Vísir - 23.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1980, Blaðsíða 2
vísm Laugardagur 23. febrúar 1980 Skákin hefur breyst á svipadan hátt og lífid sjálft — segir hollenski stórmeistarinn Sosonko, einn keppenda á Rey kj a ví kurskákmótinu Gennadi Sosonko býr nú i Hol- landi en er fæddur og uppalinn í Sovétrlkjunum. Meðan hann taldist enn til Rússa naut hann meðal annars leiðsagnar Semions heitins Fúrmans, fyrr- um þjálfara Karpovs, en að- stoðaði sjálfur Viktor Kortsnoj f eina tið og ber Kortsnoj honum mjög vel söguna í ævisögu sinni. Sosonko er nú annar sterkasti skákmaður Hollands, á eftir Jan Timman og f hópi öflugustu stórmeistara veraldar. Hann Tony Miies „Er alltaf viss um sigur” — segir enski stórmeistarinn Tony Miles „Ég er alltaf bjartsýnn fyrir mót og ekkert siður en venju- lega nú. Annars hefði ég ekki komið. Og auðvitað er ég viss um að ég vinni mótið, ég er alit- af viss um sigur!” Heimsmeistari unglinga 1974 Tony Miles er snaggaralegur og glaðlegur ungur maöur, hann er aöeins 24 ára gamall en hefur engu að siður veriö I hópi fremstu skákmanna heims i ein fimm ár. 1973 varð hann annar i heimsmeistarakeppni unglinga á eftir Sovétmanninum Beljavskij en lét það ekki á sig fá og sigraði I sömu keppni árið eftir. Tveimur árum siðar varö Miles fyrsti stórmeistari Eng- lendinga og hreppti þar með 5000 punda verðlaun sem hinn kunni fésýslumaöur Slater hafði heitið þeim landa sinum sem fyrstur næði þeim áfanga Siöan hefur Miles keppt gifur- lega mikiö og oft náð frábærum árangri. Undanfarna mánuöi hefur virst sem Miles væri i nokkurri lægö en sannaöi ræki- lega að hann er i fremstu röö þegar hann sigraöi Anatóli Kar- pov I nýafstaðinni sveitakeppni Evrópu og náöi þar hæstu vinn- ingshlutfalli allra fyrstaborðs- manna. Browne verður liklega til óþæginda. Miles keppti á siöasta Reykjavikurskákmóti og varö i i ööru sæti á eftir Walter Browne. Hann var spurður hvernig hon- um hugnaði landið. „Barasta ljómandi vel”, sagði hann. „Sérstaklega hlakka ég til að tefla frammi fyrir þeim fjölda áhorfenda sem sækir mót hér. Það er nokkuð sem við eigum ekki aö venjast I Englandi”. Hver helduröu aö verði hættu- legasti andstæöingur þinn? Nú glotti Miles. „ÆtliBrowne verði ekki til óþæginda!” En ungu islensku alþjóða- meistararnir? „Ja, ég þekki ekki sérlega mikið til þeirra. Ég hef liklega teflt svona einu sinni við hvern þeirra. Auövitað gæti einhver þeirra oröið hættulegur en ég hef enga hugmynd um þaö hver þaö yröi”. þykir hafa mjög traustan og öruggan skákstil og tapar enda sjaldan skák. Oft hefur hann náð mjög góöum árangri og má þar meðal annars nefna að hann varð efstur á Wijk aan Zee mót- inu 1977 ásamt Geller en bæöi Friðrik ólafsson og Guömundur Sigurjónsson voru þar meðal keppenda. Og nú er Gennadi Sosonko kominn til þess aö taka þátt i 9. Reykjavikurskákmót- inu sem hefst I dag og verður hann vafalaust einn þeirra sem helst blanda sér I baráttuna um efsta sætið. Allir stórmeistararnir hættulegir keppinautar Visir spjallaði stutta stund við Sosonko á Hótel Loftleiðum I gær. Hann er maður hæglátur og rólegur, fremur lágvaxinn en þéttur á velli. Traustur. — Ertu bjartsýnn? „Jájá, ég er það. Hættuleg- ustu keppinautarnir? Það verða llklega allir stórmeistararnir sjö og svo væntanlega sovéski alþjóðameistarinn Viktor KUpreitsjik. Sovésku kepp- endurnir, Vasjúkov og Kúpreit- sjik, eru góðir skákmenn, ekk- ert sérstaklega sterkir en alls ekki slæmir”. — Þekkiröu eitthvað til ungu islensku alþjóðlegu meistar- anna? „Nei, ekki mikiö. Ég sá þá i fyrsta sinn á Lone Pine skák- mótinu I fyrra og þeir hafa vafa- laust batnaö mikiö siðan. Þeir gætu oröið hættulegir”. Ekki lækkar þú i kaupi þó viðtalið verði slæmt — Er það erfitt lif að vera stórmeistari I skák að atvinnu? „Já, þaö getur verið það. Min atvinna er talsvert ólik venju- legum störfum. Tökum dæmi: þó þú skrifir lélegt viðtal við mig, þá lækkar þú ekkert i kaupi — eða hvað? En ef ég tefli góða skák þá hef ég meiri möguleika á góðum verölaunum og öfugt. Launin fara algerlega eftir þeim árangri sem ég næ. Þetta hefur slnar góðu og slæmu hliðar. Það kemur einhvern tlma fyrir alla atvinnumenn i skák að þeir verða leiðir og vilja hætta þessu. Ég væri ekki aö þessu nema af þvi að mér llkar það vel, annars fengi ég mér eitt- hvað starf eins og þeir vinna”, og Sosonko bendir I kringum sig á starfsmenn Hótels Loftleiöa. Mikill sjálfsagi er nauðsynlegur — Hvað þarf góður skák- maður aö hafa til aö bera? „Hann þarf fyrst og fremst aö vera sterkur karakter vegna þess að þetta er óreglulegt llf, maður situr kannski aö tafli lengi i einu en gerir svo ekkert á milli. Þá þarf hann að búa yfir miklum sjálfsaga og hafa góða aðstöðu til þess að stunda skák- ina. Svo veröur honum auðvitað að þykja gaman að skák og loks er náttúrlega nauðsynlegt aö hann hafi hæfileika...” — En eru ekki hæfileikarnir farnir að skipta minna máli en áður fyrr? — nú þegar skák- teórian er oröið mjög háþróuð og nauösynlegt fyrir skákmenn að kunna utanbókar fjölda óllkra afbrigöa? „Jú, það er alveg rétt. Fyrir svona sirka 100 árum þá var skákin mestmegnis list og skák- mótin nokkurs konar sýningar. Þá var það skákmanni nóg að hafa hæfileika til þess að ná langt. Bandarlkjamaðurinn Morphy er liklega besta dæmið um slika náttúrulega hæfileika. Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistari sagði einu sinni að það væri nóg fyrir skákmann að tefla á þremur mótum á ári, afganginn af árinu ætti hann að Gennadi Sosonko Hæfileikarnir ekki úr- slitaatriði nota til þess aö stúdera og undirbúa sig. En hann sagöi þetta fyrir 40 árum síðan, timamir hafa breyst./.” Nú er það ekki nóg, ýmis önn- ur atriði hafa sitt að segja og hæfileikar eru aðeins þátturinn af mörgum og ég verö að segja að ég tel náttúrulega hæfileika ekki lengur úrslitaatriði þegar um það er að ræða aö ná langt”. — En hvernig litur þú á ákák- ina? Er hún listgrein, vlsindi eða Iþrótt? „Eðlilegasta og venjulegasta svarið við þessu væri að segja aö hún væri þetta allt”. En skákin hefur breyst og er að verða æ líkari Iþróttum. Auð- vitaö hefur hún enn listagildi en svo ótal margt spilar inn I, til að mynda verður sálfræðin slfellt mikilvægari þáttur einsog kom svo berlega I ljós I heims- meistaraeinvlginu milli Karpovs og Kortsnojs. Skákin verður erfiöari og flóknari með hverju árinu sem liður, þetta er svipuð þróun og á sér stað i öðrum íþróttagreinum svosem ishokki og knattspyrnu. Nú ef viö lítum heimspekilega á hlutina þá hefur skákin breyst á svipaðan hátt og llfið sjálft”. Tefli milli 80 og 90 kappskákir á ári. — Hvað teflir þú mikið á einu ári? „Ja, þaö er nú þaö!” Sosonko veröur hugsi og telur á fingrum sér. „Ætli ég tefli ekki venjulega á svona sex til sjö mótum og hvert mót er yfirleitt 11-15 skákir. Þar aö auki keppi ég svo fyrir mitt taflfélag i Hollandiiég býst viö að þetta geri milli 80 og 90 kapp- skákir á ári. Þaö er mér alveg nóg og má ekki meira vera. Sumir skákmenn tefla hins veg- ar miklu meira, til dæmis Lar- sen. Virðist eitthvað sér- stakt við landið... — Nú bruggiö þið skákmenn hvor öðrum banaráö yfir skák- borðinu en eruö þið jafnmiklir óvinir utan þess? „Neinei, seiseinei!” Sosonko virðist furöu lostinn yfir því að nokkrum skuli detta slíkt I hug. „Þetta fer auðvitaö eftir per- sónum, hjá skákmönnum einsog öllum öðrum, en yfirleitt erum viö mjög góöir vinir”. — Hin klassiska spurning: þvernig llst þér á landið? Sosonko brosir. „Þaö er nú er- fitt aö segja nokkuð um það þvi ég hef bara veriö hér i rúma tvo daga. En mér fannst strax að það væri eitthvað sérstakt viö landið , eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Ég verð hér á landi I þrjá fjóra daga eftir að mótinu lýkur og þá vonast ég til að geta farið I einhverjar skoöunarferöir um Reykjavlk og nágrenni”. Tal virðist vera sterkastur___________________ — Askorendaeinvlgin i heims- meistarakeppninni fara nú senn aö hefjast þar sem átta skák- menn bitast um að fá aö tefla einvlgi við Karpov. Hvern þeirra telur þú sigurstrangleg- astan? Sosonko hugsar sig nokkra stund um. „Ætli það sé ekki Tal, mér sýnist hann hafa góða möguleika. Kortsnoj hefur nú mun siðri möguleika en fyrir þremur árum, hann er nú farinn aö eldast nokkuð. Og þar með var hinn alúðlegi Sosonko á brott aö spjalla við aðra keppendur Reykjavlkur- mótsins. —U

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.