Vísir - 20.02.1980, Síða 8

Vísir - 20.02.1980, Síða 8
vism Miðvikudagur 20. febrúar 1980 c=r utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Guómundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrln Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 línur. Prentun Blaöaprent h/f. RMINSÆII ÖRY0RISMUUM Afdráttarlaus yfirlýsing Ólafs Jóhannessonar utanrikisráð- herra um það, að núverandi rikisstjórn muni fylgja sömu stefnu og fylgt hefur verið undanfarin ár að því er varðar aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu og öryggismál landsins að öðru leyti, er at- hyglisverð á tvennan hátt. I' fyrsta lagi staðfestir hún, að forystumenn Alþýðubandalags- ins hafa enn einu sinni lagt til hliðar kröfusína um brottrekstur varnarliðsins fyrir það, sem þeir meta meira, ráðherrastóla og valdaaðstöðu. Vinstri stjórnin 1956-1958 hafði tafarlausan brott- rekstur varnarliðsins á stefnu- skrá sinni, en í verki sættu Al- þýðubandalagsmennirnir sig við áframhaldandi dvöl þess í land- inu. Vinstri stjórnin 1971-1974 ætlaði að koma varnarliðinu á brott í áföngum á starfstíma sín- um, en þá var ekki einu sinni haf- ist handa um fyrsta áfangann, hvað þá meira. Við myndun vinstri stjórnarinnar 1978 lét Al- þýðubandalagsforystan sér nægja yfirlýsingu um sérskoðun sina á málinu, og nú sáu þeir ekki ástæðu til að minnast á það í mál- efnasamningi einu orði. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, sem hóf framaferil sinn á vequm Al- þýðubandalagsins sem helsti for- ystumaður þess í ,,Samtökum hernámsandstæðinga", sagði í viðtali við Visi i fyrradag: „Mál- efnasamningurinn talar fyrir sig sjálf ur, og þar er ekkert minnst á NATO eða herinn. Það liggur í augum uppi, að ekki er samið um neitt annað en þar stendur. Við Alþýðubandalagsmenn, sem vilj- um herinn á brott, höfum ekki utanríkismálin á okkar hendi, og væntum því ekki stórbreytinga á því sviði”. Þannig hefur Ragnar Arnalds fórnað sinni gömlu hug- sjón, þó auðvitað aðeins í bili, fyrir valdastöðu, sem Þjóðviljinn kallar ,,yfirráðuneyti" ríkis- stjórnarinnar.til þess sérstaklega að undirstrika hin miklu völd Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni. í öðru lagi er svo yfirlýsing Olafs Jóhannessonar e.t.v., og vonandi, visbending um, að for- ystumenn Framsóknarflokksins hafi nú tekið upp raunsærri stefnu í öryggismálum þjóðar- innar en þeir hafa áður haft. Til skamms tíma hafa þeir ávallt lagt megináherslu á þá stefnu sína að koma varnarliðinu úr landinu, og hefur alvarlegt ástand í alþjóðamálum ekki virst skipta neinu máli í þvi sambandi. Innan Framsóknarf lokksins „Ég vil segja þaö hér og nú, aö þaö mun veröa fylgt fram alveg óbreyttri stefnu aö þvi er varöar NATO og öryggismál ts- lands aö ööru leyti”, sagöi ólafur Jó- hannesson utanrikisráöherra á fundi Varöbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sl. laugardag. hafa að vísu alltaf verið sterk öf I, sem hafa haft f ullan skilning á þörf varna í landinu. En við mótun hinnar opinberu stefnu flokksins hafa þessi öfl orðið að beygja sig fyrir því, að það hef ur verið talið henta atkvæðahags- munum hans að halda á lofti ósk- inni um brottflutning varn- arliðsins. Þess vegna er það út af fyrir sig ánægjuefni fyrir þá, sem leggja megináherslu á samstöðu lýðræðisf lokkanna í öryggismálum þjóðarinnar, að Framsóknarflokkurinn skyldi fá meira fylgi í síðustu kosningum en hann hefur hlotið um langt skeið, þó að hann hefði í kosn- ingabaráttunni hljótt um sína hefðbundnu stefnu í varnarmál-. unum og Ólafur Jóhannesson lýsti því raunar yfir fyrir kosn- ingarnar, að hann teldi ekki for- sendur fyrir breytingu á varnar- samstarfinu við Bandaríkin á næsta kjörtímabili. Vonandi draga framsóknarmenn þann lærdóm af þessari reynslu, að þeir þurf i ekki að óttast um fylgi sitt, þótt þeir viðurkenni opin- skátt nauðsynina á vörnum í landinu og hætti að tvístíga í þessu þýðingarmikla máli. Úr þessu verður að vísu reynslan að skera, en engin ástæða er til að ætla annað en sú stefna sem Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra hefur nú boðað, verði ráðandi á meðan hann gegnir embætti utanríkisráðherra. „Rithðfundarnir” indriði G. Þorsteinsson og Svarthðfði Annaö mesta eöa svartasta afturhald allra þeirra er i dag skrifa á islensku /Indriöi G. Þorsteinsson,ritar grein i Dag- blaöiö Visi mánudaginn átjánda febrdar. Lesendum veitist þar smá innsýn inn i forneskju- legan hugarheim stóryröa- smiös. Hvorki vegur höfundur hlutina né metur, aöeins full- yröir i krafti sjálfstrausts litt skiljanlegs venjulegu fólki sem ekki er óskeikult aö eölisfari. Ég ætla mér ekki þá dul aö reyna aö skýrgreina stjórnmálalega stööu þess manns sem kallar Sjálfstæöisflokkinn vinstri flokk, enda þaö eitt sér ekki dæmigert fyrir boöskap greinarinnar ööru fremur. „EFNAHAGSVANDINN ER LIFSSTILL OKKAR” er yfir- skrift greinarinnar og á eftir fer kostuleg lýsing á fslensku sam- félagi, sem endar i framtiöar- hrakspám. Ekki veit ég hvort greinarhöfundur er maöur bjartsýnn aö eölisfari en hitt hlýtur aö koma I ljós á næstu misserum hvort hann trúir á eigin hrakspár um þróun mála hér á Islandi. Vart mun slikt stórmenni hugsa sér aö veröa i hópi þeirra er vaföir ganga neöanvert strigapokum hina Islensku framtiö. Foröi hann sér þá meöan timi er til úr samfélagi fáfróöra, sem blindir ganga glötunar veg þrátt fyrir varnaöarorö. Þaö fæ ég helst skiliö af skrifum Indriöa aö hannteljinú svo komiö fyrir framleiöslustéttunum aö þær séu ómargar á Islensku þjóöinni. Bændur og sjómenn séu nú þegár brjóstmylking- ar hins opinbera og iönaö- armenn á góöri leiö meö aö veröa þaö. Ekki veit ég hvort slik hagfræöi er meira barna- leg en hún er hlægileg eöa öfugt. Sjálfsagt geta rit- höfundar sagt ýmislegt misjafnt af sinum kjörum, en aö segja aö bændur, sem vantaö hefur á undanförnum árum 20—30% uppá aö ná tekjum viömiöunar- stétta, séu afkomulega tryggöir nálgast nú hreina lygi. Ég kalla þaö fjármagn sem þjóöfélagiö ver til framleiöslu útflutnings- afuröa og til lækkunar framleiöslukostnaöar lifsnauö- synja ibúanna EKKI ÖLMUSU: Þaö er hægt aö éta kjöt og fisk, en ekki kvikmyndir og bækur. Aö baki allra opinberra um- svifa viröist Indriöi sjá drauga. Aö meö framkvæmdunum þar sé hægt og rólega veriö aö skipta um þjóöskipulag. Hvaö þaö sé i hinum opinberu umsvif- um sem er svona bráöhættulegt útskýrir Indriöi ekki náiö, en talar um skrifstofuveldi og bundin fjárlög. Eru þaö kannski of há framlög til menningar og listastarfsemi, eöa of háar neöanmals „Þaö fæ ég helst skiliö af skrifum Indriöa aö hann telji nú svo komiö fyrir framleiöslu- stéttunum, aö þær séu ómagar á islensku þjóöinni. Bændur og sjómenn séu þegar brjóstmyik- ingar hins opinbera og iönaöar- menn á góöri leiö meö aö veröa þaö”, segir Steingrimur Jóhann Sigfússon frá Gunnarsstööum f Þistilfiröi I þessari grein sinni um neöanmálsgrein Indriöa G. Þorsteinssonar sl. mánudag. örorkubætur, of mikill ellilifeyr- ir, of góö heilbrigöisþjónusta. Ja spurn er. Rödd i myrkrinu Leiftursóknin var skynsemis- rödd, segir Indriöi og heimskur skildi ég þar rökrétt framhald fyrri boöskapar. Þrjátiu milljaröa skarö i þann meinsemdar skrokk sem Indriöi telur opinbera þjónustu, væri honum eölilega vel aö skapi, samkvæmt kenningunni um hina duldu byltingu kerfisins væri sennilega fyrir vikiö þrjátiu x fasti minni hætta á stjórnbyltingu. Óliklegt þykir mér aö Indriöi náimeöskrifum sem þessum aö jafna öll fyrri met I bölsýni og hrakspám. Þannig var aö sögn nokkuö um þaö á kreppuárun- um aö menn hlökkuöu ekki allt- af til morgundagsins. Mikiö var og um dauflyndi á timum svartadauöa og stóru-bólu og kallast þaö vlst aö vonum. Aö heyra slika grafarraust áriö 1980 frá manni sem aö minu viti liöur hvorki hungur né kulda vekur mann til umhugsunar um annars konar þrengingar. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Hitt versta afturhald islenska ritvallarins I dag skrifar einnig i sama blaö og er aö þvi leyti verri aö hann er heybrók sem dylur nafn sitt. „Leifturmilljaröar i land- búnað” nefnist grein undir hverri stendur Svarthöfði. Reyndar er. málfar og boöskapur þessarar greinar svo likt þvi sem var I grein Indriöa G. Þorsteinssonar, og fyrr er fjall- aö um, aö meö ólikindum hlýtur aö teljast. Fjármagnstilflutn- ingur til landbúnaöarfram- leiöslu fer, ef svo má oröa þaö, sérstaklega fyrir brjóstiö á höfði þessu. Talaö er um 11 milljaröa I uppbætur og lán, en aftar i greininni lágkúrulega um pólitiska ölmusupólitik. Aö siöustu vil ég, skiljanlega án leyfis höfundarins Svarthöföa , taka beint uppiír greininni eftirfarandi. „Með þvi móti gæfi rikis- sjóöur eöa öllu heldur skatt- borgarinn fleirum að éta en þeim rúmum fjórum þúsundum sem nú eru skráö viö búskap”. Tilvitnun lýkur. Skyldi nokkrum bóndanum veröa á aö spyrja: Höfum viö gengiö til góös....? úr þvi svona er komiö, eða renna ef til vill ljúflega niöur hálsa islenskra bænda molarnir af boröi SVARTHÖFÐA. Nýja-Garöi 19. febrúar Steingrimur Jóhann Sigfússon Gunnarsstööum Þistilfiröi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.