Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 12
Bátafloti Húsvlkinga I höfn. Víkurfjall I baksýn. 12 VÍSIR Þriöjudagur 25. mars 1980 vtqm Þriöjudagur 25. mars 1980 .Sjáöu bara hvaö fiskurinn er stór' (Vfsismyndir GVA) Bátarnir dóluðu inn á höfnina einn af öðrum i kvöldbliðunni og renndu að bryggju. Sjómennirn- ir hófu að landa um leið og búið var að binda, hifðu fiskinn upp i stóra kassa, sem lyftari tók svo og flutti i fisk- móttökuna. Fiskihöfnin á Húsavik iðaði af lifi þegar Visis- menn komu þar um kvöldmatarleytið á mánudaginn i fyrri viku. við að aflinn i þessum róðri væri liklega svona 1500 fiskar og flestir þeirra virtust vænir. Linuf iskurinn hef ur verið heldur smærri. Gæftir hafa verið góð- ar að undanförnu en sjó- mennirnir gerðu litið úr fiskgengdinni, ekki væri hægt að tala um hrotu þótt eitthvað glæddist i einum róðrl Netabátar hefðu fengið upp i 6 tonn i róðri. „Þetta eru nú orðnir svo stórir bátar að þeir geta ekki búist við að það fljóti yfir bæði borð”, sagði gamall maður er gekk um bryggjuna og kikti ofan i bátana. Hann fylgdist greinilega grannt með afla hvers og eins og hefur eflaust átt marg- an róðurinn að baki við erfiðar aðstæður. Uppundir bakkanum ofan bryggjunnar kúra beituskúrar og þar unnu menn við að beita linuna með loðnu sem þekktir aflaskipstjórar höfðu veitt á trillum frammi á vikinni. Allt þurfti að vera tilbúið fyrir næsta róður. -SG Unniö viö löndun á góöum afla lagði leið sina niður á bryggju til að forvitnast um afla og skeggræða við sjómenn. Ekki bærð- ist hár á höfði i siðustu geislum kvöldsólarinnar og það var mikil frið- sæld yfir höfninni þótt löndun væri i fullum gangi. Menn unnu fum- laust og ákveðið, án þess •Bað hrópa eða kalla, og ícþurftu ekki að fara mörgum orðum um verkið, hver og eihn vissi hvað honum bæri að gera. „Þetta er að smáglæðast, vonandi. Þetta fengum við hérna fyrir utan,svona tveggja og hálfs tima stim. Ann- ars hefur þetta verið kropp” sagði veðurbit- inn sjómaður af einum bátnum. Hann bætti þvi Myndir: Gunnar V. Andrésson. Linu- og netabátar voru að koma að og margir með dágóðan afla. Slangur af bæjarbúum Texti: Sæmundur Guövinsson LANDAB I KVðLDBLÍBU A HÚSAVÍK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.