Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 23
Listaverk frá miOöldum eru að finnast enn þann dag i dag i Japan. Mikil vinna er lögö I aö lagfæra þau. SJónvarp kl. 22i0: Ahrif Irá kristni í japanskri list Útvarp kl. 17.20: Svaðilför í loftbelg Framhaldsleikrit barna og unglinga, Andrée leiðangurinn eftir Lars Broling, er á dagskrá útvarps klukkan 17.20 i dag. Þetta er annar þáttur. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. 1 fyrsta þætti sagði frá undir- búningi leiðangurs Andrées. Hann ætlar sér að verða fyrstur manna til að komast á loftbelg á norðurheimskautið. Hann fer með fallbyssubáti sænska flotans norður til Svalbarða, en þar á sjálf loftbelgsferðin að hefjast. Skýli hafði verið reist fyrir loft- belginn árinu áður en lagt skyldi upp, en þegar að er komið hefur það skemmst. Það tefur ferðina, auk þess sem biða þarf eftir hag- stæðu veðri og vindum. Eftir mikla vinnu tekst þó að komast i loftið, en þá gerist örlagarikur atburður, sem á eftir að setja strik i reikninginn. Þýðandi leikritsins er Steinunn Bjarman. Leikritið segir frá svaðilför I loft- belg „Þetta er japönsk mynd, ágæt- lega gerð eins og þeirra er von og visa. Hún fjallar um evrópsk áhrif i japanskri list frá miðöld- um”, sagði Ingi Karl Jóhannes- son þýðandi myndarinnar Siö- leysingar að sunnan. Hún er á dagskrá sjónvarps klukkan 22.20 i kvöld. I myndinni kemur fram að mörg listaverkin hafa fundist i fórum gamalla ætta, en þau eru að koma fram enn þann dag i dag. Þau hafa mikið sögulegt gildi og mikil vinna er lögð i að lagfæra það sem skemmst hefur. Um aldamótin 1600 voru kaup- menn og trúboðar nokkuð tiðir ge'stir i Japan. 1 þeim gömlu japönsku verkum sem fundist hafa koma greinilega fram áhrif frá kristninni. Yfirvöld létu þessar heimsóknir að mestu af- skiptalausar fram til 1650, en þá einangraðist landið að nýju. Ráðamenn vantreystu þessum gestum og töldu þá undanfara ný- lenduherra og herja. — KP. útvarp Mánudagur 11. febrúar 14.30 Miðdegissagan: „Gatan” eftir Ivar Lo-Jo- hansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (28). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.00 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 16.20 Síödegistónleikar Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika „Stúlk- una og vindinn”, tónverk fyrir flautu og sembal eftir Pál P. Pálsson / Karl-Ove Mannberg og Sinfóniu- hljómsveitin i Gavle leika Fiölukonsert op. 18eftir Bo Linde, Rainer Miedel stj. 17.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Andrée-leiöang- urinn” eftir Lars Broling. Annar þáttur. Þýöndi: Steinunn Bjarman. Leik- stjóri: Þórhallur Sig- urösson. Leikendur: Jón Júllusson, Þorsteinn Gunn- arsson, Hákon Waage, Jón Gunnarsson, Hjalti Rögn- valdsson, Róbert Arn- finnsson, Flosi Ólafsson og Aðalsteinn Bergdal. 17.45 Barnalög, sungin og leikin. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. (8.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. »9.00 Fréttir. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál. Helgi Tryggvason fyrrum yfir- kennari flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Jón Haraldsson arkitekt talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk. Umsjónarmenn: Jór- unn Sigurðardóttir og Arni Guðmundsson. 20'00 Lög unga fólksins. ÁSta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon tslandus” eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn 0. Stephensen les (10). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma Lesari: Árni Kristjánsson (7). 22.40 Tækni og visindi. Davið Egilsson mannvirkja- jarðfræöingur talar um jarðvatnsrannsóknir viö uppistööulón. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar tslands >3.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp MÁNUDAGUR 11. febrúar 11)80 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglvsingar og dagskrá 20.30 Múminálfarnir. Tólfti þáttur Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. (Nordvision) 20.40 tþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.15 Ferðin til San Michele. Sænskt sjónva rpsleikri t efúr Ingrid Dahlberg. Leik- stjóri Johan Bergenstrahle^ Aðalhlutverk Toivo Pawlo, Jan Blomberg og Ingvar Kjellson Leikurinn gerist haustið 1947. Hinn frægi rit- höfundur Axel Munthe hefur búið i fjögur ár i Stokk- hólms-höll i boöi Gústafs konungs. Munthe var áður búsettur i' San Michele i Kapri. en hraktist þaðan er striðið braust út. Nú að lok- inni styrjöld hyggst hann halda til fyrri heimkynna. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.20 Siðlevsingjar að sunnan. Þegar spænskir og portúgalskir sæfarar fóru að sigla til Japans fyrr á öldum, hrifust margir Jap- anir af kristinni trú og menningu Vesturlanda Yfirv'öldum stóð hins vegar stuggur af vestrænni menn- ingu, reyndu að uppræta hana og beittu boðbera hennar hörðu. (Japönsk heimildamynd — „The Arts of the Southern Barbarians, Europe’s Influence on Jap- anese Culture’L.Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes- son. 22.50 Dagskrárlok Riklsstjórn Það vekur athygli, að I hinum nýja stjórnarsáttmála er sér- staklega tekið fram um menn- ingarmál. Maður á þvl ekki aö venjast, að stjórnmálamenn, sem eru önnum kafnir viö þá iöju að drýgja dáöir á sviöi veröbólgu og efnahagsmála, item stunda karp um kaup og kjör, hafi sérstakt orö á menn- ingunni. Þá hefur þaö gerst, sem má teljast til tiðinda, að Al- þýðubandalagiö fékk ekki menntamálaráðuneytið aö þessu sinni. Veit enginn hverju þetta sætir, en eins og kunnugt er hafa þeir lengstum haft menntamálaráðuneytiö þegar þeir taka þátt i stjórnarsam- starfi. Ingvar Gislason, mennta- málaráðherra, er þekktur aö þviað vilja vel I menningarmál- um. Og er þá átt við að hann hefur almennt séð enga fjendur við að fást i þeim efnum eins og þeir Alþýðubandalagsmenn, heldur byggir hann viðhorf sín á þvl að viðhalda þjóölegri reisn I menningarlegum efnum, og hlýtur það að koma illa viö ýmsa brjóstmylkinga kommún- ista, bæöi innan og utan menntamálaráðuneytisins. Ingvar Glslason mun hafa hugleitt um tlma aö halda út á braut sagnagerðar og gerast rithöfundur, en örlögin skipuöu honum á annan bekk. Langur timi er liðinn siðan hann lagöi fyrstu tilraunir til höfundskapar á hilluna og þangað til nú, að hann er orðinn menntamálaráö- herra. Engu að slöur munu rit- höfundar islenskir telja sig eiga i honum gamlan og gróinn vin, og var mál til komiö að þeir eignuðust slikan talsmann I sæti menntamálaráðherra. Ekki er meö þessu verið að spá þvl, aö Ingvar Glslason muni mismuna listgreinum I embætti. En það er gott fyrir listamenn að vita, að maður með meiri taugar til þeirra en almennt gerist er nú sestur I stól, sem alltaf hefur skipt listimar máli þótt hljótt hafi farið á stundum. Eflaust hefur Gunnar Thor- oddsen ráðið miklu um, að menningarmálin voru tekin sér- staklega fyrir I stjórnarsátt- mála. Hann man I þvi efni til afa síns, Jóns Thoroddsens, sem skrifaði fyrstu skáldsögurnar i upphafi endurreisnar I landinu. Var raunar búið að spá þvi, meðan á viðræðum stóð, að merkilegt mætti heita, yrði ekki gerð sérstök grein fyrir menn- ingarmálum nú, þegar horfur væru á rlkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Jafnvel Þjóöarbók hlöðu er getið I stjórnarsáttmái- anum, þeirri meira og minna gleymdu byggingu, sem alltaf var látin falla i skuggann fyrir pólitiskum æfingum I mennta- málaráðuneyti, jafnvel veitingu skólastjóraembættis I Grinda- vlk, svo eitthvað sé nefnt. Nú viröist vegur þessarar bygging- ar hafa vaxiö að nýju fyrir til- stilli Gunnars og er það vel. Skal og hafa I huga aö Þjóðarbók- hlaöa var sú gjöf helst, sem AI- þingi ákvað aö þjóðin gæfi sjálfri sér á ellefu alda afmæli byggðarinnar, þótt seint og fast hafi reynst að reiöa gjöfina af hendi. Hér skal ekki lagður dómur á aðra þætti stjórnarsáttmálans. Ekki skal taka það sem vott um þröngsýni. En hitt sýnist mönn- um aö þar séu mörg vafaatriði og óljós, og er ekki vert að gagn- rýna þau svo mjög fyrr en á reynir. Aftur á móti er áhersla sem lögð er á menningarmálin, hin lofverðasta, einkum vegna þess að aörar stjórnir hafa talið menningarmálin Iltils virði og nánast verslunarvöru um völd og mannviröingar, jafnvel þótt þeirra kunni að hafa verið getið að einhverju i eldri sáttmálum. Sé Gunnari Thoroddsen al- vara með aö valda umtali og þoka þeim út úr vitahring til- skipana rauöliða, þá er alveg vist að framsóknarmenn gátu ekki fengið honum betri menntamálaráðherra til þeirra starfa en Ingvar Gislason. Þess- vegna ættu menningarmenn að hugleiða, að þótt þeim sumum hverjum þyki sem stjórnar- myndunin hafi verið meö óllk- indum, virðist sem einum þætti hennar hafi verið bjargað, og það ekki litilsverðum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.