Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Félag ferðamálafulltrúa ársgamalt
Mikilvægt
samstarf í
ferðaþjónustu
FÉLAG ferðamála-fulltrúa á Íslandi(FFÍ) er ársgamalt
um þessar mundir. Í félag-
inu eru nú um 30 félagar
sem starfa víðs vegar um
landið. Félagsmenn hafa
mismunandi starfsheiti,
þeir eru ferðamálafulltrú-
ar, forstöðumenn upplýs-
ingamiðstöðva og markaðs-
og upplýsingafulltrúar.
Þeir eiga það allir sameig-
inlegt að vinna að ferðamál-
um svæða eða sveitarfé-
laga. Ásborg Arnþórsdótt-
ir, ferðamálafulltrúi upp-
sveita Árnessýslu, er ritari
félagsins. Aðrir í stjórn eru
Jón Halldór Jónasson,
ferðamálafulltrúi Hafnar-
fjarðar, formaður og Aur-
óra Friðriksdóttir, ferða-
málafulltrúi Vestmannaeyja,
gjaldkeri. Morgunblaðið spurði
Ásborgu út í hlutverk og tildrög að
stofnun félagsins.
– Hvað leiddi til stofnunar Fé-
lags ferðamálafulltrúa á Íslandi?
„Ferðamálafulltrúar höfðu um
nokkurra ára skeið haft með sér
óformlegt samstarf. Þeir höfðu
haldið samráðsfundi og einnig hist
á ýmsum ráðstefnum og fundum
um ferðamál. Í framhaldi af þess-
um samskiptum var ákveðið að
stofna félag, þannig að með skil-
virkari hætti mætti vinna að
ákveðnum markmiðum án þess þó
að verða of formleg.
Félagsmönnum var tíðrætt um
mikilvægi þess að viðhalda léttleik-
anum í samstarfinu og er móttó fé-
lagsins „gaman saman“. Vísar það
annars vegar til þess hve samvinna
okkar í milli er mikilvæg og hins
vegar til þess hvað það er ævinlega
gaman þegar við hittumst.“
– Hvert er hlutverk félagsins?
„Félaginu er ætlað að vera vett-
vangur fyrir samstarf, faglegrar
umræðu og fræðslu. Hlutverk þess
og markmið eru m.a.: Að vera þátt-
takandi í þróunarstarfi í ferðaþjón-
ustu sem í gangi er í landinu hverju
sinni sem og á alþjóðlegum vett-
vangi. Efla samstarf ferðamálafull-
trúa við stofnanir og samtök innan
ferðaþjónustunnar og vera
upplýsingabanki fyrir starfandi
ferðamálafulltrúa. Vera ráðgef-
andi um endurmenntun og halda
saman upplýsingum um starfsvett-
vang og starfsskipan ferðamála-
fulltrúa. Vinna í nánu samstarfi við
ferðamálafulltrúa annars staðar í
heiminum til að styrkja tengsl,
þekkingu og hæfni félagsmanna.“
– Hafið þið verið í samskiptum
við sambærileg félög erlendis?
„Á stofnfundi okkar félags var
ákveðið að sækja um aðild að
EUTO (European Tourist Offic-
ers) sem er félag ferðamálafulltrúa
í Evrópu. EUTO heldur árlega
ráðstefnu í tengslum við aðalfund
og í ár var hún haldin í Týról í
Austurríki í byrjun október. Ráð-
stefnuna sóttu rúmlega 100 manns
víðs vegar að úr Evrópu
og þar á meðal tveir
fulltrúar frá Íslandi.
Ráðstefnan var mjög
fróðleg, farið var í skoð-
unarferðir á fjölsótta
ferðamannastaði og erindi flutt um
ýmis verkefni á sviði ferðaþjón-
ustu. Íslensku fulltrúarnir komu
heim með ýmsar hugmyndir og
góða tengingu við kollega um alla
Evrópu sem býður upp á áfram-
haldandi samstarf í framtíðinni og
er þegar farið að huga að sam-
starfsverkefnum.“
– Hvað er það sem vakti athygli
ráðstefnugesta EUTO á Íslandi?
„Ísland fékk þar mikla, jákvæða
athygli þar sem við vorum að
ganga í EUTO og kynna okkar fé-
lag, en áhugi manna á Íslandi er
greinilega mikill í Evrópu. Strax
var spurt hvenær við gætum hald-
ið ráðstefnuna, því menn brunnu í
skinninu að koma og var ákveðið
að stefna á árið 2005 á Íslandi.
Það kom skemmtilega á óvart að
evrópsku ferðamálafulltrúarnir
höfðu mikinn áhuga á gaman sam-
an-mottóinu okkar og ætla félögin í
Bretlandi og Skotlandi að taka upp
umræðu á þessum nótum í sínum
röðum, töldu það skipta máli og
kannski væri þetta það sem þyrfti
til að blása lífi í sína félagsmenn.
Skotarnir gengu svo langt að læra
orðin og gera þau að sínum en þeir
halda ráðstefnu EUTO að ári í
Stirling þar sem yfirskriftin verð-
ur „Regeneration and sustain-
ability“ en undirtitillinn gaman
saman.“
– Er talið að atburðirnir 11.
september hafi mikil áhrif á ferða-
þjónustu hérlendis?
„Þetta hefur mikið verið rætt
hér að undanförnu og sannarlega
hafa þegar orðið áhrif, en erfitt er
að spá um framtíðina. Á ráðstefnu
EUTO voru umræður og var mál
manna að þó áfallið væri stærra og
meira en fyrr hefði þekkst hefði
ýmislegt dunið á áður. Rifjuðu
menn upp ýmsa atburði í ljósi sög-
unnar og reynslu af þeim, flugrán,
hryðjuverk, náttúru-
hamfarir og kjarnorku-
slys. Menn voru ótrú-
lega bjartsýnir og töldu
ekki líkur á miklum
langtímaáhrifum á
ferðaþjónustu í Evrópu. Í Evrópu-
löndum verður gert átak „Visit
Europe“ og aukin áhersla lögð á
innanlandsmarkað og nágranna.
Ímynd Íslands sögðu þeir vera
hreinleika og öryggi og töldu að Ís-
lendingar þyrftu ekki að óttast svo
mjög. Einhverja mánuði tæki þó
að komast yfir flughræðsluna, en
svo færðust hlutirnir væntanlega
aftur í átt til fyrra horfs.“
Ásborg Arnþórsdóttir
Ásborg Arnþórsdóttir er fædd
í Reykjavík 1957. Hún er stúdent
frá MH 1977 og lauk síðar BA-
prófi í uppeldis- og mennt-
unarfræði og námi í náms- og
starfsráðgjöf frá HÍ. Ásborg hef-
ur starfað á ýmsum sviðum ferða-
þjónustu í gegnum tíðina, lengst
af á Ferðaskrifstofu ríkisins og
Íslands og sem ferðamálafulltrúi
uppsveita Árnessýslu síðastliðin 5
ár. Ásborg er gift Jóni K.B. Sig-
fússyni, veitingamanni í Mat og
menningu, Þjóðmenningarhús-
inu. Þau eiga börnin Daníel Mána,
18 ára, og Guðrúnu Gígju, 10 ára.
Áhugi á Ís-
landi greini-
lega mikill
Vonandi fara landsfeðurnir að öllu með gát, líkurnar á smiti eru kannski
ekki eins stjarnfræðilegar og landlæknir vill vera láta.
ÁKÆRA lögreglustjórans í Reykja-
vík gegn sjö piltum á aldrinum 17–19
ára, sem sakaðir eru um innbrot í
fjölda bifreiða, var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Misjafnt er hve stóran þátt í inn-
brotunum piltarnir eru sakaðir um
að eiga en samkvæmt ákærunni voru
þeir viðriðnir innbrot í 14 bifreiðar á
höfuðborgarsvæðinu.
Þrír piltanna eru sakaðir um að
hafa brotist inn í fimm bíla sem stóðu
á bifreiðastæði við flugstöðina í
Reykjavík aðfaranótt laugardagsins
14. apríl. Piltarnir brutu rúður í bif-
reiðunum og stálu þeim verðmætum
sem þeir fundu, yfirleitt geislaspil-
urum og hátölurum. Tveimur sólar-
hringum síðar kom einn piltanna
ásamt tveimur öðrum félögum sínum
en þá var brotist inn í sjö bíla.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa fjórir piltanna nokkurn
sakaferil að baki.
Sjö piltar
ákærðir fyrir
innbrot í bíla
SÁ árstími er nú runninn upp að
flokkar manna leita til heiða og
veiða rjúpur í jólamatinn. Rjúpum
bjóðast þá fá skjól í sínum nátt-
úrulegu heimkynnum en hópur
rjúpna hefur hins vegar séð sér leik
á borði og dvalist undanfarna daga
í Lindahverfi í Kópavogi og spíg-
sporað þar um án teljandi ótta.
Rjúpnaskjól
í Lindum
♦ ♦ ♦