Vísir - 23.02.1980, Blaðsíða 4
Laugardagur 23. febrúar 1980
■#•-^'S 4. ' «*
4
Nýr „Jack
the Ripper”
gengur laus!
— en lögreglan mun aldrei gefast upp
í leitinni aö þessum hættulegasta
kvennamoröingja sögunnar
Þessa mynd hefur lögreglan sett
saman af Jack the Ripper eftir
lýsingum þeirra fjögurra kvenna
sem lifað hafa af árásir hans.
Seinasta fórnarlamb Rippers
var Barbara Leach, 23. ára gömul
stúdina. Hún fannst myrt 3.
september á siöasta ári,siöan hef-
ur Ripper haft hægt um sig. Hann
hefur stundaö iöju sina i Leeds,
Bradford, Huddersfield, Man-
chester, Preston og Halifax.
Allar konurnar hafa látist á
sama hátt. Lögreglan vill ekki
upplýsa nákvæmlega hvernig en
hann hefur skilið eftir sitt sér-
staka merki á að minnsta kosti
nokkrum kvennanna.
Fjórar konur hafa lifað af árás
Ripper en engin þeirra getað lýst
honum nákvæmlega. Eins og ætið
kom hann aftan að þeim sló þær i
höfuðið með hamri og engin
þeirra mun ná sér fyllilega. Ein
þeirra er Maureen Long, vændis-
kona og þriggja barna móðir en á
hana var ráðistfyrir nákvæmlega
tveimur árum sfðan. Hún hafði
verið á næturklúbbi i Bradford og
var á heimleið en man ekkert af
þvi sem gerðist. Hún rankaði við
sér I skemmtigarði, alblóðug og
sundurskorin. Hún liður ennþá
kvalir i sárunum.
,,Ég þarf alltaf að fá
mérnokkra sterka áður en ég fer
að sofa. Stundum vakna ég við
ópin I sjálfri mér. Ég fæ engan
frið fyrr en Ripper verður hand-
tekinn”.
Við leitina er svo sem ekki
kastað til hendinni. Tilkynningar
eru i blöðum og útvarpi næstum
hvern einasta dag og allir eru
hvattir til þess að hjálpa lög-
reglunni. Jack getur veriö hver
sem er. „Hann gæti verið ná-
granni þinn eða vinur”, heyrist
oft i útvarpinu.
Alls staðar i landinu eru við-
vörunarspjöld. „Hjálpið okkur að
hindra hann!” A einu þeirra sem
dreift hefur verið meðal almenn-
ings stendur meðal annars:
„Þekkir þú einhvern sem býr
einn eða með öldruðum foreldrunn
sinum? Þekkir þú einhvern sem
gæti virst ofsafenginn? Þekkir þú
einhvern sem oft er einn úti á
nóttunni?”
Lögreglustjórinn i Yorkshire,
George Oldfield, hvatti morðingj-
ann i útvarpsávarpi til þess að
gefast upp. „Heturðu ekki þegar
valdið nógum þjáningum? Þú
þarft á hjálp að halda. Það er
bæði þér og öðrum fyrir bestu að
þú gefir þig fram.”
Dag og nótt vinnur lögreglan að
þvi að upplýsa málið.678 leynilög-
reglumenn starfa að málinu, allir
frá héraöslögreglustöðvum, enn
hefur Scotland Yard ekki verið
kallað til aðstoðar. Þessi gifur-
lega leit er einsdæmi i breskri
sögu og leit Scotland Yard að
lestarræningjunum frægu bliknar
hjá leitinni að Ripper.
Dick Holland segir: „Við höfum
athugaö 170 þúsund menn,við höf-
um rannsakað 150 þúsund bila og
viö höfum gert húsleit i 25 þúsund
ibúðum... Enginn árangur...”
Jafnvel hafa veriö yfirheyrðir
útlendingar, Frakkar og Astralir.
Ein kenningin hljóðar svo að
Ripper sé sjómaður sem fremji
morð sin i landlegum. Þvi hafa
allir breskir sjómenn verið at-
hugaðir. Heldur enginn árangur.
Einn athyglisveröasti þáttur i
leitinni er hlutur morðingjans
sjálfs. Hann hefur oft og mörgum
sinnum sent lögreglunni bréf,
flest póstlögð i Sunderland og
innihald þeirra sýnir að sá sem
skrifar þau veit meira um morðin
en það sem stendur i blöðunum.
I júni á siðasta ári sendi hann
lögreglunni furðulega aðvörun,
Hin I9ára gamla Josephine Whitaker var á leið heim til sin gegnum skemmtigarðf Halifax. 100 metrum
frá heimili hennar gerði Ripper árás.
1 miðju vestur Yorkshire er
bærinn Bradford. Það er heldur
grámyglulegur bær, sótugir
skorsteinar senda frá sér ómælt
kolaryk, Ibúðarhúsin eru ákaf-
lega litt spennandi. Það telst
næstum til tiðinda i þessum bæ ef
sólinni tekst að brjótast algerlega
gegnum rykhjúpinn sem umlykur
staðinn.
I miðbæ Bradford er lögreglu-
stöðin. Þar uppi á annarri hæð
hefur Dick Holland aðsetur sitt I
herbergi sem einfaldlega er nefnt
„Ripperroom”. Þangað getur
fólk hringt sér aö kostnaðarlausu
allan sólarhringinn ef það hefur
eitthvaö til málanna aö leggja.
Þeir sem ekki vilja láta nafns sins
getið fá uppgefið simanúmer sem
þeir geta hringt i siöar til þess að
gera kröfu til verðlaunanna.
Samtals hefur veriö heitiö 25 þús-
und pundum fyrir upplýsingar
sem leitt geta til handtöku
Rippers, það eru um það bil 23
milljónir íslenskra króna.
1 Ripperherberginu eru tveir
simar, tvö skrifborö og haugar af
skjölum og gögnum,á veggjunum
eru kort, vinnuáætlanir og
myndir af þeim sem Ripper hefur
myrt. 1 hrúgunni miðri situr Hol-
land sjálfur. Andlitsdrættir hans
sýna þrúgaðan og áhyggjufullan
mann. Rödd hans er ákveðin og
orðin fá. Vinnufélagar Hollands
likja honum við Maigret, hann sé
nákvæmur og fullur orku. Hans
heitasta ósk er að ná morðingjan-
um alræmda.
„Við vitum næstum allt um
Ripper”, segir Holland. „Nema
þaö hvað hann heitir. Við vitum I
hvaöa blóðflokki hann er, við höf-
um heyrt rödd hans og svo fram-
vegis. En við höfum ekki hug-
mynd um þaö hvar við eigum að
leita að honum”.
Sagan af hinum eiginlega Jack
the Ripper er ekki sérlega
uppörvandi fyrir rannsóknar-
mennina. 1888 hræddi hann
nánast liftóruna úr ibúum East
End i London og myrti þar aö
minnsta kosti sex vændiskonur.
Hann fannst aldrei og sögu-
sagnirnar gengu staflaust i lang-
an tima eftir að hann hvarf af
sjónarsviðinu. Meðal þeirra sem
Dick Holland, lögreglufulltrúi,
stjórnar leitinni að fjöldamorö-
ingjanum Jack the Ripper, sem á
fjórum árum hefur myrt 12 ungar
konur. Hann segir: „Fyrr eða siö-
ar gerir hann einhver mistök. En
ég skal stöðva þennan djöful!! ”
Langt er nú siöan Dick Holland, 46 ára gamall
lögreglufulltrúi, hefur haft tima til þess að sinna
áhugamálum sínum: rugby, garöyrkju og, mat-
reiöslu. Reyndar á hann sér aöeins eitt áhugamál
um þessar mundir: aö finna hinn nýja Jack the
Ripper, hættulegasta kvennamoröinaja söjunnar.
Einhvers staöar i iönaöarhéruðunum i Yorkshire
felur hann sig, maðurinn sem kallar sig Jack the
Ripper eftir 19. aldar morðingianum sem aldrei
komst upp um. (Þess má geta að í íslenskri bíó-
mynd fyrir nokkrum árum var Jack the Ripper
nefndur Kobbi kviöskeri. Ekki er mælt með þeirri
þýðingu.) Hinn nýi Ripper hefur fyllt vændiskonur
Bretlands ótta. Á f jórum árum hefur hann myrt 12
konur, ætíð á sama hátt og ætíö af mikilli grimmd
og kvalalosta.
grunaðir voru var þekktur lög-
fræðingur, virtur læknir og jafn-
vel einn meðlimur kóngafjöl-
skyldunnar.
Yorkshire-Ripper lét fyrst til
skarar skriða 30. október 1975.
Wilma McCann, 28 ára gömul frá
Leeds, ljóshærð og aðlaðandi
fannst sundurskorin og illa útlit-
andi. Siðan komu þær hver af
annarri.
Fcnrn
Wilma McCann.
Leeds 30. okt. 1975.
Að kvöldi 29. október yfirgaf
Wilma McCann heimili sitt við
Scott Hall Avenue i Chapeltown
i Leeds. Hún var 28 ára gömul,
fráskilin og átti fjögur börn á
aidrinum 3.-7 ára. Hún fór á
nokkrar krár i miöbænum og
ura eitt-leytið sást hún i Shape-
scar að reyna að fá bil heim.
Siðast sást hún á gangi á Barr-
ack Street, 800 metrum frá
heimili sfnu.
Kiukkan fimm fóru tvö barna
hennar út aö leita hennar.
Mjóikurútburðarmaður fann Hk
hennar einni kiukkustund siðar.
Höfuð hennar var illa leikið og
fjöldi sára á likamanum. Wilma
var vændiskona og starfaði i
Chapeltown. Hún var myrt 100
metra frá heimili sinu.
Jean Jordan.
Manchester 1. okt. 1977.
Næsta morð — það sjöunda —
átti sér stað í Manchester og var
annað morðið utan Vestur-
Yorkshire. Fórnarlambið var
Jean Jordan, 21 árs gömul ógift
móöir tveggja barna, vændis-
kona. Nakinn iikami hennar
fannst ekki fyrr en niu dögum
seinna, 10. október, við Princess
Road nálægt kirkjugaröi I borg-
arhlutanum Charlton.
Lögregian komst að þeirri
niðurstöðu, aö morðinginn hafi
geymt iik hennar i 8 daga áður
en hann kom þvi fyrir á þessum
vel þekkta stað. í fyrsta sinn var
greint frá þvi hver sár hennar
væru, en Jean hafði verið barin
með þungum hamri i höfuðiö
eilefu sinnum og stungin 24
sinnum á ýmsa staöi.
kassetta sem stiluð var á George
Oldfield. A kassettunni sem spil-
uð var i breska útvarpinu i von
um að einhver bæri kennsl á rödd
hans, hæddist hann að lögregl-
unni fyrir slælega framgöngu.
„Ég er Jack. Ennþá verður
ykkur ekkert ágengt i leitinni að
mér. Ég ber mikla virðingu fyrir
þér, George, en guð minn góður!
Þú ert engu nær þvi að ná mér
núna en þú varst fyrir fjórum ár-
um þegar ég byrjaði. Ég býst við
að kollegar þinir liti upp til þin
George. Þetta getur ekki kallast
sniðugt fyrir þig, eða hvaö? 1 eina
skiptið sem þú varst nálægt þvi aö
ná mér var i Chapeltown fyrir
nokkrum mánuðum þá varð ég
dálitið órólegur. Og þá var það
meira að segja snati i einkennis-
búningi en ekki leynilögreglu-
maður.
Ég varaði þig við i mars, að ég
myndi láta til skarar skriða aftur.
Mér þykir leiöinlegt að það varð
ekki i Bradford eins og ég lofaði