Vísir - 23.02.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 23.02.1980, Blaðsíða 20
VISIR Laugardagur 23. febrúar 1980 20 hœ kiokkar! Umtjín: Anna Br.ynjúlfidóttir e h ú n a t\ n 3 :A Þessa littu myndasögu gerði Kristín, 7 ára i l.G í Kópavogsskóla. LOA framhaldssagan 6. hluti Það á að verða skemmtun í skólanum hennar Lóu. Allir krakkarnir í bekknum hennar keppast við að æfa. Krakkarnir eiga sjálf að búa til skemmti- atriðin og allir, sem vilja, eiga að skemmta. Krakkarnir reyna að búa til stutt leikrit, og sumum tekst það með að- stoð Sveins kennara. Svo er skipað í hlutverkin. Það er verið að æfa f imm leikrit. Þau heita: Þegar Siggi fór til tannlæknis, Litli og stóri, Dúkkan hennar Ásu, Bíllinn, sem talaði og Músin sem varð stór eins og kisa. í þessum leikritum leika 14 krakkar. Hinir 8 krakkarnir í bekknum ætla að syngja eða segja skrýtlur. Þegar svo skemmtunin verður, á að bjóða for- eldrunum að horfa á. En fyrst verða krakk- arnir að æfa sig vel og fá saumaða á sig búninga. Lóa ætlar að leika í leikritinu Dúkkan hennar Ásu. Lóa leikur dúkkuna og Guðrún leikur Ásu. Þær bjuggu sjálfar til leikritið og þær hlakka mikið til, þegar skemmtunin verður. Krossgáta Lárétt 1. Farartæki 4. nafn á strák 5. afl Lóðrétt 1. ilát 2. nemur 3. nafn á stelpu. Mamma hennar Lóu er að sauma á hana doppóttan kjól, hvítan og rauðan með pífum. Svo ætlar hún líka að sauma litla húfu úr sama efni. Þegar Lóa er komin í þessi föt, f innst henni hún vera alveg eins og dúkk- an, sem hún á að leika. Lóa ætlar svo að hafa rautt snuð í munninum. Guðrún þarf ekki að láta sauma á sig nein sér- stök föt, af því að hún á bara að leika venjulega stelpu. Hún ætlar að vera í gallabuxum og peysu. Þær hlæja mikið, þegar þær eru að æfa sig heima, en þegar þær æfa sig í skólanum, hlæja þær ekki neitt. Þá verða þær að vera alvarlegar, því að þetta er jú alvarlegt leik- rit. Sveinn kennari lætur krakkana æfa leikritin aftur og aftur, þangað til honum finnst þau vera orðin nógu góð. Svo rennur upp sá dagur að skemmtunin er haldin. Krakkarnir koma í skólann með pabba og mömmu. Inni í stofunni þeirra hefur stólunum verið raðað upp og í enda stofunnar er leiksviðið. Foreldrarnir setjast inn í stofu, en krakkarnir fara í næstu stofu að klæða sig í búningana. Þaðer hljótt inni í stof- unni. Allir bíða í ofvæni. Svo kemur þulurinn inn og kynnir. Hann lyftir spjaldi, þar sem á stendur nafn fyrsta atriðis skemmtunar- innar. Tómas er þulur. Hann er í sparifötunum sínum og hárið vandlega greitt. Hann er svo hreinn í framan að nefið hans gljáir. Hann er rjóður í kinnum. Þetta er allt svo spennandi. Atriðin takast misjafn- lega vel, en allir skemmta sér konunglega. í hléinu fá svo allir sér gosdrykki og súkkulaði- kex. Lóa og Guðrún áttu að leika næst á eftir hléinu. Þær voru nú svolítið óstyrkar, þegar að því kom, en allt gekk þetta nú og þær fengu heilmikið klapp. Að skemmtuninni lokinni voru það þreyttir en ánægðir krakkar, sem héldu heim með pabba og mömmu. Og foreldrarnir höfðu sannarlega notið vel skemmtunarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.