Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUTNINGUR Byggðastofnunar frá Reykjavík til Sauðárkróks hefur reynst farsællega, að sögn Theó- dórs Bjarnasonar, forstjóra Byggðastofnunar, en nú eru liðnir tæpir 5 mánuðir frá því að starf- semin var öll flutt norður. Theódór segir ákvörðun um flutning stofn- unarinnar hafa verið hárrétta og tekist hafi vonum framar að ráða vel menntað og hæft starfsfólk að stofnuninni. „Þetta hefur að sjálfsögðu verið krefjandi en ákaflega spennandi verkefni, að mínu mati. En þetta hefur gengið farsællega, þ.e.a.s. að fá stofnunina til að starfa aftur með eðlilegum hætti eftir flutningana,“ segir Theódór. Þá segir hann mannaráðningar hafa gengið einstaklega vel og stofnunin sé næstum fullmönnuð á ný, eftir að stór hluti starfsmanna lét af störfum þegar stofnunin var flutt til Sauðárkróks 1. júní sl. Í dag starfa um 20 manns hjá Byggðastofnun og segir Theódór að bæta þurfi þremur til fjórum starfs- mönnum við til þess að stofnunin verði fullmönnuð. „Ég er einstaklega ánægður með þessar ráðningar. Það sem er ánægjulegt er að okkur hefur tekist að ráða vel menntað og áhugasamt fólk sem skilar sér langt framar öll- um vonum,“ segir Theódór. Byggðastofnun hefur þó ekki slit- ið öll tengsl við höfuðborgina, enda segir Theódór óhjákvæmilegt að starfsfólk stofnunarinnar geti sinnt nauðsynlegum erindum í Reykja- vík. „Það eru margir sem eiga erindi við Byggðastofnun. Það er óraun- hæft að ætla að hægt sé að slíta öll tengsl við höfuðstöðvar stjórnsýsl- unnar og að einangra stofnunina. Ákveðin samskipti við stofnanir og hagsmunaðila eru nauðsynleg og verða ekki leyst í gegnum fjar- skipti. Þess vegna var einhugur um þá ákvörðun að hafa aðstöðu í Reykjavík til að sinna þeim verk- efnum sem ekki verða leyst í gegn- um nýjustu fjarskiptatækni.“ Theódór segir af gefnu tilefni að um sé að ræða tvö lítil herbergi hjá Lánasýslu ríkisins við Hverfisgötu 6 og er annað herbergið í tíma- bundinni leigu fyrir einn af lög- fræðingum stofnunarinnar sem læt- ur af störfum við lok viðamikils verkefnis sem hann þarf að ljúka. Hitt herbergið notar forstjóri, stjórnarformaður og annað starfs- fólk eftir þörfum í tengslum við verkefni sem þarf að leysa í Reykjavík. Þá gerði stofnunin sam- komulag við Lánasýsluna um afnot af fundarsal þegar halda þarf fjöl- mennari fundi. Mikil samstaða og áhugi meðal starfsfólks Að sögn Theódórs þarf hann að sinna erindum í Reykjavík að með- altali einu sinni í viku og því sé óumflýjanlegt að hafa þar eitthvað afdrep en því sé haldið í algjöru lágmarki. Hann segir starfsmenn stofnunarinnar reyna í lengstu lög að nýta sér nýjustu tölvutækni í samskiptum, en hins vegar sé oft nauðsynlegt að hitta fólk augliti til auglitis. Aðspurður hvort það standi þá ekki Byggðastofnun fyrir þrifum að vera ekki í höfuðborginni, segir Theódór það alls ekki vera svo. „Því öll þessi samskipti er hægt að leysa, það er engin spurning. Það er síðan að sjálfsögðu alltaf hægt að finna kosti og galla en mér finnst þetta hafa farið mjög farsæl- lega af stað og það er mikil sam- staða og áhugi meðal starfsfólks stofnunarinnar.“ Þá segir Theódór það ótvírætt að fólk líti Byggðastofnun jákvæðari augum eftir að hún var flutt út á landsbyggðina. „Þetta er stofnun landsbyggðarinnar og ég finn að viðhorfið er ákaflega þægilegt. Ég tel að það sé mjög gott að stofnunin var flutt út á land og allt bendi til að þetta hafi verið hárrétt ákvörð- un,“ segir Theódór. Forstjóri Byggðastofnunar segir góða reynslu af flutningi stofnunarinnar til Sauðárkróks Hárrétt ákvörðun að flytja norður EINS OG fram kom hér í blaðinu í gær hefur hugsanlegum kjöl- festufjárfestum verið gefinn frest- ur til að skila inn óbindandi verð- tilboði í kjölfestuhluta Landssíma Íslands hf. Áður en frestur var gefinn var miðað við að tilboðum yrði skilað inn síðastliðinn mánu- dag en fresturinn gerir ráð fyrir að tilboðum skuli skilað inn á morgun. „Í fréttatilkynningu sem fjöl- miðlum var send 30. september síðastliðinn kom fram að í fram- haldi af því að 17 yfirlýsingar höfðu borist um áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Landssíma Ís- lands hf. hefst ákveðið ferli sem lýst er í tilkynningunni. Þar segir í öðrum tölulið að á grundvelli skýrslu sem aðilum verður send skili þeir inn óbindandi verðtilboði eigi síðar en 22. október. Í til- kynningunni er söluferlinum lýst nánar og jafnframt tekið fram í lokin að ekki verða veittar nánari upplýsingar um þátttakendur eða framgang söluferilsins fyrr en að honum loknum,“ segir Hreinn Loftsson, formaður einkavæðing- arnefndar. Áttu ekki von á neinum tilboðum á mánudaginn „Það sem gerðist svo á þriðju- dag og miðvikudag í síðustu viku er að nokkrir þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt höfðu samband við einkavæðingarnefnd og Price- waterhouseCoopers í London og óskuðu eftir nokkurra daga fram- lengingu frestsins. Strax frá upp- hafi hafa menn gert sér grein fyr- ir að það þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki í ferlinum og það er ekkert úrslitaatriði hvort frestur- inn er miðaður við 22. eða 26. þessa mánaðar. Lokapunkturinn, þ.e. í lok nóvember, skiptir aftur á móti meira máli því að þá er gert ráð fyrir að menn skili inn bind- andi tilboðum. Framvinda málsins var sú að á fimmtudag í síðustu viku sendum við öllum þátttakendunum bréf þar sem tilkynnt var að fresturinn yrði framlengdur frá 22. til 26. og þar með þyrftu menn ekki að skila inn þessum óbindandi tilboðum fyrr en 26., þ.e. á föstudaginn. Við áttum þess vegna ekki von á nein- um tilboðum á mánudaginn,“ segir Hreinn. Hann bætir við að ekki hafi ver- ið talin ástæða til að tilkynna Verðbréfaþingi Íslands um þessa breytingu og um þetta hafi einka- væðingarnefnd og Pricewater- houseCoopers í London verið sammála. „Við sáum ekki ástæðu til að tilkynna þetta til Verðbréfa- þings því að þessi dagsetn- ing breytir í sjálfu sér ekki miklu,“ segir hann. „Það er hins vegar þegar ferlinu lýkur og menn eru komnir með skuldbindandi til- boð í hendur að ástæða er til að tilkynna það inn á Verðbréfa- þing.“ Hann segir þetta vera skilning sem Verðbréfaþingið geti ekki gert athugasemd við, hins vegar hafi einhver komið upplýsingum um frestinn á framfæri við fjöl- miðil á mánudag og þannig hafi þetta lekið út. „Eftir það hefur Verðbréfaþing samband við okkur og fór fram á að þetta yrði upp- lýst. Við urðum við þeirri beiðni og Landssíminn sendi fréttatil- kynningu um þetta inn á Verðbréfaþingið í morgun [þ.e. mið- vikudagsmorgun].“ Tæknilegar ástæð- ur fyrir frestinum Hreinn segir að það upphlaup sem orðið hefur í fjölmiðl- um sé því algerlega tilefnislaust. „Svo- kölluð fréttaskýring sem kom um málið í DV í dag [þ.e. í gær] þar sem menn eru með fullyrðingar um að engir erlendir að- ilar hafi áhuga á þessu er alger- lega úr lausu lofti gripin og styðst ekki við okkar reynslu,“ segir hann. „Niðurstaða okkar eftir fundina í London í vikunni er þvert á móti sú að sá mikli áhugi sem fram kom í upphafi sé enn fyrir hendi. Sá frestur sem nú var veittur er alls ekki til marks um áhugaleysi eins og látið hefur ver- ið liggja að, miklu fremur hið gagnstæða. Ef fyrirtækin hefðu engan áhuga hefðu þau einfald- lega látið frestinn líða án þess að gera tilboð. Það biður enginn um svona frest að gamni sínu. Það sem er að gerast er einfaldlega fólgið í því að eftir að fyrirtæki hafa sent inn svona tilboð munu þau í kjöl- farið fara í áreið- anleikakönnun (e. due diligence) á Landssíman- um. Í sambandi við hana munu menn stofna til margvíslegs kostn- aðar og kynna sér fyrirtækið til hlítar á grundvelli sérstaks samn- ings sem þeir gera þar að lútandi. Þá er komin mikil alvara í málið.“ Spurður um ástæður sem vænt- anlegir bjóðendur hafi gefið fyrir því að óska eftir fresti segir Hreinn að þeir hafi einfaldlega þurft nokkra daga í viðbót til að ganga frá tilboði. Ástæðurnar séu tæknilegs eðlis, svo sem að bjóð- endur þurfi að ná saman stjórn- arfundi í fyrirtækjum sínum. „Jafnvel þótt tilboðið sé ekki skuldbindandi er því ætlað að vera leiðbeinandi og þess vegna verður að vanda vel til þess af hálfu væntanlegra bjóðenda. Fyrirtækin sem hafa í hyggju að bjóða eru verulega öflug og sterk og þau skjóta ekki út í loftið í svona tilboði þótt það sé ekki bindandi. Það er ekki nema eitthvað verulega athugavert komi í ljós í áreiðan- leikakönnun að menn lækka tilboð sitt frá því sem þeir hafa boð- ið. Fyrirtækin hafa sem kunnugt er feng- ið nokkuð ítarlegan upplýsingapakka og á þeim grundvelli eiga þau að geta gert leiðbeinandi tilboð. Eftir að leið- beinandi tilboðin liggja fyrir eru valdir þeir sem halda áfram og fara í áreiðanleikakönnunina og þá fá þeir enn fyllri upplýsingar um einstök atriði,“ segir Hreinn. Engar deilur og engin óvissa „Þetta söluferli vegna kjölfestu- fjárfestisins er ekkert sem við höfum fundið upp eða er smíðað sérstaklega fyrir Landssímann. Þetta er margreynt og notað við sölu stórra fyrirtækja um allan heim og PricewaterhouseCoopers hefur mikla reynslu af þessu fyr- irkomulagi,“ segir Hreinn. Að- spurður sagði hann að erlendu ráðgjöfunum hjá Pricewater- houseCoopers hefði ekki komið á óvart að beðið hefði verið um frest, það þætti ekki óeðlilegt. „Það veldur manni ákveðnum áhyggjum,“ bætti Hreinn við, „að það vill gerast að aðilar sem ekki koma fram undir nafni eru titlaðir sem sérfræðingar í erlendum verðbréfaviðskiptum og eru heim- ildir fjölmiðla, eins og til dæmis í DV í dag [þ.e. í gær]. Þar skín í gegn þekkingarleysi en ekki sér- fræðiþekking á því sem er að ger- ast auk þess sem þar er því til dæmis haldið fram að hart sé deilt en hjá okkur hafa ekki verið nokkrar deilur. Þá er talað um að útboðið sé í óvissu en það er engin óvissa fyrir hendi. Það eina sem gerðist var að komið var til móts við væntanlega bjóðendur.“ Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu Fresturinn ekki til marks um lítinn áhuga Hreinn Loftsson Væntanlegum kjölfestufjárfestum í Landssíma Íslands var gefinn frestur út þessa viku til að skila inn óbindandi verð- tilboði. Haraldur Johannessen ræðir við Hrein Loftsson, formann framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, um ástæður frestsins og hugsanlegar afleiðingar hans. haraldurj@mbl.is ’ …það er ekkertúrslitaatriði hvort fresturinn er mið- aður við 22. eða 26. þessa mánaðar. ‘  ÓLAFUR Guðjónsson varði dokt- orsritgerð sína við læknadeild Há- skólans í Uppsölum, Svíþjóð, 22. maí síðastliðinn. Ritgerðin fjallar um meðferðarmöguleika við góðkynja æxlum í heilahimnum. Góðkynja æxli í heilahimnum get- ur verið erfitt að fjarlæga að fullu með skurðaðgerð án þess að skaða nærliggjandi taugavef meðal annars heila- taugar og æðar. Í sumum tilvikum er því hluti af æxl- inu skilið eftir við skurðaðgerð. Þó að um sé að ræða æxli sem í flestum til- vikum vaxa hægt er töluverð hætta á að æxlin vaxi það mikið að það valdi nýjum einkennum. Það er því þörf á viðbótar meðferð og jafnframt að- ferðum til að meta árangur þeirra. Í ritgerðinni var árangur meðferðar eftir svo kall- aðra translabyrinthine og trans- cochlear skurðaðgerða var borin saman við aðrar tegundir aðgerða sem notaðar eru til að fjarlæga æxli sem þrýsta á heilastofninn. Æxl- isrestar hjá sjúklingum voru geisl- aðarog þeim fylgt eftir í 3 ár. Annar hópur sjúklinga með æxlisrestar fékk lyfjameðferð með Interferon alpha og var fylgt efter í allt að 8 ár. Árangur geisla og lyfjameðferða var metin með 11 C L methionine PET sem er ísótópa aðferð. Jafnframt var nýr ísótóp 76Br BrdU reyndur. Árangur skurðaðgerða hvað varð- ar andlitslömun og almennan árang- ur voru sambærileg við aðrar teg- undir aðgerða. Geislun hafði litlar aukaverkanir og engin æxli uxu á 3 árum. Lyfjameðferð með Interferon alpha virðist hafa hemjandi áhrif á vöxt sumra æxlanna. 11C L methion- ine PET hefur hlutverki að gegna í mati meðferðarárangurs geisla og lyfjameðferðar. Þar á móti reyndist 76Br BrdU ekki vera nothæfur ísó- tóp til að fylgja meðferðarárangri þessara æxla. Ólafur er fæddur 13. júní 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá nátt- úrufræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð vorið 1977 og læknaprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1983. Hóf framhaldsnám við Háskóla- sjúkrahúsið í Uppsölum 1986. Hlaut sérfræðiviðurkenningu í heila- og taugasjúkdómum 1990, og heila- skurðlækningum 1996. Settur yf- irlæknir frá 1. janúar 2000 og skip- aður frá 1. október 2001 við heilaskurðdeild Háskólasjúkrahúss- ins í Uppsölum. Ólafur er sonur Guðjóns Heidar Jónssonar og Kristínar Ólafsdóttur, hann á þrjú börn. Varði dokt- orsritgerð í læknisfræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.