Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 12
VÍSJR Mánudagur 11. febrúar 1980. Auglýsing um oðolskoðun bifreiða i lögsagnarumdœmi Reykjavíkur i febrúarmónuði 1980 Þriðjudagur 12. febrúar R-1 til R-400 Miövikudagur 13. febrúar R-401 til R-800 Fimmtudagur 14. febrúar R-801 til R-1200 Föstudagur^ 15. febrúar R-1201 til R-1600 Mánudagur 18. febrúar R-1601 til R-2000 Þriðjudagur 19. febrúar R-2001 til R-2400 Miðvikudagur 20. febrúar R-2401 til R-2800 Fimmtudagur 21. febrúar R-2801 til R-3200 Föstudagur 22. febrúar R-3201 til R-3600 Mánudagur 25 febrúar R-3601 til R-4000 Þr iðjudagur 26. febrúar R-4001 til R-4400 Miðvikudagur 27. febrúar R-4401 til R-4800 Fimmtudagur 28. febrúar R-4801 til R-5200 Föstudagur 29. febrúar R-5201 til R-5600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínartil Bif reiðaeftirlits ríkisins, BíldshöfðaS og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Viðskoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskfrteini. Sýna ber skilríki f yrir því að bif reiðaskattur sé greiddur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mann- flutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sér- stakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 5. febrúar 1980. Sigurjón Sigurðsson. OFFSETPRENTARI ÓSKAST Félagsprentsmiðjan hf. óskar eftir offset- prentara til starfa, hið fyrsta. Umsóknir sendist til: Grafiska Sveinafélagsins, Oðinsgötu 7, 101 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. Félagsprentsmiðjan hf. Spitalastig 10, Rvik B.Í.K.R. gengst fyrir ísaksturskeppni og íscrossi á Leirtjörn við úlfarsfell, sunnudaqinn 17. febrúar og hefst ísakstur kl. 2 en íscross um kl. 3. Okkur vantar starfsmenn, gefið ykkur fram á miðvikudaginn milli kl. 20 og 22 á skrifstof- unni. Skráning keppenda er hafin. ISAKSTURSNEFND. Sölvi Bjarnason BA 65 við bryggju á Akranesi. (Ljósmyndir. Björn Pétursson). Nýr skultogari af stokkunum á Akranesi Sl. föstudag var hleypt af stokkunum nýju fiskiskipi hjá Þorgeiri & Ellert hf. á Akranesi, og er það skuttogskip til veiða með botn- og flotvörpu, en jafn- framt er það útbúið til veiða með nót. Skipið er 404.5 brúttó- rúmlestir. Eigandi skipsins er Tálkni hf. i Tálknafirði en aðalhluthafar I þvl fyrirtæki eru Arsæll Egils- son skipstjóri og Bjarni Andrés- son framkvæmdastjóri. Skipið á að leggja upp afla hjá frystihús- unum I Tálknafirði og á Bildu- dal. Jóhanna Guðmundsdóttir eiginkona Arsæls Egilssonar gaf skipinu nafnið Sölvi Bjarna- son BA 65. Farmrými er fyrir u.þ.b. 200 tonn af Isuðum fiski I kössum eða 750 tonn af loðnu. Mest lengd skipsins er tæpir 47 metrar, en breidd 9 metrar. Nýting brennsluefnis athuguð. Aðalvél skipsins er af gerðinni WICHMANN, sem er útbúin fyrir svartoliu auk venjulegrar dieselollu. Vistarverur eru hitaðar með miöstöðvarkerfi frá kælikerfi aðalvélar. í skip- inu eru tvær CUMMINS ljósa- vélar. Við vélar skipsins verða tengdir haggæslureiknar til að sjá hversu vel brennsluefni nýt- ist og finna hagkvæmustu eld- sneytisnotkun á notkunarein- ingu eða álag hverju sinni. Framan við aöalvélina er 1200 ha aflúttak með háþrýstivökva- dælum til að knýja vindu-, hliðarskrúfu- og kraftblakka- kerfi skipsins. Vindur og fiski- dæla eru framleiddar af RAPP- HYDEMA A/S og fyrir tog- vindur er RAPP-AUTOTRAL stjórnkerfi. Kraftblökk og færslublökk eru af TRIPLEX gerð. A skipinu eru tveir kranar af gerðunum THRIGE-TITAN og FASSI. Hliöarskrúfur, gerð SCHOTTEL,eru bæði að aftan og framan, 280 hö hvor. Stýriö er BECKER blöðkustýri og Tenfjord stýrisvél. Fiskilestar eru einangraöur og kældar og til að framleiða Is um borð eru tvær sjávarisvélar gerð SEAFARER, sem hvor um sig framleiðir 6,5 tonn af Is á sólar- hring. Isinn er fluttur með snigl- um frá Isvélum i lestar. Fullkominn tækja- búnaður. Helstu fjarskipta-, siglinga- og fiskileitartæki eru sem hér segir, VHF og SSB SAILOR tal- stöðvar, SIMRAD SONAR-SQ asdik, ATLAS 780 fisksjá, ATLAS 870 höfuðlinumælir, 2 stk. ATLAS, 2 milna radarar með vixlara, SSB KODEN K540 miðunarstöð, SIMRAD SKIPPER L-77 örbylgjumið- unarstöð, 2 stk. SIMRAD LORAN C með skrifara og tölvureikni, SIMRAD NF veður- kortamóttakari, ANSCHUTZ sjálfstýring og gyroáttaviti. Ennfremur eru um borð sjó- hitamælir, vegmælir, vind- hraðamælir, Iskastari o.fl. eins og tlðkast I nýsmíðuðum skip- um. Ibúðir eru fyrir 16 menn I eins tveggja manna klefum. Skipið er teiknað af Benedikt E. ; Guömundssyni, skipaverkfræö- ingi hjá Þorgeir & Ellert hf. og að öllu leyti hannað og byggt af starfsmönnum fyrir'tækisins. Hjá Þorgeiri & Ellert hf. vinna nú 140 menn. Hið nýja skip ber um 750 tonn af loðnu ZSi Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 4. ársf jórðung 1979 sé hann ekki greiddur í sið- asta lagi 15. febrúar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.