Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 24. janúar 1980 síminnerðóóll fí; | I Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norö^usturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. Veðurspá dagsins Yfir Bretlandseyjum er 990 mb. kyrrstæð lægð sem grynn- ist en 1035 mb. hæð yfir Græn- landi. Heldur fer hlýnandi, einkum austan lands. Suðvesturland og Faxaflói: NA kaldi eða stinningskaldi, víða léttskýjað. Breiðafjörður: NA stinnings- kaldi og skýjað, úrkomulaust að mestu. Vestfirðir: Allhvass NA og él, einkum norðan til. Norðurland og Norðaustur- land: Stinningskaldi og sums staðar allhvass NA, él. Austfirðir: NA stinningskaldi og él, einkum norðan til. Suðausturland: N og NA kaldi eða stinningskaldi, skyjað austan til en viða léttskýjað vestan til. ooo veðrið hér 09 par Klukkan sex i morgun: Akureyri slydda 1, Bergen skýjað 3, Helsinki snjókoma -=-11, Osló snjókoma -=-3, Reykjavik heiðrikt 0, Stokk- hólmur snjókoma -=-5, Þórs- höfn skúrir 4. Klukkan átján i gær: Aþenaskyjað 8, Berlinrigning 3, Chicago skýjað -=-1, Feneyj- ar þokumóöa 5, Frankfurt skúrir 4, Nuuk léttskýjað -^3, London skúrir 7, Luxemburg skurir 2, Las Palmas léttskýj- að 20, Mallorca skyjað 12, Parfs skýjað 5, Róm léttskýj- að 12, Malagaalskýjað 13, Vfn þokumóða 1, Winnipeg þoku- bakkar -=-21. Loki segir Svo virðist af viðtölum blaöa- manna við önund, eftir aö hann kom frá NTgeríu, aö hann sé heldur betur önugur. Ætli Nfgeriumenn hafi tekiö honum svona illa? Lok málflutnings í Guðmundar- og Gelrfinnsmálinu: TROBFULLUR RETTAR- SALUR HÆSTARÉTTAR Loft var þrungið spennu i troöfullum sal Hæstaréttar, er leiðað lokum málflutn- ings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og f jöldi manns beið fyrir utan réttarsal- inn. Fregnir um, að sakborningar ætluðu að taka til máls höfðu magnað áhuga fólks á málflutningnum. Eftir að verjendur höfðu lokið ræðum sinum tók rikis- saksóknari til máls og kvað verjendur hafa gert grein fyrir sinum sjónarmiðum af sikarp- leika. og að nokkru leyti snilli, en þó ekkisiður miklu hug- myndaflugi. Hann svaraði sfðan gagnrýni verjenda og sagði fá efnisatriði hafa verið færð fram til varnar. Mál þetta væri einsdæmi i íslenskri réttars'ögu og það væru 150 ár siðan menn á Islandi hefðu verið sakfelldir fyrir tvö manndráp. Seinast hefði það verið þegar Agnes og Friðrik voru fundin sek um dráp Natans og annars manns. Eftir svarræðu Þórðar Björnssonar, rikissaksókn- ara, fengu verjendur tækifæri tilstuttra athugasemda ogsak- borningum boðið að taka til máls. Fyrstur þeirra talaði Kristján Viðar. Hann lýsti sig saklausan af ákærum um manndráp og rangar sakar- giftir, en sér hefði verið hótað, þar á meðal með llfláti, ef hann játaði ekki á sig sakir. Sævar Marinó Ciesielski flutti stutta ræðu og sagði hvarf Guðmundar og Geirfinns vera sér ráðgátu. Hann taldi, að brotið hefði verið harkalega á sér i gæsluvarðhaldinu og i lok- in vitnaði hann i varnarræðu Sókratesar. Erla Bolladóttir var einnig viðstödd. Hún frábað sér myndatökur meðan hún ávarpaði réttinn, þar sem hún meðal annars sagði það ein- læga von sina, að sannleikurinn kæmi i ljós fyrr eða siðar. „Málið er tekið til dóms” sagði Björn Sveinbjörnsson, forseti Hæstaréttar og voru það siðustu orð i þessum ein- stæða málflutningi, sem hefur staðið siðan mánudaginn 14. janúar. Dóms er að vænta seinni hluta febrúar. Sjá bls. 2- 3. — SG Þaö þarf ekki glöggan mann til aö sjá hvaöan þessar yngismeyjar koma. Þaö stendur stimplaö á kinn. Þessi mynd var nefnilega tekin i M.H. stuttu áöur en þessar kátu businur voru leiddar upp á pall þar sem þær og þeirra likar voru látin sýna eldri nemum viröingu, ef ekki meö góöu þá meö illu. Hafa nú myndast tveir andstæöir hópar innan skólans i þessum málum, þeir sem vilja áfram heföbundnar at- hafnir og hinsvegar þeir sem telja aö of milu ofbeldi sé beitt I garö nýnema. Ríktu svo ákafar umræöur I þessum málum aö viö lá aö busarnir gleymdust. Visismynd: GVA Framsókn reiðu- búin í stefaníu? ,,Þá yröi Alþýöubandalagið I stjórnarandstööu og þaö yröi mikiö komiö undir þvi, hvernig sú stjórnarandstaöa starfaði, hvort þaö væri af ábyrgö eða hvort hún myndi leitast við aö spóla upp verkföll eins og áöur hefur skeð”. Þannig komst Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, að orði i morg- un, þegar Visir spurði hann álits á hugsanlegri samstjórn Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 1 gærkvöldi var endanlega gengið frá málamiðlunartillög- um Alþýðuflokksins og verða þær lagðar fyrir fulltrúa hinna flokkanna siðdegis i dag. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, fjármálaráðherra, ætti verð- bólgan að verða á bilinu 29-34% á þessu ári samkvæmt tillögun- um, en hann vildi ekki tjá sig um innihald þeirra að öðru leyti. Aðspurður um hversu langan tima Alþýðuflokkurinn hygðist gefa sér til þessara stjórnar- myndunartilrauna, sagði Sig- hvatur: „Svavar Gestsson gekk rösklega fram I sinni tilraun og notaði átta daga. Ég vonast til að við verðum eitthvað nálægt þvi”. Slfellt fleiri stjórnmálamenn gera þvi nú skóna, að eini raun- hæfi möguleikinn til myndunar me irihlutastjórnar sé sam- stjórn Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks, i daglegu tali „Stefania”. Óvist er hver yrði forsætisráðherra slikrar stjórnar, en menn telja ekki ólfklegt að það yrði Stein- grimur Hermannsson og til þess liggja einkum tvær ástæður: i fyrsta lagi var Framsóknar- flokkurinn ótviræður sigurveg- ari I siðustu kosningum, og i öðru lagi yrði auðveldara fyrir Framsóknarflokkinn að ganga ■til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn undir þeim kringum- stæðum. —P.M. Keisarinn og Frost í sjónvarpinu? - er I athugun. seglr Pélur Guötinnsson Sjónvarpið er að kanna hvort það getur fengið til sýningar hinn umtalaða samtalsþátt Irans- keisara og breska sjónvarps- mannsins David Frost að sögn Péturs Guðfinnssonar. Pétur sagði ennfremur að slikir þættir væru yfirleitt verðlagðir hærra en við hefðum efni á en lækkuðu þegar frá liði. Hann kvaðst ekki vita hvenær Islend- ingar fengju að sjá þáttinn ef af yrði, en bjóst við að það myndi verða á næstu vikum. — JM Spegfapjófur handteklnn Lögreglan handtók ungan mann á Háaleitisbraut i nótt og stóðu bllspeglar upp úr vösum hans. Maðurinn var færður á lög- reglustöðina og fundust á honum þrir bllspeglar sem hann er grunaður um að hafa losað af bllum á göngu sinni. Upphaf málsins var að lögregl- an fékk tilkynningu um að ungur maður væri að brjóta upp garð- hýsi I Austurbænum og fékkst nokkuð góð lýsing á honum. Lögreglumenn hófu þegar leit að manninum og fundu hann á gangi á Háaleitisbrautinni sem fyrr segir. — SG Hýtt llskveré I kvölfl: Sklptaveró hækkar 6-7% „Það byggist á þvl hvort alþingi verður búið að samþykkja tvö frumvörp sem búið er að "? leggja fram og eitt sem væntan- lega verður lagt fram I dag” sagði Arni Benediktsson, sem á sæti I Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins þegar Vlsir spurði hann. hvort nýtt fiskverð væri væntanlegt I dag. Búist er við 10-11% hækkun og 5% olíugjaldi, sem áður var 9%, þannig,að nettóhækkun yröi 6-7%. Árni sagði, aö ef frumvörpin tvö um aflatryggingasjóð og útflutn- ingsgjald yrðu samþykkt I dag, svo og frumvarp um oliugjald, yrði nýtt fiskverð tilbúið I kvöld. — JM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.