Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 24. janúar 1980 S Nýja jarðstðöin Kemst í gagníð í fedrúar: i Tæknllega mðguiegt I að taka vlð slón- I varpsefni beint frá I olymplulelKunum „verOur alltof dýrt” segir sjónvarpiö 1 I Mikið hefur verið rætt um það að undan- förnu, hvort möguleikar skapist til móttöku á beinum sjónvarpssendingum hérlendis, þegar jarðstöðin við tJlfarsfell verður tekin i notkun i april. í þvi sambandi hafa menn kannski öðru fremur haft i huga ólympiuleikana i Moskvu á sumri komanda. Tæknilega séð skapar jarðstöðin möguleika til slikrar móttöku, en ýmsar kringumstæður virðast munu valda þvi, að íslendingar verða ekki aðnjótandi beinna útsendinga frá ólympiuleikunum. Visir leitaði skýringa á þessum kringum- stæðum hjá þeim aðilum sem hér koma við sögu. Hönnunargalli i gervi- hnetti „Astæöan fyrir þvi aö jarö- stööin nýtist ekki sem skyldi fyrst i staö er sú, aö hönnunar- galli kom fram i þeim gervi- hnetti sem beina átti stöðinni aö, þannig aö viö veröum aö notast viö annan hnött fyrst um sinn og sá býöur ekki upp á jafn- mikla möguleika i þessu sam- bandi”, sagöi Gústav Arnar, yfirverkfræöingur pósts og sima. Gústav sagöi aö fyrrnefnda hnettinum heföi átt að skjóta upp i lok siðasta árs, en vegna gallanna veröur aö fresta þvi fram i ágúst eöa september á þessu ári. Þangað til veröum viö aö nota hnött, sem upphaflega var ætlaöur til simasambanda fyrir stóru löndin. — Er þá enginn möguleiki fyrir Islendinga til aö ná beinni útsendingu frá ólympiuleikun- um? L John Kostibas, starfsmaöur ITT, prófar móttöku- og senditæki jarö- stöövarinnar. Jón Þóroddur Jónsson, verkfræöingur, yfirmaöur jaröstöövarinnar fyrir framan stööina. „Þetta veröur sent upp til gervihnatta frá Sovétrikjunum og slöan er möguleiki fyrir öll lönd, sem nota þessa hnetti, aö taka viö efninu. Tveir af þeim þremur hnöttum sem hér um ræöir hafa þegar veriö teknir á leigu vegna ólympiuleikanna, en þaö eru þeir hnettir sem við notum ekki. Spurningin er sú hvort þriöji hnötturinn sem er sá sem viö notum, verði einnig tekinn á leigu fyrir efni frá ólympiuleikunum og viö gætum á einhvern hátt komið inn I þá mynd. Viö þetta vandamál bætist reyndar einnig sú staöreynd aö Rússar hafa einungis tvær jarð- stöövar sem geta sent þetta efni og þar sem báöar hafa þegar verið pantaöar, yröum viö aö hafa þriöja landiö sem milliliö”. Hefur sjónvarpið eng- an áhuga? „Nú skilst mér aö Vestur- Þýskaland fái efni frá ólymplu- leikunum I gegnum jarösam- band frá Moskvu og tæknilega séö er ekkert þvi til fyrirstöðu aö fá þaö efni sent I gegnum okkar hnött frá V-Þýskalandi. Viö hjá pósti og sima höfum satt aö segja ekkert kannaö þessi mál nánar vegna þess að okkur var gefið I skyn, aö sjón- varpiö myndi af ýmsum ástæöum ekki hafa áhuga á þessu”. Kostnaðurinn alltof mikill? „Þegar talaö er um aö tækni- legur möguleiki sé á þvi að ná þessu efni frá Moskvu mega menn ekki gleyma kostnaöin- um, sem er hátt uppi i skýjun- um”, sagöi Höröur Frimanns- son yfirverkfræöingur hjá sjón- varpinu. — Hefur sjónvarpiö yfir aö ráöa þeim tæknibúnaöi sem þarf til aö taka á móti þeim sendingum sem hér um ræðir? „Þaö er ekki fariö aö panta neitt af okkar búnaöi ennþá og það verður ekki gert fyrr en viö vitum hvort viö náum sam- komulagi viö póst og sima um notkun á jaröstööinni og þaö verö sem viö borgum fyrir hana”. — Hver yröi kostnaöurinn viö aö sjónvarpa beint frá ólympiu- leikunum? „Stóra máliö 1 þessu öllu er, aö þaö eru engin regluleg sjón- varpsprógrömm sem fara I gegnum þann hnött sem viö veröum aö nota fyrst um sinn. Loftnetsskermur jaröstöövarinnar viö Glfarsfell. Tekur hann á móti sjónvarpssendingum frá Moskvu I sumar? Vísismyndir: BG Þetta þýöir aö viö þyrftum aö borga einir sendinguna upp I hnöttinn og þaö yröi svo ókristi- lega dýrt aö viö heföum engin efni á þvl. 1 þvi tilfelli að viö fengjum ólympiuleikana senda frá V-Þýskalandi og þyrftum aö borga einir bæði „uppleiðina” og „niðurleiðina” I hnöttinn myndi kostnaðurinn verða um tvær milljónir fyrir hverja klukkustund. Þaö er hins vegar veikur möguleiki til þess, aö einstaka prógrömm frá ólympiuleikun- um fari i gegnum okkar hnött og þá er hugsanlegt aö við fengjum aðgang aö þeim. Þaö er verið aö athuga þessi mál fyrir okkur núna”. Jarðstöðin afhent i febrúar Jarðstööin viö Úlfarsfell er byggö samkvæmt samningi milli Stóra norræna ritsima- félagsins og islensku rikis- stjórnarinnar, sem gerður var i mars 1977. Stööin veröur afhent Póst- og simamálastofnuninni til reynslu og prófunar i febrúar og áætdaö er aö hún veröi tilbúin til notkunar I april. Grófleg áætlun um endanleg- an kostnað viö byggingu stöðvarinnar hljóöar upp á 25 milljónir danskar krónur eöa um 1850 milljónir Islenskar. Af byggingarkostnaöinum mun Stóra norræna ritsimafélagiö greiöa 3/8 hluta eöa um 10 milljónir danskar krónur miöaö Texti: PáD Magnússon blaöamaöur Myndir: Bragi Guömundsson, ljósmyndari við fyrrgreinda áætlun. Afgang- inn greiöir islenska rikiö. Samkvæmt samningnum, mun Stóra norræna ritsima- félagið taka þátt I rekstri stöövarinnar þangaö til i lok árs 1991, en þá mun islenska rikið yfirtaka eignarhlut fyrirtækis- ins. Gústav Agnar, yfirverkfræöing- ur pósts og sima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.