Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 8
vtsm Þriöjudagur 25. mars 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlfl Guðmundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson „ Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. steingrímur og togararnir Breyting Steingrlms Hermannssonar á starfsreglum Fiskveiöasjóös þýöir einfaldlega, aö nú hefst skuttogarakapphlaupiö aö nýju og flotinn, sem þegar er allt of stór, mun enn stækka. Ráöherrann hundsar meö þessu algerlega ráöieggingar ráöunauta rikisstjórn- arinnar. Hefur þrýstingur frá atkvæöum ráöiö geröum hans? Ákvörðun Steingrims Her- mannssonar, sjávarútvegsráð- herra, fyrir helgina varðandi meðferð Fiskveiðasjóðs á láns- umsóknum vegna nýrra fiski- skipa, bendir til þess að hann haf i ekki hugsað málið til enda áður en hann ákvað breytinguna. Því verður varla trúað, að Steingrímur hefði tekið af skarið i þessu máli á þann hátt, sem hann gerði, ef hann hefði skoðað málið betur og gert sér grein fyr- ir, að hann væri þar með að opna fyrir verulegan innflutning fiskiskipa frá útlöndum á sama tíma og allir heilvita menn sjá, að skipastóll okkar er allt of stór miðað við það aflamagn, sem okkur er óhætt að draga úr sjó. AAeð ákvörðun sinni nemur Steingrímur úr gildi reglugerð, sem Kjartan Jóhannsson, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, setti í sinni ráðherratíð, þar sem kveðið var á um, að Fiskveiðasjóður mætti ekki veita lán eða lánslof- orð til smíða eða kaupa á fiski- skipum frá útlöndum nema með samþykki sjávarútvegsráðu- neytisins. Kjartan lýsti því yfir á sínum tíma, að útilokað væri að koma í veg fyrir stækkun fiskiskipa- stólsins nema með slíku ákvæði, sem i raun væri algert innflutn- ingsbann. Það er auðvitað pólitísk á- kvörðun, sem þarna þarf að koma til og stjórnvöld verða að vera sá ákvörðunaraðili, sem segir nei, ef hægt á að vera að koma i veg f yrir að f lotinn stækki enn f rá því sem nú er. Sú ákvörð- un á að byggjast á mati færustu manna á sviði sjávarútvegs og f iskiðnaðar, sem verið hafa sam- mála um, að veiðiskipin séu þeg- ar of mörg og af kastageta þeirra meiri en æskilegt er. Stjórn Fiskveiðasjóðs getur ekki tekið slíka ákvörðun. Hún verður að afgreiða hverja láns- umsókn á grundvelli þess, hvort þeir er að henni standa reynast vera borgunarmenn fyrir láninu. Þar verður um blákalt f járhags- legt mat að ræða. Sú breyting, sem Steingrímur gerir nú varðandi lánshlutfallið, heldur ekki aftur af þeim, sem um þessar mundir eru í skipa- kaupahugleiðingum, þar sem heil bæjarfélög og aðrir fjársterkir aðilar eiga þarna víða hlut að máli. Það, hvort lánsfjárhæð Fiskveiðasjóðs nemur 50% af mats- eða kostnaðarverði í stað 66,7% áður, ræður því ekki úrslit- um. Varðandi það ákvæði, að seld séu úr landi skip af svipaðri stærð og þau skip, sem keypt verði til landsins, höfum við tal- andi dæmi um að slíkt gerist ekki nema að litlu leyti, þegar til kast- anna kemur og má í því sam- bandi minna á úttekt Vísis í fyrrasumar á þeim sölumálum. Þar kom í Ijós, að fjöldi skipa, sem ákveðið var að selja úr landi, fluttist aðeins milli hafna hér innanlands og fór aldrei út fyrir landsteinana, jafnvel þótt er- Idndir aðilar hefðu að naf ninu til milligöngu um sölu skipanna. Það vekur furðu, að sjávarút- vegsráðherra skuli nú opna fyrir innflutning fiskiskipa frá útlönd- um nokkrum dögum eftir að sér- fræðingahópur á vegum ríkis- stjórnarinnar skilar ítarlegri skýrslu um skipasmíðaiðnaðinn, þar sem hann leggst algerlega gegn stækkun flotans. Þvert á móti telur starfshópur- • inn ástæðu til að koma í veg fyrir endurnýjun stórs hluta fiski- skipastólsins, en sú endurnýjun, sem þörf sé fyrir á næstu árum, fari fram á vegum innlendra s ki pa s m í ða stöð va. í Ijósi þessara ábendinga verð- ur ákvörðun Steingríms illskilj- anleg. Kannski atkvæðin séu þyngri á metunum en þorskurinn og þjóðarhagur? ERHÉÍLDVÉRSLUÍÍÚNÁUÐ-i SYNLEGUR MILLILIBUR? i Oft heyrast þau ummæli aö heildverslun sé ónauðsynlegur milliliöur, og hver vill viður- kenna að hann lifi á milliliða- gróöa? Auövitaö lifir heildverslunin á milliliöagróða eins og t.d. þeir sem stunda vöruflutninga, bera út blöð o.fl. Enginn getur rekið fyrirtæki án hagnaðar. En er þessi milliliður ónauðsynlegur? Ef þú framleiðir vöru, er ekkert sem bannar þérsjálfum aðkoma henni til notandans. Yrði hun ódýrari þannig? Hugsið ykkur prentarann, sem prentar þetta blaö. Haldið þið aö blaöið yrði ódýrara, ef hann bæri það út lika? Heildverslunin er brú milli framleiðenda og kaupmanna. Heildverslunin er brú milli framleiöenda og kaupenda. Þvl getur framleiðandinn variö tima sinum aö framleiösl- unni og kaupandinn gengið að vörunni visri hjá heildverslun- inni.Ef framleiðandinn ákveður hins vegar að annast slna sölu og dreifingarmál sjálfur er hann búinn að koma upp nýrri heildverslun. Óllklegt er að hann geti selt og dreift með sama árangri en minni kostn- aði en heildverslunin. I mörg- um tilfellum yrði þaö ódýrara þvi heildsalinn gæti sent fleiri vörutegundir frá öðrum framleiðendum I sömu ferðinni og selt jafnvel sama aðila aðrar vörur jafnhliða I sömu söluferð eða simtali. Þvl hlýt ég að álykta að heild- verslun sé nauðsyn, hvort sem framleiðandi stundar hana sjálfureða einstakar heildversl- anir. Þarf nokkra heild- verslun? En hvert er svo hlutverk heildverslunarinnar? Ég sagði áðan að hún væri brú neöanmóls „Yrði blaðadreifing ódýrari ef prentarinn bæri blaðið út?” spyr Sigurður Jónsson, skrif- stofustjóri hjá heildverslun Pét- urs Ó. Nikulássonar. i þessari grein fjallar Sigurður m.a. um hlutverk heiidverslunar. Heild- versluni er brú milli framleið- enda og kaupmanna. Heild- verslunin þarf að standa skil á greiðslum, til framieiðenda, kynna fyrir kaupmönnum nýj- ungar i framleiðsiu og sjá um að framleiðandinn viti hvað um er að vera á markaðnum. milli framleiðanda og kaup- anda, þ.e. aö koma vörunni frá framleiðanda til kaupanda. Er ekki nóg að hafa vörubíl til þess? Þarf nokkra heildversl- un? Heildverslun þarf aö standa skil á greiðslum til framléið- anda. Kynna fyrir kaupanda nýjungar I framleiöslu og þá möguleika, sem framleiöandi hefur upp á aö bjóða. Einnig þarf heildverslunin að sjá um að framleiðandinn viti hvað er um að vera á markaðinum, þannig að hann geti aðlagað sig breytt- um þörfum hans. Þao sem að framan er sagt gæti átt við um hvort sem væri innlendan eða erlendan framleiðanda. Lækkar verðið? Málið verður allt alvarlegra ef erlendur framleiðandi ætlar að selja sjálfur milliliðalaust á íslandi. ótrúlegt er aö verðiö yrði lægra. Ekki fá tslendingar vinnu við þau sölustörf. Ekki fær íslenska rikið skatttekjur af tekjum erlendra fyrirtækja og manna. Þessir menn koma e.t.v. einu sinni á ári og bjóða vöru slna. Það þætti léleg þjón- usta hjá Islenskri heildverslun. Að Islensk heildverslun skuli enn vera til I landinu sýnir e.t.v. besthvenauðsynleghúner. Hún gæti ekki þrifist ef enginn þyrfti á þjónustu hennar að halda. Ekki nýtur hún lögverndar, eins og svo margar atvinnugreinar að öðru leyti en þvi' að til þarf leyfisbréf, sem kostar 525.000. (þarf að endurnýja á 5 ára fresti gegn greiðslu kr. 5.300.) og allir með lágmarksmenntun geta keypt. Við búum við það frelsi I við- skiptum að I aðalatriöum getur hver sem er, keypt hvað sem er, hvar sem er, af hverjumsem er. Eru ummæli þau þá réttmæt, aö heildverslunin sé ónauðsyn- legur milliliður? Ef ég má ger- ast dómari I eigin máli lýsi ég ummæli þessi dauð og ómerk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.