Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 22
vtsm Þriöiudafiur 25. mars 1980 r. KR-ingar neiora Gunnar Feixson fertugan Mannllf Umsjón: Axel Ammendrup Gunnar Felixson, landsliðskappinn og s KR-ingurinn góðkunni, varð fertugur nýlega. Fjöldi manns heimsótti Gunnar af þvi tilefni, bæði gamlir félagar Gunn- ars úr KR og svo starfsbræður hans, en Gunnar vinnur i Tryggingamiðstöðinni. Án efa hafa verið rifjaðir upp gömlu góðu dagarnir, þegar KR var langsterk- asta knattspyrnufélag landsins, og KR var hreinlega landsliðið. Á þeim árum voru yfirleitt þetta 7-8 KR-ingar i lands- liðinu, þeirra á meðal Gunnar og bræður hans tveir, Bjarni og Hörður. — ATA FYRST HLUSTARÐU A RÆBURNAR UQ SVU... Aðalfundur Hafskips hf. var hald- inn á föstudaginn. Eftir langar og strembnar ræður, þar sem tölur og prósentur skiptu höfuðmáli, var boðið upp á hressingu i mat og drykk. Lifnaði nú heldur yfir samkvæm- inu, enda ólikt skemmtilegra að rabba við gamla kunningja og vera með snittu i annarri hendinni og sherry-glas i hinni en að hlusta á flókna ársreikningana. Þarna voru samankomnir margir landsfrægir athafnamenn, enda Hafskip að miklu leyti hutafélag hugsjónamanna um frjálsa sam- keppni. Þeir hafa sjálfsagt skrafað mikið um ástandið i þjóðfélaginu, verðbólguna og ný ju stjórnina —- eða ef til vill bara um veðrið, sem hefur gælt við höfuðborgarbúa undan- farna daga. —-ATA Davið Scheving Thorsteinsson og Steingrlmur Magnússon rabba saman. Visismynd: GVA Sveinn R. Eyjólfsson, Viðir Finnbogason og Albert Guðmundsson ræða ástand og horfur. Visismynd: GVA Friörik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, og tveir fiamiir fjölmiöla- menn, Pétur Svcinbjarnarson og Jón Hákon Magnússon. Visismynd: GVA J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.