Vísir - 10.04.1980, Page 2

Vísir - 10.04.1980, Page 2
vtsm Fimmtudagur 10. april 1980 2 Á að leyfa Rússum að stunda ýmiskonar rann- sóknir hér á landi? Sigriöur Jóna Jónsdóttir, setjari meö meiru: Nei, þaö má skjdta þá alla meö tölu min vegna — nei annars. — Þaö á ekki aö leyfa þeim aö stunda rannsðknir hér, þú getur haft mín orö fyrir þvi. Sigriöur Magniísdóttir, nemi: Já, þvi ættu þeir ekki aö fá að gera þaö eins og aörir útlendingar? Stefán Emilsson, nemi: Já, á ekki aö leyfa þeim aö stunda rannsóknir eins og öörum, t.d. Þjóöverjum. ólafur Friöþjófsson, verkamaö- ur: Já, ég sé ekkert athugavert viö aö leyfa þeim þaö. Ragnar Karlsson, námsmaður: Já.hvi diki. Fá Bandarikjamenn ekki aö stunda ýmiskonar rann- sóknir hér? — Höfum viö eitthvað aö fela fyrir Rússum? — Lifum viö ekki i frjálsu landi? Upplýsingabiónustan hl. Tekur upp tölvuskraningu á fasteignaviöskiptum Nú geta menn fengiö á einum staö allar upplýsingar um fasteigna viöskipti og er séö fyrir þvf meö aöstöö tölvu. —HR. Nú eiga kaupendur og selj- endur fasteigna aö geta fengiö á einum staö skrá yfir svotil allar fasteignir sem ganga kaupum og sölum. Þaö er Upplýsinga- þjónustan h.f. sem veitir þessa þjónustu en hún hefur á sinum snærum upplýsingar um allar fasteignir sem eru á skrá hjá 10 fasteignasölum. A fundi sem forráöamenn Upplýsingaþjónustunnar h.f. boöuöu meö blaöamönnum kom fram aö allar upplýsingar sem til fyrirtækisins berast frá fast- eignasölum veröa settar inn i tölvu. Geta viöskiptavinir því á fljótlegan og auöveldan hátt fengiö allar þær upplýsingar sem þá vantar, t.d. ef þeir eru aö leita aö ibúö af einhverri til- tekinni stærö. Upplýsingaþjónustan h.f. stundar ekki viöskipti en miölar hins vegar upplýsingum frá fasteignasölum til viöskipta- vina. Alls eru á skrá hjá fyrir- tækinu rösklega 400 ibúöir, en aö meöaltali munu 5-600 ibúöir vera á söluskrá á hverjum tlma. Geta viöskiptavinir fengiö skrá yfir allar þessar ibúöir sem eru á söluskrá, kaupendaskrá eöa makaskiptaskrá fyrir 300 krónur. Eru nýjar upplýsingar færöar inn á tölvuna daglega þannig aö upplýsingarnar eiga alltaf aö vera nýjar. Aö sögn Kristjáns Gislasonar hjá upplýsingaþjónustunni ætti þetta upplýsingasafn ab gera viöskiptavinum mun auöveld- ara fyrir um fasteignaviö- skipti en nú tiökast, þar sem allar upplýsingar má nú fá á einum staö. Þá heföu flestir fasteignasalar tekiö vel þessari nýjung, en einstaka teldu sér þó meiri hag aö þvi aö starfa al- gerlega sjálfstætt. Taldi Kristján aö ef þessi nýjung mæltist vel fyrir hjá almenn- ingi, mundi Upplýsingaþjón- ustan veröa I beinni samkeppni viö fasteignaupplýsingar þær sem er aö finna i fasteignaaug- lýsingum Morgunblaösins,—HR Góð aikoma Sparisjóðs véistjóra: Meiri uppgangur i starfsemi sjóðsins en nokkru sinni fyrr Aöalfundur Sparisjóös vél- stjóra var haldinn aö Hótel Esju fyrirskömmu. A fundinum flutti formaöur stjórnar sparisjóös- ins, Jón Júllusson, skýrslu stjórnarinnar fyrir áriö 1979 og Hallgrimur G. Jónsson spari- sjóbsstjóri lagöi fram og skýröi ársreikning sparisjóösins. Siöastliöiö ár var meiri upp- gangur i starfsemi sparisjóös- ins en nokkru sinni fyrr i 18 ára sögu hans. Viöskiptavinum sparisjóösins fjölgaöi mjög mikiö og var innlánsþróun hag- stæöari en áöur. Þó hafa umsvif sparisjóösins aukist mjög ört siöustu árin. Innistæöuaukning á siöasta ári var 67,2% og voru heildar- innistæöur I árslok 2.286 milljónir króna. Hlutdeild sparisjóösins I innlánsfé spari- sjóöanna I landinu var i árslok 6,3%. Færri víxlar tJtlán jukust hlutfallslega meira en innlánin og var aukn- ing þeirra 76,9%. Alls námu þau i árslok 1.495 milljónum króna. Vaxtaaukalán eru nú stærsta útlánaform sparisjóösins, en hlutdeild vfxla hefur fariö stööugt minnkandi. Þessi aukning utlána spari- sjóösins veröur aö teljast sér- Sparisjóöurinn er til húsa viö Borgartún. staklega mikil, þegar tillit er tekiö til þess, aö innlánsbinding viö Seölabankann var hækkuö á árinu úr 25% I 28%. Viö þab var ráöstöfunarfé sparisjóösins skert verulega. Innistæöa Sparisjóös vél- stjóra á bundum reikning I Seölabankanum var 547,5 milljónir króna á móti 299,1 milljón króna 1978 og haföi þvi vaxiö um 82,4%. Staöa spari- sjóösins á viöskiptareikningi hjá Seölabankanum var yfirleitt mjög góö á árinu og var inni- stæöa á reikningi þessum 134,1 milljón króna I árslok á móti 118,3 milljón króna 1978. í heild batnaöi staöa spari- sjóösins gagnvart Seölabankan- um um 264,4 milljón króna eöa 63,4%. Góð afkoma Rekstrarafkoma sparisjóös- ins var mjög góö og nam tekju- afgangur eftir afskriftir 65,3 milljónum króna. Til afskrifta var variö 5,8 milljónum króna. Alls nam eigiö fé sparisjóös- ins i árslok 347,6 milljónum króna og haföi vaxiö á árinu um 113,3%. Fasteign sparisjóös- ins var færö upp til brunabóta- mats. Stjórn Sparisjóös vélstjóra var endurkjörin, en hana skipa Jón Júliusson, formaöur, Jón Hjaltested og stjórnarmaöur kjörinn af borgarstjórn Reykja- vikur er Emanúel Mortnens. Aöalfundurinn samþykkti ab greiöa ábyrgöarmönnum spari- sjóösins 23,8% vexti af stofn- fjárskirteinum fyrir áriö 1979.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.