afríkú hafa f lest eða öll siglt undir fána hlut- leysins, sem okkur er sagt, að við þurf um að taka upp til þess að fá að lifa i friði og öryggi. Ekki þurftu Sovétríkin að ráðast með sinn volduga her inn í Afganistan til þess að stökkva þaðan á brott herliði Bandaríkja- manna. Afganistan hafði líka lýst sig hlutlaust, var ekki í nokkru sambandi við Bandaríkin og varnarlaust að heita mátti. Á sama tíma og Sovétríkin hafa þannig söisað undir sig hvert hlutlausa ríkið á fætur öðru, hafa þau hins vegar ekki lagt í þau ríki, sem hafa verið í varnarsambandi við Bandarík- in. Hér er Suður-Víetnam þó mikilsverð undantekning, reyndar mjög sérstæð. Þannig er mest öll reynsla síðustu áratuga gjörsamlega andstæð þeirri kenningu, sem nú er meginuppi- staðan í málflutningi herstöðva- andstæðinga hér á íslandi. Það eru ekki þær þjóðir, er hafa við- búnað til varna í löndum sínum í samvinnu við Bandaríkjamenn, sem helst eiga á hættu árásir Sovétríkjanna. Þvert á móti er það fyrst og fremst saklaust hlutleysið, sem f reistar þeirra til áhættulítilla landvinninga. Nýtt lastelgnamat riKisins: Hlunnlndi eru ekki melin sem skyldl Verðmæt hlunnindi jarða I sveitum, svo sem laxveiöiár, hafa ekki veriö metin sem skyldi hjá Fasteignamati rfkis- ins á siðustu árum. Ekkert endurmat á sllkum hlunnindum hefur farið fram i heilan áratug eða frá árinu' 1970, en á þvi timabili hafa margar ár veriö ræktaðar upp og orðiö margfalt verðmeiri en áöur var. Þetta kom meöal annars fram er Fasteignamat rikisins kynnti starfsemi sina og starfsaðferðir fyrir fjölmiðlum á dögunum. Eigendur fasteigna eru þessa dagana að fá i hendur til- kynningar um nýtt fasteigna- mat frá stofnuninni, en það gildir frá 1. desember siðast- liðnum. Munu tilkynninga- seðlarnir fylgja skattframtölun- um. 1 lögum frá 1976 kveður á um að Fasteignastofnuninni sé skylt aö framreikna mat fast- eigna árlega til samræmis við breytingar á fasteigna- markaðnum. Þd er enn mikið ósamræmi i mati fasteigna san metnar voru fyrir 1977, en þá tóku lögin gildi og nýmetinna eigna. Verður þessi mats- skekkja ekkilagfærð nema með endurskoðun allra eldri fast- eigna. Það er þvi von Fast- eignamats rikisins að til- kynningar um nýtt mat komist betur til skila nú en undanfarin ár, þar sem miklum fjármunum hefur verið varið til aö leiðrétta eigendaskrána á siðastliðnu ári. Þeir sem kynnu aö fá til- kynningarseðla um fasteignir sem þeir ekki eiga eru beðnir að skrifa athugasemdir þar að lút- andi á bakhlið seðilsins og endursenda hannsiðan til Fast- eignamatsins. Að gefnu tilefni er bent á að sveitarfélögum er ekki heimilt aö leggja fasteignaskatta á eignir sem ekki eru á f asteigna- skrá og ættu þvi þeir aðilar sem fá tilkynningu frá sveitarfélagi sinu en ekki Fasteignamati rikisins að leita upplýsinga um hvort viðkomandi fasteign sé skráð á FasteignaskráÆinnig er fasteignaeigendum tekinn vari við að rugla saman til- kynningarseölum stofnunarinn- ar um matsupphæðir og álagningarseðlum fasteignar- gjalda sveitarfélaganna. Hækkun fasteignamats frá siðasta árifylgir þeirri almennu reglu að íbúðarhús á höfuð- borgarsvæðinu hækka um 60%, aðrar.fasteignir þar með taldar lóðir á sama svæði hækka um 55% ogallrar tegundir f asteigna í öðrum landshlutum hadcka um 50%. Lóðir eru nú orðnar mun verðmætari og verður reynt að Frá fundi forráöamanna Fasteignamatsins meö fulltrúum fjölmiðla. færa það til samræmis við breyttaraöstæður, einkum léleg iðnaðarsvæði sem orðin eru að mikilvægum verslunarsvæðum. Hefur Fasteignamatið fylgst reglulega með þróun söluverðs fasteigna og kom i ljós að óhóf- ■ leg þensla var á söluverði ibúða í Reykjavik og Kópavogi, og hafði verð meðalibúða frá því i júli-september hækkað um rúm 70% frá sama tima árið á und- an. Hvernig er metið? Fasteignamatið fer þannig fram i grófum dráttum að Ibúöin er metin efnislega og er þettaaðallega gert með stuðlum sem svo síðan er reynt að að- laga að markaðinum. Er gang- verðið (söluverðið) hlutfalls- lega hærra á litlum ibúðum en stórum. A matið að liggja 7% undir gangverði frá þvi að mat- ið er gert. Talaö er um gott mat ef að liklegt söluverð miðaö við staðgreiðslu liggi innan við 10% frá söluverði. Fasteignamatið hækkar ekki jafnt byggingar- vísitölunni, en fylgir henni og á vissum ti'mabilum fer matið oft yfir hana. Á fundinum kom einnig fram að tugir ef ekki hundruð húsa; aðallega á Stór-Reykjavikur- svæðinu, hafa ekki enn komist i fasteignamatsskrána sem getur þá aðeins einfaldlega þýtt að Reykjavfkurborg og önnur sveitarfélög tapi stórum fjár- upphæðum i fasteignagjöldum. —HS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.