Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Þriðjudagur 11. mars 1980 23 útvarp og sjónvarp Slónvarp kl. 21.10: Dýrlingurinn kveður - Lokabátturlnn um Dýrllnglnn Lokaþátturinn um Dýrlinginn, sem heitir „Sjötti maðurinn”, veröur á dagskrá sjónvarpsins i kvöld, en hann er i tveimur hlutum og var sá fyrri sýndur s.l. þriöjudag. í siöasta þætti sagöi frá manni sem fórst I siglingakeppni og I ljós kom aö hann haföi mörgum árum áöur rænt gulli Ur skipi. Fyrrum félagar hans eru nýlega losnaöir úr fangelsi og þeir eru óöfúsir aö ná i gulliö. Þeir ætla aö grafast t siðasta þætti komst Dýrlingurinn i hann krappan , handtekinn af frönsku lög- reglunni. Hann á þó eflaust eftir að spjara sig I þeim örðuleikum og „redda” málunum en þar meö mun hann einnig segja skilið við islenska sjónvarpsáhorfendur. ,,í þættinum veröur fjallaö um áhrifin af innrásinni 1 Afganistan á heimspólitikina”, sagöi Gunnar Eyþórsson fréttamaöur, sem hefur umsjón með þættinum „Umheimurinn.” Rætt verður við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgun- blaösins, og Arna Bergmann, fyrir um þaö hjá ekkjunní, en hún hefur raunar enga hugmynd um þetta gull. Hún ætlar, meö aöstoö Simonar, aö leita aö þvi, en i þeirri leit eru þau eitt sinn stödd á skemmtistað, þar sem lögreglu- maður er myrtur og þau eru sökuö um moröiö. Aö sögn Guöna Kolbeinssonar, þýöanda þáttanna, segir siöari hlutinn frá þvi, aö skipstjóri snekkjunnar.sem hinn myrti átti, hafi veriö vanur aö sigla meö hann til Korslku tvisvar á ári I einhverjum dularfullum erindum. Þau skötuhjúin. Simon og ekkjan. ákveöa aö fara þangaö og athuga hvers þau veröa visari. Þau leggja af staö, en þaö kemur i ljós aö þau eru ekki ein á skipinu... Fyrir þá sem eru forvitnir um hvaö taki viö af Dýrlingnum, skal sagt, aö þaö veröur breskur myndaflokkur I 12 þáttum, er nefnist „Tales of the unexpected”, eftir Ronald Dahl. Þetta eru allskonar spennandi sögur, sem allar hafa þaö sam- eiginlegtaö hafa óvæntan endi, eins og nafniö gefur til kynna. blaöamann. „Þaö veröur aöallega talaö um hvaö liggi tilgrundvallar árásinni og hverjar afleiöingar hennar i hafa oröið á valdaballansinn” sagöi Gunnar. „Umheimurinn” tekur 50 mínútur. -HS. Sara Lidman skáldkona. Útvarp kl. 23.00: Leslð úr verölauna- sögu Norður- landaráðs „Ég ætla aö lesa fyrsta kaflann eins og hann leggur sig og hluta úr öörum kafla”, sagöi Sigrún Helgadóttir Hallbeck. kennari. en hún mun lesa úr hinni nýju verö- launasögu Noröurlandaráös, „Vredens barn”, („Barn reiðinn- ar”) eftir Söru Lidman, i þættin- um „A hljóöbergi”, sem er i um- sjá Björns Th. Björnssonar list- fræðings. Fyrsti kaflinn segir frá aöal- persónunni Didrik I Vasterbottn- en I N-Svlþjóð.en hann er aö rifja upp æskuminningarnar, þegar hann var aö reyna aö kveikja eld i snjónum. Þá var hann aðeins þriggja ára. Siðan er sagt frá hvernig að- stæöur fólksins þarna hafa veriö en veturinn var mjög haröur, margir dóu og börnin fæddust til þess eins aö deyja strax aftur. Siðari kaflinn lýsir svo ferð unga mannsins Didriks inn til bæjarins, þar sem hann ætlar að kaupa karöflu handa kærustunni. HS ! mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm útvarp 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjónarmaöur: Ingólfur Arnarson. Greint frá aflabrögöum i einstök- um verstöövum fyrstu tvo mánuöi ársins. 11.15 Morguntónleikar. Maur- ice Gendron og Lamoureux- hljómsveitin leika Seliokon- sert i B-dúr eí'tir Luigi Boccherini. Pablo Casals stj./ Nýja fllharmoniusveit- in i Lundúnum leikur Sin- fóniu nr. 88 I G-dúr eftir Joseph Haydn, Otto Klemp- erer stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A frivaktinní. Margrét Guö- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenskt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aöalsteins Jónssonar frá 8. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa. Létt- klasslsk tónlist, lög leikin á ýmis hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amln sér um þáttinn. 16.35 Tónhorniö. Guörún Birna Hannesdóttir stjórn- ar. 17.00 Slödegistónleikar. Rikishljómsveitin I Berlin leikur Ballettsvitu op, 130 eftir Max Reger, Otmar Suitner stj. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur iorleik aö „Fjalla-Eyvindi” eftir Karl O. Runólfsson, Olav Kielland stj./ John Browning og Sinfóniuhljóm- sveitin I Boston leika Pianó- konsert nr. 2 op. 16 eftir Sergej Prokofjeff, Erich Leinsdorf stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.35 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.05 „Sól ris, sól sest, sól bætir flest”. Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur ; flytur fyrra erindi sitt. 21.35 Leikiö á bióorgel. Gay- lord Carter leikur lög úr kvikmyndum. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon tslandus” eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn O. Stephensen les (23). 22.15 Fréttir. Veöurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma (32). 22.40 Þjóöleg tónlist frá ýms- um löndum. Áskell Másson fjallar I þriöja sinn um japanska tónlist. 23.00 A hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- son listfræöingur. „Vredens barn” eftir Söru Lidman. Sigrún Hallbeck les úr hinni nýju verölaunasögu Noröurlandaráös. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 1980 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni Teikni- mynd. 20.40 örtölvubyltingin Breskur fræöslumynda- flokkuri sex þáttum. Annar þáttur. Oft fylgir böggull skammrifi. Iönbyltingin létti likamlega striti af fólki, en örtölvubyltingin mun gera okkur kleift aö nýta hugarorkuna margfalt betur en áöur. Þýöandi Bogi Arnar Finn- bogason. Þulur Gylfi Páls- son. 21.10 Dýrlingurinn Loka- þáttur. Sjötti maöurinn Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 22.00 Umheimurinn Þáttur um erlenda viöburöi og málefni. Umsjónarmaöur Gunnar Eyþórsson frétta- maöur. 22.50 Dagskrárlok -HS. Slónvarp kl. 22.00: Hvaða aflelðlngar hafðl innrásfn í Afganistan? 0U ER VIRLEYSAN EINS Þá eru blessaðir sextiu- menningarnir okkar sestir á rökstólana sina aftur eftir veisluhöld með frændunum frá Norðurlöndunum. Milli veislna skruppu tikallarnir reyndar á skrifstofurnar sinar og tókst i hjáverkum að koma saman fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram, er þing kom saman að nýju. Eftir þeim fréttum, sem borist hafa af plagginu þvi, virðist einsætt að sá samdráttur á veisluhöldum, er boðaður var, hafi orðið til stórrar bölvunar. Heföi greinilega verið miklu betra aö gefa ráðherrum minni tima til þess að krukka i þau frumvörp, er fyrir voru. Raunar tekur þvi kannski ekki að vera að ergja sig á þvi rétt einn ganginn að fram skuli komið fjárlagafrumvarp, sem mun auka veröbólgu, auka skuldir og skattheimtu og gera rikisfjármál öll enn vitlausari en þau voru fyrir. Sú hefur verið þróun mála á framsöknarára- tugnum og litil von að linni I tið þessarar stjórnar. Darraðardansinn hófst I tiö fyrstu vinstri stjórnarinnar undir forystu Ólafs Fljótajarls. Þá voru allar flóðgáttir opnaðar eftir doða viöreisnaráranna svokölluðu og öll rikisfjármál fóru úr böndunum. Verðbólgan tók mikinn fjörkipp og ráðherr- ar virtust ekkert skilja en lögðu fram fjárlagafrumvörp, sem efldu hana i stað þess að draga úr henni. Allt- var þetta gert undir yfirskini atvinnuupp- byggingar, en sannleikurinn er sá að þar skorti öll markmiö og hefur skort allan timann. At- vinnuuppbyggingin svokallaða hefur meira likst kaupæði á at- vinnutækjum en raunverulegri uppbyggingu. Þau tæki hafa verið keypt án þess að tillit væri tekið til þess hver verkefnin væru og afleiöingin er meðal annars sú að við sitjum uppi með allt of stóran fiskiflota, sem eyðir fiskstofnum. Veiðarnar eru allt of dýrar og hamingjan veit hvenær við vöknum upp við þann vonda draum að verða hvergi samkeppnisfærir á mörkuðum erlendis. Allt hefur miðast við fiskveiðar og frum- úrvinnslu sjávarafla. Land- búnaðurinn er i kaldakoli og iðnaöurinn hefur orðiö aö láta sér nægja fagurt umtal, en flest- um fyrirtækjum þar liggur við gjaldþroti. Engin breyting varð til batnaðar I helmingastjórn ihalds og framsóknar og ekki heldur I siðari ólafiunni. Sú stjórn var raunar óstarfhæf all- an timann vegna ósamkomu- lags krata og kommúnista. Þeg- ar reynt var aö spyrna við fót- um og taka rikisfjármálin til endurskoöunar, sprakk stjórnin og valdalaus kratastjórn sat I nokkra mánuði meðan þjóðin stokkaði alþingisspilin upp á nýtt. Fjármálaráðherra krat- anna lagöi fjárlagafrumvarp fyrirrennara slns til hliöar og lagði fram sýndarfrumvarp, sem hann vissi að hann þyrfti aldrei að standa við. Hinn nýi fjármálaráðherra hefur nú lagt fram „sitt” frumvarp og auðséð er að nú á að byrja dýrtiöar- dansinn af fullum krafti. Þótt fögrum fyrirheitum sé flaggað, þegar frumvarpiö er lagt fram, er það svo götótt og fullt af laus- um endum, að allt mun fara úr böndum. Þetta þarf ekki að koma á óvart. 1 fyrsta skipti er nú lagt fram fjárlagafrumvarp, sem kommúnistar marka sér. öll þeirra afskipti af efnahagsmál- um hafa bent til þess, að þeir hafi állka vit á þeim og köttur- inn á tunglinu. Það er þó rangt. Kommar hafa I sinni þjónustu marga færa efnahagssér- fræðinga. Það er ekki af kunn- áttuleysi, að allar þeirra að- gerðir stefna að þvi aö auka verðbólgu og gera hina riku rlk- ari og þá efnaminni fátækari. Það er með ráðum gert. Kommúnistar hafa hvergi getað hrifsað völdin eftir að augu manna lukust upp við valdarán þeirra I Austur-Evrópu eftir strið, nema þar sem cfnahags- ástandið hefur veriö I rúst. Þetta verða menn einhvern tim- ann að skilja — llka á tslandi. Þess vegna er fjármálaráðu- neytið óskaráöuneyti komma á tslandi. Með enn frekari óstjórn rikisfjármála en rikt hefur und- anfarin ár færast þeir nær tak- marki sinu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.