Vísir - 13.03.1980, Side 7

Vísir - 13.03.1980, Side 7
Umsjón: - —• Gylfi Kristjánssen Kjartan L. Pálssf vtsm Fimmtudagur 13. mars 1980 „Engin spurning að við hirðum báða bikarana” - sagðl Tlm Dwyer eftlr að Vaiur slgraði UMFN I úrvalsdeiidlnnl I kdrfuknattlelk I Laugardaishöll I gærkvöldl 86:84 „Ef viB spilum eins og i kvöld, þá sigrum viö KR á mánudags- kvöldiö og tryggjum okkur þar meB Islandsmeistaratitilinn” sagöi Tim Dwyer, þjálfari og leikmaöur Vals i körfuknattleik, eftir aö Valur haföi sigraö UMFN i úrvalsdeildinni i gærkvöldi meö 86 stigum gegn 84. Islands- meistaratitillinner nú i seilingar- fjarlægö hjá Val, en liðiö þarf þö aö sigra KR. Takist KR hinsvegar aö. sigra og ef Njarðvik sigrar Fram um helgina, sem veröur aö telja nokkuö öruggt, þá þarf aukaleik um titilinn á milli Vals og UMFN og yröi þaö skemmti- legur endir á Islandsmótinu. „Ég held aö viö munum sigra KR”, sagöi Dwyer. „Þaö viröist vera svo með Valsliöiö, aö þaö leikur alltaf betur og betur eftir þvi sem mótstaðan er meiri. Ég verð þó aö hrósa UMFN fyrir leikinn I kvöld, þeir komu sterkir i lokin, þótt viöynnum sigur. Og þá má ekki gleyma þvi, aö á bak viö okkur stendur sterk stjórn, Valur er komiö meö alvöru körfuknatt- leiksdeild”. — Okkur fannst Dwyer vera farinn að tala eins og Valur væri þegar oröinn Islandsmeistari i körfuknattleik og skutum þvi aö honum i lokin, hvort svo væri. , ,Ég held, aö þaö sé engin spurning hvar Islandsmeistara- titillinn hafnar. Viö hiröum hann og reyndar bikarinn einnig”. Enn einu sinni töpuöu Njarö- vikingar mikilvægum leik I Laugardalshöll, en þaö viröast álög á liöinu aö geta ekki unniö sigur þar í úrslitaleik. I gær voru þeir þó nálægt þvi undir lokin, þeir höföu nær u.'nið upp allt 14 stiga forskot Vals frá þvi staöan var 80:66 og siöustu minútuna var mikiö fjör á gólfinu i Höllinni. Valur haföiforustu 86:79, þegar rúm minúta var eftir, en Njarö- vikingarnir minnkuöu muninn i 86:83 þegar 31 sek. var eftir. Þá voru margir bestu menn liöanna komnir útaf meö 5 villur, m.a. Tim Dwyer og Gunnar Þor- varöarson og Valsmenn virtust vera aö brotna. Þeir misstu bolt- ann þegar 13 sek. voru eftir og 5 sek. Svo reyndi Ted Bee skot. Þaö fór framhjá en brotiö var á hon- um um leiö svo aö hann fékk þrjú vitaskot. Hann reyndi greinilega ekki aö hitta nema úr einu þeirra og þaö geröi hann i 2. tilraun, staöan 86:84 og slðan átti Jónas Jóhannesson aö hiröa frákastið og jafna. Þaö munaöi litlu aö þaö tækist, en Valsmenn höföu sigraö. Leikurinn var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn, Valur þó oftast aöeins yfir. en staöan i hálfledk 53:51 fyrir Val. Valsmenn juku þennan mun siöan strax i upphafi siöari hálfleiksins og komust mest yfir 14 stig sem fyrr sagöi, 80:66. Valsliöiö lék sem sterk heild i þessum leik, og var mun jafnara en liö UMFN. Tim Dwyer var besti maöur liösins, en þeir Torfi Magnússon, Rikharöur Hrafn- kelsson og Kristján Agústsson voru allir góöir. Njarövikingar höföu meö sér mikiö klappliö, ekki færri en 6 fullar langferöabifreiöar af áhugasömum áhorfendum, sem settu mikla stemningu i leikinn. En liöiö stóö ekki undir álaginu. Þaö geröi reyndar Ted Bee, sem átti stdrleik, en aörir voru mis- tækir. Þetta átti sérstaklega viö um Gunnar Þorvaröarson, sem „Kæruleikurinn” I kvöld: Þá verður gert út um hlutlna - Litlir kærlelkar með leikmönnum liðanna, sem keppa um sæti I úrslltaieiknum vlð val Þá er þaö loksins komiö á "staðan" hreint meö leik tS og KR I undan- úrslitum bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins. Hann veröur leikinn I kvöld I fþrótta- húsi Kennaraháskólans og hefst kl. 20. Staöan i lirvalsdeildinni f körfu- knattleik er nú þessi: Valur-UMFN...........76:74 Valur........19 15 4 1709:1592 30 UMFN........19 14 5 1615:1515 28 KR ..........19 11 8 1579:1506 22 1R...........19 10 9 1627:1717 20 1S...........19 5 14 1628:1701 10 Fram.........19 2 17 1479:1676 4 Eins og flestir vita hefur staðiö mikill styrr um þennan leik og er óþarfi aö fara aö rekja þaö mál hér, svo mikiö hefur veriö fjallaö um þaö áöur. En eitt er vist, og þaö er að máliö hefur ekki oröiö til þess aö auka á kærleika leik- manna þessara liöa gagnvart hver öörum, og voru þeir re;yndar ekki miklir fyrir. Næstu leikir: Nú er aöeins þremur leikjum ólokiö i úrvalsdeildinni. IR og tS leika á laugardag kl. 14 I Hagaskóla, Fram og UMFN á sama staö kl. 14.30 á sunnudag og á mánudagskvöldiö svo KR og Valur i Laugardalshöll. Það er þvl öruggt. aö i kvöld veröur ekkert gefiö eftir heldur barist um sætiö i úrslitaleiknum gegn Val til siöustu minútu. Flestir hallast aö sigri 1S, sem viröist hafa gotl: tak á KR og ekki bætir þaö úr skák fyrir KR-inga aö mæta til leiks án Bandarikja- mannsins Keith Yow. lenti snemma i villuvandræöum og fékk sina 5. villu á 8. minútu siöari hálfleiks. Guðsteinn tók miklar „rispur”, en hvarf þess á milli, og sömu sögu er aö segja um Jdnas. Og nú veröa Njarö- vfkingarnir aö treysta á KR-inga. Stighæstir Njarövikinga voru Ted Bee meö 42 stig, Guösteinn 20 og Gunnar 7, en hjá Val Tim Dwyer 37, Torfi 16 og Kristján 15. gk-. Tveir góöir þeytast eftir Hallargólfinu meö miklum .rassaköstum”. Þetta eru þeir Tim Dwyer — sá meö boltann og Ted Bee á fullri ferö i leiknum I gærkvöldi. Visismynd Friöþjófur. KVENFOLKIÐ LÉT SIG EKKI VANTA I GÖNGUNA Konur létu mikiö aö sér kveöa á fyrsta hluta Reykjavikurmótsins i skiðagöngu, sem haldiö var um siöustuhelgi. Var þari fyrstasinn keppt i skiöagöngu kvenna á Reykjavikurmóti og var þar vel mætt. leldri kvennaflcácknum sigraöi Guöbjörg Haraldsdóttir SR — dóttir Haraldar Pálssonar, hins gamalkunna skiöakappa frá Siglufiröi. Gekk hún 5 km á 29.25 min. önnur varö Lilja Þórleifs- dóttir SR á 33.03 min og þriöja Sigurllna Steinsddttir, Hrönn sem gekk vegalengdina á 33.25 mln, í yngri flokknum 13-14 ára uröu systurnar Rannveig og Linda Helgadætur Fram i 1. og 2. sæti. Rannveig gekk 5 km á 31.59 og Linda á 36.33 min. A eftir þeim komu Björg Snjdlfedóttir, Fram, Hulda Astþórsdóttir, Fram og Sigrlöur Erlendsdótttir SR. Halldór Matthfasson SR varö Reykjavlkurmeistari i 15 km skiðagöngu karla. Hann gekk vegalengdina á 69.37 mln. og var einni mlnútu á undan ólympiu- faranum Ingólfi Jónssyni SR. 1 þriöja sæti kom svo Bragi Jóns- son á 71.29 min. A Reykjavikur- mótinu var keppt i þrem flokkum pilta og uröu úrslit þar þessi: 17-19 ára (10 kilómetrar) Aöalst. Guömundss. Fram 49.15 mln. HöröurHinrikss.SR 54.48min Daniel Helgas. Fram 61.50 15-16 ára (5 kilómetrar) AlfreöH.Alfreöss.Fram 25.54 min Óskar Armannss.Fram 35.17mln 13-14 ára (5 kflómetrar) Garöar Siguröss SR 25.53 mln Guöm.G.Guöm.ss. Fram 28.03 mln ArniAlfreöss Hrönn 30.09 min Um næstu helgi veröur háö bikarmót i alpagreinum og skiöa- göngu i skiöasvæðunum viö Reykjavlk og er reiknaö meö mikilli þátttöku þar viösvegar aö af landinu... -klp-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.