Vísir - 02.02.1980, Side 20

Vísir - 02.02.1980, Side 20
20 vísm Laugardagur 2. febrúar 1980 hœ krdkkar! Umsjún: Anna Brynjúlfsdóttir Týndi drengurinn Sigurbjörn saga eftir Sigrúnu Eddu Theódórsdóttur Tilkynning. Drengs saknað. Rétt fyrir hádegi í dag hvarf lítill fjögurra ára drengur, Sigurbjörn að nafni og kallaður Bjössi, af heimili sínu Suðurvangi í Hafnarfirði, og hefur hann ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit. Sigurbjörn litli var klæddur brúnum buxum, grárri peysu, bláum skóm og með rauða húfu. Þeir, sem kynnu að hafa orðið drengsins varir eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. Bjössa langaði að skoða sig um í nágrenninu, því að hann var nýfluttur. Hann vissi ekki, hvað það gat verið hættulegt að fara einn í svona ferðir. Hann fór í bæinn og skoðaði í búðarglugga, en varð brátt leiður á því. Honum datt þá í hug að f ara út í móana, sem voru rétt fyrir utan bæinn, en þó var þangað eins og hálfs tíma gangur. Sigurbjörn rölti af stað, og er hann var búinn að ganga í um það bil einn tíma þá var hann orð- inn dáldið þreyttur, enda var það ekki nema von. Hann var meðþá f lugu í kollinum að tína egghanda mömmu sinni, því hún var alltaf svo góð við Bjössa. En heima sat mamma hans og var þungbúin á svip. Sigurbjörn var kominn út í móana og var þar skokk- andi. Nú var hann orðinn svo þreyttur að hann varð að hvíla sig stundarkorn. Hann sat á þúfu og hvíldi sig þar. Ekki hafði hann fundið nein egg. Og ekki gat hann hvílt sig lengi, því að nú kom f iðrildi og settist næstum því á nef ið á Bjössa og hann þaut upp og var búinn að gleyma allri þreytu og elti fiðrildið og auðvitað tók fiðrildið á rás undan Sigurbirni, en hann elti. Þá snúum við okkur heim til Bjössa litla. Þar voru tveir strákar og þeir spurðu, hvort þeir mættu ekki hjálpa til við leitina og í sama bili renndi lögreglubíll í hlaðið og þeir sögðu, að ekkert hefði sést til Bjössa. Annar lögregluþjónninn spurði strákana, hvort þeir vildu ekki hjálpa við leitina, en þe«r ætluðu að taka að sér móasvæðið, einmitt þar sem Sigurbjörn litli var. Og auðvitað þáðu strákarnir það. Nú var Bjössi búinn að ná fiðrildinu og ákvað að geyma það handa mömmu sinni, því hér var engin egg að f inna og það var ekki nema von því að varptíminn var löngu búinn. Bjössi stakk fiðrildinu í vasann. Nú var hann kominn að breiðum læk og fylgdi honum í langan tíma. Og nú kom það versta, hann var orðinn syf jaður. Hann lagðist út áf og grét, því hann langaði svo til mömmu sinnar og hann grét sig í svef n og hann var búinn að týna nýju húfunni sinni. Og nú er f ra lögreglunni að segja, að hún var búin að finna húfuna. Og þeir urðu harla fegnir að finna eitthvað, sem þeir gætu farið eftir. Nú héldu þeir niður að á eins og Sigurbjörn hafði gert. Þeir fundu hann loks þar sem hann lá og steinsvaf.... Og strákarnir, sem höfðu farið með lögreglunni að leita, vöktu Sigurbjörn og hann varð heldur en ekki glaður, þegar hann vaknaði og sagði í stuttu máli af hverju hann hefði farið í þessa ferð. En allt í einu kom skuggi á svip hans, þegar hann kom auga á lögreglu- mennina og hann spurði: Ætliðþið með mig í fangelsið fyrir að vera svona lengi úti? En lögreglan sagði, að þeir ætluðu ekki að gera það. Mamma biður eftir þér heima, sögðu þeir. Nú bar lögregluþjónn Sigurbjörn alla leið að bíln- um og þeir óku allir heim til Sigurbjörns. Og þar urðu heldur en ekki fagnaðarf undir og Sigurbjörn lofaði að fara aldrei aftur í svona ferðir einn. Sigrún Edda Theódórsdóttir, 11 ára, Efstahjalla 9. Fram- \ halds- sagan 3: / Lóa, Guðrún og Tómas ákváðu einn daginn að halda tom- bólu. Agóðann ætluðu þau að láta renna til sjúkraheimilis, sem verið var að reisa i kaupstaðnum fyrir gamla fólkið. Þau héldu þvi af stað einn daginn hvert með sinn plastpoka. Þau byrjuðu að safna hlut- um i stóru blokkinni, þar sem þau áttu heima. Lóa Þau hringdu mörg- um dyrabjöllum og smátt og smátt fylltust pokarnir. Þau fengu kaffipakka, búðings- pakka, hrisgrjón, göm- ul föt, dúka, kerta- stjaka, blómavasa, bækur og blöð. Þetta var ægilega gaman. Næst fóru þau i húsin i kring. Og brátt fyllt- ust pokarnir alveg. Þegar þau komu heim voru þau mjög á- nægð með hvað þau höfðu fengið mikið af hlutum á tombóluna. Þau hreiðruðu um sig i barnavagna- og hjóla- geymslunni og skoðuðu munina. Næst ætluðu þau svo að skrifa miða og merkja alla hlutina og rúlla upp númera- miðunum. Þau ætluðu að halda tombóluna á næsta laugardegi, en fyrst þurfti að auglýsa hana i búðinni og i hús- unum i kring. Krakkarnir tóku saman hlutina og það var ákveðið að Guðrún skyldi geyma þá, þang- að til þau hittust næst. frh. Nýlega var (rá þviskýrt hér á slhunni, ahkomið væri sérstakt leikborð fyrir börn I Landsbankan- um.Núhefur veriö opnað sérstakt leiksvæði á Esjubergi, þar sem myndin hér aö ofan var tekin á dögunum. Þar géta mörg börn leikið sér á meðan foreldrar þeirra sinna öðrum erindum á Es ju- bergi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.