Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 2
Mánudagur 11. febrúar 1980. 2 Hvernig eyöir þú frístund- um þínum? Guðmundur Tómasson, ncmi: Bara til ýmissa tómstundaiðk- ,, ana. Aðallega nota ég þær i ljós- myndun og að skemmta mér á skiðum. Itut Agnar s dóttir, vinnur i banka: Ég eyði þeim i hannyrðir og sund. Haukur Þórisson, vinnur í frystihúsinu á Flateyri: Það er nú svo misjafnt. Ef það væri nú t.d. föstudagur þá myndi ég fara i Ríkið og fá mér eina flösku. Tómas H. Heiðarsson, nemi: Eg spreða honum i körfubolta og sjónvarpsgláp. Þorgerður Þráinsdóttir, nemi: Það eina sem ég ger: er að fara i bíó og glápa á sjónvarpið. — Að sjálfsögðu gerði það okkur erfitt fyrir að við vorum að semja við samsteypustjórn sem ekki var sammála inn- byrðis. Hins vegar held ég að það haf i nú verið ís- lendingarnir sjálfir sem höfðu stærstu vandamál- in vegna þessa ósam- komulags. Þetta ósam- komulag hafði sitt að segja fyrir viðræðurnar og ég held að það hafi valdið því/ að við kom- umst ekki lengra í átt að samkomulagi. Það er sjávarút-' vegsráðherra Noregs, Eyvind Bolle, sem segir þetta í einkaviðtali við Vísi. Hann segir enn- fremur að það hafi verið loðnuveiðarnar sem voru erfiðasti þröskuldurinn í viðræðunum. — Það voru loðn uveiða rna r sem virkilega sköpuðu okkur erf iðleika. Ég held að við hefum getað náð sam- komulagi um önnur atr- iði, segir Bolle. Eyvlnd Bolle s j á varútvegsráðherra Horegs: 1 þau sjö ár sem Eyvind Bolle hefur setiö sem sjávarútvegsráöherra Noregs hafa oft blásiö friskir vindar kringum hann. En hann er vanur höröum vindhviöum frá fiskimiöunum viö Lofoten og situr enn i ráðherras tóli, þr átt fyrir itrekaðar hr akspár. — Visismynd: Jón Einar. OSAMKOMULAG ISLENDING- ANNA VAR EKKI TIL HJALPAR Heföi maður getað sloppið við þessa erfiðleika ef viðræð- urnar hefðu farið fram fyrr? — Já ég tel það, segir Bolle. Aðspurður um hversvegna við- ræðurnar ekki hófust fyrr en loðnubátarnir voru nánast á miðunum, segir Bolle að Norð- menn hafi viljað biða og sjá hvað gerðist. — Það er og ástæða til að minna á að á þessum tima höfum við i mörg horn að lita. 1 fyrsta lagi var það friðunars væðið kringum Svalbarða, samnmgaviðræö- urnar við Sovétrikin vegna Barent-hafsins og loks samn- ingaviðræður við Efnahags- bandalagið vegna Norðursjáv- arins. Islendingar ætla nú að veiða meira loðnumagn en gert var ráð fyrir i haust. Hver eru við- brögð norskra stjórnvalda? — Eftir þeim niðurstöðum sem við höfum fengið bæði frá norskum og islenskum haf- fræðingum þykir okkur að ts- lendingar ætliaðtaka heldur of mikið, segir Bolle. Við erum hræddir um að einnig loðnan fái það hlutskipti að verða ofveidd. Vorir haffræðingar telja að besti timinn til að athuga stærð stofnsins sé i september og október. Þeir hafa ekki neina trú á að maður geti fengið rétta mynd af stærð loðnustofnsins nú um hávetur. Kom þessi aukna veiði þeim á óvart? — Nei, ekki get ég nú sagt það. Ef við litum á það magn sem var veitt i fyrra sumar og haust s jáum við að það var ekki svo mikið magn eftir ef maður ætlaði sér að halda sig við 650.000 tonn. Að loknum veiðun- um i haust voru 8000 tonn eftir til vetrarveiðanna, svo það lá i augum uppi að ef Islendingarn- ir ætluðu sér á loðnuveiðar myndu þeir yfirstiga áætlað heildar veiðimagn. Er loðnan íslensk? í bréfi islenskra stjórnvalda tilykkar stendur að loðnustofn- inn við Jan Mayen sé islenskur. Hvað vilt þú segja við þvi? — Við vitum að aðalhluti stofnsins er innan islensku efnahagslögsögunnar, segir Bolle. — Hins vegar hefur hluti þessa stofns einnig komið inn á Jan Mayen-svæðinu og við austurströnd Grænlands. Þessvegna þykir okkur rétt að lita á þennan stofn sem sam- eiginlegan loðnustofn Noregs og lslands. Hafa Islendingar gert væntanlegar viðræður erfiðari með þessu bréfi? — Nei, ég lit á þetta bréf sem svar við þvi bréfi sem við sendum Islendingunum, segir sjávarútvegsráðherrann. — Hins vegar held ég að maður hefði kannski getað séð þetta mál með meiri alvöru. Við höldum þvi fram að eftir haf- réttarlögunum höfum við rétt á 200 milna landhelgi við Jan Mayen. Það s em við er um úti eftir er sarnvinna við tslendinga um forsvaranlega veiði af loðn- unni, samhliða verndun stofns- ins. Það er skoðun min að slik samvinna myndi hafa stóra þýðingu fyrir ísland á komandi árum. Svona sem ástandið er i dag höfum við enga lagaheimild til að takmarka veiði annarra þjóða á Jan Mayen-svæðinu. Við höfum sagt að við séum tilbúnir til að koma til móts við tsland. Og enn á ný vil ég undir- strika að það sem við sækj- umst eftir er samvinna þess- arra tveggja þjóða. Ef við ætl- um okkur að takmarka veiðarnar verðum við að á- kveða heildarveiðimagnið i sameiningu, segir Bolle. ‘^jKí Jón Einar RL JMm Guöjónsson fréttaritari I Visis i Noregi I-----skrifar. t samkomulagi Noregs og Sovðtrikjanna, um veiðar i Barentshafi er ákvæði um sameiginlega embættismanna- nefnd. Þessi nefnd heldur fundi a.m.k. einu sinni á ári og tekur upp sameiginleg vandamál varðandi veiðarnar i Barents- hafi. Bolle segir að hann sé þvi fylgjandi að tsland og Noregur fái slika nefnd varðandi Jan Mayen. — Ef við tökum upp sam- vinnu um verndun fiskjarins á svæðingu tel ég að slik nefnd yrði til góðs, segir Bolle. — Við munum fá sameigin- leg landamæri og þá tel ég að það væri gott að hafa fasta nefnd þar sem við gætum ræðst við um sameiginleg vandamál. Reiknar meö hördum viöræöum Sem kunnugt er hafa norsk stjórnvöld viljað biða átekta með frekari samningaviðræð- ur þar til stjórnmálaástandið á tslandi fengi skýrari linur. — Að okkar mati er mjög mikil- vægtað koma af stað viðræðum við íslendinga. Það er ekkert höfuðatriði af okkar hálfu hvort ísland hefur þingstjórn eða utanþingstjórn. Það er mikilvægt að við fáum lausn á þessu máli áður en sumarveiðin byrjar. Annars fáum við Norðmenn stóra erfiðleika með að fastsetja veiðimagnið eins og við gerðum i fyrra. Býstu við hörðum viðræð- um? — Maður verður að reikna með þvi. tslendingarnir hafa ekki verið svo léttir hingað til. En komist viðræðurnar af stað þá hef ég nú trú á, að við kom- umst að samkomulagi, segir Bolle. Svo þú telur að þið náið sam- komulagi og að ekkert verði úr loðnustrfðinu sem blöðin spáðu i fyrra? — Ef maður hefði ekki trú á samkomulagi væri maður nú varla að eyða tima i samninga- viðræður! Loðnustrið — nei, ég get ekki imyndað mér að til þess komi, að það verði hægt að kalla þetta loðnustrið. Ein eins og ég tók fram áðan munum við lenda i erfiðleikum með að setja veiði- takmarkanir fyrir okkar báta ef við ekki höfum fært út i 200 milur. Niðurskurður á flotanum Þau tæplega sjö ár sem Eý- vind Bolle hefur verið sjávar- útvegsráðherra Noregs hafa verið mögur ár fyrir norskan fiskiðnað. — Þvi verður ekki neitað að efnahagsaíkoma sjómanna héf- ur versnað siðustu árin, segir Bolle. — Þetta stafar aðallega af tveim hlutum: Fyrir það fyrsta hefur framleiðslukostn- aður okkar verið hærri en i samkeppnislöndunum. En stærsta ástæðan er samt sem áður aflabresturinn, bæði i þorskveiðum og sildveiðum. Það eru jú þrir hlutir sem ákveða afkomu sjómanna: Aflamagnið, verðið sem þeir fá fyrir aflann og siðan kostnað- urinn á hinni endanlegu vöru. Við erum á erfiðu timabili og við verðum að taka mið af þvi. Við höfum of marga báta miðað við það veiðimagn sem við get- um tekið og þvi er ekki annað að gpra en að skera ..umframflot- ann” niður. Þessi niðurskurð- ur mun fyrst og fremst bitna á togurunum og hringnótaveiði- bátunum, segir sjávarútvegs- ráðherrann. óvægin gagnrýni Noregur fékk sina 200 milna landhelgi fyrir þrem árum, en útfærslan kom of seint. Gráðugir aflamenn voru þá búnir að taka svo mikið af ungþorski að aflabrestur var óhjákvæmilegur. Bolle segir og að það hafi stundum reynst erf- itt að fá sjómenn til að skilja friðunarráðstafanir stjórn- valda. — En með tið og tima skilja þeir þessar ráðstafanir. Núna mætum við meiri skiln- ingi meðal þeirra. Sjómennirn- ir hafa jú séð að það er fiskur- inn sem er lifgrundvöllur þeirra sjálfra. — Þú hefur fengið óvæga gagnrýni af sjómönnum og samtökum fiskiðnaðarins. Hef- ur gagnrýnin verið réttmæt? — Ég veit nú ekki hvort ég get sagt það. Gagnrýni hefur að- allega verið beitt gegn aflatak- mörkununum. Þeir meina að við höfum gengið of hart fram og hafa viljað að við gæfum þeim aukna efnahagslega hjálp þannig að hin efnahagslega út- koma þeirra versnaði ekki.' Viðhöfum litið svo á að þess- ar aðgerðir okkar muni þegar fram liða stundir gera sjávar- útveginn arðvænlegri og að hann verði atvinnugrein sem stendur á eigin fótum. Þetta þýðir ekki að við viljum ekki hjálpa fiskiðnaðinum i þeim erfiðleikum sem hann á i nú, en ekki svo mikið að við sitjum uppi með óarðbæran flota, það er bæði óhagkvæmt og óæski- legt, segir Bolle. Verndun loönunnar mikilvægust Telur þú að það hefði verið léttara að ná samningum um Jan Mayen ef staða sjávarút- vegsins á Islandi og i Noregi hefði verið betri? — Þvi er ekki að neita að góð- æri á öðrum miðum hefði getað létt andrúmsloftið, segir Bolle. Hann leggur samt áherslu á að inn i Jan Mayen-málið komi prinsipp sem Noregur verði að standa fast á. — Og það eru ekki bara prinsipp sem varða okkur Norðmenn heldur og tslend- inga. Við verðum að hugsa um framtiðina og vernda fiski- stofnana í hafinu. Það er það sem við höfum fyrst og fremst áhuga á, segir Eyvind Bolle að lokum. — íee

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.