Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 6
„TOFMHENDUR" HJALPR HOODLE Sá knattspyrnumaöur i Eng- landi sem mesta athygli hefur vakiö á þessu keppnistimabili, er ánefa Tottenham leikmaöur- inn Glenn Hoddle. Þessi leik- maöur, sem Tottenham vildi selja fyrir einu ári, en enginn kaupandi fékkst þá aö, hefur I orösins fyllstu merkingu blómstraö á leikvellinum i vetur. Þegar Argentínumennirnir Ardiles og Villa voru keyptir Tottenham i London i fyrra, var Glenn Hoddle sá leikmanna „Spurs”, sem hvaö ákafast mótmælti þvi,. Haföi hann þá sjálfur veriö i mikilli lægö i langan tima, og taldi aö Argentinumennirnir heföu veriö keyptir sér til höfuös. Fór allt úr skoröum hjá honum viö þetta andstreymi. Var hann settur út Ur aöalliöinu og átti um tima i miklum brös- um meö sæti i varaliöi Totten- ham. Var Argentlnumönnunum kennt um, hvernig komiö var fyrir honum, en einnig voru meiðsli hans talin skipta nokkru máli. Núhefur aftur á móti komiö i ljós, að það voru meiöslin, sem voru höfuöorösökin en ekki hei msm eistar a rni r frá Argentinu. Meiðslin voru þó ekki alvarlegri en þaö, aö aðal- iþróttalæknir Tottenham, Mike Varney, kom ekki auga á þau, og þvi af og frá aö hann gæti læknaó þau. Hoddle var oröin svo miöur sin vegna alls þessa, aö for- eldrar hans tóku málið að sér. Kölluöu þau hann heim og sendu hann á fund konu að nafni Eileen Drewery, sem á litla og heldur óvistlega krá á einni af úthverfum Lundúna. Kona þessi er sögö hafa lækningamátt i höndunum, og það er þvi henni aö þakka aö Hoddle er nú fil- hraustur og aldrei verið betri i knattspyrnunni. Geta ekki útskýrt þetta „Hann átti við smámeiösl aö striða, en aðalvandamál hans varaðsálrænum toga spunniö”, sagöi frú Drewery i viðtali nýlega. ,,Þaö læknuöum viö meö þvi aö ræöa málin opin- skátt, en meiöslin læknaði ég á minn máta. Ég legg hönd mina á þann staö, þar sem meiðslin eru, held henni þar i 10 til 20 minútur, og einbeiti huga mi'n- um” segir frúin. „Ég get ekki útskýrt þaö, en ég viröist hafa einhvern yfirnáttúrulegan kraft i höndunum, sem hafa læknað fólk, ogGlenn Hoddle er einn af þeim”. ,,Ég get ekki útskýrt þetta, en eitt er vi'st, aö Glenn trúir á mátt þessarar konu, og hún hefur hjálpað honum hvaö eftir annaö, þegar ég hef ekki getaö meir”, segir Mike Varney, iþróttalæknir Tottenham. „Hann hefur þá heimsótt hana, og hvaö eftir annaö hefur hann komiö fullfriskur til baka daginn eftir. Sum af þessum meiöslum hafa verið þannig, aö viö töldum útilokaö, aö hann gæti leikið næsta laugardag, en aöeins einu sinni hefur þaö gerst, aö hann hafi ekki verið búinn aö násér itæka tlðeftir að hafa heimsótt frúna”. „Frú Drewery hefur verið vinkona móöur minnar i mörg ár. Ég haföi oft heyrt hana tala um þennan yfirnáttúrulega eiginleika aö geta læknað fólk með þvi að snerta þaö. Ég lagöi engan trúnaö á slikt fyrr en ég reyndi þaðsjálfur. Hún er i min- um augum betrien allir læknar, sálfræðingar og öll þeirra meðul”. segir Hoddle sjálfur. tbl. 1. árg. 29 janúar 1980 Hrísgrjón Popp Sjónvarpið Kvikmyndir Eg er víst algjört nauf4 (Forsíðuviðtai) Legið á hleri Villa og Ardiles hans bestu vinir „Hún hefur lika gefiö mér ákveðiö öryggi. Hún fékk mig til dæmis til aö sjá þaö og viöur- kenna, aö koma þeirra Ardiles og Villa til Tottenham væri mér og félaginu fyrir bestu. Ég notaöi tækifæriö, þegarmér gekk illa, til aö koma sökinni yfir á þá. Þaö sáu allir nema ég sjálfur. Þeir eru nú minir bestu vinir hjá Tottenham og án þeirra væri hvorki ég né aörir félagar minir þaö sem viö erum i dag. Argenti'na varö ekki heimsmeistari á heppni — heldur vegna getu manna eins og þeirra”. Eftir aö fruin lagöi hendur sinar á Hoddle og hann sættist við sig sjálfan og alla aöra, hefúr aUt gengiö honum i haginn i knattspyrnunni. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Búlgariu á Wembley leik- vanginum i London fyrir nokkru, og áttu menn ekki til orö yfir ágæti hans eftir þann leik. Var hann talinn best.i maðurinn á vellinum i leiknum, og hann skoraði m.a. annaö markiö I 2:0 sigri Englands. Hjá Tottenham er hann stóra stjarnan, og sá leikmaöur sem heldur öllu gangandi utan vallar sem innan. Er hann sagöur hrókur alls fagnaðar i' öllum ferðum, enda er honum nú öörum fremur eignaöur sá gúöl liösandi sem er hjá Tottenham. Þakka forráöamenn Tottenham þaö öðrum framar einni konu—kráareigandanum meö töf rahendurnar, Eileen Drewery.... — klp — Turninn á Sjómannaskólanum Glen Hoddle hefur átt mikilli velgengni aö fagna á knattspyrnuvell- inum I vetur, bæöi meö enska landsliöinu og Tottenham. Og ef iila gengur hjá Tottenhamog markvöröur liösins meiöist hieypur hann i skaröiö, enda iiötækur markvöröur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.