Vísir - 23.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 23.01.1980, Blaðsíða 24
Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: , 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Enn er búist viö stormi á Aust- fjaröamiðum og Suðaustur- miðum. Klukkan sex var 982 mb. lægö yfir Skotlandi, en 1040 mb. hæð yfir Grænlandi. Frost verður viðast 4-6 stig á láglendi. Suðvesturland og Faxaflói: NA6-7 á miðum, víðast hægari til landsins. Léttskýjað. Breiöafjörður:NA 5-6 og siöar 6-7, skýjað með köflum. Vestfirðir:NA 3-5 og siðar 5-6, skýjað. Norðurland og Norðaustur- land:N eða NA 5-7 á miðum en viðast hægari til landsins. Éljaveöur. Austfirðir: N 7-9, éljaveöur. SUðausturland: N 5-7, létt- skýjað, en 7-9 á miöum. ooo veðpið hér og har Klukkan sex i morgun: Akureyrialskýjað +5, Bergen alskýjað3, Helsinkiþokumóöa h-7, Osló snjókoma 4-3, Reykjavik léttskýjað 4-4, Stokkhólmur snjókoma 0, Þórshöfn slydda 2. Klukkan 18 I gær: Aþena heiðrikt 9, Berlin skýj- að 2, Feneyjarsúld 5, Frank- furtskýjað 4, Nuuk léttskýjað 4-1, Luxemburgskýjað 2, Las Palmas léttskýjað 20, Mall- orca heiörikt 12, Paris skúrir 5, Róm rigning 11, Vin skaf- renningur 4-1. LOKI SEGIR „Andvigur utanþing- stjórn” segir Svavar Gests- son eftir að stjórnarmyndun- artilraun hans mistókst. Þetta sama hafa fleiri stjórn- málaforingjar ságt. Þessir herrar, sem sýnt hafa það mánuðum saman.að þeir geta ekki myndað stjórn, eru sem sagt lika á móti þvi að aðrir taki við stjórninni. Kannski þeir séu lika orönir sann- færðið um, að best sé að land- iö sé án stjórnar? Um 800 Siglflrðingar skrlfa stlórn Síldarverksmlðja rikisins: Mótmæia harðlega loft- og sjávarmengun í bænum Um 800 Siglfirðingar hafa sent stjórn Síldarverksmiðja ríkisins undirskrifta- skjal þar sem mótmælt er mikilli loft- og sjávarmengun, sem þeir segja vera frá fiskimjölsverksmiðjum fyrirtækisins á Siglufirði. Skora Siglfirðingarnir jafnframt á stjórn Síldarverksmiðjanna að hefja þegar undirbúning að því, að komið verði upp fullkomnum hreinsibúnaði á verk- smiðjurnar. Að sögn Kristjáns Möllers, eins forsvarsmanna undir- skriftasöfnunarinnar, hefur mengunin frá verksmiðjum S.R. sjaldan verið meiri en á síöustu loðnuvertið, bæði vegna þess að hráefnið var orðið gamalt og nýjum reykháfum hafði ekki verið komið fyrir á þaki stærstu verksmiðjunnar, sem gengur undir nafninu ,,SR 46”. Kristján sagði, að á dögunum hefðu reykháfarnir verið settir upp, en sú ráð- stöfun dygði skammt, og myndi aðeins minnka mengunina i næsta nágrenni verksmiðj- unnar. 1 þes s u s ambandi hefði i bréfi til stjórnar sildarverk- smiðjanna verið bent á álit Heilbrigðiseftirlits rikisins frá þvi I mai 1976. Auk undirskriftalistanna, þar sem tæpur helmingur bæjarbúa mótmælti mengun loðnuverksmiðjanna, hafa stjórn Sildar ver ks miðjanna verið send mótmæli skóla- nefndar Grunnskóla Siglu- fjarðar, en einnig hafa heil- br igðis nefnd og bæjarstjórn Siglufjarðar margitrekað mót- mæli sin vegna mengunar- innar. 1 bréfi, sem stjórn sildar- verksmiðjanna var sent með undirskriftalistunum er auk loft- og s jávarmengunar frá verksmiðjunum fjallaö um sóðaskap á lóö verksmiðjanna, sem forsvarsmenn undir- skriftasöfnunarinnar telja til stórskammar. Þá segir i bréfinu, að ekki sé forráðamönnum undirskrifta- söfnunarinnar kunnugt um, að verksmiðjurnar á Siglufirði hafi starfsleyfi frá Heilbrigðis- eftirliti rikisins. Nánar seglr irá Dessu máll I Vlsl á morgun Sandgerðls- málið er enn óuppiýst Rannsóknarlögreglan stendur enn ráðþrota gagnvart póstrán- inu I Sandgerði i byrjun ársins og virðist engin ákveðin slóð i málinu, sem hægt er að fylgja. Unnið var af miklu kappi að rannsókninni i byr jun og nokkrir yfirheyrðir en það bar ekki árangur. Fyrra póstránið i Sandgerði er sömuleiðis óupp- lýst, en það var framið fyrir lið- lega einu ári. — SG vegleg verölaun Það var ánægt fólk, sem sótti verðlaunin sin i Jólagetraun Vis- is nú i vikunni, enda voru verð- launin ekki af verri endanum. Fimm efstu vinningarnir voru hljómflutningstæki og föt, og auk þess voru tiu smærri vinningar, hljómplötur og haskólabolir. 1 opnu blaösins eru viðtöl við vinningshafa.og myndir. Sjábls. 16-17 i Flsklðjan I Keflavlk: Fær starfs- leyfi I dag ,,Ég reikna með að það verði I dag” sagði Magnús Magnússon heilbrigðisraðherra þegar hann var spurður hvenær Fiskiðjan I Keflavik fengi starfsleyfi. Magnús kvaðst hafa fengið starfsumsókn frá Fiskiðjunni ásamt áætlun um mengunar- ‘ varnir. Meðmæli frá heilbrigðis- nefndum Keflavikur og Njarð- vikur væru á leiðinni og þvi væri sér ekkert að vanbúnaði að sam- þykkja starfsleyfið. Það gilti út þessa loðnuvertið, en siðan yrði að sjá til hvernig um- bótum miðaði áður en annað yrði ákveðið. Hilmar Haraldsson hjá Fisk- iðjunni Keflavik sagði i samtali við Visi. að þeir gerðu sér vonir um að geta opnað 10,—15. febrú- ar. Þrjátiu til fjörtiu manns myndu þá vinna við fyrirtækið. — JM Gufumökkur stlgur upp af stærstu verksmiöju Sildarverksmiðja rikisins á Siglufirði, SR 46. Siglfirðing- ar telja að þarna verði aö koma upp fullkomnum hreinsibúnaði. Vlsismynd: KM, Siglufirði. Dregiö um verölaun Björn Stefánsson, Háholti 23, Keflavik, hlaut fyrstu verðlaun I Verðlaunamyndagátu Visis, 100 þúsund krónur. Dregið var úr innkomnum lausnum I gær, en alls voru veitt þrenn verölaun. önnur verðlaun, 50 þúsund krónur, hlaut Kristin Johansen, Laugarásvegi 46, Reykjavlk, og þriðju verðlaun, 30 þúsund krónur, hlaut Asa Valdimars- dóttir, Stekkjarholti 18, Akra- nesi. Rétt lausn myndagátunnar var svohljóðandi: „Lands vors prúðu pólitlkusar og verðbólgudraugur þeirra munu áfram leika listir sinar á þjóðmálasviðinu á næsta ári.” Dregið um verðlaunin I mynda- gátu VIsis. Katrin Pálsdóttir, blaöamaður, dregur úr um- slagabunkanum. mynd: BG. HAFA FORSKRIFT RD EIGIN- LEIKUM KVENFRAMBJÓSANDA „Tilgangurinn með þessu hjá okkur er að reyna að eyða for- dómum um, að konur séu ekki hæfar til að gegna æðstu embætt- um þjóðfélagsins ” sagði Erla Guðmundsdóttir i samtali við VIsi I morgun, en Erla er I for- setakjörsnefnd Samtaka kvenna á framabraut. Samtök kvenna á framabraut hafa ákveðið að beita sér fyrir sameiningu kvennasamtaka i þeim tilgangi að konur i landinu sameinist um einn kvenfram- bjóðanda til forsetakjörs. „Það hafa engin nöfn verið nefnd sérstaklega, en við höfum gert okkur hugmynd um hvers konar kvenmann við vildum fá sem frambjóðanda: Hún þarf að vera milli fimmtugs og sextugs, vera alúð- leg I framkomu, hafa einhverja málakunnáttu, hafa góða þekk- ingu á landi og þjóð, að vera þekkt eða vel kunn á einhverju sviði, að vera eðlisgreind, geta komiðfram opinberlega, má ekki vera pólitisk, en má vera ein- hleyp. Viö álitum að margar konur geti komið til greina, sem hafa til að bera þessa eiginleika. Aðalatriðið er að athuga hvort konur geti nú ekki sameinast við að koma konu i framboð.” Forsetakjörsnefnd SKFR hef- ur samið leiöbeiningarbréf um fyrirhugaða sameiningu um frambjóðanda, sem sent verður til þeirra kvennasamtaka, sem þess óska. — ATA fyrlr myndagátuna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.