Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Illugi Jökulsson VlSIR Fimmtudagur 13. mars 1980 Beöiö eftir sólarglætu til þess að kvikmynda eitt atrifti Veiöiferöarinnar á Þingvallavatni: Andrés Indriöason, höfundur og leikstjóri, GIsli Gestsson, kvikmyndatökumabur og framkvæmdastjóri verksins, og Pétur Einarsson, sem leikur vafasaman náunga, er leggur leiö sina á Þingvöll þennan sumardag. „Veiöíleröin” komin á hvíta tjaldið: „PaöDl, mlg langar að slá hana altur” Austurbæjarbíó — VEIÐIFERÐIN Framleiðendur: Andrés Indriðason og Gísli Gestsson Hljóðupptaka: Jón Kjartansson Hljóðsetning: Sigfús Guðmundsson Leikmunir: Gerður Bergsdóttir Aðstoðarmaður leikstjóra: Valgerður Ingimarsdóttir Kvikmyndin og framkvæmdastjórn: Gísli Gestsson Handrit, leikstjórn og klipping: Andrés Indriðason Tónlist eftir Magnús Kjartansson Hljóðfæraleikur: Friðrik Karlsson, Pálmi Gunnars- son, Hrólfur Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson og Magnús Kjartansson. Söngur: Pálmi Gunnarsson og stúlkur úr Skólakór Garðabæjar. Tæknileg fyrirgreiðsla: Víðsjá, kvikmyndagerð Leikarar: Sigurður Karlsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðmundur Klemenzson, Kristín Björgvinsdóttir, Yrsa Björt Löve, Pétur Einarsson, Arni Ibsen, Guðrún Þ. Stephensen, Klemenz Jónsson, Einar Einarsson, Auður Elísabet Guðmundsdóttir, Hallur Helgason, Pétur Sveinsson Sigurður Jóhannesson og fl. Sumariö '79 veröur mörgum minnisstætt þegar fram liöa stundir og fariö veröur aö rifja upp sögu islenskrar kvik- myndageröar. Þaö sumar voru hvorki meira né minna en þrjár leiknar breiötjaldskvikmyndir geröar. Þetta sumar var eitt þaö kaldasta og sólarlaustasta á þessari öld, en okkar hugdjörfu kvikmyndageröarmenn létu þaö ekki aftra sér og luku viö allar þessar þrjár myndir, sem nú eru frumsýndar hvér af annari. Ein af þessum myndum, Veiöiferöin, var frumsýnd um siöustu helgi i Austurbæjarbiói fyrir fullu húsi boösgesta, mikil og góö stemmning var á sýning- unni og myndinni ákaft fagnaö i lokin meö miklu lofaklappi. Þaö eru oröin um 30 ár sföan aö leikin islensk kvikmynd hefur veriö gerö sérstaklega fyrir börn og unglinga. Þess vegna hlýtur mynd þeirra Andrésar Indriöasonar og Gisla Gestssonar Veiöiferöin aö vera kærkomin og lofsvert framtak af þeirra hálfu. Söguþráöur myndarinnar er kominn úr framhaldsleikriti fyrir börn eftir Andrés og segir frá einum sumardegi á Þing- völlum. Þennan dag drifur þar aö fjölda manns eins og endra- nær. Þarna kemur fók meö sitt- hvaö i huga, sumir ætla aö renna fyrir silung en aörir láta sér nægja aö njóta veöurbliö- unnar og liggja i leti i sólinni. ástfangin hjörtu eru meö I spil- inu og tveir eyjapeyjar sem eiga stefnumót i vændum. Tveir menn sem viröst hafa eitthvaö óhreint i pokahorninu koma lika vö sögu. Lögreglan er á sinum staö og fylgist vel meö aö allt fari fram meö rd og spekt. Þrjú börn koma mikiö viö sögu, en þau hafa komiö meö foreldrum sinum, sem leggja mikiö á sig til aö geta slappaö af á þessum sumardegi. Fyrir til- viljun rata þessir krakkar I ævintýri, sen> ekki er rétt aö fara nánar út i, en frásögnin af þvi er rauöi þráöur myndar- innar og ekki rétt aö skemma ánægjuna og spennuna fyrir þeim sem eiga eftir aö sjá hana. Aö láta mynd sem unnin er úti i náttúrunni á heilum mánuöi, gerast á einum og sama bliö- viörisdeginum á Þingvöllum, hlýtur aö hafa reynst erfitt i kvikmyndii Magnús Ólafsson skrifar framkvæmd, tafiö mikiö fyrir kvikmyndatökunni og reynt á þolinmæöina. Bliöviörisdag- anrir voru ekki margir þetta sumar eins og áöur sagöi, og biöin eftir sólargeislum þvi oft löng, en þaö veröur aö segjast eins og er aö tekist hefur aö klippa myndina þannig að maöur tekur ekki svo eftir blæn- um milli atriöa nema leitaö sé sérstaklega aö þvi. Kvikmyndataka Gísla Gests- sonar er oft á tiöum mjög skemmtileg og hann kann aö nota þaö fallega landslag sem er á Þingvöllum mjög vel og finna rétt sjónarhorn. Aö visu eru i tökunni nokkrir tæknigallar, sem heföi mátt koma i veg fyrir, en þeir eru smávægilegir. Andrés Indriöason hefur kosið aö nota atvinnuleikara i flest hlutverkin. Ekkert af þessum hlutverkum gefur neina mögu- leika til stórátaka i leiklist, en leikararnir falla misjafnlega aö persónunum. Þaö er auöséð á leik þeirra Guömundar Klemenzsonar, Kristinar Björg- vinsdóttur og síöast en ekki slst Yrsu Bjartar Löve aö Andrés er sérfræöingur I aö stjórna og leiðbeina börnum, enda unnið viö þaö I mörg ár hjá Sjónvarp- inu. Halli og Laddi koma viö sögu og standa alltaf fyrir sinu, en ég er hissa á Andrési aö blanda þeim ekki meira i sjálfa atburöarrásina, sem heföi getaö gert söguþráöinn heilsteyptari og skemmtilegri, en oft virkaði hann eins og um tvær sögur væri aö ræöa. Tónlist Magnúsar Kjartans- sonar viröist falla vel aö mynd- inni, nema hvaö stundum komu einhver örstutt músikhljóö sem ekki féllu aö viökomandi atriö- um myndarinnar. Hljóöupptaka Jóns Kjartans- sonar viröist ekki gallalaus, og tónninn stundum ekki nógu góður en sérfræöingar hafa sagt mér aö sjálfu kvikmyndahúsinu sé þar aö hluta um að kenna og lélegum hljómflutningstækjum þess. Um þaö er ekki aö fást. Ég tók með mér á frumsýning- una átta ára gamlan son minn, og þegar viö feðgar vorum aö ganga út sagöi hann viö mig: ,,Pabbi, mig langar til að sjá hana aftur”. Þar með vissi ég að þeir Gisli og Andrés heföu náö tilgangi sinum þaö er aö gera lifandi og skemmtilega kvikmynd fyrir börn á öllum aldri. Til hamingju. Mól. „Einstaki tækifæri sem vlð fengum” - segir Þórhaiiur Slgurðsson um New York-för starfsmanna Þjóðleikfiússlns „Þessi ferö var alveg stór- skemmtileg. Margir voru aö koma til New York i fyrsta sinn og þar er margt aö sjá annaö en leikhús, bióin, óperan og svo bara mannlifiö. Þessi borg er náttúr- lega algjör pottur”, sagöi Þór- hallur Sigurösson leikari er Visir innti hann frétta af New York-för starfsmanna Þjóöleikhússins. Þaö voru um 30 manns sem not- uöu tækifærið, meðan þing Noröurlandaráös stóö yfir og leiksýningar lágu niðri, til þess aö bregöa sér til New York og skoöa leikhúslif þar og auðvitað einnig annars konar lif. Ekki var eingöngu um leikara aö ræöa, heldur einnig tæknimenn og þess háttar^Sagði Þórhallur Sigurös- „Stórskemmtileg ferö”, segir Þórhallur Sigurösson. son, aö teröin heföi veriö farin al- gerlega á eigin vegum starfs- manna Þjóöleikhússins. „Söngleikir eru náttúrlega sér- grein þeirra I New York og viö sá- um nokkra slika sem voru vel geröir en annars var svo sem ekkert sérstaklega merkilegt á seiöi þarna i leikhúsunum”, sagöi Þórhallur. „Einnig heimsóttum viö nokkra skóla og þar á meöal Actors Studio sem er ein megin uppeldis- stöö leikara i Bandarikjunum. Þar fengum viö aö fylgjast með er gúrúinn þeirra, Lee Strasberg^ dæmdi nokkra unga nemendur l leiklist. Strasberg er uppeldisfað- ir flestra af þessum stjörnum og hann hakkaöi leikarana alveg i sig, þaö var stórskemmtilegt aö fylgjast meö þessu. Svo rigndi þarna inn nokkrum þekktum stjörnum sem komu til þess aö fylgjast með, Shelley Winters, Ellen Burstyn og fleiri. Það var auövitáö gaman aö sjá þetta liö”. — Er nauösynlegt fyrir leikara og annað starfsfólk leikhúsa aö fara svona feröir til þess aö kynna sér leikhúslif i útlöndunum? „Já, já, það er náttúrlega alveg nauðsynlegt. Þaö var einstakt tækifæri sem viö fengum þarna þegar húsiö var lagt undir ann- aö þvi þaö er mjög sjaldan sem leikarar fá tækifæri til þess aö fara út á miöju leikári til aö kynn- ast leiklistinni erlendis og á sumrin er miklu minna um aö vera”, sagöi Þórhallur Sigurðs- son aö lokum. —IJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.