Vísir - 23.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 23.01.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Miövikudagur 23. janúar 1980 HROLLUR TEITUR AGGI Er hann ekki sniöugur? Hvaö ertu aö dansa? Þaö er kailaö 'MIKKI Er ein- angrunin i lagi? Ég sagöi: er ein- angrunin i lagi? Ég lét hljóöeinangra húsiö mitt. Varstu ekki bara plataöur. Ég sá þig bæra var- irnan saqöiröu eitthvaö? Ég heyri ekkert i þér, varstu aö segja eitthvaö? Nei, hann var ekki plataöurV. © Buus 10-21 verðlaunaafhendlng fyrir Jólagetraun Vísis: HLJOMFLUTN Nú eru þeir, sem hlutu fimm hæstu vinningana i Jóla- getraun Vísis búnir að taka út vinningana sína. Vinningarnir, sem allir eru frá versluninni FACO, eru sem kunnugt er mjög glæsilegir og samtals að verðmæti nærri ellefu hundruð þúsund krónur. Þeir heppnu sem hlutu fimm hæstu vinningana sóttu verðlaun sín i FACO í gær og á mánudaginn og voru blaðamenn frá Vísi og Gunnar Gunnarsson, verslunar- stjóri hljómdeildar, viðstaddir. Fyrstu verðlaunum pakkaft niöur I kassa. Fjölskylda Magnúsar Rjarnasonar tók viö verölaununum fyrir hans hönd, en hann er á sjónum. öftust stendur Ebba Gunnlaugsdóttir, eiginkona Magnúsar, þá Grétar, Jóhann og Óli Þór Magnússynir. Lengst tii vinstri stendur Gunnar Gunnarsson, verslunarstjóri hijóm- deildar FACO. Visismynd: BG Engin hljómflutningstæki á heimilinu Magnús Bjarnason frá Kefla- vik, sem vann fyrstu verðlaunin, glæsilega stereó-hljómflutnings- samstæðu að verðmæti 490 þús- und krónur, var á sjónum og gat þvi ekki tekið á móti tækjunum sinum sjálfur. 1 hans stað kom kona hans, Ebba Gunnlaugsdóttir og synir þeirra, Grétar 9 ára, Jó- mæti 149 þúsund krónur. ,,Ég hótaði með sjálfum mér þvi að segja upp blaðinu ef ég fengi ekki vinning, ætlaði að at- huga hvort það bæri ekki til- ætlaðan árangur. Og það gerði það svo sannarlega. Þessi getraun var skemmtileg þvi maður varð að liggja dálitið yfir henni. Það er ekkert sniðugt, þegar lausnirnar liggja um of i augum uppi. Þessi vinningur kom sér mjög vel fyrir mig þvi mig vantaði ein- mitt svona tæki. Ég ætla að sjá hvort mér takist ekki að krækja i fyrstu verðlaunin um næstu jól”, sagði Lárus Astbjörnsson. Ætla ekki aö taka allt út í einu Jóhanna S. Sigurðardóttir hlaut fjórða vinning, fataúttekt i FACO fyrir hundrað þúsund krónur. ,,Ég ætla ekki að taka út fyrir alla upphæðina i einu heldur fá innleggsnótu fyrir afganginum. Þetta er svo mikil upphæð”. Jóhanna sem er 13 ára gömul, mátti nú helst ekki vera aö þvi að tala við okkur lengur og fór að máta gallabuxur. Fjölskyldan leysti get- raunina i sameiningu Sigurborg ólafsdóttir hlaut fimmta vinning, fataúttekt i FACO fyrir 75 þúsund krónur. ,,Það var ekki siður sonur minn sem leysti gátuna en ég, en lausnin var send inn á minu nafni. Annars má segja að fjölskyldan hafi leyst þetta i sameiningu. Ég veit ekki almennilega hvað ég á að kaupa þvi ég kaupi svo sjaldan föt á sjálfa mig. Ég ætla að velta málinu vei fyrir mér". Vitjiö vinninganna! Um leið og Visir óskar vinn- ingshöfunum til hamingju, þá vilj- um við itreka við þá, sem unnu plötur og boli að hafa sem fyrst samband viö ritstjórn Visis i sima 86611. __ATA Björn Hilmarsson afgreiöslumaöur i FACO afhendir Lárusi Ast- björnssyni feröaútvarps- og kasettutæki. Lárus hlaut þriöja vinning. Vfsismynd: GVA Jóhanna S. Siguröardóttir, skoöar blússu. Hún hlaut fjóröu verðiaun, fataúttekt fyrir hundraö þúsund krónur. Vfsismynd: GVA Liija Jónsdóttir, afgreiöslumaöur, sýnir Sigurborgu óiafsdóttur úr- vaiiö. Sigurborg hlaut 5. verölaun, fataúttekt fyrir 75 þúsund krónur. Visismynd: BG vlsm Miövikudagur 23. janúar 1980 hann 13 ára og Óli Þór, 16 ára. ,,Ætli það verði hvort sem er ekki strákarnir, sem koma til með að nota tækin mest”, sagði Ebba. Magnús er á loðnuveiðum, en við náðum tali af honum i sima. ,,Þessi vinningur kemur sér mjög vel þvi það eru engin hljóm- flutningstæki á heimilinu. Reynd- ar gaf ég elsta stráknum minum gömul tæki en þau eru vist komin á siðasta snúning. Ég var mikið að huga um að kaupa „græjur ”, en fjárráðin eru ekki of mikil enda erum við ný bú- in að koma okkur upp húsi. Ég keypti ekki Visi reglulega, en þarna fyrir jólin var loðnu- veiðibann og ég var þvi i landi og allar getraunir voru kærkomin dægradvöl. Svo likaði mér það vel við blaðið að ég hef keypt það siðan. Nú, eftir að ég fékk þennan vinning, hætti ég náttúrulega alls ekki að kaupa blaðið”, sagði Magnús Bjarnason. Ekkert erfið getraun Þórarinn Guðjónsson er tólf ára gamall og hann hlaut annan vinninginn, JVC ferðaútvarps- og kasettutæki að verðmæti 179 þús- und krónur. „Getraunin var ekkert erfið — allavega ekki mjög. Ég á ekkert kasettutæki og heldur ekkert út- varpstæki og ég er ánægður að vinna þetta. Tækið er lika svo stórt og glæsilegt”. Hótunin bar tilætlaðan árangur Lárus Astbjörnsson hlaut þriðja vinning, JVC ferðaút- varps- og kasettutæki að verð- 13 FOT FYRIR Þórarinn Guöjónsson meö feröaútvarps- og kasettutækiö góöa. Hann hlaut önnur verölaun. Vísismynd: BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.