Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 6
Lára, Maríanna, Elín og Ágústa í Borgarholtsskóla lögðu
sitt af mörkum við söfnunina í gær og hreinsuðu tyggjó-
klessur af gangstéttum við skiptistöðvar Strætó bs.
FJÖLDI framhaldsskólanema
lagði skólabækurnar til hliðar í
gær og fór út á vinnumarkaðinn til
að safna peningum fyrir rekstri
skóla fyrir stéttleysingja á Ind-
landi. Alls tóku 19 framhalds-
skólar á öllu landinu þátt í verk-
efninu Íslenskt dagsverk sem
Félag framhaldsskólanema og Iðn-
nemasamband Íslands stóðu fyrir.
Skólinn var byggður fyrir íslenskt
fé sem safnaðist í dagsverki nem-
enda árið 1997, en þá söfnuðust
um 5 milljónir króna. Frá árinu
1997 hafa um 300 stéttleysingjar
fengið menntun við skólann sem
annars hljóta enga menntun.
Fyrir heilsdagsverk voru
greiddar 5.000 krónur og 3.000
fyrir hálfsdagsverk. Eftir helgina
mun skýrast hversu mikið fé hefur
safnast í þetta skiptið. Meðal
starfa sem nemendur reyndu fyrir
sér í var að gera við bíla, selja
gömlum konum hárrúllur, þvo
glugga, uppvarta á kaffihúsum,
undirbúa ráðstefnu og sjá um
haustverkin í garðinum. Þeir nem-
endur sem unnu dagsverk fengu
frí í skólanum, en hinir mættu í
skólann.
Lofar ekki góðum árangri í
strípum og klippingum
Frosti Ólafsson, sem er á síðasta
ári í Menntaskólanum í Kópavogi,
vann á hárgreiðslustofunni Hárkó
í Kópavogi í gær. Þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann var hann
búinn að svara í símann, sópa gólf-
ið, þvo hár og raða hárlitum. Hann
bjóst ekki við hann ætti eftir að
klippa hár eða setja strípur, „nei,
ekki nema ég verði beðinn um það.
Ég er alveg til í það, ég lofa bara
ekki neinum rosalegum árangri“,
sagði Frosti. Hann sagði að honum
litist ágætlega á þessa vinnu þótt
hann myndi líklega ekki leggja
hárgreiðsluna fyrir sig.
Frosti fékk vinnuna í gegnum
nemendafélagið í MK. „Ég spurði
hvort ekki væri vinnustaður sem
ég gæti farið að vinna á, sem væri
öðruvísi en að moka sand eða eitt-
hvað. Þá hafði verið beðið um
strák á Hárkó,“ segir Frosti. Kon-
urnar sem vinna þar sögðu að það
hefði verið kominn tími til að fá
karlmann á staðinn, en oft hafa
stelpur komið þangað í starfs-
kynningu. Frosti sagði þetta ljóm-
andi fínt framtak, flestir vina hans
hefðu einnig ætlað að taka þátt.
Einn vinur hans fékk vinnu við
járnabindingar, tveir ætluðu að
taka til á lager og ætlaði einn
þeirra að biðja mömmu sína um að
kaupa af sér vinnu og t.d. taka til
á heimilinu í staðinn.
Skárra en skólinn
Mekkín Sæmundsdóttir og Elsa
Rún Erlendsdóttir, sem eru á
fyrsta ári í Borgarholtsskóla í
Grafarvogi, unnu við að flokka
sorp hjá Sorpu í Gufunesi. Þær
sögðu að þetta væri ágætis til-
breyting frá skólanum og alltaf
væri gaman að prófa eitthvað nýtt,
auk þess sem málefnið væri gott.
Þær sögðu vinnuna í Sorpu öðru-
vísi en það sem þær hafa prófað
hingað til, erfiðast væri að umbera
lyktina. Þótt þær stöllur sögðu
vinnuna skárri en skólann sögðust
þær frekar vilja vera í skólanum
alla daga en í Sorpu.
Þær höfðu tínt rusl, þvegið
hjálma og skoðað vinnustaðinn
þegar Morgunblaðið bar að garði í
gær. Þrír krakkar úr Borgarholts-
skóla unnu í Sorpu í gær, auk
Mekkínar og Elsu Rúnar vann
Ólafur Atli Ólafsson við að taka á
móti spilliefnum og flokka þau.
Þau sögðu öll að hugsanlega
myndi þessi reynsla þeirra í Sorpu
verða til þess að þau flokkuðu
sorpið betur heima hjá sér og litu
það öðrum augum. Aðeins ein
kona vinnur í flokkunarstöðinni í
Gufunesi að staðaldri og sögðu
Mekkín og Elsa Rún bara fínt að
vinna með öllum körlunum. Þær
sögðust örugglega alveg vera til-
búnar að vinna þarna í framtíð-
inni, fengju þær gott kaup.
Tekið til hendinni í þágu
stéttleysingja á Indlandi
Morgunblaðið/Ásdís
Mekkín og Elsa Rún, sem hér flokka sorp með skólabróður
sínum, Ólafi Atla, sögðu það fínt að fara í einn dag út á
vinnumarkaðinn. Erfiðast væri þó að umbera lyktina.
Frosti í Menntaskólanum í Kópavogi vann á hárgreiðslustofu
í gær og virtist bera sig fagmannlega að við hárþvottinn.
Hann bjóst þó ekki við því að hann myndi klippa eða lita.
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti í gær óvæntan fund
með Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, á þriðja degi opinberr-
ar heimsóknar sinnar til Japans.
Ekki var gert ráð fyrir fundinum í
dagskrá heimsóknarinnar, en á hon-
um ræddu ráðherrarnir tvíhliða sam-
skipti ríkjanna, opnun sendiráða í
Reykjavík og Tókýó, fiskveiðimál,
hvalveiðar og baráttuna gegn
hryðjuverkum.
Halldór sótti heim ríkisstjóra Sait-
ama ríkis, Yoshihiko Tsuchiya, í ná-
grenni Tókýóborgar í gær og fyrir
milligöngu ríkisstjórans var komið á
fundi með japanska forsætisráð-
herranum. „Ég þekki ríkisstjórann
frá fornu fari,“ sagði Halldór við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Hann
var forseti þingsins þegar ég kom í
opinbera heimsókn sem sjávarút-
vegsráðherra til Japans árið 1990.
Hann er mikill Íslandsvinur og mikill
áhugamaður um land og þjóð,“ bætti
hann við.
Mikil áhersla á hvalveiðar
Að sögn Halldórs hafði ríkisstjóri
Saitama milligöngu um fundinn með
japanska forsætisráðherranum.
Hann hafi setið hann ásamt dóttur
sinni, sem er þingmaður á japanska
þinginu.
„Við ræddum vitaskuld þá stöðu
sem komin er upp í alþjóðamálum, en
mest ræddum við þó gagnkvæm
samskipti þjóðanna og opnun sendi-
ráðs Íslands í Tókýó. Við vorum sam-
mála um mikilvægi sjávarútvegs á al-
þjóðavettvangi og forsætis-
ráðherrann fagnaði því sérstaklega
að Íslendingar hefðu gengið að nýju í
Alþjóðahvalveiðiráðið,“ sagði Hall-
dór ennfremur.
Hann sagðist ekki hafa gefið Jap-
önum neinar tímasetningar um hve-
nær Íslendingar hyggjast hefja hval-
veiðar að nýju. „Ég sagði þeim hins
vegar að við ættum ekki aðra kosti en
að hefja þær að nýju innan tíðar.
Hvalveiðar eru hluti af fiskveiði-
stefnu beggja þjóða og ráðherrann
upplýsti, eins og raunar hefur komið
fram áður, að Japanir eru reiðubúnir
að kaupa af okkur hvalkjöt þegar við
hefjum hvalveiðar.“
Utanríkisráðherra sagðist skynja
mikla áherslu Japana á rétt þjóða til
hvalveiða. Bæði utanríkisráðherrann
og nú forsætisráðherrann hefðu lagt
þunga áherslu á þennan rétt í máli
sínu og kvaðst hann fagna stuðningi
við sjónarmið sem íslensk stjórnvöld
hefðu lengi haldið fram.
Gaman að verða vitni að þeirri
athygli sem land og þjóð fær
Með utanríkisráðherra og eigin-
konu hans, Sigurjónu Sigurðardótt-
ur, eru með í för ríflega fimmtíu
fulltrúar viðskiptalífsins hér á landi,
auk fjölda listamanna og íþrótta-
fólks.
„Þetta er viðamesta opinbera
heimsóknin sem ég hef tekið þátt í.
Ísland er mjög áberandi í Tókýóborg
og í Japan almennt. Það er reglulega
gaman að verða vitni að þeirri at-
hygli sem land og þjóð fær hér um
þessar mundir,“ sagði Halldór Ás-
grímsson ennfremur. Hann bætti því
við að gjörningur listamannsins Hall-
dórs Ásgeirssonar í gær hefði vakið
mikla athygli, en hann fólst í því að
bræða saman tvo steina, annan jap-
anskan úr Fuji-fjalli frá árinu 847og
hinn íslenskan úr Heklu frá því 1194.
Þá hefði mikið fjölmenni sótt tón-
leika Kammersveitar Reykjavíkur í
gærkvöldi, en sveitin flutti einkum
íslensk verk eftir Atla Heimi Sveins-
son, Þorkel Sigurbjörnsson og Pál
Pampichler Pálsson og sveitinni á
eftir verið ákaft fagnað.
Opinber heimsókn utanríkisráð-
herra heldur áfram í dag og verður
þá formleg opnun sendiráðs Íslands í
Tókýó. Sendiherra Íslands í Japan er
Ingimundur Sigfússon. Á laugardag
heldur ráðherrann í opinbera heim-
sókn til Kína, en síðar í næstu viku
heldur hann í opinbera heimsókn til
Rússlands.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti óvæntan fund með forsætisráðherra Japans í gær
„Viðamesta opinbera heim-
sókn sem ég hef tekið þátt í“
Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason
Myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson bræðir saman steina úr Fuji-fjalli og Heklu við Hikawa-hofið í Saitama
í gærmorgun. Utanríkisráðherrahjónin fylgjast með, en verkið verður á myndlistarsýningu í Tókýó.
Sendiráð Íslands í
Tókýó formlega
opnað í dag