Vísir - 01.03.1980, Síða 20

Vísir - 01.03.1980, Síða 20
20 VtSIR Laugardagur 1. mars 1980 hœ krakkar! Lóa Framhaldssagan Afi og amma Lóu búa i litlum bæ á lands- byggðinni. Nú voru þau komin i heimsókn til Lóu og foreldra hennar. Þetta var viku fyrir páska. Afi burfti að leita læknis vegna augnanna. Sjón hans var farin að daprast. Afi hafði ætlað að panta tima hjá augnlækni, en hjá flestum læknum var mjög löng bið, allt að þremur mánuðum. Afi gat ekki beðið svo lengi, þvi að sjónin hafði hriðversnað. Þá frétti afi um augnlækna, sem ekki þyrfti að panta tima hjá mörgum mánuðum fyrir- fram. Þar þurfti aðeins að mæta á biðstofu og biða hluta úr degi. Afi og amma dvélja hjá Lóu og foreldrum hennar á meðan þau dveljast á höfuðborgar- svæðinu. Lóu finnst gaman þegar þau eru i heimsókn. Þau kunna svo margar sögur, sem Lóa hefur aldrei heyrt áður. Afi er duglegur að segja sögur. Hann segir Lóu oft frá þvi, þegar hann var litill drengur. Afi hefur alltaf átt heima á sama stað, alveg frá þvi að hann fæddist. Það finnst Lóu skrýtið. Hún hefur átt heima á þremur stöðum og þó er hún ekki nema sjö ára. Lóu fannst leiðinlegt að flytja og henni finnst afi eiga gott að hafa alltaf átt heima á sama stað. Afi fór til augnlæknisins á laugardegi. Mamma var alveg hissa á þvi, að hægt væri að fara til læknis á laugardegi. Afi þurfti að biða i tvo klukkutima á biðstofunni hjá lækninum. ,,Þetta var prýðis læknir,” sagði afi, þegar hann kom heim. „Við komumst að þvi, að við værum' frændur. Svo skaffaði hann mér reseft upp á gleraugu og áburð til að bera i augun.” Afi fór svo næsta mánudag með reseftið til gleraugnasalans. 'Lóa fór með honum. Vmsjös: Anna Brynjúlfsdóttir í kringum stjörnuna sitja amma, afi, mamma, pabbi, Gunna og Óli. Ínni i stjörnunni eru ýmsir hlutir, sem fimm þeirra eiga að fá. Nú er spurningin: Hver fær ekki neitt? Jón Björn, 7 ára, i Kópavogsskóla gerði þessa mynd.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.