Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 4
11.17 vísm Þri&judagur 25. mars 1980 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúðin Hverfisgotu 72. S 22677 OPID KL. 9-9 Allar skreytingar unnar af . fagmönnum. NcBg bllattoafti a.m.k. ó kvöldin moMí wixiiu IIAIWRSiK l I I Simi 12717 ASKREFT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Visi \ Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við siáum um framhaldið. j~ ~ SGHÍÍD-FJÖLSKÝLDÁN í ! LOKS ÖLL ORBIN FRJflLS i Annabelle Schild, hin heyrnar- skerta dóttir verkfræðingsins Rolf Schild, var loks sleppt lausri fyrir helgi af mannræningjunum i Sardiniu. Hefur hiln þá verið fangi þeirra i 214 daga, meðan faðir hennar reyndiað afla fjár til þess að greiða lausnargjaldið. Mestan þennan tima hafði þó móðir hennar veriö með henni á valdi ræningjanna, en Rolf fékk eiginkonu sina lausa fyrir tveim mánuðum. — Allan timann voru þær geymdar faldar i hellum og liföu við einskorðaðan kost, brauö og kalt kjöt. Annabelle, sem er fimmtán ára, fannst á ráfi skammt frá bænum Nuoro á Sardiniu, og gat litla grein gert fyrir ferðum sin- um Hún var þó ekki illa haldin, og hafði raunar þyngst i fangavist- inni, enda bar hún ræningjunum ekki illa söguna. Frægt um aiian heim Mál þessarar fjölskyldu, sem rænt var i fyrra, þegar hún var á leiðinni úr kvöldboði heim til sumarhúss sins á Sardiniu hefur vakið mikla athygli og hefur meira að segja páfann i Róm látið það tilsin taka. Naut Rolf Schild, hinn þýskættaði verkfræðingur frá Bretlandi, óskiptrar samúðar almennings, sem af fréttum hefur fylgst meö viöskiptum hans viö bófana. Mánuði eftir að fjölskyldunni ' var rænt var Rolf sleppt aftur til þess að hann gæti útvegað lausnargjaldið. Krafa ræningj- anna var þó miklu hærri en svo, að Schild gæti útvegað svo hátt lausnargjald, og liðu mánuöirnir svo, að hann reyndi að ná sam- bandi við ræningjana á nýjan leik og fá þá til þessað sætta sig við minna. Eftir að hann hafði reitt fram allt þaö fé sem hann gat út- vegað, þurfti hann lengi að biða, áður en ræningjarnir slepptu Dapne, eiginkonu hans, sem var fyrir tveim mánuðum. Eftir héldu þeir þó stúlkunni sem olli mönn- um miklum kviða, því að hún var hreyrnarskert og ekki fyrir séð, hvaða tjón einveran og einangrunin mundi valda sálu hennar ef hún þá nokkurn tima heimtist heil á húfi. Fjölmiðlum var kunnugt um það, þegar Daphne var sleppt, en yfir þvi var þó þagað i fréttum að beiðni þeirra hjóna til þöss að spilla ekkifyrir tilraunum til þess að ná Annabelle einnig. Það var fyrst fyrir skömmu, að páfinn gerði það kunnugt við sunnudags- guðsþjónustu, að Dapne væri komin fram, en við það tækifæri skoraði hann á ræningana að sýna mannúð og stytta sálarkvalir Schild-fjölskyldunnar. — Sjálfur telur Rolf, aö það bænakall hafi átt drjúgan þátt i þvi, að AnnabeUe er nú komin fram heil á húfi. Dauf vist og fáhrotlnn kostur Þær mægður kunna það að segja úr prisundinni, að þær hafi allan timann verið geymdar ein- hversstaðar i hellum. Voru þær aldará osti, brauði og köldu kjöti, en þeim var þó gerður einhver dagamunur um siðustu jól. Dauf- leg þótti þeim vistin og segist Annabelle hafa saknað fjölskyld- unnar og föðurins einkanlega, en einnig heimaborgarinnar, Lundúna Móðir og dóttir styttu sér stund- ir við spil, lestur og ýmsa leiki, sem þær fundu upp sjálfar. Þær bera á móti þvi að ránið hafi verið af pólitiskum ástæöum. Að minnsta kosti var pólitik aldrei færð i tal við þær, heldur virtust ræningjarnir einvörðungu hugsa um lausnargjaldið. — Ávallt voru ræningjarnir grimubúnir I návist þeirra mæðgna, en komu þó þannig fram við þær, að þær hættu að óttast þá eftir fyrstu dagana. Annabelle segir, að einn þeirra hafi veriðhenni manneskjulegur i viðmóti. Fréttir herma, að Rolf hafi greitt 600 þúsund dollara i lausnargjald til þess að fá konu sina lausa, en það hefur ekki ver- ið staðfest. Lögreglan á Sardiniu hefur handtekið átta manns til yfirheyrslu vegna ránsins og seg- ist hafa náð 60 þúsund dollurum af lausnargjaldinu aftur. Vegna vitnisburðar þessara átta telur lögreglan sig vera komna á slóð ræningjanna og skammt þess að biða að þeir verði allir komnir undir lás og slá. Mannrán I stóriojustn Siðasta áratug hefur milli fimmtiu og sjötiu manns verið rænt árlega á ítaliu og talið er, að lausnargjöldin, sem greidd hafi veriö á þessum tima svo vitaö sé nemi orðið um 200 milljónum dollara. Sennilega erþó um miklu hærri upphæð að ræða því að i einhverjum tilvikum hafa að- ]■■■■■■■■ Rolf Schild verkfræðingur: Atti í erfiðleikum með að ná sambandi við ræningjana lengi vel. standendur ekki þorað að til- kynna yfirvöldum um ránið. Stigamenn i Sardiniu eru frægir úr sögunni fyrir mannrán og launsnargjaldskröfur og á siðasta ári var rænt þar um tuttugu manns. Má af þvi sjá, að eyja- skeggar hafa siður en svo lagt niður þessa iðju forfeöra sinna. Flest mannránin á ítaliu eru samt framin I Milanó eða þar i grennd og er ætlan manna sú, að Mafian hafi staðið að baki flest- um þeirra. Lögreglan hefur grun um, að lausnarféö sé notað til þess að fjármagna eiturlyfjakaup frá Austurlöndum. í fikniefna- heiminum ber á þvi', að eiturlyfin, sem áður dreifðustfrá Marseilles i Frakklandi til svarta markaðar- ins i Bandarikjunum og Evrópu berist nú frá Italiu. Er núorðið talað um „Italska sambandið” sem áður var kallað „French Connection”. Þetta aðdráttarafl Milanó á mannræningja er rakið til þess, þegar yfirvöld á sjöunda áratugn- um létu flytja grunaða mafiufor- ingja, sem lögum varð ekki komið yfir, norður á Itali'u frá suður- héruðunum. Siðari árin ætla menn, að öfgahópar hryðjuverka- manna hafi einnig blandað sér inn i þessa „iðju” til þess að fjár- magna áróðursútbreiðslu og vopnakaup. HatnarverKiaii a Bretiandi Hafnarverkamenn i Liverpool hafa ákveðið að framlengja tveggja daga verkfalli sitt og leita þátttöku starfsbræðra sinna I öll- um höfnum Bretlands. Þeir hófu verkfail á föstudag, þegar 100 mönnum, sem neituðu að ferma skip stáli til Indlands, var synjað um iaun. — Hér eftir verður einnig neitað að losa skip með stál til Bretlands og skal það gert tíl stuðnings stáliðnaðar- mönnum, sem hafa nú veriö ellcfu vikur I verkfalli. Selnkuö jarðariör Vestur-þýskí iöjuhöldurinn, Thomas Niedermayer, var jarö- scttur nú fyrir hclgi, sjö árum cftir aö honum var rænt I Belfast af heimili sinu (jólin ’73). Gröfin haföi staðiö tvö ár opin meö áletruöum legsteini. Hann fannst ekki fyrr en fyrir Gröf iðjuhöldsins stóð opin f tvö ár áður en hann var jaröaöur. tveim vikum, að skurðgrafa kom niður á beinagrindina af honum á ruslahaug utan við Belfast, þar sem ræningjarnir hafa greinilega huslaö likið. Margir nyir klösendur I vestur-þýsku kosningunum á hausti komandi ganga aö kjör- borðinu f fyrsta sinn 3,6 milljónir nýrra ungra kjósenda. Þaö er ár- gangurínn 1962, en þá var Konrad Adenauer enn kanslari, og Helmut Schmidt þingmaöur frá Hamborg. Skoðanakannanir gefa til kynna, að 62% þessara nýju kjós- enda ætli að greiöa - Hclmut Schmidt atkvæði sitt.- A kjöl-skrá eru 'annars 23 milljónir kvenna, 20 milljónir launþega og þar af 8 milljónir I verkalýðsfélögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.